Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 30
30 | Viðtal 6.–8. maí 2011 Helgarblað TIL ÍSLANDS Í LEIT AÐ VERÐMÆTUM Þ egar útsendarar frá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen komu hingað til lands 2009 og auglýstu eftir listmunum vakti það mikla athygli. Umfjöllun fjölmiðla var vægast sagt neikvæð og margir þeirra fullyrtu að nú væru Danir komnir til að kaupa menningarverðmæti okkar fyrir lítið fé. Forstöðumaður Listasafns Íslands lét þau orð falla í hneykslun sinni, að verið væri að breyta danska sendi- ráðinu í flóamarkað. Bruun Rasmussen er eitt stærsta og virtasta uppboðsfyrirtæki Norð- urlanda, stofnað 1948. Nú fer stór hluti uppboðanna fram á netinu. Tólf- til fimmtánhundruð munir eru seldir í viku hverri á netuppboðum. Má þar nefna frímerki, bækur, vín, úr, skartgripi og málverk og listmuni alls konar. Enn er þó haldið í gaml- ar hefðir og haldin eru allmörg upp- boð í Bredgade í hjarta Kaupmanna- hafnar. Það eru hefðbundin uppboð, um 100 til 150 gestir sitja í salnum og uppboðshaldarinn sveiflar hamr- inum... fyrsta, annað og... Margir Ís- lendingar hafa setið þar í gegnum tíðina og fest kaup á íslenskum mál- verkum. Bæklingar sem gefnir eru út í átta þúsund eintökum fyrir slík uppboð líkjast frekar listaverkabók- um og eru um fimm þúsund eintök send til útlanda. Kom þeim í opna skjöldu Þrátt fyrir frekar óblíðar viðtökur í fyrstu heimsókn sinni hingað til lands, hafa sérfræðingar uppboðs- fyrirtækisins nú boðað komu sína hingað í byrjun maí og eru hér á landi þessa dagana. Til að forvitnast um tilgang komunnar og fá fréttir úr síð- ustu heimsókn mælti ég mér mót við Peter Christmas-Møller, sölustjóra og matsforstjóra Bruun Rasmussen, í glæsilegum höfustöðvum fyrirtækis- ins við Norðurhöfnina, ekki svo langt frá Litlu hafmeyjunni á Löngulínu. Ég spyr hann fyrst hvað honum finnist um neikvæða umfjöllun fjöl- miðla við fyrstu heimsókninni, og þegar hann heyrir um samlíkinguna við flóamarkað hlær hann dátt. Hann verður alvarlegur þegar ég spyr hann hvort fjölmiðlar hafi ekki haft eitt- hvað til síns máls? „Nei, þessi neikvæða umræða kom okkur algjörlega í opna skjöldu, nokkur atriði orsökuðu þessa nei- kvæðni. Eftir á að hyggja var senni- lega rangt að hafa aðsetur í sendi- ráðinu. Þá greindu margir fjölmiðlar frá því að við værum komnir í kjölfar hrunsins til að kaupa muni á Íslandi, sem er algjör misskilningur og bók- staflega rangt, við tökum eingöngu í umboðssölu en kaupum aldrei neitt sjálfir. Við fáum prósentur af hverj- um seldum hlut, þannig að það er okkar hagur að varan seljist á sem hæstu verði. Síðan fær seljandinn uppgert frá okkur fjórum vikum eftir sölu. Það er hefð fyrir því að sérfræð- ingar frá okkur fari árlega og stund- um oftar í slíkar ferðir, við förum til dæmis til Svíþjóðar, Noregs, Hol- lands, Frakklands og Bandaríkjanna. Við höfum í gegnum tíðina haft tölu- verð samskipti við Íslendinga, höfum selt íslenskar myndir í hundraðatali og oftast hafa það verið Íslending- ar sem hafa keypt, einnig hafa fjöl- margir Íslendingar selt hjá okkur alls konar muni í gegnum tíðina. Við lít- um á það sem aukna þjónustu við Íslendinga að fara til Íslands og um leið auka viðskiptin. Tímasetning- in var kannski óheppileg, Íslending- ar voru viðkvæmir svona stuttu eftir hrunið en þessi ferð var ákveðin og skipulögð töluvert löngu fyrir hrunið á Íslandi.“ Brjálað að gera En hvernig gekk svo í fyrstu ferð- inni? „Mjög vel, það var brjálað að gera, við vorum að frá snemma morguns til klukkan tíu um kvöldið. Ég giska á að um 300 manns hafi haft samband við okkur. Við fengum um 30 mál- verk eftir gömlu íslensku meistar- ana, töluvert af dönsku silfri, meðal annars Georg Jensen silfur sem get- ur jú verið mjög verðmætt. Einnig úr og skartgripi og hönnunarvörur, til dæmis húsgögn. Það sem kom okkur skemmtilega á óvart var hversu mik- ið var af gömlum erlendum, dýrum málverkum í Reykjavík. Ég held ég geti fullyrt að við séum búnir að selja nánast alla þá muni sem við feng- um. Eitthvað af málverkunum var selt Íslendingum, þannig að þau eru sennilega komin aftur til Íslands eftir stuttan stans í Danaveldi.“ Var eitthvert eftirlit haft með því af hálfu hins opinbera hvaða muni þið tókuð með ykkur? „Já, einhvers konar safnráð fór í gegnum alla munina og gaf leyfi fyr- ir öllu nema einni Þorláksbiblíu frá 1644. Það varð smá rekistefna um þetta en ég er á því að sú umræða sem spannst í kjölfarið hafi verið já- kvæð og góð. Ég er þeirrar skoðunar að ekki eigi að setja hömlur á útflutn- ing á nútímalist, eins og verk Kjarvals, Jóns Stefánssonar, Svavars Guðna- sonar og fleiri, nema að um höfuð- verk viðkomandi sé að ræða „monu- mental.“ Það er bara til að einangra íslenska list algjörlega. Mig minnir að lögin tali um að flytja megi málverk úr landi sem kosta undir 11 milljónum. Þó sum þeirra verka sem við fórum með úr landi hafi verið ágæt, þá var ekkert þeirra nærri þeirri tölu í verð- mæti. Sagnfræðileg menningarverð- mæti eins og gamlar biblíur eru svo allt annar hlutur, þar þurfa Íslending- ar að passa vel upp á sitt. Í þessu sam- bandi vil ég taka fram að þessu fylgir nokkur skriffinnska en við sjáum um allt slíkt fyrir viðskiptavininn, sem og pökkun og slíka hluti.“ Færri Íslendingar á uppboðum Nú hafið þið selt gríðarlega mik- ið af íslenskum málverkum í gegnum tíðina, eru það ekki í langflestum til- fellum Íslendingar sem hafa keypt ís- lensku verkin? „Jú, þannig hefur það verið í gegnum tíðina, en eftir hrun hef- ur Íslendingum fækkað verulega á uppboðunum. Danir hafa reynd- ar annað slagið keypt myndir eftir Kjarval, Svavar, Þorvald Skúlason og Jón Stefánsson. Þessir menn bjuggu jú allir hluta ævi sinnar í Kaup- mannahöfn og voru virkir í listalífi borgarinnar, svo Danir þekkja verk- in þeirra. Þess vegna höfum við sér- stakan áhuga á að fá verk þessara manna í sölu. Reyndar má líka nefna módelmyndir Gunnlaugs Blöndal, þær seljast alltaf vel og hafa eng- in landamæri. Svo má ekki gleyma Ólafi Elíassyni. Ef góð verk eftir hann koma inn á uppboð seljast þau á himinháu verði.“ Við sitjum nú og spjöllum, Peter Christmas-Møller hefur starfað hjá Bruun Rasmussen frá 1990 og hefur frá mörgu að segja. Hann rifjar upp sína fyrstu ferð til Íslands fyrir mörg- um árum, en þá var hann fenginn til að meta safn listmuna. Hann á erf- itt með að segja frá vegna hláturs- kasta, en það er greinilegt á öllu að þessi fyrstu kynni hans af landi og þjóð hafa verið í meira lagi skrautleg þar sem að Rolls Royce, risademant- ur og ótæpileg vodkadrykkja koma mikið við sögu. Ég held loforð mitt við Peter og segi ekki meira frá því hér. Að lokum rifjar hann upp aðdrag- anda að sölu íslensks málverks, sem reyndist þegar upp var staðið dýrasta íslenska málverk sem hefur verið selt á uppboði hjá Bruun Rasmussen. Svoleiðis var að snemma árs 2007 fengu Peter og félagar olíumálverk eftir Kjarval sem þeir mátu á 30.000 danskar krónur og skráðu inn á net- uppboð, en dýrustu og bestu verkin eru alltaf sett inn á hefðbundið upp- boð í Bredgade. Eigandi verksins var ánægður með að fá um 20.000 í sinn hlut. Íslendingur hafði séð verkið og nú fór að bera á áhuga á þessu verki, meðal annars hringdu blaðamenn frá Reykjavík til að spyrjast fyrir um það. Ákveðið var að geyma verkið og setja það inn á uppboð í Bredgade, matsverðið var hækkað nokkuð og nú var það kallað Hvítasunnudagur í bæklingi. Verkið var síðan slegið á 1,3 milljónir danskra króna og kaup- andinn var Landsbankinn, eins og frægt varð. Með uppboðsgjöldum var kaupverðið því um 1,6 milljón- ir danskar, eða tæplega 35 milljón- ir á gengi dagsins í dag. Þannig að seljandi verksins sem hefði orðið ánægður með um hálfa milljón, fékk um 25 milljónir. Þessi litla 2007-saga sýnir að ekki hafa allir tapað á útrás Landsbankans. Svona lagað getur bara gerst á uppboði. Pétur Þór Gunnarsson n Uppboðshaldarar til Íslands í leit að verðmætum n Síðasta koma þeirra hingað til lands árið 2009 vakti mikla, neikvæða athygli n „Íslendingar voru viðkæmir stuttu eftir hrunið“ „Tíma- setning- in var kannski óheppileg, Ís- lendingar voru viðkvæmir svona stuttu eftir hrunið.... Kjarval Peter Christmas-Møller við stórt málverk eftir Kjarval sem verður boðið upp í Bredgade í byrjun júní. Peter Christmas-Møller Ísbjörninn í bakgrunni var á uppboði í Bredgade en náði ekki lágmarki, sem var 80.000 danskar krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.