Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 38
Vilhjálmur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til níu ára ald­urs, dvaldi síðan á Votumýri á Skeiðum hjá föðurbróður sínum, Guðna Eiríkssyni, til fimmtán ára ald­ urs er hann kom aftur til Reykjavíkur. Hann var í barnaskóla að Brautar­ holti á Skeiðum og tók gagnfræðapróf frá Ingimarsskólanum 1949. Hann útskrifaðist sem skógfræðingur frá skóla Skógræktar ríkisins 1953. Hann stundaði einnig nám við Landbúnað­ arháskóla Kaupmannahafnar 1961– 62. Auk þessa fór Vilhjálmur í náms­ ferðir til Alaska 1953, Skotlands 1962 og Noregs 1970. Vilhjálmur var verkamaður hjá Skógrækt ríkisins og Skógræktarfé­ lagi Reykjavíkur á árunum 1950–53, var yfirverkstjóri hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur á árunum 1953–69 og síð­ an framkvæmdastjóra félagsins á ár­ unum 1969–96. Vilhjálmur vann að skipulagi garða og útivistarsvæða frá 1963, m.a. við skipulag útivistarsvæðis í Öskju­ hlíð og fyrir Elliðaárdal árið 1973 og skipulag útivistarsvæðis í Heiðmörk og á Hólmsheiði ásamt Reyni Vil­ hjálmssyni. Þá kenndi hann við Garð­ yrkjuskóla ríkisins í nokkur ár og skrif­ aði ýmsar greinar í blöð og tímarit. Vilhjálmur hefur verið félagi í Kiwanisklúbbnum Heklu frá árinu 1970 og var forseti þess árið 1987. Hann sinnti ýmsum nefndarstörfum á vegum Skógræktarfélags Reykjvík­ ur og Skógræktar ríkisins á árunum 1951–91 og var ritstjóri fréttabréfs­ ins Skógarins 1972–96. Þá sat hann í byggingar nefnd Breiðholtskirkju frá upphafi. Fjölskylda Vilhjálmur kvæntist 31.3. 1956 Her­ dísi Guðmundsdóttur, f. 14.9. 1934, fyrrv. bankamanni við Útvegsbank­ ann, síðar mótttökuritara á Vist­ heimilinu á Vífilsstöðum og loks skrifstofumanni á Skrifstofu Skógræk­ arfélagsins. Foreldrar hennar voru Karólína Árnadóttir og Guðmundur Njálsson, bændur á Böðmóðsstöðum í Laugardal. Börn Vilhjálms og Herdísar eru Bergljót, f. 13.5. 1958, grunnskóla­ kennari við Hofsstaðaskóla í Garða­ bæ en maður hennar er Haraldur Haraldsson, skólastjóri við Lækjar­ skóla í Hafnarfirði, og eiga þau fjögur börn; Vilhjálmur, f. 27.11. 1965, fram­ væmdastjóri eigin fjármálagreinarfyr­ irtækis en kona hans er Svava Bern­ hard Sigurjónsdóttir leikskólakennari og eiga þau þrjú börn saman en hún átti einn son fyrir; Ingunn Björk, f. 18.7. 1973, framkvæmdastjóri eigin ráðgjafafyrirtækis en maður hennar er Ólafur Örn Guðmundsson, flug­ maður hjá Icelandair og eiga þau þrjár dætur. Systkini Vilhjálms: Halla, f. 7.7. 1933, d. 27.5. 2003, var leikskóla­ kennari, búsett í Kópavogi, en eftirlif­ andi maður hennar er Baldur Bjarna­ sen flugvélstjóri; Þórdís, f. 22.2. 1937, fyrrv. skrifstofumaður hjá Skeljungi, búsett í Kópavogi en maður hennar var Hörður Halldórsson sem er látinn. Foreldrar Vilhjálms: Sigtryggur Eiríksson, lögreglumaður og síðar starfsmaður Skógræktarfélags Reykja­ víkur, f. 16.11. 1904, d. 18.7. 1985, og Vilhelmína Þórdís Vilhjálmsdóttir, f. 16.6. 1905, d. 30.7. 1995, húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík. Ætt Sigtryggur var sonur Eiríks, b. á Votu­ mýri á Skeiðum Magnússonar, b. á Votumýri Sigurðssonar, bróður Guð­ laugar, ömmu Sigurgeirs Sigurðsson­ ar biskups, föður Péturs biskups, föð­ ur Péturs prófessors. Móðir Magnúsar var Guðrún, systir Eiríks, manns Guð­ laugar Sigurðardóttur. Guðrún var dóttir Eiríks dbrm. á Reykjum á Skeið­ um Eiríkssonar, dbrm. á Reykjum og ættföður Reykjaættar Vigfússonar. Móðir Guðrúnar var Sigríður Stur­ laugsdóttir, b. á Brjánsstöðum Gunn­ arssonar, og Þorbjargar, systur Knúts, langafa Tómasar Guðmundssonar skálds, Hannesar þjóðskjalavarðar, Þorsteins hagstofustjóra, Þorsteins­ sona, og Jóhönnu, móður Óskars Gíslasonar ljósmyndara, og ömmu Ævars Kvarans og Gísla Alfreðsson­ ar þjóðleikhússtjóra. Þorbjörg var dóttir Björns, b. í Vorsabæ á Skeið­ um Högnasonar, lrm. á Laugarvatni Björnssonar, bróður Sigríðar, móður Finns Jónssonar, biskups í Skálholti, föður Hannesar, biskups í Skálholti, ættföður Finsenættar, afa Steingríms Thorsteinssonar skálds og Árna Thor­ steinssonar landfógeta. Móðir Sigtryggs var Hallbera Bern­ höft, hálfsystir, samfeðra, Marie Bern­ höft, ömmu Hjálmtýs, bankamanns og söngvara, föður söngvaranna Sig­ rúnar og Páls Óskars. Hallbera var dóttir Vilhelms Bernhöft, bakara á Bernhöftstorfunni í Reykjavík Dan­ íelssonar Bernhöfts, f. 1797 í Nystad Holtsetalandi, bakara í Bernhöftsbak­ aríi í Reykjavík frá 1834 Joachimsson­ ar Bernhöft, í Neustadt í Holtsetalandi . Móðir Vilhelms var Elisabet Bern­ höft ættuð frá Helsingjaeyri. Móðir Hallberu var Sigríður Sigurðardóttir. Vilhelmína Þórdís var dóttir Vil­ hjálms, sjómanns í Reykjavík og frammámanns í félagsmála­ og rétt­ indabaráttu sjómanna í Reykjavík Vigfússonar, b. á Gunnfríðarstöðum í Húnavatnssýslu Höskuldssonar. Móð­ ir Vilhjálms var Sigríður Vigfúsdóttir. Móðir Vilhelmínu Þórdísar var Þórdís Þorsteinsdóttir, b. og smiðs á Reykjum á Skeiðum Þorsteinsson­ ar, b. í Brúnavallakoti og í Vorsabæ á Skeiðum Jörundssonar. Móðir Þor­ steins á Skeiðum var Ingveldur Haf­ liðadóttir. Móðir Þórdísar Þorsteins­ dóttur var Ingigerður Eiríksdóttir, systir Guðrúnar og Eiríks. Ingigerður var dóttir Eiríks, ættföður Reykjaættar Vigfússonar. 38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 6.–8. maí 2011 Helgarblað Magnús fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúd­entsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1981 og BS­prófi í jarðeðlis­ fræði frá Háskóla Íslands 1986, stund­ aði framhaldsnám í jarðeðlisfræði við Lundúnaháskóla 1986–90 og lauk það­ an doktorsprófi 1992. Magnús starfaði á Orkustofnun veturinn 1981–82 auk sumarvinnu við mælingar og rannsóknir sam­ hliða námi. Hann vann við jöklarann­ sóknir á Raunvísindastofnun Háskól­ ans 1985–86 og 1990–94, tók við starfi dósents í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands 1995 en hefur verið prófessor þar frá 2002. Hann hefur verið deildar­ forseti Jarðvísindadeildar frá 2008. Magnús hefur fengist við rannsókn­ ir í jarðeðlisfræði, jöklafræði og eld­ fjallafræði. Meginviðfangsefni hans undanfarin ár hafa verið eldvirkni undir jöklum, eldgosavá og sprengi­ gos af ýmsu tagi. Nýjustu verkefnin snúast um eldgosið í Eyjafjallajökli. Hann hefur sinnt ráðgjöf fyrir yfirvöld vegna eldgosa í jöklum og afleiðinga þeirra og hefur skrifað fjölda greina um niðurstöður rannsóknanna í ýmis fræðitímarit. Þá skrifaði hann bókina Fjallamennsku, útg. 1983, ásamt Ara Trausta Guðmundssyni. Magnús hefur verið formaður Jöklarannsóknafélags Íslands frá 1998, sat í stjórn Jarðfræðafélags Íslands 1994–98, sat í stjórn Íslenska alpa­ klúbbsins 1979–86 og var formaður hans 1992–95, lék í Lúðrasveit verka­ lýðsins 1975–86 og sat í stjórn sveitar­ innar í nokkur ár. Fjölskylda Magnús kvæntist 28.6.1986 Önnu Lín­ dal, f. 17.11. 1957, myndlistarmanni. Foreldrar hennar voru Elín Hólm­ freðsdóttir og Sigurður J. Líndal, bóndi á Lækjarmóti í Víðidal. Börn Magnúsar og Önnu Líndal eru Rögnvaldur Líndal, f. 29.1. 1989, eðlisfræðinemi; Katla Sigríður, f. 24.2. 1993, menntaskólanemi. Systkini Magnúsar eru Már, f. 21.6. 1954, hagfræðingur og seðlabanka­ stjóri, kvæntur Elsu Þorkelsdóttur lög­ fræðingi; Svava Sigríður, f. 21.8. 1955, d. 20.10. 1987, háskólanemi og hús­ móðir en hennar maður var Pétur Tyrfingsson, tónlistarmaður og sál­ fræðingur; Snorri, f. 28.5. 1960, tölv­ unarfræðingur, kvæntur Ingibjörgu Geirsdóttur fararstjóra; Elísabet Vala, f. 4.12. 1963, námsráðgjafi, gift Sigurði Baldvinssyni bókasafnsfræðingi. Foreldrar Magnúsar: Guðmundur Magnússon, f. 28.9. 1927, d. 14.4. 1987, verkfræðingur, og Margrét Tómasdótt­ ir, f. 20.8. 1927, skrifstofumaður. Ætt Guðmundur var sonur Magnúsar, tré­ smiðs í Grindavík Guðmundssonar, á Þórkötlustöðum Péturssonar. Móðir Magnúsar var Sigríður Hermannsdótt­ ir, b. í Buðlungu Jónssonar, og Guð­ rúnar Sveinsdóttur, í Akurhúsum Jóns­ sonar, ættföður Járngerðisstaðaættar Jónssonar. Móðir Guðmundar verkfræðings var Sigríður Daníelsdóttir, b. í Garðbæ í Grindavík Daníelssonar. Margrét er systir Hauks jarðfræð­ ings og dóttir Tómasar, sjómanns og síðar verslunarmanns í Reykja­ vík Tómassonar, í Syðri­Vík í Mýrdal, bróður Margrétar, langömmu prófess­ oranna Sigmundar og Þórðar Eydal Magnússona. Móðir Tómasar á Saur­ um var Margrét, systir Sigríðar, lang­ ömmu Jóns Braga heitins Bjarnasonar prófessors. Móðir Margrétar Tómasdóttur var Elísabet Elíasdóttir, b. á Berjadalsá Jónssonar, og Rakelar Jakobsdóttur. Móðir Rakelar var Elísabet Þorleifs­ dóttir, b. í Unaðsdal Benediktssonar, b. á Blámýrum, bróður Markúsar, langafa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Benedikt var sonur Þórðar, ættföður Vigurættar Ólafssonar, ættföður Eyrarættar Jóns­ sonar. Móðir Elísabetar var Sigríður Árnadóttir, umboðsmanns í Vatnsfirði Jónssonar og Elísabetar Guðmunds­ dóttur, b. í Arnardal Bárðarsonar, ætt­ föður Arnardalsættar Illugasonar. E inar fæddist á Akranesi en ólst upp á Kollslæk í Hálsasveit. Hann var í Barnaskóla á Klepp­ járnsreykjum, stundaði nám við Fjöl­ brautaskóla Suðurnesja og lauk síð­ an námi í vélvirkjun við Iðnskólann í Hafnarfirði. Einar er auk þess með hið meira bifreiðapróf, vinnuvélapróf og próf frá námskeiðum um eiturefni og notkun þeirra, flutning og losun. Einar ólst upp við öll almenn sveitastörf á Kollslæk. Hann hóf störf hjá malbikunarstöðinni Hlaðbær Co­ las í Hafnarfirði árið 2000 og starfaði þar við vélaflutninga, malbikun, við­ hald og viðgerðir á tækjum og vélum og á malbikunarstöð til ársins 2008. Hann starfaði síðan við malbikunar­ stöðina Malbikun KN á Akureyri á ár­ unum 2008–2010 en hefur síðan verið verslunarmaður í Borgarnesi. Einar æfði og keppti í frjálsum íþróttum og sundi fyrir ungmenna­ félag Borgarfjarðar, UMSB. Hann vann til fjölda verðlauna og varð m.a. Íslandsmeistari í langhlaupi árið 1996. Þá starfaði hannn með ungum fram­ sóknarmönnum í Kópavogi um skeið. Fjölskylda Sonur Einars er Patrek Hall Einars­ son, f. 11.6. 2007. Systkini Einars eru Björn Ósk­ ar Einarsson, f. 31.5. 1973, rafvéla­ virki á Reyðarfirði; Valgerður Ósk Einarsdóttir, f. 14.10. 1975, kennari á Ólafsfirði; Steinunn Einarsdóttir, f. 13.9. 1979, íþróttafræðingur, búsett í Garðabæ; Sigurður Örn Einarsson, f. 6.5. 1981, tvíburabróðir Einars Arn­ ar, starfsmaður við álverið í Grundar­ tanga, búsettur á Akranesi; Ásdís Ýr Einarsdóttir, f. 27.11. 1988, búsett í Danmörku. Foreldrar Einars eru Einar Valgarð Björnsson, f. 16.4. 1952, umsjónar­ maður í Svignaskarði, og Hafdís Þórð­ ardóttir, f. 9.2. 1953, þroskaþjálfi. Magnús Tumi Guðmundsson Jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands Vilhjálmur Sigtryggsson Fyrrv. framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur 50 ára á sunnudag 80 ára á föstudag Einar Örn Einarsson Vélvirki og verslunarmaður í Borgarnesi 30 ára á föstudag Sigurður fæddist á Akranesi en ólst upp á Kollslæk í Hálsasveit við öll almenn sveitastörf. Hann var í Kleppjárnsreykjaskóla, stund­ aði nám við Fjölbrautaskóla Suður­ nesja og síðan við Iðnskólann í Hafn­ arfirði. Sigurður er auk þess með hið meira bifreiðapróf, vinnuvélapróf og próf frá námskeiðum um eiturefni og notkun þeirra, flutning og losun. Sigurður var messagutti hjá Landshelgisgæslunni 1997–98, vann síðan hjá malbikunarstöðinni Hlaðbæ Colas í Hafnarfirði á árunum 2000–2008 og starfaði þar við véla­ flutninga, malbikun, viðhald og við­ gerðir á tækjum og vélum og á mal­ bikunarstöð. Hann starfaði síðan við efnisvinnslu hjá Tak Malbiki í Hval­ firði 2008–2009 en starfaði hjá HS Verktaki frá vori 2010 en síðan hjá Al­ coa á Grundartanga. Sigurður æfði og keppti í frjálsum íþróttum og sundi fyrir ungmenna­ félag Borgarfjarðar, UMSB, varð Ís­ landsmeistari í hlaupum 1995 og vann til fjölda annarra verðlauna í hlaupum og frjálsum íþróttum. Þá sinnti hann félagsstörfum á vegum ungra framsóknarmanna í Kópavogi. Fjölskylda Unnusta Sigurðar er Vallý Rán Georgsdóttir, f. 11.2. 1980, fyrrv. starfsmaður hjá Íslandspósti. Sonur Vallýjar Ránar er Georg Bergmann, f. 14.4. 2003. Sonur Sigurðar er Björn Daníel Sigurðarson, f. 21.4. 2008. Systkini Sigurðar eru Björn Ósk­ ar Einarsson, f. 31.5. 1973, rafvéla­ virki á Reyðarfirði; Valgerður Ósk Einarsdóttir, f. 14.10. 1975, kennari á Ólafsfirði; Steinunn Einarsdóttir, f. 13.9. 1979, íþróttafræðingur, búsett í Garðabæ; Einar Örn Einarsson, f. 6.5. 1981, tvíburabróðir Sigurðar Arnar, vélvirki og verslunarmaður, búsettur í Borgarnesi; Ásdís Ýr Einarsdóttir, f. 27.11. 1988, búsett í Danmörku. Foreldrar Sigurðar eru Einar Val­ garð Björnsson, f. 16.4. 1952, um­ sjónarmaður í Svignaskarði, og Hafdís Þórðardóttir, f. 9.2. 1953, þroskaþjálfi. Sigurður Örn Einarsson Starfsmaður Alcoa á Grundartanga 30 ára á föstudag 30 ára „„ Maxie Schröder Mjóstræti 6, Reykjavík „„ Jón Ægir Ingólfsson Víðigrund 26, Sauðárkróki „„ Guðný Ebba Þórarinsdóttir Frostastöðum, Varmahlí𠄄 Guðjón Viðarsson Borgarlandi 14, Djúpavogi „„ Jón Oddur Guðmundsson Krossalind 2, Kópavogi „„ Kristófer Þórðarson Lómasölum 6, Kópavogi „„ Stanislaw Marcin Konieczny Þórufelli 14, Reykjavík „„ Shana Nita Watermeyer Víðimel 27, Reykjavík „„ Ómar Hjalti Sölvason Hreiðarsstöðum, Dalvík „„ Díana Sigurðardóttir Kársnesbraut 125, Kópavogi „„ Ásgeir Óttar Ásgeirsson Vallarási 1, Reykjavík „„ Rakel Dögg Norðfjörð Breiðvangi 9, Hafnarfirði „„ Sigríður Hannesdóttir Ísalind 4, Kópavogi „„ Friðrik Rúnar Garðarsson Heiðargerði 94, Reykjavík „„ Freydís Vigfúsdóttir Kirkjubæjarbraut 12, Vestmannaeyjum 40 ára „„ Arnas Kastanauskas Dalhúsum 57, Reykjavík „„ Stanislaw Awgutowicz Hlynskógum 9, Akranesi „„ Suad Begic Hjarðartúni 1, Ólafsvík „„ Ingi Rafn Ólafsson Rauðalæk 31, Reykjavík „„ Sesselja Österby Christensen Tryggvagötu 5, Selfossi „„ Jóhann Steinar Steinarsson Stífluseli 12, Reykjavík „„ Harpa Sævarsdóttir Flétturima 7, Reykjavík „„ Unnar Steinn Jónsson Skerjavöllum 7, Kirkjubæjarklaustri „„ Kristján Finnbogi Finnbogason Melhaga 17, Reykjavík „„ Ágústa Jónsdóttir Leynisbraut 5, Grindavík „„ Stefán Magnússon Reykjabyggð 31, Mosfellsbæ „„ Bergljót Sif Stefánsdóttir Smáratúni 28, Reykjanesbæ „„ Berglind Hofland Sigurðardóttir Heiðarbrún 82, Hveragerði 50 ára „„ Ásdís Guðbrandsdóttir Aðalgötu 15, Reykjanesbæ „„ Dean Richard Ferrell Öldugötu 50, Reykjavík „„ Kristín Eyjólfsdóttir Arkarholti 10, Mosfellsbæ „„ Bjarni Hermann Sverrisson Efstasundi 9, Reykjavík „„ Brynjar Lúðvíksson Dvergholti 15, Hafnarfirði 60 ára „„ Guðrún Sigríður Alfreðsdóttir Brautarholti 8, Selfossi „„ Huldar Einar Vilhjálmsson Garðsenda 12, Reykjavík „„ Jón Jóel Einarsson Krókabyggð 1, Mosfellsbæ „„ Símon Friðrik Símonarson Strandgötu 17a, Patreksfirði „„ Jóhann Ísak Pétursson Daltúni 14, Kópavogi „„ Pálína Friðgeirsdóttir Álfhólsvegi 112, Kópavogi „„ Hafdís Aðils Gunnarsdóttir Stórahjalla 15, Kópavogi „„ Bergur Jón Þórðarson Grettisgötu 12, Reykjavík „„ Sigurður Hilmarsson Fjarðarási 7, Reykjavík „„ Valdís Valdimarsdóttir Prestastíg 8, Reykjavík 70 ára „„ Geirþrúður Pálsdóttir Birkimörk 7, Hveragerði „„ Thordis Osterhorn Digranesheiði 15, Kópavogi 75 ára „„ Sigurbjörn Guðm. Guðmundsson Esjubraut 30, Akranesi „„ Sigurður Magnússon Svínaskálahlíð 9, Eskifirði „„ Jón Þorsteinsson Framnesvegi 15, Reykjanesbæ „„ Hörður Jóhannsson Sjafnarvöllum 5, Reykjanesbæ „„ Oddný Vilborg Gísladóttir Strandgötu 75, Eskifirði „„ Ruben Johannessen Brunnum 21, Patreksfirði 80 ára „„ Guðmundur Heiðmann Jósavinsson Árhvammi, Akureyri „„ Aðalsteinn Kjartansson Árskógum 6, Reykjavík „„ Gunnþóra Anna Jónsdóttir Hvassaleiti 12, Reykjavík „„ Oddur Rúnar Hjartarson Birkigrund 38, Kópavogi 85 ára „„ Ásta Erlendsdóttir Sunnugerði 7, Reyðarfirði „„ Elís Kristjánsson Fitjasmára 10, Kópavogi „„ Ingibjörg Kristmundsdóttir Ljósheimum 22, Reykjavík 90 ára „„ Sigurður Halldórsson Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi „„ Ólafur Gunnarsson Sandholti 21, Ólafsvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.