Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Síða 54
54 | Sport 6.–8. maí 2011 Helgarblað Í febrúar bjóst ekki nokkur maður við því, að þegar þrír leikir væru eftir af ensku úrvalsdeildinni, væri Chelsea í dauðafæri að vinna enska meistara­ titilinn. Hrikalegt gengi Chelsea um mitt tímabilið orsakaði það að Man­ chester United og Arsenal voru farin að bítast um stærstu deildarverðlaun Evrópuboltans en þeir bláu frá Lund­ únum voru mest fimmtán stigum á eftir Manchester United. Nú munar aðeins þremur stigum á strákunum hans Ferguson í Man. United og Chel­ sea. Það sem meira er, vinni Chelsea á sunnudaginn kemst það yfir United á markatölu og hefur þar með full­ komnað ótrúlegustu endurkomu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði lið verða þá jöfn með 73 stig og fara mögulega í samkeppni um að skora fleiri mörk í síðustu tveimur um­ ferðunum. Ekki má þó alveg gleyma Arsenal því jafntefli á Old Trafford á sunnudaginn gæti hjálpað Wenger og hans strákum í baráttunni. Vinni Arsenal sinn leik úti gegn Stoke og fái hagstæð úrslit á Old Trafford verður Arsenal fjórum stigum frá toppnum og sex stig í boði. Missti aldrei trúna Í nóvember og desember gat Chelsea ekki keypt sér sigur. Það tapaði tveim­ ur leikjum og gerði fjögur jafntefli og missti þar að því virtist algjörlega af titilbaráttunni. Síðan Chelsea komst aftur á skrið með sigri gegn Bolton þann 29. desember hefur gengið verið ótrúlegt. Chelsea hefur spilað sautján leiki, unnið þrettán, gert þrjú jafn­ tefli og tapað aðeins einum. Það ger­ ir 42 stig í sarpinn af 51 mögulegu. Og nú, fjórum mánuðum eftir að menn höfðu gefist upp á Chelsea, á liðið meira en góða möguleika á að kom­ ast í bílstjórasætið á leiðinni að Eng­ landsmeistaratitlinum. „Ef við ynnum titilinn úr þessu yrði það klárlega ein stærsta stundin á mínum ferli, ásamt því þegar við unn­ um titilinn í fyrsta skiptið í fimmtíu ár undir stjórn Mourinho,“ segir fyrirliði Chelsea, John Terry. „United var mest fimmtán stigum á undan okkur og þá héldu menn eðlilega að þetta væri búið fyrir okkur. En þjálfarinn og allt starfsfólkið hafa haldið rétt á spilun­ um og passað að halda liðinu hungr­ uðu. Stuðningsmennirnir hafa einn­ ig hvatt okkur áfram og minnt okkur á að þetta er ekki búið fyrr en það er búið,“ segir Terry. Í fyrra fór Chelsea á Old Trafford og vann gríðarlega mikilvægan sig­ ur, 2–1, undir lok leiktíðar en sá sigur var lykillinn að því að Chelsea endur­ heimti titilinn. „Það er ekki til stærra verkefni en að fara á Old Trafford og þurfa að vinna leik sem gæti tryggt þér Englandsmeistaratitilinn. Við mun­ um samt virkja þann kraft til að knýja okkur áfram,“ segir Terry sem hafði alltaf trú á sínum mönnum. „Ég missti aldrei trúna á þessu. Í gegnum heilt tímabil koma vondir og slæmir kafl­ ar. Við byrjuðum svakalega vel, áttum svo hræðilegan tíma um mitt tímabil­ ið en núna erum við á fínu skriði. Það er undir okkur komið að klára þetta verkefni,“ segir John Terry. Ósigrað á Old Trafford Manchester United­mönnum hafa verið aðeins mislægir fæturnir í síð­ ustu leikjum en jafntefli á útivelli gegn Newcastle og tap úti gegn Arsenal hefur opnað titilbaráttuna upp á gátt. Það eru einmitt útileik­ irnir sem hafa verið að fara illa með Man chester United á tímabilinu. Að­ eins fimm sigrar og níu jafntefli þyk­ ir ekki gott á þeim bænum, sama þó deildin sé sú sterkasta í heimi. Sir Alex Ferguson getur þó prísað sig sælan að leikurinn á sunnudaginn er á heima­ velli liðsins á Old Trafford. Þar hefur liðið borið höfuð og herðar yfir and­ stæðinga sína á þessum tímabili og ekki tapað einum einasta leik. Sextán sigrar og eitt jafntefli í deildinni. Í fyrra kom þó Chelsea nákvæmlega á þenn­ an stað og fór langt með að tryggja sér titilinn en það var skömmu eftir að Man chester United féll úr Meistara­ deildinni. United kom sér í sinn þriðja úrslitaleik í Meistaradeildinni á fjór­ um árum í vikunni þegar liðið rúllaði yfir Schalke, 4–1, og samanlagt, 6–1. Sir Alex Ferguson, stjóri Man­ chester United, segir að þessi sigur hjálpi liðinu. „Mér fannst við þungir á brún og andlega ekki tilbúnir í leik­ inn gegn Chelsea á sama tíma í fyrra,“ sagði Ferguson við SkySports eftir sig­ urinn í Meistaradeildinni. „Chelsea var miklu betra en við í fyrri hálfleik en það vita allir af hverju við töpuðum þeim leik,“ sagði Ferguson og skírskot­ aði til sigurmarks Didiers Drogba sem var kolólöglegt vegna rangstöðu. „Það er allt annað að mæta í leikinn svona ferskir með stórsigur í Meistaradeild­ inni í farteskinu. Það sem meira er, ég hef úr öllum hópnum mínum að velja, að undanskildum Rafael. Ég get því stillt upp því liði sem ég tel best til­ búið og trúðu mér, það vilja allir spila þennan leik,“ sagði Ferguson. Arsenal dældaði titilvonir United heldur betur um síðustu helgi þeg­ ar liðið hafði betur í viðureign lið­ anna á Emirates, 1–0. Arsene Wen­ ger, stjóri Arsenal, tippar þó á Man. United í baráttunni þar sem Chel­ sea þarf að heimsækja Ferguson og hans menn. „United er í bestu stöð­ unni, svo Chelsea og svo við. Chel­ sea er á miklu skriði en það þarf að fara á Old Trafford og vinna. Það gera ekki allir og sérstaklega ekki í stórum leikjum. Það má ekki gleyma því að United vann Chelsea tvívegis í Meist­ aradeildinni um daginn. Við munum bara hugsa um okkur og vonast eftir góðum úrslitum,“ segir Arsene Wen­ ger. n MANCHESTER UNITED (73 stig +38 markatala 71 mörk skoruð) Chelsea H Blackburn Ú Blackpool H n CHELSEA (70 Stig +38 markatala 66 mörk skoruð) Man. United Ú Newcastle H Everton Ú n ARSENAL (67 stig +32 markatala 68 mörk skoruð) Stoke Ú Aston Villa H Fulham Ú Síðustu 3 leikir liðanna n Leikur ársins í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar Man. United tekur á móti Chelsea n Chelsea var mest 15 stigum á eftir United en getur komist á toppinn með sigri n Chelsea lagði grunninn að titlinum í fyrra á Old Traf- ford n Arsenal ekki tölfræðilega úr leik Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is ENDURKOMAN FULLKOMNUÐ? „Mér fannst við þungir á brún og andlega ekki tilbúnir í leikinn gegn Chelsea á sama tíma í fyrra. Lykilleikur John Terry og félagar verða að vinna United á sunnudag – það setur þá í vænlega stöðu. Ferguson hvíldi lykilmenn United vann þægilegan sigur í undanúrslitum Meistaradeild- ar Evrópu í vikunni. Liðið er á góðri siglingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.