Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 6.–8. maí 2011 Helgarblað
St. 41-46
Grensásvegur 8 &
Nýbýlavegur 12
Sími 517 2040
Opið
mánud-föstud. 11-18
laugard. 11-16
SKÓMARKAÐUR
St. 40-46
St. 41-50
St. 40-46
St. 41-46
Grensásvegur 8 &
Nýbýlavegur 12
Sími 517 2040
Opið
mánud-föstud. 11-18
laugard. 11-16
SKÓMARKAÐUR
St. 40-46
St. 41-50
St. 40-46
Góðir skór
Gott verð
St. 23-35
kr. 1.995
St. 29-35
kr. 3.895
St. 19-24
kr. 4.595
St. 23-35
kr. 1.995
Skattgreiðendur borga
miskabætur fyrir Árna
Ríkið telst hafa borið ábyrgð á gjörð-
um Árna Mathiesen þegar hann sem
dómsmálaráðherra var dæmdur til
að greiða samstals um 2 milljónir
króna í miskabærur og málskostn-
að í Hæstarétti á dögunum. Því bera
skattgreiðendur þann kostnað en
ekki Árni persónulega.
Guðmundur Kristjánsson hæsta-
réttarlögmaður stefndi hins vegar
Árna persónulega og sömuleiðis rík-
inu fyrir að hafa skipað Þorstein Dav-
íðsson héraðsdómara fyrir jólin 2007
gegn áliti dómnefndar. Guðmund-
ur var meðal umsækjenda og hafði
verið metinn mjög vel hæfur ásamt
tveimur öðrum umsækjendum. Þor-
steinn var einnig metinn hæfur en
þó tveimur flokkum neðar en Guð-
mundur. Engu að síður skipaði hann
Þorstein í embættið.
Hvar sleppir ábyrgð ríkisins?
Hæstiréttur staðfesti stjórnsýslu-
brot Árna með dómi sínum 14. apríl
og taldi hálfa milljón króna hæfileg-
ar miskabætur. Auk þess var ríkinu
og Árna gert að greiða málskostnað
Guðmundar, samtals eina og hálfa
milljón króna.
Með dráttarvöxtum er því sú upp-
hæð sem Guðmundur innheimtir að
loknum dómi á þriðju milljón króna.
„Ég taldið brotið það alvarlegt að
mér þótti rétt að stefna Árna Mathie-
sen persónulega. Brot hans hefur
verið staðfest af dómstólum og mér
finnst að það eigi þá að hafa ein-
hverjar afleiðingar fyrir ráðherrann
fyrrverandi,“ segir Guðmundur.
„Héraðsdómur leit raunar þannig á
að Árni hefði með stöðuveitingunni
farið langt út fyrir það sem búast
hefði mátt við af ráðherra og þar með
hlýtur að vera vafa undirorpið hvort
ríkið eigi að bera ábyrgð á brotinu og
greiða bæturnar fyrir hann.“
Guðmundur bendir á að ríkið hafi
fyrir rétti nánast fyrirfram ákveðið að
það bæri ábyrgð á broti Árna. Annar
möguleiki hefði verið sá að verjandi
Árna hefði varið hagsmuni hans en
ríkislögmaður fjárhagslega hags-
muni ríkisins gagnvart bótakröfum.
„Ef ég hefði aðeins stefnt ríkinu er
hugsanlegt að það hefði verið sýkn-
að,“ segir Guðmundur.
Með þessu er í raun sagt að ríkis-
lögmaður telji sjálfsagt og ríkissjóð-
ur taki það sem sjálfgefnum hlut að
hann greiði bætur fyrir brot ráðherra
sem ríkið geti varla með góðu móti
tekið ábyrgð á.
Dómari taldi sig bundinn
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að
Árna Mathiesen bæri að greiða Guð-
mundi miskabætur persónulega. „Er
það mat dómsins að stefndi, Árni,
eigi persónulega að standa straum af
tildæmdum miskabótum. Hins vegar
hefur stefndi, íslenska ríkið, byggt
á því að það beri vinnuveitenda-
ábyrgð á gerðum ráðherra. Dómur-
inn er bundinn af þeirri málsástæðu
stefnda, íslenska ríkisins, og verður
því stefndu gert að greiða stefnanda
miskabætur óskipt,“ segir í dómi
Héraðsdóms frá 23. apríl 2010.
Árni og Karl Axelsson, lögmaður
hans, litu svo á að ónauðsynlegt hefði
verið af hálfu Guðmundar að draga
ráðherra persónulega til ábyrgðar
vegna embættisverka hans við skip-
un í umdeilt dómaraembætti. „Það
er enginn ágreiningur í málinu um
að dómsmálaráðherra skipar í emb-
ætti héraðsdómara að viðlagðri ráð-
herraábyrgð. Ef út af bregður getur sá
sem telur sig verða fyrir tjóni vegna
starfsveitingar almennt krafist bóta
úr hendi íslenska ríkisins.“
Telja sjálfgefið að ríkið borgi
Guðmundur spurði Karl Axelsson
og lögfræðistofuna Lex þegar um
miðjan apríl síðastliðinn hvort Karl
myndi hafa milligöngu að uppgjör-
inu í kjölfar dómsins. Karl var þá í fríi.
Nærri hálfum mánuði síðar sendi
embætti ríkislögmanns lögmanni
Guðmundar Kristjánssonar bréf þar
sem óskað er eftir upplýsingum um
hvernig standa eigi að uppgjöri á
upphæðinni sem Guðmundi hafði
verið dæmd. Með dráttarvöxtum er
sú upphæð talsvert á þriðju milljón
króna. Í bréfi ríkislögmanns er aug-
ljóslega gefið til kynna að embættið
hlutist til um greiðsluna og að hún
falli ekki á Árna sjálfan að neinu leyti.
Guðmundur spurði því Karl
Axels son, lögmann Árna, hvort hann
myndi hafa milligöngu um greiðslu
upphæðarinnar. Karl svaraði Guð-
mundi 2. maí síðastliðinn í tölvu-
pósti og kvaðst treysta því að lög-
maður Guðmundar hefði verið
upplýstur um það að íslenska ríkið
myndi sjá um uppgjör dómsins af
hálfu stefndu. Af þeim sökum hefði
hann ekki frekari milligöngu um
dæmdar bótagreiðslur fyrir hönd
Árna Mathiesen.
n Lögmaður Árna Mathiesen vísar á ríkissjóð um greiðslu miskabóta fyrir hann
n Dómstóll sammála stefnanda um að Árni hefði átt að greiða bæturnar sjálfur „Brot hans hefur
verið staðfest af
dómstólum og mér finnst
að það eigi þá að hafa
einhverjar afleiðingar fyrir
ráðherrann fyrrverandi.
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johann@dv.is
Hvenær sleppir ábyrgð ríkisins?
Dómstólar töldu sig bundna af því að ríkis-
lögmaður hefði fyrirfram lýst vinnuveit-
endaábyrgð á valdníðslu Árna Mathiesen.
Vísað á ríkissjóð Lögfræðingur Árna Mathiesen vísar á ríkislögmann um greiðslu miska-
bóta og lítur því einnig svo á að skattgreiðendur beri ábyrgð á broti ráðherrans fyrrverandi.
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar:
Mátti ekki sýna
beint frá Hörpunni
Ríkisútvarpinu var óheimilt að sýna
beint frá opnunartónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands sem fram
fóru í Hörpunni á miðvikudags-
kvöld. Margir furðuðu sig á því hvers
vegna ekki var sýnt frá viðburðinum
í beinni útsendingu en á sama tíma
var sýndur leikur FH og Akureyrar
í úrslitum Íslandsmótsins í hand-
knattleik.
„Vegna fjölda fyrirspurna skal
tekið fram að RÚV var ekki heimilt
að vera með sjónvarpsútsendingu
frá viðburðinum,“ segir í tilkynningu
sem RÚV sendi frá sér á fimmtudag.
Rás 1 útvarpaði viðburðinum beint
en samkvæmt tilkynningu RÚV hafa
margir spurt hvers vegna ekki var
sýnt beint frá tónleikunum í sjón-
varpi.
RÚV tók hins vegar
upp sömu tónleika
á fimmtudagskvöld
og verða þeir í sjón-
varpinu á hvítasunnu-
dag, þann 12. júní
næstkomandi,
klukkan 14.
Einnig verður
bein útsend-
ing í útvarpi og
sjónvarpi frá
opnunarhátíð
Hörpu sem
verður þann
13. maí næst-
komandi.