Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 64
Er Skap Ofsi upptekinn? Karl í Hörpu n Margir af helstu framámönnum íslensku þjóðarinnar voru viðstaddir fyrstu tónleikana í Hörpu á miðviku- daginn. Meðal þeirra sem létu sjá sig voru Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Jón Gnarr, Steinþór Páls- son, Egill Helgason og Tinna Gunn- laugsdóttir. Athygli vakti sömuleiðis að Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, var meðal gesta auk þess sem útrásarvíkingurinn góðkunni Karl Wernersson var einnig á tónleikunum. Hluti af miðunum á tónleikana fór til áskrifenda á tónleika Sinfóníunnar, um 400 miðar voru boðsmiðar og svo var hluti seldur með hefðbundnum hætti. Erfitt er að segja hvernig tilteknir einstaklingar komust yfir sína miða á tónleikana en þó má ætla að framámenn í stjórnmála- og listalífi lands- ins hafi fengið boðsmiða. Staða bræðranna n Ein afleiðinga skipunar Eiríks Tómassonar lagaprófessors í embætti hæstaréttardómara er sú að hann getur ekki dæmt í neinum málum sem tengjast Glitni beint eða óbeint. Ástæðan er sú að bróðir hans, Árni Tómasson, er formaður skilanefndar Glitnis og sonur hans, Páll Eiríksson, situr í slitastjórn Gltinis. Eiríkur mun því þurfa að lýsa sig vanhæfan í öllum málum sem tengjast Glitni og uppgjörinu við íslenska bankahrunið auk allra annarra mála sem geta tengst Glitni, meðal annars í málum tengdum öðrum fjármálafyrirtækjum sem geta haft fordæmis- gefandi áhrif á mál sem tengjast Glitni. Í ljósi fjölda slíkra mála sem bíða úrlausnar í dóms- kerfinu mun Eiríkur ekki getað dæmt í ansi mörgum málum. Þingmaður ætlar í hálfmaraþon n Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur aldrei verið mikill íþróttagarpur að eigin sögn. Hún hefur hins vegar ákveðið að taka þátt í Reykjavíkurmaraþon- inu þann 20. ágúst næstkomandi. Tilgangurinn er að vekja athygli á og styðja við Samtök kvenna með endómetríósu, eða legslímuflakk. „Ég er þegar komin með loforð frá flottu fólki um að taka þátt í hlaupinu með mér til stuðnings samtökunum,“ segir Eygló á bloggsíðu sinni og bætir við: „Því verða á næstu vikum ekki bara pistlar á blogginu um pólitík, fréttir og Framsókn, heldur einnig hlaup, harð- sperrur, hlaupa- leiðir og endómet- ríósu.“  Enn hefur ekki verið tekin ákvörð- un um hvort Landsbankastjórarnir fyrrverandi Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson verði gerðir ódauðlegir á málverkum líkt og for- verar þeirra í starfi. Forverarnir prýða veggi höfuðstöðva bankans í Austur- stræti en hrunstjórarnir eru út undan. Samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Kristjánssyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, er málið ekki ofarlega á dagskrá. Áratugahefð er fyrir því hjá Lands- bankanum að málaðar séu myndir af fyrrverandi bankastjórum og eru til málverk af öllum rúmlega 30 for- verum Sigurjóns og Halldórs aftur til ársins 1886. Fréttablaðið fjallaði um málið í ágúst 2009 þar sem haft var eftir Hauki Halldórssyni, formanni bankaráðs Landsbankans, að mál- verkin hefðu ekki komið til tals þar. Í blaðinu var rifjað upp að margir af virtustu listamönnum þjóðarinnar hefðu verið fengnir til að mála mynd- ir af bankastjórunum í gegnum tíðina, meðal annarra Jóhannes Kjarval. Nú tæplega þremur árum eftir að Sigurjón og Halldór létu af störfum við hrun bankans í október 2008 er stað- an óbreytt að sögn Kristjáns og óljóst hvort slík málverk líti dagsins ljós. Ekki er þó útilokað að Sigurjón og Halldór fái málverk af sér þrátt fyrir umdeildan starfsferil. Björgvin Vil- mundarson, Halldór Guðbjarnason og Sverrir Hermannsson hrökkluðust allir frá störfum árið 1998 vegna spill- ingar en fengu málverk af sér þrátt fyrir það. Hrun bankans og Icesave-málið hafa svo sem tryggt að nöfn Halldórs og Sigurjóns falla aldrei í gleymsku í orðræðu um bankann um ókomna tíð. Málverkin eru því kannski óþörf. mikael@dv.is Fá ekki inni í frægðarhöll Landsbankastjóra: Engin málverk af hrunstjórum Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HelgarblaÐ 6.–8.maí 2011 52. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr. Hugmynd að mynd Þessi fræga mynd af Sigurjóni Þ. Árnasyni í Hong Kong gæti verið innblástur fyrir listmálara. AKUREYRI S:4627800. SMÁRALIND S:5659730. KRINGLUNNI S;5680800. LAUGAVEGI S:5629730 JAKKAFÖT FRÁ 14990,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.