Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 52
52 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 6.–8. maí 2011 Helgarblað T engikvíar fyrir fartölvur eru ekki nýjar af nálinni, fjöl­ margir nota slíka gripi dags daglega til að fartölvan nýt­ ist með skynsamlegum hætti bæði á vinnustað og inni á heimili. Kvíin er þá í flestum tilvikum á vinnustaðn­ um, tengist þar í stærri skjá, lykla­ borð og mús og inn á netkerfi stað­ arins. Eldast illa Ókosturinn við hefðbundnar tengi­ kvíar er að þær er aðeins hægt að tengja við ákveðnar tegundir far­ tölva og þegar eigandinn fjárfestir síðan í nýrri gerð tölvu stendur hann frammi fyrir þeirri sorglegu stað­ reynd að kvíin stendur eftir sem úrelt og illa ígrunduð fjárfesting. Hin þráðlausa kví frá Samsung leysir þetta vandamál í eitt skipti fyr­ ir öll. Hún er fyrsta þráðlausa kvíin sem getur tekið við háskerpumerki. Eigendur allra fartölva, hver svo sem gerðin er, geta nú áhyggjulausir fjár­ fest í slíkri kví. Og fyrirtæki geta með þessum hætti nýtt eina slíka kví fyr­ ir tvo starfsmenn í mörgum tilvikum og er þá hægt að kaupa fleiri USB­ kubba til að tengjast Central Station. Tæknin að baki Örsmáum USB­kubbi er smellt í tengirauf fartölvunnar og þegar hún er komin í um eins og hálfs metra fjarlægð frá kvínni kviknar skyndi­ lega á skjánum – tengingin er orðin virk. Skjá kvíarinnar er bæði hægt að nýta til að spegla skjá fartölvunnar eða hreinlega sem viðbótarskjá. Öll þau tæki sem tengd eru við USB­ raufar kvíarinnar eru nú tengd þráð­ laust við fartölvuna, hvort sem um er að ræða utanáliggjandi harðan disk eða snjallsíma. Og þegar vinnu er lokið þarf ekki að aftengja eitt eða neitt, viðkomandi grípur bara fartölvuna og heldur sína leið, kvíin slekkur sjálfkrafa á skján­ um. Central Station getur nýst á fleiri vegu ef ekki er verið að nota kvína til að tengjast fartölvu. Kvíin er búin HDMI­tengirauf og má þá nýta skjá­ inn til að tengjast Blu­ray­spilara og horfa á kvikmyndir sem dæmi. Mörg merki samtímis Þessi byltingarkennda þráðlausa tækni sem Samsung notar í Central Station gerir mögulegt að senda nokkur öflug og ólík merki milli tækj­ anna samtímis; 1080p háskerpu í skjáinn, merki í báðar áttir frá USB­ tengiraufum, Ethernet­merki fyrir innanhúss­netkerfi og að lokum hljóðmerki frá fartölvunni í hátal­ ara kvíarinnar/skjásins, sem að sögn Samsung slá öllum fartölvuhátölur­ um við svo ekki sé meira sagt. Samsung hefur ekki enn gefið upp á hvaða tíðni þráðlausu merk­ in eru send, aðeins að hún falli utan hefðbundinna þráðlausra neta (Wi­ Fi) og Blátannar og komi ekki til með að valda truflunum á þeim. Central Station frá Samsung verð­ ur hægt að fá í tveimur útgáfum, með 23 tommu eða 27 tommu skjá. Þeg­ ar kvíin kemur á markað nú í mán­ uðinum munu aðeins fylgja rekl­ ar fyrir Windows XP­ og Windows 7­stýrikerfin en von er á hugbúnaði og reklum fyrir Windows Vista og Apple OS X síðar á árinu. Beckham ráðinn af Samsung David Beckham þarfnast engrar kynningar við en gæti sjálfsagt orðið ágætis kynningar- fulltrúi. Það heldur Samsung alla vega því fyr- irtækið hefur ráðið hann sem alþjóðasendi- herra Samsung (global brand ambassador) og verður hans fyrsta verkefni að koma því á framfæri við heimsbyggðina að Samsung sé einn aðalstyrktaraðili Ólympíuleikanna í London 2012. Beckham fékk nýjan Galaxy S II-snjallsíma frá fyrirtækinu þegar ráðningin var kunngjörð og nú er að sjá hvort kappanum takist að læra á símann án hjálpar. Vilja kaupa eða vinna með Skype Samkvæmt heimildarmanni Reuters- fréttastofunnar íhugar Mark Zuckerberg, aðalframkvæmdastjóri Facebook, að kaupa Skype-spjallþjónustuna fyrir allt að þrjá til fjóra milljarða Bandaríkjadala. Annar heimildarmaður Reuters segir hins vegar að Facebook og Google ætli að taka höndum saman og hefja einhvers konar samstarf við Skype. Hvað sem þessum sögusögnum líður er víst að bæði Facebook og Google hafa verulegan áhuga á Skype og þeim milljónum manna sem nýta sér fría myndspjallsþjón- ustu fyrirtækisins daglega því þar er að finna stóran og óplægðan akur á auglýsingamark- aði. Skype hefur nýverið samhæft hugbúnað sinn að nokkru leyti við Facebook og hægt er að fá sérstakt Android-forrit fyrir Skype. Samsung setur á markað nú í mánuðinum kær- komna nýjung fyrir fartölvunotendur. Fyrirbærið kallast „Central Station“ og er þráðlaus tengikví og háskerpuskjár fyrir allar tegundir fartölva en auk þess er hægt að nota kvína sem hleðslutæki fyrir önnur raftæki svo sem snjallsíma og spjaldtölvur. Central Station frá Samsung Fyrirtækið Research In Motion, eða RIM eins og það er alla jafna kallað, hefur um árabil framleitt hina vin­ sælu Blackberry­snjallsíma. Fyrir­ tækið kynnti í vikunni tvær nýjar gerðir Blackberry­síma og að auki útgáfu 7 af Blackberry­stýrikerfinu. Útgáfa 7 átti upphaflega aðeins að verða uppfærsla (6.1) á Blackberry 6 sem kom út síðastliðið haust en þær breytingar sem gerðar hafa ver­ ið á stýrikerfinu urðu á endanum svo viðamiklar að ákveðið var að upp­ færa heitið í útgáfu 7. Nýju símarnir tveir sem fyrirtækið kynnti í vikunni tilheyra Blackberry Bold­línunni og kallast Blackberry Bold 9900 og 9930. Nýju símarnir eru með stærri snertiskjá (640x480) en forverarnir og eru að auki þynnri, að­ eins 10,5 millimetrar, sem gerir þá að þynnstu Blackberry­símum hingað til. Afl og hraði hafa einnig aukist en símarnir eru búnir 1.2 GHz Snapdra­ gon­örgjörva. Báðir símarnir eru búnir svokölluðum HSPA+­stuðningi fyrir 4G­fjarskiptakerfi. Blackberry­ símar hafa hingað til mestmegnis notið vinsælda í fyrirtækjageiranum og hafa einmitt ýmsa hugbúnaðar­ eiginleika sem miðast að þörfum fyr­ irtækja. Þannig er hægt að setja skýr mörk á milli persónulegra gagna í símanum og þeirra sem tilheyra fyr­ irtækinu. Einnig geta fyrirtæki tak­ markað hvaða gögn viðkomandi starfsmaður getur sent úr síma sínum og jafnvel eytt öllum gögnum sem til­ heyra fyrirtækinu án þess að pers­ ónuleg gögn starfsmannsins eyðist um leið. Nýju símarnir tveir munu koma á markað nú í sumar. Research In Motion uppfærir Blackberry Bold-snjallsíma sína: Þeir allra þynnstu hingað til Uppfærsla fyrir iOS frá Apple Apple hefur gefið út hugbúnaðaruppfærslu fyrir iPhone, iPad og iPod Touch en þessi uppfærsla kemur í veg fyrir að nákvæmar upplýsingar úr staðsetningarþjónustu tækjanna (Location services) færist yfir í tölvu viðkomandi þegar tækin eru samstillt (sync). Apple og Google hafa sætt mikilli gagnrýni undanfarið eftir að í ljós kom að slíkar upplýsingar, sem spönnuðu allt að ár aftur í tímann, færu á milli tækja við samstill- ingu. Þannig gæti óviðkomandi sem kæmist í tölvu eigandans nálgast viðkvæmar upp- lýsingar um ferðir hans marga mánuði aftur í tímann. Tækin sem hægt er að uppfæra nú eru iPhone 4, iPhone 3GS, iPad 2, iPad og þriðja og fjórða kynslóð iPod Touch. Central Station Hægt er að spegla skjá fartölvunnar eða nota hann sem aukaskjá. Þráðlaus tækni sem hentar mörgum Það fagna því eflaust margir að losna við leiðslur og fjöltengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.