Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 54
54 | Sport 6.–8. maí 2011 Helgarblað Í febrúar bjóst ekki nokkur maður við því, að þegar þrír leikir væru eftir af ensku úrvalsdeildinni, væri Chelsea í dauðafæri að vinna enska meistara­ titilinn. Hrikalegt gengi Chelsea um mitt tímabilið orsakaði það að Man­ chester United og Arsenal voru farin að bítast um stærstu deildarverðlaun Evrópuboltans en þeir bláu frá Lund­ únum voru mest fimmtán stigum á eftir Manchester United. Nú munar aðeins þremur stigum á strákunum hans Ferguson í Man. United og Chel­ sea. Það sem meira er, vinni Chelsea á sunnudaginn kemst það yfir United á markatölu og hefur þar með full­ komnað ótrúlegustu endurkomu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði lið verða þá jöfn með 73 stig og fara mögulega í samkeppni um að skora fleiri mörk í síðustu tveimur um­ ferðunum. Ekki má þó alveg gleyma Arsenal því jafntefli á Old Trafford á sunnudaginn gæti hjálpað Wenger og hans strákum í baráttunni. Vinni Arsenal sinn leik úti gegn Stoke og fái hagstæð úrslit á Old Trafford verður Arsenal fjórum stigum frá toppnum og sex stig í boði. Missti aldrei trúna Í nóvember og desember gat Chelsea ekki keypt sér sigur. Það tapaði tveim­ ur leikjum og gerði fjögur jafntefli og missti þar að því virtist algjörlega af titilbaráttunni. Síðan Chelsea komst aftur á skrið með sigri gegn Bolton þann 29. desember hefur gengið verið ótrúlegt. Chelsea hefur spilað sautján leiki, unnið þrettán, gert þrjú jafn­ tefli og tapað aðeins einum. Það ger­ ir 42 stig í sarpinn af 51 mögulegu. Og nú, fjórum mánuðum eftir að menn höfðu gefist upp á Chelsea, á liðið meira en góða möguleika á að kom­ ast í bílstjórasætið á leiðinni að Eng­ landsmeistaratitlinum. „Ef við ynnum titilinn úr þessu yrði það klárlega ein stærsta stundin á mínum ferli, ásamt því þegar við unn­ um titilinn í fyrsta skiptið í fimmtíu ár undir stjórn Mourinho,“ segir fyrirliði Chelsea, John Terry. „United var mest fimmtán stigum á undan okkur og þá héldu menn eðlilega að þetta væri búið fyrir okkur. En þjálfarinn og allt starfsfólkið hafa haldið rétt á spilun­ um og passað að halda liðinu hungr­ uðu. Stuðningsmennirnir hafa einn­ ig hvatt okkur áfram og minnt okkur á að þetta er ekki búið fyrr en það er búið,“ segir Terry. Í fyrra fór Chelsea á Old Trafford og vann gríðarlega mikilvægan sig­ ur, 2–1, undir lok leiktíðar en sá sigur var lykillinn að því að Chelsea endur­ heimti titilinn. „Það er ekki til stærra verkefni en að fara á Old Trafford og þurfa að vinna leik sem gæti tryggt þér Englandsmeistaratitilinn. Við mun­ um samt virkja þann kraft til að knýja okkur áfram,“ segir Terry sem hafði alltaf trú á sínum mönnum. „Ég missti aldrei trúna á þessu. Í gegnum heilt tímabil koma vondir og slæmir kafl­ ar. Við byrjuðum svakalega vel, áttum svo hræðilegan tíma um mitt tímabil­ ið en núna erum við á fínu skriði. Það er undir okkur komið að klára þetta verkefni,“ segir John Terry. Ósigrað á Old Trafford Manchester United­mönnum hafa verið aðeins mislægir fæturnir í síð­ ustu leikjum en jafntefli á útivelli gegn Newcastle og tap úti gegn Arsenal hefur opnað titilbaráttuna upp á gátt. Það eru einmitt útileik­ irnir sem hafa verið að fara illa með Man chester United á tímabilinu. Að­ eins fimm sigrar og níu jafntefli þyk­ ir ekki gott á þeim bænum, sama þó deildin sé sú sterkasta í heimi. Sir Alex Ferguson getur þó prísað sig sælan að leikurinn á sunnudaginn er á heima­ velli liðsins á Old Trafford. Þar hefur liðið borið höfuð og herðar yfir and­ stæðinga sína á þessum tímabili og ekki tapað einum einasta leik. Sextán sigrar og eitt jafntefli í deildinni. Í fyrra kom þó Chelsea nákvæmlega á þenn­ an stað og fór langt með að tryggja sér titilinn en það var skömmu eftir að Man chester United féll úr Meistara­ deildinni. United kom sér í sinn þriðja úrslitaleik í Meistaradeildinni á fjór­ um árum í vikunni þegar liðið rúllaði yfir Schalke, 4–1, og samanlagt, 6–1. Sir Alex Ferguson, stjóri Man­ chester United, segir að þessi sigur hjálpi liðinu. „Mér fannst við þungir á brún og andlega ekki tilbúnir í leik­ inn gegn Chelsea á sama tíma í fyrra,“ sagði Ferguson við SkySports eftir sig­ urinn í Meistaradeildinni. „Chelsea var miklu betra en við í fyrri hálfleik en það vita allir af hverju við töpuðum þeim leik,“ sagði Ferguson og skírskot­ aði til sigurmarks Didiers Drogba sem var kolólöglegt vegna rangstöðu. „Það er allt annað að mæta í leikinn svona ferskir með stórsigur í Meistaradeild­ inni í farteskinu. Það sem meira er, ég hef úr öllum hópnum mínum að velja, að undanskildum Rafael. Ég get því stillt upp því liði sem ég tel best til­ búið og trúðu mér, það vilja allir spila þennan leik,“ sagði Ferguson. Arsenal dældaði titilvonir United heldur betur um síðustu helgi þeg­ ar liðið hafði betur í viðureign lið­ anna á Emirates, 1–0. Arsene Wen­ ger, stjóri Arsenal, tippar þó á Man. United í baráttunni þar sem Chel­ sea þarf að heimsækja Ferguson og hans menn. „United er í bestu stöð­ unni, svo Chelsea og svo við. Chel­ sea er á miklu skriði en það þarf að fara á Old Trafford og vinna. Það gera ekki allir og sérstaklega ekki í stórum leikjum. Það má ekki gleyma því að United vann Chelsea tvívegis í Meist­ aradeildinni um daginn. Við munum bara hugsa um okkur og vonast eftir góðum úrslitum,“ segir Arsene Wen­ ger. n MANCHESTER UNITED (73 stig +38 markatala 71 mörk skoruð) Chelsea H Blackburn Ú Blackpool H n CHELSEA (70 Stig +38 markatala 66 mörk skoruð) Man. United Ú Newcastle H Everton Ú n ARSENAL (67 stig +32 markatala 68 mörk skoruð) Stoke Ú Aston Villa H Fulham Ú Síðustu 3 leikir liðanna n Leikur ársins í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar Man. United tekur á móti Chelsea n Chelsea var mest 15 stigum á eftir United en getur komist á toppinn með sigri n Chelsea lagði grunninn að titlinum í fyrra á Old Traf- ford n Arsenal ekki tölfræðilega úr leik Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is ENDURKOMAN FULLKOMNUÐ? „Mér fannst við þungir á brún og andlega ekki tilbúnir í leikinn gegn Chelsea á sama tíma í fyrra. Lykilleikur John Terry og félagar verða að vinna United á sunnudag – það setur þá í vænlega stöðu. Ferguson hvíldi lykilmenn United vann þægilegan sigur í undanúrslitum Meistaradeild- ar Evrópu í vikunni. Liðið er á góðri siglingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.