Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 36
36 | Viðtal 6.–8. maí 2011 Helgarblað Særði til Sín áStina M agnús hefur einkar blíðleg augu og frá honum staf- ar mikil kyrrð. Við sitjum á gangstéttarbrún í Bústaða- hverfi. Það er kalt vor og þótt sól- in lýsi allt upp er það hljóðlát hlýja. Ekkert skordýrasuð og enginn fugla- söngur. Magnús er með fjólubláa prjónahúfu á höfði sem ástkær eig- inkona hans, hún Jenny, prjónaði handa honum, hann strýkur hend- inni oft yfir skeggið meðan hann talar og fram hjá okkur keyra bílar en við merkjum ekki hávaðann. Magnús er við það að segja blaða- manni frá því hvernig tónlistin verð- ur til. „Ég er eiginlega hættur að semja lög, ég leyfi þeim bara að fæðast. Þetta er eins og að velja orð í sam- tali. Það er einhver sem talar við þig og þú velur orð og svarar. Þannig get ég best lýst því hvernig ég sem tón- list. Það talar eitthvað til mín og ég verð að svara. Ef ég geri það ekki þá hleðst upp neikvæð spenna innra með mér og ég verð leiðinlegur. Að semja tónlist er eins konar viðbragð við því áreiti sem það er að lifa,“ seg- ir hann og brosir. „Það er mér nauð- synlegt,“ bætir hann við og útskýrir frekar: „Um daginn var kaldur vor- dagur og ég sagði: vorið vaknar til lífsins. Með þessum orðum kemur tilfinning og með þeim kemur lag- lína. Eins og bara það að við sitjum hérna á gangstéttarbrúninni. Hér er einhver sérstök stemning og henni fylgja einhverjir hljómar.“ Skipstjóradraumar viku fyrir skæðri bakteríu Þegar Magnús var lítill dreymdi hann um að verða skipstjóri. Hann man eftir því að hafa gengið sæll í alltof stórum bússum niður götu í Kefla- vík. Skipstjóradraumurinn lifði með honum fram eftir unglingsárum þar til tónlistarbakterían greip hann. „Þegar ég var fjórtán ára fann ég gítar og fór að fikta með hann. Svo fór ég á sjóinn á nokkrar vertíðir með væntingar um að verða skipstjóri. Ég hafði gítarinn með í för og greip í hann þegar ég átti lausa stund. Á sjónum gafst mér ágætur tími til að læra gripin og smátt og smátt tók tónlistarbakterían yfir þangað til ég var orðinn friðlaus. Það voru aðeins tveir dagar eftir af síðustu vertíðinni minni þegar ég þoldi ekki lengur við á sjó og tilkynnti skipstjóranum það. Hann rifjaði þetta nú upp með mér, skipstjórinn sem ég var hjá. Einar hét hann, kallaður, Spanni. Hann sagðist hafa verið óánægður því mér lá svo mikið á. Hann sagði mér að ég hefði komið upp í stýrishús og sagt við hann: Heyrðu ég verð eiginlega að fá að hætta þegar við komum í land því ég ætla að gerast tónlistarmaður.“ Spilaði á gítarinn sjö tíma á dag Ferill Magnúsar hófst á stórum draumum og vináttu við annan hæfi- leikapilt sem hefur haldist trygg alla tíð, Jóhann Helgason. Jóhann og Magnús fóru að pæla saman í tónlist og voru oftast í kjall- araherbergi heima hjá Jóhanni þar sem þeir æfðu gítarspil, sungu og tóku upp lögin sín á segulbandstæki. Þeir voru svo kappsamir og metnað- argjarnir að þegar þeir gátu ekki ver- ið saman hringdust þeir á. „Ég var haldinn gríðarlegum metnaði og það komst ekkert ann- að að,“ segir Magnús. „Kannski af því það var ekki mikið við að vera í Njarðvík. Það var bara fótbolti, sjó- mennska eða hangs. Fyrst mað- ur fékk þessa bakteríu þá heltók hún mann. Ég lá yfir þessu sjö, átta klukkutíma á dag. Ég hafði ekki einu sinni tíma í matartímanum til að setjast niður. Ég var með annan fót- inn uppi á stól, gítarinn þar ofan á og borðaði svo með lausu hendinni og meðan ég var að tyggja tók ég í gít- arinn.“ Sungið og spilað í gegnum símann Vináttan við Jóhann er mikil og greini- lega afar náin. „Við Jóhann erum perluvinir og höfum alltaf verið. Við erum andlega mjög líkir, skynjum tím- ann á svipaðan máta. Við erum eigin- lega eins og bræður. Hann er rólegur og ég er órólegur en við náðum samt svo vel saman. Jóhann var þá í hljóm- sveit sem hét Rofar. Mér var boðið á æfingu og var ráðinn á einu augna- bliki í bandið fyrir að kunna upphafs- stefið í Tired Of Waiting For You með The Kinks. Þeir féllu alveg fyrir því að ég gat spilað stefið,“ segir hann og hlær. Þá var nafninu breytt í Nesmenn og við spiluðum saman í eitt eða tvö ár. Við spiluðum mest í kjallaranum heima hjá Jóhanni og tókum upp á Sony-seg- ulband. Þegar þetta band hætti fórum við að vinna saman, ég og Jóhann. Við fór- um að semja lög og spila saman. Við hringdum okkur saman ef við gátum ekki hist. Ef ég samdi lag þá hringdi ég í hann og spilaði það fyrir hann í sím- ann.“ Eins og í bíómynd Magnús og Jóhann slógu í gegn strax á fyrstu tónleikum sínum í Reykja- vík. Þeir gáfu út plötuna Magnús og Jóhann, sem er í dag í flokki sígildra dægurtónlistarplatna Íslands. „Við slógum í gegn og velgengnin var við- stöðulaus í heil tvö ár. Það var voða- lega gaman en einn daginn sagði Jói við mig: Ég er orðinn leiður á að sitja svona og spila. Ég vil standa upp. Við vorum nefnilega kúl, gæjarnir, sátum alltaf og allir með ljós og svona hip- pavesenisstemning. Jóhann vildi gera eitthvað alveg nýtt og tilkynnti mér að hann ætlaði að semja lag sem við fengjum plötusamning fyrir á Eng- landi. Ég sagði bara já og amen við þessu. Jóhann var síðan ekki lengi að þessu og samdi lagið Yakety Yak.“ Svo fór að Magnús og Jóhann ákváðu að fara til London að taka upp lagið þar. „Svo vildi til að á sama tíma var hljómsveitin Náttúra í London að taka upp plötu í stúdíói sem hét Or- ange og við sníktum okkur far með þeim alla leið í stúdíóið. Við tókum upp lagið með þeim og eins og í bíó- mynd gerðist það að þegar við vorum að spila Yakety Yak gekk eigandi stúd- íósins inn í salinn og sagði einfaldlega: Heyrið mig, ég ætla að bjóða ykkur samning, rétt eins og Jói hafði ráðgert.“ Sögðu nei við stórlax Þessi tímamót í London urðu síðan upphafið að stofnun sveitarinnar Magnús Þór Sigmundsson lítur um öxl á 40 ára starfsafmælistónleikum. Hann er ekki mikið fyrir að gera slíkt og hefur öðlast þá farsæld að lifa sæll í núinu. Hann samþykkti þó að róta svolítið í fortíðinni og settist niður með Kristjönu Guðbrandsdóttur og ræddi við hana um tónlistina og einstaka vináttu sína við tónlistarmanninn Jóhann Helgason, sanna ást og þroskann sem hann hefur tekið út á ævinni, stundum með svolitlum barningi og eftir krókaleið- um eins og allra listamanna er siður. „Við rífumst aldrei. Ég lærði af reynsl- unni ég var að rífast og slást við konur í gamla daga. Ég geri það ekki lengur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.