Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Qupperneq 25
Erlent | 25Helgarblað 6.–8. maí 2011 Stjórnarskrárnefnd Evrópuþingsins lagði fram ályktun til Framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins á mánudaginn síðastliðinn, þess efnis að fjölga ætti þingmönnum um 25 og að hinir nýju þingmenn skyldu kjörnir í einu kjördæmi alls sam- bandsins. Í dag sitja á Evrópuþinginu 751 þingmaður, og eru þeir kjörnir sem fulltrúar kjördæma sem er skipt milli aðildarríkja sambandsins. Hin- ar nýju tillögur ganga út á það að framvegis, þegar íbúar aðildarríkja ESB ganga til kosninga, verði tveir kjörseðlar; annar með fulltrúum kjördæmisins, en hinn með fulltrú- um sem bjóða sig fram meðal allra sambandsríkja. Vonast er til að þetta eigi eftir að styrkja „samevrópska sjálfsmynd“, eða færa íbúa aðildar- ríkjanna nær hugsjóninni um sam- einaða Evrópu. Í Bretlandi hafa tillögurnar vald- ið mikilli hneykslun, en þar er nú við völd ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Skemmst er frá því að segja að Íhaldsflokkurinn hef- ur ætíð haft sínar efasemdir um Evr- ópusamrunann, og verið tregur til að taka þátt í hvers kyns samstarfi við meginlandsríkin. En þurfa þeir, eða önnur aðildarríki, að óttast samevr- ópska sjálfsmynd? Sameinuð Evrópa Engum dylst að táknmyndir sam- einaðrar Evrópu eru þónokkrar, þrátt fyrir blóði drifna sögu álfunnar. Ber þar fyrst að nefna evrópska fánann, sem samanstendur af tólf gylltum stjörnum á bláum fleti. Var það Evr- ópuráðið, sem sér um málefni sem snúa að menningu í álfunni, sem kynnti fánann á 6. áratug síðustu ald- ar en það var árið 1972 sem fáninn var samþykktur sem opinber fáni álf- unnar af leiðtogaráði Evrópubanda- lagsins. Sama ár var einnig kynntur til sögunnar evrópski „þjóðsöngurinn,“ en fyrir valinu varð „Óður til gleð- innar,“ síðasti kaflinn í Níundu sin- fóníu Ludwigs van Beethoven, sem er fullkomnaður með texta eftir öðl- ingsskáldið Friedrich Schiller. Sam- eiginlega myntin, evran, er einnig gott dæmi um táknmynd samein- aðrar Evrópu, sameiginleg stjórnar- skrá ESB er annað og svo mætti lengi telja. Eitt sameiningartákna Evrópu sem er Íslendingum ofarlega í huga er auðvitað Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Væri þátttökurétt- ur í henni bundinn við aðild að ESB, mætti leiða að því líkur að talsverður meirihluti Íslendinga yrði samstund- is hlynntur aðild. Sjálfsmyndin til, en ekki sterk DV hafði samband við Guðmund Hálfdanarson, prófessor í sagn- fræði við Háskóla Íslands. Guð- mundur hefur fengist við rannsókn- ir sem snúa að myndun þjóðríkja og þjóðerniskenndar – meðal annars að „opinberri sköpunargoðsögn ís- lenska þjóðríkisins.“ Þá liggur beint við að spyrja Guðmund, hvort það sé til eitthvað sem heitir samevr- ópsk sjálfsmynd? „Þetta er ekki auð- veld spurning þar sem sjálfsmynd er flókið fyrirbæri. Hún er samsett og margbreytileg þó það sé örugglega til eitthvað sem hægt er að kalla evr- ópska sjálfsmynd. Ég held að flestir séu hins vegar sammála um að hún sé ekkert sérstaklega sterk og frekar víkjandi gagnvart öðrum tegundum sjálfsmyndar. Þar má nefna til dæm- is þjóðerni en einnig stétt, fjölskyldu, bæjarfélag og svo framvegis. Þjóð myndar ríki, ríki myndar þjóð Þótt það sé afar ólíklegt að Evrópu- sambandið verði einhvern tímann að sjálfstæðu ríki, er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort það sé mögulegt á annað borð. Ríki hafa áður verið „búin til“ úr mismun- andi þjóðarbrotum, þar sem skýr- asta dæmið hlýtur að vera Banda- ríki Norður-Ameríku. Í Evrópu er einnig að finna Frakkland, sem varð til sem ríki á 9. öld – en varð í raun ekki til sem þjóð fyrr en á 19. öld. Í Þýskalandi var þessu öfugt farið. Sameinað Þýskaland leit ekki dags- ins ljós fyrr en árið 1871 sem ríki, þó að þýska þjóðin hafi verið gam- algróin – bundin saman af hinni þýsku tungu. Guðmundur segir þetta einnig vandmeðfarið. „Það er rétt að íbúar Frakklands voru klofnir í marga menningarhópa. Þess vegna er oft sagt að ríkið skapaði þjóðina í Frakklandi á meðan þjóðin skap- aði ríkið í Þýskalandi. Frakkar beittu í raun miðstýrðu valdi ríkisins til að sameina frönsku þjóðina, með því að koma á skólaskyldu þar sem aðeins var töluð franska, með her- skyldu þar sem mönnum var barin þjóðarást í brjóst, með hátíðum ým- iss konar og svo mætti lengi telja.“ Bandaríkin og ESB Að mörgu leyti má líkja Bandaríkj- unum, þá sérstaklega þegar þau slitu barnskónum, við Evrópusam- bandið í dag. Voru þau mynduð úr mismunandi þjóðarbrotum þar sem töluð voru mörg tungumál og þar hefur myndast hefð fyrir um- ræðunni um hve mikið vald alrík- isstjórnin á að hafa yfir málefnum ríkja – rétt eins og umræðan er stöð- ug innan ESB um hve mikil völd eiga að liggja hjá ráðamönnum í Brüssel á kostnað stjórnvalda að- ildarríkjanna. „Í Bandaríkjunum er löng hefð fyrir því að togast er á um hve mikil völd eiga að liggja hjá al- ríkisstjórninni, nú síðast hefur sú umræða orðið áberandi með Te- boðshreyfingunni sem dæmi,“ seg- ir Guðmundur. „Það sem greinir að Bandaríkin og aðildar ríki ESB er hins vegar menningin. Það myndi engum detta í hug að segja viss fylki sér á báti af menningarlegum ástæðum. Innan Evrópu hefur hins vegar myndast rík hefð fyrir því að ríkin séu sjálfstæð og þar hafa ríkin sjálf myndað alls konar stofnanir og táknkerfi sem eru síst á undanhaldi. En hvað gerist á næstu 100 árum eða svo, það veit enginn.“ Tungumálið mikilvægt Svo vikið sé aftur að Frakklandi og Þýskalandi, þá var það að miklu leyti tungumálið sem skipti lykil- atriði. Frakklandi tókst ekki að sameina þjóð sína, fyrr en eftir að franska var gerð að eina tungumál- inu sem kennt var í grunnskólum – en auk þess var ráðist skipulega gegn framgangi annarra tungu- mála – til að mynda bretónsku eða alsatísku. Guðmundur segir það síð- ur en svo einfalt, að skapa þjóðríki. „Það gerist í raun ekki nema með „ofbeldi“ eða táknrænu menningar- legu ofbeldi ef svo má segja. Þá er reynt að draga úr öðrum tegundum sjálfsmyndar, eins og héraðssjálfs- myndum, sem ógna þjóðarsjálfs- myndinni. Frönsk sjálfsmynd er til að mynda byggð á því að útrýma hinum sjálfsmyndunum. Þannig að þegar talað er um að varðveita þjóðarsjálfsmyndir er aldrei nema hálf sagan sögð. Langflestar þjóð- arsjálfsmyndir í Evrópu eru einmitt byggðar á því að alls konar sjálfs- myndum var annað hvort útrýmt eða hallað á.“ Evrópa styrki jaðartungumál Ljóst þykir að Evrópusamband- ið leggur talsvert á sig til að styrkja samevrópska sjálfsmynd þó fullyrða megi að Sambandsríki Evrópu, í lík- ingu við Bandaríkin, séu ekki á dag- skrá. Kjörorð Evrópu eru auðvitað „sameinuð í fjölbreytni“, og reynir sambandið í hvívetna að vinna að því markmiði – að halda fjölbreyti- leikanum á lofti. Þannig er það Evr- ópusambandið sem hefur styrkt tungumálakennslu, og þá sérstak- lega á jaðartungumálum – í raun gagnstætt því að reyna að útrýma „hinum sjálfsmyndunum“. Að miklu leyti má þakka Evrópusambandinu að tungumál eins og baskneska og bretónska, svo dæmi séu tekin, eru kennd við evrópska háskóla. Guðmundur tekur undir þetta. „Það má til dæmis benda á dæmi Möltu. Þar hafði maltneska í raun verið lítið annað en talmál, mál fólksins. Opinbert tungumál, eða stofnanatungumálið, var hins vegar alltaf enska. Framgangur maltnesku hefur aukist eftir inngöngu þeirra í sambandið, þar sem tungumál allra aðildarríkja verða að opinberum tungumálum ESB.“ n Evrópuþingið vill fjölga þingmönnum n Markmiðið að styrkja samevrópska sjálfsmynd n Guðmundur Hálfdanarson segir evrópska sjálfsmynd vera til, en ekki sterka Evrópuþingið vill styrkja samevrópska sjálfsmynd „ Innan Evrópu hefur hins vegar myndast rík hefð fyrir því að ríkin séu sjálfstæð. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Guðmundur Hálfdanarson „Sjálfs- mynd er flókið fyrirbæri. Hún er samsett og margbreytileg þó það sé örugglega til eitthvað sem hægt er að kalla evrópska sjálfsmynd.“ Eurovision Eitt sam- einingartákna Evrópu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.