Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Page 55
Sport | 55Helgarblað 6.–8. maí 2011 ENDURKOMAN FULLKOMNUÐ? Hjólaðu í sólinni www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40 Giant Sedona Létt og þægilegt borgarhjól, 21 gír dempari í sæti og á framgaffli, álstell og sterkar tvöfaldar gjarðir. Verð 69.900 kr. Bronco Eleganse Verð 59.900 kr. Frábært 26” götuhjól með álstelli, hnakki með gormum og Shimano gírum. Ævintýri enn gerast, alla vega í knatt- spyrnunni. Um síðustu helgi tryggði Norwich sér annað sætið í Champions- hip-deildinni með sigri á Portsmouth, 1–0. Það þýðir aðeins eitt; Norwich spilar í bestu deild í heimi á næsta ári, ensku úrvalsdeildinni. Fyrir tveimur árum benti ekkert til þess að „Kanarí- fuglarnir“, eins og liðið er kallað vegna gulra og grænna búninga sinna, væru á leiðinni aftur upp í deild þeirra bestu. Liðið var fallið niður í þriðju efstu deild og hóf tímabilið þar með 7–1 tapi gegn Colchester. Knattspyrnustjóri Colches- ter var Paul Lambert, gamall skoskur landsliðsmaður, sem á að baki Meist- aradeildarsigur með Borussia Dort- mund. Norwich sá sér leik á borði og fékk Lambert yfir. Fyrst hann gat rass- skellt sitt eigið lið svona, hvað gæti hann þá gert með Norwich? Hann var ekki lengi að svara því. Á síðasta tíma- bili vann Norwich League 1 og um síð- ustu helgi vann liðið sér inn sæti í úr- valsdeildinni. Þetta er í fyrsta skiptið í ellefu ár sem lið kemst upp úr þriðju efstu deild í þá efstu á tveimur árum. Síðast var það Joy Royle sem vann það afrek með Manchester City fyrir ell- efu árum. Sannkallað kraftaverk sem Paul Lambert er búinn að vinna með „Kanarí fuglana“. Taplaust síðan í febrúar Lambert hefur ekki úr miklu að moða hjá Norwich þó svo rík hjón að nafni Michael Wynn-Jones og Delia Smith hafi stigið inn og bjargað liðinu úr skuldavanda og bætt aðeins við. Í leik- mannahópnum er ekki einn leikmað- ur sem meðaláhugamaður um enska boltann þekkir með nafni. Lambert er þó snillingur í að kreista hvern einasta dropa út úr hverjum einsta leikmanni og fá hann til að trúa á verkefnið. Það sannaði hann til dæmis þegar hann kom Wycombe Wanderers í undan- úrslit deildarbikarsins fyrir nokkr- um árum og gerði þar jafntefli í fyrri leiknum gegn stórliði Chelsea. Allt tímabilið hefur Norwich verið í og við umspilssætin, en hafa ber í huga að Norwich var að koma upp úr deild- inni fyrir neðan og hefur mun minna fé á milli handanna en mörg liðanna sem það er að keppa við. Tap gegn Burnley 5. febrúar var vendipunktur á leiktíðinni fyrir Nor- wich. Eftir það tap hefur Norwich spilað fimmtán leiki og ekki tapað einum einasta. Liðið hefur unnið tíu þeirra og gert fimm jafntefli en það gera 35 stig í hús af 45 mögulegum. Á meðan hin liðin í baráttunni voru að tapa stigum héldu Kanarífuglarnir áfram sínu flugi og sigldu úrvals- deildarsætinu í hús. Sannkallað æv- intýri og allt ætlaði um koll að keyra á heimavelli Hemma Hreiðars og félaga í Portsmouth þegar sigur Norwich var í höfn. Þetta er kraftaverk Paul Lambert, stjóri Norwich, átti sjálf- ur farsælan feril sem leikmaður. Hann hóf ferilinn hjá St. Mirren í Skotlandi en færði sig síðar til Motherwell. Það- an var hann keyptur til Dortmund en á þessu eina ári sem hann spilaði í Þýskalandi vann hann Meistaradeild- ina með liðinu eftir frábæran sigur á Juventus í úrslitaleik. Lambert spilaði ávallt sem varnarsinnaður miðjumað- ur og átti frábæran leik í úrslitaleikn- um þar sem hann hindraði allar ferðir sjálfs Zinedine Zidane sem þá spilaði með Juventus. Eftir ævintýrið í Þýska- landi hélt hann aftur heim á leið, spil- aði með Celtic í átta ár áður en hann endaði sem spilandi þjálfari Living- ston. Sem þjálfari gerði hann flotta hluti með Wycombe og Colchester áður en hann vann þetta mikla afrek með Norwich. „Þetta er kraftaverk. Algjört krafta- verk,“ segir Lambert. „Það er bara hreint ótrúlegt að okkur hafi tekist þetta. Sérstaklega þar sem við erum nýliðar í deildinni. Það er svo lítið sem maður getur gert sem stjóri þegar leik- urinn er byrjaður. Ég spilaði alltaf með frábærum leikmönnum og var alltaf sá slakasti á vellinum. En að vera með svona lið eins og ég hef í höndunum þar sem leikmenn hlaupa úr sér lung- un í hverri viku er ekkert minna en stórkostlegt,“ segir Lambert. Gran Holt, framherji Norwich og fyrirliði liðsins, hjálpaði ekkert lítið til í ár með 22 mörkum. Hann lofar stjór- ann sinn í hástert. „Lambert er búinn að vera magnaður. Hann nær alltaf að hvetja okkur áfram og fá okkur til að spila eins vel og við getum. Þetta lið er bara magnað. Það eru frábærir strákar í því sem eru allir tilbúnir til að gera sitt besta í hverjum einasta leik. Andinn í liðinu er einstakur. Það er heiður að fá að mæta á æfingu á hverjum degi,“ seg- ir Gran Holt. Spennandi en erfiðir tímar framundan Stuðningsmenn Norwich bíða nú án efa spenntir eftir næsta tímabili og vonast til þess að sumarið líði sem fyrst. Þeir eiga jú von á Manchester United, Chelsea, Arsenal, Liverpool, Manchester City og fleiri þekktum stærðum í heimsókn á Carrow Road á næsta keppnistímabili. Eins spenn- andi og úrvalsdeildin er þá er hún mun erfiðari og er ljóst að Norwich-menn þurfa að bæta í. Daginn eftir að liðið komst upp um deild greindi stjórnar- formaður liðsins frá því að Norwich ætlaði ekki að steypa sér í neinar skuld- ir því forráðamenn liðsins bæru ábyrgð á því að í bænum væri lið um ókomna tíð. Hann sagði þó að liðið bæri ábyrgð á því að vera með samkeppnishæft lið í úrvalsdeildinni og yrðu því að sjálf- sögðu einhverjir menn fengnir til liðs- ins. Hætt er við því að Norwich verði virkilega undir á leikmannamarkað- inum í sumar. Úrvalsdeildin er orð- in keppni milljarðamæringa en helsti peningamaður Norwich er milljóna- mæringur. Þar getur skilið á milli í bar- áttunni um góða leikmenn. Ljóst er þó að Paul Lambert getur unnið krafta- verk með óþekktan hóp og það hefur sést í úrvalsdeildinni á þessu ári með Blackpool að góður stjóri og leikmenn sem leggja sig fram geta farið fjári langt. Síðast þegar Norwich var uppi tímabil- ið 2004/2005 átti liðið aldrei möguleika í stóru strákana. Forráðamenn liðsins verða að gera sér grein fyrir að úrvals- deildin er orðin enn sterkari núna. Kraftaverkamaður Kanarífuglanna n Paul Lambert vann 7–1 sigur með Colches- ter á Norwich í ágúst 2009 n Var ráðinn stjóri Norwich nokkr- um dögum seinna n Tveimur árum síðar er hann búinn að koma Norwich upp í úrvals- deildina n Fyrsta liðið sem fer upp um tvær deildir og í úrvalsdeild- ina í ellefu ár Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Kraftaverka- maðurinn Paul Lambert hefur unnið þrekvirki með Norwich. Gleði, gleði Norwich er aftur komið upp í úrvals- deildina eftir sex ára fjarveru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.