Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 21
Fréttir | 21Helgarblað 6.–8. maí 2011 Ertu að fara á tónleika? Þetta þarftu að vita Tónleikar og viðburðir hefjast stundvís- lega á þeim tíma sem er tilgreindur á aðgöngumiðanum. Vinsamlegast gefið ykkur nægan tíma fyrir tónleikana/ viðburðinn til þess að leggja bílnum, ná í miða, njóta veitinga og nota fatahengið. n Staðsetning Harpa er í miðbæ Reykjavíkur við gömlu höfnina. Innkeyrsla er frá Sæbraut, góð gönguleið er yfir Tryggvagötu að hús- inu. Hægt er að ganga meðfram sjónum og koma að Hörpu austanmegin. Aðkoman að húsinu frá sjó er sérlega falleg. Útsýni er úr húsinu í allar áttir. n Bílastæði Bílastæðahús með 545 stæðum er við Hörpuna. Bílastæðahúsið er upplýst og beint aðgengi inn í hús. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru næst inngöngum. Gjaldskylda er í bílastæðin. Fyrir framan Hörpu er einungis hægt að hleypa gestum út úr farartækjum. Ekki er gert ráð fyrir að bílum sé lagt þar. n Miðar Vinsamlegast geymið aðgöngumiðann vel þar sem þið þurfið að sýna hann við innganginn á viðeigandi sal. n Stundvísi Til þess að gestir njóti tónleikanna sem best er ekki hleypt inn á tónleika eftir að þeir hefjast, heldur verða þeir sem eru seinir fyrir að bíða þar til hlé verður í efnisskránni. Ef gestir þurfa að víkja úr sæti sínu utan hlés verður þeim vísað inn aftur á hentugum tíma á milli atriða. n Börn á tónleikum Foreldrum er vinsamlega bent á að alltaf þarf að kaupa sæti fyrir börn í Eld- borg, nema annað sé tekið fram. Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum. n Fatahengi Opið fatahengi er við miðasölu Hörpu sem er öllum opið. Hægt er að geyma flíkur í lokuðu rými í miðasölu gegn gjaldi. n Myndatökur í húsinu Myndatökur á viðburðum/tónleikum eru ekki leyfðar, hvort sem um ræðir kvikmyndun eða ljósmyndun. n Klæðnaður á tónleikum Engar sérstakar reglur gilda um klæðaburð á tónleikum. n Reykingar Reykingar eru bannaðar í Hörpu nema í þar til gerðu útiskýli. n Notkun farsíma Öll notkun farsíma á tónleikum er bönnuð. Slökkt verður að vera á sím- unum meðan á tónleikum stendur. aF HaRpa.iS Opnunartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Hörpu á miðviku- daginn voru glæsilegir. Góður róm- ur var gerður að flutningnum og hljómburðinum í húsinu en sér- fræðingur ráðgjafarfyrirtækisins Ar- tec, sem kom að hönnun á húsinu, sagði á meðan húsið var í byggingu að Harpa yrði með allra bestu tón- listarhúsum heims hvað hljómburð varðar. Tónleikagestir hafa látið hafa eftir sér að Harpa hafi staðist allar væntingar. Tímamót í menningarsögunni „Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Hörpu eru upphaf nýrra tíma í menningarsögu þjóðar- innar,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms- son forseti í ávarpi sínu fyrir tón- leikana. Þótt Harpa hafi ekki verið opnuð með formlegum hætti mörk- uðu tónleikarnir tímamót í sögu ís- lensks menningar- og tónlistarlífs. Harpa gjörbyltir aðstöðu Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, Íslensku óper- unnar og íslensks tónlistarfólks al- mennt sem hingað til hefur mátt sætta sig við íþróttahallir og kvik- myndahús til að skila list sinni til áheyrenda. Dýr framkvæmd Þessi 27 milljarða króna bygging hef- ur risið þrátt fyrir efnahagshrun og kreppu sem fylgdi í kjölfarið. Rúm fjögur ár eru síðan hafist var handa við byggingu hússins. Til að gera langa sögu stutta gekk verkið ekki áfallalaust, eins og DV og fleiri miðl- ar hafa margsinnis bent á. Þann- ig kviknaði tvívegis í húsinu meðan á byggingu stóð auk þess sem sex- strendinga, sem settir höfðu verið á alla suðurhlið hússins, þurfti að rífa niður vegna galla í málmsteypu, svo eitthvað sé nefnt. Þannig varð margt til þess að verkið varð mun kostn- aðarsamara en upphaflega var gert ráð fyrir. Ef til vill á vísa Bjarna heit- ins Gíslasonar frá Þorsteinsstöðum í Dalasýslu vel við á þessum tímamót- um en hann orti: Vorsins harpa hljómar. Helst þar una kýs. Blíðir braga ómar bræða kaldan þrautaís. Gestalistinn ekki opinber Opnunartónleikarnir verða þrennir en athygli vakti að aðeins fjórðung- ur þeirra miða sem ráðstafað var á fyrstu tvenna tónleikana fór í al- menna sölu. Stærstur hluti, eða 1.880 miðar af 3.100, stóð áskrifendum að tónleikum Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands til boða en þar fyrir utan voru 400 boðsmiðar fyrir innlenda og erlenda blaðamenn, maka lista- manna, forseta Íslands, borgarstjóra, menntamálaráðherra og fleiri. DV óskaði eftir lista yfir boðsgesti en Margrét Ragnarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands, sagðist ekki geta látið þær upplýsingar af hendi. Miðar á þriðju tónleikana, sem haldnir verða í dag, föstudag, fóru allir í almenna sölu, að sögn Margrétar og því var meiri- hluti miða á opnunartónleikana seldur almenningi. Þjóðþekktir á opnunartón- leikum Harpa er risin og hún verður opnuð með pompi og prakt helgina 13. til 15. maí, eftir viku. Þá gefst almenn- ingi kostur á að sækja tónleika og kynna sér starfsemi hússins sér að kostnaðarlausu. Stanslaust tón- leikahald verður frá 12 á hádegi til miðnættis alla helgina og allir eru velkomnir. RÚV mun sýna frá opn- unarhátíðinni, samkvæmt Önnu Margréti Björnsson upplýsingafull- trúa Hörpu, en gagnrýnt var að RÚV skyldi ekki sýna frá fyrstu tónleikun- um. Meðfylgjandi eru myndir af fyrstu opnunartónleikunum. Eins og sjá má á myndunum, sem Björn Blön- dal ljósmyndari DV tók, voru þar margir þjóðþekktir gestir. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Hörpu eru upphaf nýrra tíma í menningarsögu þjóðar- innar. „Húsið er ekki alveg tilbúið og það er fullt af verkefnum eftir sem þarf að klára,“ segir Anna Mar- grét Björnsson, upplýsingafulltrúi Hörpunnar, um dagana sem fram- undan eru. Þegar þrennum opn- unartónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar lýkur verður húsinu lokað í viku, eða til 13. maí. Þá hefst opnunarhátíð Hörpunnar og stendur hún yfir frá föstudegi til sunnudags. „Það verður mikið um dýrðir og almenningi boðið að koma í húsið, sem verður opið öll- um,“ segir Anna Margrét en óhætt er að segja að á hátíðinni verði sannkölluð tónleikaveisla í boði. Fjölmargir tónlistarviðburðir verða frá hádegi til miðnættis alla þrjá dagana þar sem fólk getur sér að kostnaðarlausu upplifað fjöl- breytta tónlistarviðburði, ef til vill brot af því besta sem íslenskt tón- listarlíf hefur upp á að bjóða. Anna Margrét segir aðspurð að Harpan verði opin almenningi frá og með opnunarhátíðinni. Frá degi til dags geti fólk komið í húsið og keypt veitingar, verslað í versl- unum Hörpunnar eða sótt hina ýmsu viðburði sem þar verða á dagskrá. Hún segir að markmiðið verði að eitthvað verði í boði alla daga. „Búðirnar verða opnar frá tíu á morgnana og fram á kvöld og svo er óhætt að segja að veitinga- salurinn verði æðislegur í sumar þegar útisvæðið verður klárt. Við hvetjum fólk til að líta við og fá sér kaffi og njóta þess sem húsið hefur upp á að bjóða.“ Hún segir að gríðarlega mikil eftirspurn sé eftir húsrými og þeg- ar séu fjölmargir viðburðir komnir á dagskrá, í sumar og fram á haust. Á harpa.is má sjá að þegar er búið að setja um 60 tónlistarviðburði á dagskrá. Lista yfir nokkra af helstu viðburðum má sjá hér á opnunni. Kaupa má miða á viðburðina á vef Hörpu, harpa.is, midi.is og í Aðalstræti 2 en þangað er hægt að nálgast miða á viðburði, ekki í Hörpu sjálfri. Aftur er þó minnt á að á opnunarhátíðinni verða tón- leikarnir ókeypis. Svona getur þú nýtt Hörpuna: Alltaf opið almenningi Margt í boði Anna Margrét Björnsson upplýsingafulltrúi segir að Harpan verði ávallt opin almenningi. Fyrrverandi þingmaður Halldór Blöndal ásamt eiginkonu sinni Kristrúnu Eymundsdóttur. Fjórir salir ElDBoRG Stærsti salurinn í Hörpu. Hann rúmar 1.600 til 1.800 manns og er sérhannaður til tónleikahalds en hentar einnig vel fyrir alþjóðlegar ráðstefnur. Eldborg er á annarri hæð. Salurinn er 1.008 fermetrar og lofthæðin er 23 metrar. NoRðuRljóS Tónleikasalur á annarri hæð Hörpu sem liggur á milli Eldborgar og Silfurbergs. Salurinn býður upp á fjöl- breytta uppsetningu fyrir tónleika, ráðstefnur, veislur og aðra viðburði. Hann rúmar mest 450 manns í sæti. Salurinn er 540 fermetrar og lofthæðin 12 metrar. SilFuRBERG Ráðstefnusalur á annarri hæð í Hörpu. Salurinn rúmar mest 750 manns í sæti en talsvert fleiri ef viðburður er fyrir standandi áheyrendur. Hann er sérhannaður sem ráðstefnusalur og býr yfir vönduðum tæknibúnaði. Salurinn er 735 fermetrar og lofthæðin 8,5 metrar. KalDalóN Kaldalón er minnsti salurinn í húsinu og er staðsettur á fyrstu hæð Hörpu. Hann hentar mjög vel fyrir allar tegundir tónlistar sem og ráðstefnur, fundi, kvikmynda- sýningar og fyrirlestra. Hann tekur 195 manns í sæti og er 198 fermetrar. Lofthæðin er 8 metrar. Borgarstjóranum boðið Jón Gnarr lét sig ekki vanta. prúðbúin Hjónin Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Árný E. Sveinbjörns- dóttir, ásamt Einari Karli Haraldssyni, upp- lýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins, og eiginkonu hans Steinunni Jóhannesdóttur. Bankastjóri Steinþór Pálsson í Lands- bankanum ásamt Áslaugu Guðjónsdóttur eiginkonu sinni Glaðbeitt Egill Ólafsson söngvari, Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og Albert Eiríksson móttökustjóri. Forsetar Ólafur Ragnar og Dorrit mættu ásamt forseta Slóveníu, Danilo Türk, forsetafrúnni og fylgdarliði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.