Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 23
ar lægstu laun höfum við náð meiri árangri en ég bjóst við. Við vitum í hvaða stöðu sumar greinar eru. Þær eru mjög illa settar. Og það er í raun grundvallarforsendan fyrir því að við fórum í að ná breiðri sam- stöðu. Iðnaðarmannahóparnir vissu að þeir gátu verið í þokkalegri stöðu sums staðar en í erfiðri stöðu ann- ars staðar. Hlutfallslega vorum við í betri stöðu til að slá frá okkur en margir aðrir. Verkalýðsforystan sá fram á það að ef við myndum semja á þeim nótum væri nær öruggt að stóru láglaunahóparnir myndu sitja eftir. Þeir hefðu ekki haft neina bar- áttustöðu. Tveir hópar klufu sig út úr þessu, verkalýðsfélögin á Akra- nesi og á Húsavík, og vildu fara þá leið að semja við þau fyrirtæki sem best máttu sín. Það hefði leitt til þess að fiskvinnslufólk og fólk í verslun og ferðaþjónustu, fólk á lág- um launum, hefði setið eftir og ekki haft neina möguleika til að bæta hag sinn. Þessir hópar hefðu jafnvel set- ið uppi samningslausir eða þurft að sæta þeim afarkostum að skrifa und- ir samninga sem atvinnurekendum hefði þóknast að rétta þeim. Nú erum við að hækka laun þessa fólks á samingstímanum um 21 til 22 prósent og meðallaunakostnaðar- hækkun er 13 til 13,5 prósent. Ein- greiðslur vega miklu þyngra hjá lág- launahópum heldur en hjá fólki með hærri laun. Það þarf engan stærð- fræðing til að sjá það. Við erum að semja um 50 þúsund króna ein- greiðslu. Síðan koma tvær aðrar á árinu, 10 þúsund krónur með orlofs- uppbótinni í sumar og svo 15 þúsund króna eingreiðsla með desember- uppbótinni þannig að þetta eru sam- tals 75 þúsund króna eingreiðslur á árinu. Þá verða laun hækkuð um 4,3 prósent á árinu og tekjutrygging verður hækkuð upp í 182 þúsund krónur á mánuði úr 165 þúsundum. Hún fer upp í 204 þúsund á samn- ingstímanum. Aukinn launakostn- aður í verslun og þjónustu er vel yfir 20 prósent á samningstímanum.“ Veit að djarflega er teflt Hvað segir þú um varnaðarorð hag- fræðinga, til dæmis aðalhagfræðings Seðlabankans? „Hafandi verið í þessu í 17 ár hefur maður lært ýmislegt auk þess sem ég hef lesið hagfræði á háskólabekk og verið í rekstri og stjórnun. Ég veit að það er alveg rétt sem sagt er. Við erum að spila mjög djarft með því að fara svona langt. Mér er minnistætt þegar Davíð Oddsson kom sem for- sætisráðherra í Kastljósþátt 1993 og sagði nánast að hér með væri niður- sveiflunni lokið sem staðið hafði frá árinu 1989. Engin rök væru fyrir því að halda áfram niður á við, hagkerfið væri búið að rétta sig við og við gæt- um farið að vinna okkur upp. Það var eins og fólk byrjaði þá að átta sig og segði: Já, við getum kannski farið að gera eitthvað, byggja bílskúr, laga þak eða kaupa nýjar vélar í fyrirtæki. Menn fóru inn á þá braut. Leikurinn æstist síðar en það er annað mál. Þessi staða er uppi í þjóðfélaginu nú. Það eru forsendur til að skipta um gír. Það er þess vegna sem við gerum þriggja ára samning. Ef við hefðum gert skammtímasamning eru verulegar líkur á að við hefðum með því verið að framlengja það ástand sem er. Doðinn hefði haldið áfram. Einstaklingarnir og fyrirtæk- in skipta hér mestu máli og viðhorf þeirra til framtíðarinnar. Fjárfesting- ar í Helguvíkurálveri skipta máli en forsendan fyrir því að hjólin taki að snúast hraðar er að vonin og kjarkur- inn vakni og fólk skipti um skoðun. Ef það tekst þá lánast okkur það sem við viljum helst; að skapa hér ef til vill um 20 þúsund störf fram til árs- ins 2014. Ef svo krónan styrkist um fjórðung ásamt umsömdum kaup- hækkunum ættum við að hafa náð til baka á samningstímanum helm- ingnum af þeim kaupmætti sem við töpuðum í hruninu eða 7 til 8 pró- sent. En ef verðbólgan verður of mik- il og fjárfestingar verða of litlar gæt- um við setið í súpunni. Við fengjum ekki kaupmáttaraukning þótt kaupið hækkaði. Ef kaupið hækkar of hratt velta fyrirtækin kostnaðinum út í verðlagið. Þetta er hagfræði í sinni einföldustu mynd. Ég er mikill aðdá- andi kauphækkana en við verðum að horfast í augu við staðreyndir í hag- kerfinu. Svo er enn annað mál hvern- ig okkur tekst að laga peningamála- stjórnina og íslenskan gjaldmiðil.“ Í góðu formi með tíma fyrir mig Þú ert nýkominn af þingi rafiðnaðar- manna þar sem þú lést af formennsku í Rafiðnaðarsambandinu. Er þetta góður tími til að fara yfir á hliðarlín- una? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir all- mörgum árum. Ég tók snögglega við vegna veikinda forvera míns. Ég datt inn í þetta ekki síst vegna þess að ég þekkti obbann af félagsmönn- unum vegna þess að ég var kennari og sá um starfsmenntanámskeið. Mér líkaði það vel, hafði farið í gegn- um Kennaraháskólann, hafði áhuga og gekk mjög vel. Ég ætlaði að fara í þetta í tvö til þrú ár. En ég fór á bóla- kaf í þetta, alls kyns nefndarstörf og fleira. Ég tók samt þá ávörðun að ég ætlaði ekki að vera í þessu allan minn starfsaldur. Það ár sem ég yrði 65 ára eða því sem næst myndi ég láta af formennsku. Ég kynnti þetta á þinginu fyrir fjórum árum. Síð- an varð bankahrun og í kjölfar þess varð ég mjög virkur í umræðunni í kjölfar þess. Ég hafði hugsað mér að fara í tiltekin verkefni og þvælast ekki fyrir væntanlegum formanni. Fara kannski í menntamálin aftur. Það rigndi yfir mig tilmælum um það hvort ég vildi ekki endurskoða ákvörðun mína um að hætta. Ég væri í fullu formi og nýlega búinn að ljúka háskólanámi. Það er allt rétt. Ég er í góðu formi, hleyp á Esjuna þrisv- ar til fjórum sinnum í viku. En sjálfs míns vegna og konu minnar vegna vildi ég ekki skipta um skoðun. Það sem helst hefði fengið mig til þess að breyta ákvörðun minni er það ef ég hefði horft upp á að félagsmenn hefðu farið að berast á banaspjót- um um það hver ætti að taka við. Ef hér hefði orðið einhver blóðugur VR- bardagi, eins og menn tala stundum um í dag, þá hefðu ég og fleiri stigið fram til að bera klæði á vopnin. En þetta gekk fínt og við hefur tekið góð- ur ungur maður.“ Sagði sig úr Sjálfstæðis- flokknum Þú hefur í vaxandi mæli blandað þér í þjóðmálaumræðuna í ræðu og riti sem þjóðfélagsrýnir, ekki síst á net- inu á síðari misserum og kemur ekki aðeins fram sem verkalýðsleiðtogi. Reyndar átt þú einnig sæti í stjórn- lagaráði sem fæst við að endurskoða stjórnarskrá þjóðarinnar. Ertu póli- tískari en áður? „Já, ég er pólitískari. Ég ólst upp í harðsnúinni íhaldsfjölskyldu. Við erum til dæmis bræðrasynir ég og Friðrik Sophusson. Ég kem úr þess háttar umhverfi og starfaði innan Sjálfstæðisflokksins. En ég hef alltaf litið á mig sem eins konar norræn- an hægrikrata. Þannig var sá Sjálf- stæðisflokkur sem ég var í og ég sat til dæmis eitt kjörtímabil í borgar- stjórn fyrir flokkinn. Ég var orðinn verkalýðsforingi og ég verð að segja alveg eins og er að þegar tók að nálg- ast aldamótin gekk mér æ verr að verja skoðanir eins og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og hans skoðanabræðra. Þannig að ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum rétt fyr- ir aldamótin. Það breytir ekki þeirri skoðun að ég er einlægur norrænn velferðarsinni. Ég hef verið formað- ur norræna sambandsins og í stjórn Evrópusambands byggingarmanna. Þjóðmálarýnirinn Árið 2007 var ég farinn að skrifa greinar í blöðin og var meðal ann- ars að benda á spennuna í okkar hagkerfi. Það blasti við öllum hag- fræðingum á þeim tíma að það yrði niðursveifla. Menn voru að ræða sín á milli hvort það yrði „létt lending“, „brotlending“ eða „snertilending“. Ég var spurður hvort ég vildi gerast pistlahöfundur á vefmiðli Eyjunnar um þessi viðfangsefni mín. Svo kom hrunið. Þá var ég búinn að skrifa pistla í eitt ár þar sem ég hafði með- al annars bent á hvað gæti gerst. Ég hélt því áfram. Þessi pistlaskrif urðu til þess að ég setti mig í þá stöðu að setja mig enn betur inn í mál. Í krafti stöðu minnar þekkti ég vel til mála og það skerpti mína framsetningu. Það að sínu leyti varð til þess að meira var eftir þessu tekið. Þegar far- ið var að tala um stjórnlagaþing var ég hvattur mjög til þess að gefa kost á mér til setu þar, ekki síst af fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Ég hafði fjallað um íslenska samtrygg- ingarsamfélagið og þetta allt varð til þess að ég gaf kost á mér og fékk fína kosningu.“ Mannamál og mannréttindi Hvað þykir þér mikilvægast í störfum stjórnlagaráðsins? Hver er forgangs- listi þinn? „Það eru mannréttindin og félagafrelsið. Mér er er einnig for- setaembættið hugleikið og sjálf stjórnskipunin vegna þess að ég er ekki sáttur við hvernig framvind- an hefur verið. Ég vil koma á fram- færi sjónarmiðum mínum um það efni. Auk þess er mér hugað um að gera stjórnarskrána læsilega öllum almenningi. Fólk á að geta tekið fram stjórnarskrána og skilið inni- hald hennar. Fólk á að geta skilið hvaða réttindi það hefur og hvaða skyldur. Mér dettur í hug samlíking við Shakespeare. Oft hefur slokkn- að á manni eftir hálfa klukkustund vegna þess að textinn var eins og múr sem maður þyrfti fyrst að klífa yfir áður en maður skildi hann. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á nokk- urn mann. En svo sá ég Lé konung í vetur í nýrri fantagóðri þýðingu Þór- arins Eldjárns. Þá hlustaði ég allan tímann vegna þess að maður þurfti ekki að setja sig í neinar sérstakar stellingar vegna þess að allt var skilj- anlegt sem leikararnir fóru með. Þeir töluðu eðlilega íslensku og notuðu eðlileg íslensk orð. Ég vil gjarnan að stjórnarskráin verði aðgengileg með þessu móti. Það er fínn hópur sem skipar stjórnlagaráðið. Hann endurspeglar vel þverskurð þjóðfélagins. Við erum alveg hæfilega laus við fólkið sem kemur úr þeirri stétt sem telur sig eiga að stjórna. Hér er vel lesið fólk og margir eru í sömu stöðu og ég að vera virkir í daglegri þjóðmálaum- ræðu og vanir því að gera það þannig að fólk skilji þá. Mér líkar þetta vel.“ Bjarkarpabbinn og verkalýðs- leiðtoginn Þú ert ekki ekki aðeins þekktur sem verkalýðsleiðtogi og þjóðfélagsrýnir. Þú ert líka þekktur sem faðir Bjark- ar. Þú ert vænanlega stoltur af þín- um börnum. En breytti heimsfrægð Bjarkar lífi þínu með einhverjum hætti? „Já, á vissan hátt gerði það það. Björk er lítið fyrir prjál og vesen. Margir segja að hún sé eins og ég hafi snýtt henni út úr mér. Hún hef- ur einbeittar skoðanir á því sem hún er að gera og er sama þótt það sé ekki allt á breiða veginum, til dæmis tónsmíðar, raddbeiting eða annað í hennar list. Við ræðum aldrei henn- ar mál; við ræðum saman eins og venjulegt fólk. Við ræðum til dæmis umhverfis mál og stjórnmál. Björk gerði ekki mikið af því en við höf- um gert meira af því upp á síðkast- ið. Ég er lánsamur faðir. Ég á 6 börn og 11 barnabörn. Þau lentu sum illa í hruninu. Sum voru nýkomin heim frá Danmörku og voru að koma sér fyrir. Allt fór öðruvísi en ætlað var svo sem eins og atvinnumissir. Þetta er harðsnúið og vel gert fólk og sam- hent systkini. Þau eru ekki öll sam- mæðra. Frægð Bjarkar hefur vitanlega haft áhrif inn í fjölskylduna. Ég neita því ekki að stundum þegar mér finnst ég hafa lagt mig fram í mínu starfi og kem innan um fólk þá er ég aðallega kynntur sem pabbi hennar Bjark- ar. Ég hef stundum látið þetta fara í taugarnar á mér. Menn muna ekki eftir verkalýðsforingjanum eða því um líku heldur hinu að ég er Bjarkar- pabbi. Þetta er bara svona. Björk og öll mín börn eru alin upp við mikla útivist og við göngum mikið. Þau hafa haldið því áfram og ég eigna mér dálítið þann þátt í fari þeirra. Sjálfur fer ég á gönguskíði, geng oft á Esjuna og ligg í tjaldi kannski þrjá- tíu nætur á hverju sumri. Það er al- veg nauðsynlegt að sinna sjálfum sér. Maður verður að hafa líkamlega orku til að takast á við verkefnin. Til að koma pumpunni í gang og hrista hnífasettið úr bakinu er ekkert betra en að rölta á Esjuna í lok dags. Það er óvægið starf að vera verkalýðsfor- kólfur, sérstaklega eftir hrunið. Það á ekki aðeins við um mann sjálfan heldur einnig þá sem næst manni standa.“ Fréttir | 23Helgarblað 6.–8. maí 2011 U M A L L T LA N D Keppt er um: • Flesta þátttökudaga • Flesta kílómetra Vinnustaðakeppni Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðunni: hjoladivinnuna.is Nú látum við hjólin snúast um allt land! ÍS LE N SK A /S IA .I S /Í SÍ 5 40 62 0 3/ 11 Samstarfsaðilar Vertu með! Ólympíufjölskyldan 4.-24. maí Þriggja ára samningar vekja vonir og kjark „Ég hef aldrei fyrr í kjarabaráttunni séð jafnlitla herkænsku og klaufalega hernaðarlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.