Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 19
Fréttir | 19Helgarblað 6.–8. maí 2011 Mynd af manni sem líkist breska njósnaranum og undirróðursmann­ inum [agent provocateur] Mark Ken­ nedy og birt var á vef umhverfisvernd­ arsamtakanna Saving Iceland hefur vakið upp spurningar um það hvort íslensk lögregluyfirvöld hafi til þessa reynt að halda öllum afskiptum lög­ reglunnar af manninum leyndum. Á myndinni má sjá mann með sítt dökkt hár og hring í eyranu, í brúnum gönguskóm og svörtum útivistarjakka, leiddan í burtu í fylgd tveggja íslenskra lögregluþjóna. Á annarri mynd af Kennedy, sem kallaði sig Mark Stone á meðan hann sigldi undir fölsku flaggi á meðal nátt­ úruverndarsinna, má sjá hann í að því er virðist alveg eins skóm, alveg eins jakka og með alveg eins hring í eyranu og maðurinn sem leiddur er af íslensk­ um lögreglumönnum á myndinni. Meðlimir Saving Iceland halda því fram að maðurinn á myndinni sé Mark Kennedy, og benda meðal annars á mynd úr The Mail on Sunday því til staðfestingar, en þar má sjá Kennedy uppi á vinnuvél, í alveg eins fötum og á myndinni með lögreglumönnun­ um. Þá segja meðlimir hreyfingarinn­ ar ennfremur að þetta hafi ekki verið í eina skiptið sem lögreglan hafði af­ skipti af breska njósnaranum, hann hafi verið handtekinn að minnsta kosti einu sinni þar sem vegabréfið hans var gert upptækt. Lögreglan á Egilsstöð­ um ítrekar að engin afskipti hafi verið höfð af manninum. Ennþá hefur þó ekki fengist úr því skorið hvort að ís­ lenska lögreglan hafi haft vitneskju um njósnastarfsemi Kennedys hér á landi. Innanríkisráðherra bíður svara frá lög­ reglunni. Annar maður DV hefur fjallað nokkuð um málið en það var breska blaðið Guardian sem hóf umfjöllun um njósnastarfsemi Kennedys á meðal umhverfisvernd­ arsinna í Evrópu í kjölfar frétta sem höfðu birst á vefnum indymedia.org. Eins og fram kom í umfjöllun DV á sínum tíma, tók Mark Kennedy þátt í mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun á vegum Saving Iceland árið 2006 og var virkur í starfi hreyfingarinnar. Fram til þessa hafa lögregluembættin á Egils­ stöðum og Seyðisfirði haldið því fram að þau hafi engin afskipti haft af Ken­ nedy þegar til mótmæla kom vegna Kárahnjúkavirkjunar. Í samtali við DV segir Óskar Bjart­ marz, yfirlögregluþjónn lögreglunn­ ar á Egilsstöðum ekkert hafa breyst í þeim efnum, fyrri yfirlýsingar standi, lögreglan hafi engin afskipti haft af Kennedy. Þá segir hann ennfremur að maðurinn sem leiddur er af lögreglu­ mönnum á myndinni sé ekki Kenn­ edy, heldur allt annar maður. „Það er alveg ljóst að það sem hefur verið sagt stendur. Lögreglan hefur engin afskipti né samskipti haft við þennan mann. Þessar myndir eru af allt öðrum manni og við vitum meira að segja hvaða maður það er. Við erum með myndir af þeim aðilum sem voru í þessu máli og teljum okkur vera búna að skoða og sjá hvaða maður þetta er. Þetta er ekki lög­ reglumaðurinn umræddi, það er alveg ljóst,“ segir Óskar í samtali við DV. Samvinna lögregluyfirvalda Fram hefur komið, meðal annars í frétt Spiegel um störf breska njósnarans í Þýskalandi, að þarlend lögregluyfir­ völd hafi verið meðvituð um njósna­ starfsemi hans í landinu á meðan á henni stóð. Þá voru írsk lögregluyfir­ völd einnig meðvituð um starfsemi Kennedys innan lögsögu Írlands, eins og fram kom í frétt Independent þann 25. janúar síðastliðinn. Í ljósi þessara upplýsinga vöknuðu spurningar þess efnis hvort lögregluyfirvöld hérlend­ is hefðu verið jafn vel upplýst og í ná­ grannalöndunum. Fréttastofa RÚV sendi fyrirspurn til ríkislögreglustjóra í janúar þar sem spurt var hvort íslensk lögregluyfirvöld hefðu vitað af Ken­ nedy þegar hann var hér á landi. Svar við þeirri fyrirspurn hefur, eftir því sem DV kemst næst, ekki borist. Bent hefur verið á að hafi Kennedy stundað njósnir og undirróðursstarf­ semi hér á landi án vitneskju íslenskra yfirvalda, hafi slíkt verið brot á íslensk­ um lögum. Össur Skarphéðinsson ut­ anríkisráðherra benti einnig á, þeg­ ar hann svaraði fyrirspurn um málið á Alþingi, að hafi Kennedy stundað slíkar njósnir með vitneskju yfirvalda, teldi hann slíkt vera lögbrot, en for­ virkar rannsóknarheimildir hafa ekki verið heimilar hér á landi til þessa. Ögmundur Jónasson innanríkisráð­ herra lítur málið alvarlegum augum, en honum hefur ekki ennþá borist af­ dráttarlaust svar frá lögregluyfirvöld­ um um það hvort Kennedy hafi starfað hér á landi með vitneskju lögregluyfir­ valda. Engin afdráttarlaus svör „Ég hef fengið ýmis svör en ég er ekki alveg fullkomlega sáttur við það sem ég hef fengið,“ segir Ögmundur í sam­ tali við DV. Í samtali við blaðamann í upphafi árs sagðist Ögmundur ætla að fara yfir málin með lögregluyfirvöld­ um og óska eftir því að fá upplýsingar um vitneskju lögregluyfirvalda um að­ komu Kennedys að mótmælum hér á landi. Engin niðurstaða hefur fengist í málið og innanríkisráðherra hefur engin afdráttarlaus svör fengið, sem skera úr um það hvort Kennedy hafi starfað hér með eða án vitneskju ís­ lenskra lögregluyfirvalda. „Ég hef gengið á eftir því að fá ná­ kvæmar upplýsingar um það hvort að lögreglunni hafi verið kunnugt um að hér kynni að hafa verið flugumaður, en það mál er ekki ennþá til lykta leitt. Ég hef ekki fengið neitt í hendur sem sýnir fram á að lögreglunni hafi verið kunnugt um að svo hafi verið, en á hinn bóginn hef ég ekki fengið neinar afgerandi yfirlýsingar um að svo hafi afdráttarlaust ekki verið,“ segir hann. Aðspurður um hvers vegna honum hafi ekki ennþá borist afdráttarlaus svör frá lögreglunni segir Ögmundur að málið sé stærra en svo að dagar eða vikur skipti máli. Hann segist munu skýra frá niðurstöðum sínum þegar þar að kemur, en tiltekur ekki hvenær það verði. Aðspurður um yfirlýsingar Saving Iceland­liða þess efnis að lög­ reglan hefði haft afskipti af Kennedy þvert á fyrri yfirlýsingar, og myndir sem benda til þess, segir Ögmundur að lögreglan verði að svara fyrir það. Beðið með viðbrögð Í yfirlýsingu frá Saving Iceland­hreyf­ ingunni sem birtist á heimasíðu sam­ takanna savingiceland.org ásamt myndinni er bent á að í lögreglu­ blaðinu hafi nú þegar komið fram að allt frá árinu 2005 hafi íslensk lögreglu­ yfirvöld haft náið samstarf við bresku lögregluna í tengslum við Saving Ice­ land. Slíkt gefi ástæðu til að ætla að ís­ lensk stjórnvöld hafi vitað af njósnum Marks Kennedy innan Saving Iceland. Þá er þess krafist að yfirvöld láti af þeim „lygaleik og undanbrögðum“ sem hafi viðgengist í málinu. Farið er fram á að staðreyndir málsins verði afhjúpaðar, ekki einungis er varða mál Marks Kennnedy heldur hvað varðar alla skrá­ setningu yfirvalda á afskiptum af Saving Iceland og þeim einstakling­ um sem hafa verið virkir innan hreyf­ ingarinnar. Mál Kennedys vakti mikla athygli og reiði á sínum tíma, en hann átti meðal annars í kynferðissambandi við konur innan samtaka sem hann var að njósna um. Í janúar beindi Mörð­ ur Árnason, þingmaður Samfylkingar­ innar, fyrirspurn til Össurar Skarphéð­ inssonar utanríkisráðherra. Þar spurði hann um það hver viðbrögð ríkis­ stjórnarinnar við þessum fregnum um breska njósnarann væru. Össur svar­ aði því til að beðið væri með við­ brögð þangað til niðurstaða kæmi frá ís­ lenska innan­ ríkisráðherr­ anum. „Meðlimir Saving Iceland halda því fram að maðurinn á myndinni sé Mark Kennedy og benda meðal annars á mynd úr The Mail on Sunday því til staðfestingar. RáðheRRa bíðuR svaRa lögReglu n Mynd af manni sem leiddur er í burtu af íslenskum lögreglumönnum hefur vakið athygli n Saving Iceland- liðar segja að þar fari breski njósnarinn Mark Kennedy n Stangast á við yfirlýsingar lögreglunnar Í sömu fötum Þessi mynd var birt í The Mail on Sunday og tekið fram að Mark Kennedy væri lengst til vinstri. Þarna virðist Kennedy vera í nákvæmlega sömu fötum og maðurinn sem lög- reglan hafði afskipti af. Mynd: SKjáSKot Af dAIlyMAIl.co.uK Mark Kennedy Ljóst er að maðurinn á þessari mynd er Mark Kennedy, en fjallað hefur verið um hann í fjölmörgum miðlum. Ennþá Kennedy Á þessari mynd situr að því er virðist sami maðurinn, með sítt dökkt hár, með silfurhring í eyranu, í brúnum gönguskóm og í svörtum útivistarjakka. MyndIr: SAvIngIcElAnd.org Ekki sáttur „Ég hef fengið ýmis svör en ég er ekki alveg fullkomlega sáttur við það sem ég hef fengið,“ segir Ögmundur í samtali við DV. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.