Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 6.–8. maí 2011 Helgarblað TIL SÖLU JABOHÚS Sími 581 4070 jabohus.is Sumarhús 20, 27 og 32 fm Bílskúrar 34 og 64 fm Garðskáli 10 fm Geymslur 4,6 - 10 fm Seðlabankinn getur ekki veitt upp- lýsingar um hverjir hafa fengið að fjárfesta á Íslandi fyrir svokallaðar aflandskrónur. DV sendi bankanum fyrirspurn um málið. Í svari frá Stef- áni Jóhanni Stefánssyni, upplýsinga- fulltrúa Seðlabankans, kemur fram að þagnarskylda gildi um þetta atriði samkvæmt lögum um gjaldeyrismál. DV er ekki fyrsti aðilinn sem reyn- ir að fá upplýsingar um viðskipti með aflandskrónur hjá Seðlabank- anum. Úrskurðarnefnd um upp- lýsingamál kvað upp úrskurð í lok janúar vegna kæru sem nefndinni barst vegna ákvörðunar Seðlabank- ans um að veita ekki upplýsingar um beiðni Magma Energy Sweden AB, kaupanda hlutabréfa Geysis Green Energy í HS Orku, um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál í tenglslum við kaup Magma Energy í HS Orku. Úrskurðaði nefnd um upplýsinga- mál að þagnarskylduákvæði laga um gjaldeyrismál gengi framar megin- reglu upplýsingalaga um upplýs- ingarétt almennings. Slæmt fyrir fjárfesta Heimildarmaður DV, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir þessa leynd sem hvíli yfir viðskiptum með aflandskrónur mjög slæma fyrir fjár- festa. „Þarna hefur opinbert embætti mjög opna heimild til þess að veita undanþágur sem geta skipt gríðar- legu fjárhagslegu máli en ekkert er birt þannig að ómögulegt er fyrir að- ila á markaði að átta sig á því hvaða sjónarmið og rök leiða til einnar nið- urstöðu frekar en annarrar,“ segir hann. Líklega væri óþarfi að birta nöfn þeirra sem fengju undanþágur. „Hins vegar væri í öllu falli hægt að birta nafnhreinsaða úrskurði,“ segir hann. Við núverandi kerfi þurfi fjárfest- ar að giska á hverjir fái undanþágur og hverjir ekki. „Mögulega væri rétt að beina því til hins opinbera hvort þetta sé í samræmi við opna og gagn- sæja stjórnsýslu,“ segir hann. Umdeild gjaldeyrishöft Nokkuð hefur verið fjallað um ann- marka á gjaldeyrishöftunum að undanförnu. Þannig kvartaði Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, undan því að það hefði tekið starfsmenn Ice Fresh Food um tvo daga að fá heimild til að taka út 1,2 milljónir króna í farar- eyri sem þeir hugðust nota vegna ferðar sinnar á sjávarútvegssýn- ingu í Brussel. Þannig þurfti Ice Fresh Seafood, sem veltir árlega 26 milljörðum króna, að fá samþykkta undanþágu á gjaldeyrislögum hjá Seðlabankanum og undirskrift frá aðstoðarseðlabankastjóra til að geta tekið út farareyrinn. Einnig má nefna frásögn Lúð- víks Júlíussonar, fyrrverandi sjó- manns í Sandgerði, sem nýlega sagði DV frá því að hann hefði þurft að fá undanþágu hjá Seðlabank- anum til að skila 13 króna vöxtum, sem hann fékk á bankareikningi í Þýskalandi, til landsins. „Aksturinn kostar og blöðin fyrir undanþágu- beiðnina kosta sitt, það er því ljóst að ég tapa á þessu sama hvað ég geri. Síðan tapa allir skattgreiðend- ur vegna þess að starfsfólk bankans notar dýrmæta skattpeninga til að afgreiða og fara yfir undanþágu- beiðni fyrir þrettán krónur,“ sagði Lúðvík í samtali við DV þann 30. mars síðastliðinn. n Engar upplýsingar fást um hverjir hafa fengið að fjárfesta fyrir alfandskrónur á Íslandi n Þagnarskylduákvæði um gjaldeyrismál framar upplýsingarétti almennings Seðlabankinn þegir um aflandsviðskipti Fyrirspurn DV til Seðlabankans: 1. Hverjir hafa fengið að fjárfesta á Íslandi fyrir aflandskrónur? 2. Er hægt að fá útlistað hversu mikið hver og einn fjárfesti fyrir? 3. Hvaða reglur gilda um slík viðskipti? Svör Seðlabankans: Um spurningar eitt og tvö gildir þagnar- skylda samkvæmt 15. gr. laga um gjald- eyrismál. Varðandi spurningu þrjú þá er rétt að vísa í reglur nr. 370/2010, um gjaldeyrismál, lög nr. 87/1992, um gjald- eyrismál, sem og áætlun um losun hafta. Fyrirspurn DV Hvað eru aflandskrónur? Seðlabankinn skilgreinir aflandskrónur sem verðmæti í innlendum gjald- eyri í eigu eða vörslu erlendra aðila, eða ávísun á slík verðmæti, sem lúta sérstökum takmörkunum samkvæmt reglum um gjaldeyrismál. Eigendur aflandskróna eru líklega flestir erlendir aðilar, þrátt fyrir að innlendir aðilar eigi einnig einhvern hluta þeirra, hvort sem er beint eða óbeint. Aflandskrónur Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „Þarna hefur opinbert embætti mjög opna heimild til þess að veita und- anþágur sem geta skipt gríð- arlegu fjárhagslegu máli. Engar upplýsingar Seðlabankinn gefur engar upplýsingar um hverjir hafi fjárfest fyrir aflandskrónur á Ís- landi. Vísað er í lög um gjaldeyrismál. Umdeildur formaður: Ummæli um Stígamót standa „Ég get ekki vikið frá bæjarbúum og þjóðhátíðinni sem slíkri og beðist afsökunar, eins og krafan er alls staðar, án þess að það sé skoðað hvað er að baki ummæl- unum,“ segir Páll Scheving, for- maður þjóðhátíðarnefndar, sem staðið hefur í ströngu undanfarna daga eftir að hann lét umdeild ummæli falla um Stígamót á borgarafundi í Vestmannaeyjum á dögunum. Þar sagði Páll að nærvera sam- takanna á þjóðhátíð í Eyjum magnaði upp þann vanda sem nauðganir eru á útihátíðinni. Páll var á fundinum spurður hvers vegna Stígamót hefðu ekki að- stöðu á þjóðhátíðarsvæðinu. Í Eyjablaðinu Fréttum er fjallað um málið þar sem það er einmitt skoðað hvað búi að baki þessum ummælum. Páll sagði í fréttum RÚV að hann stæði við ummælin. Páll sagði að málið mætti rekja til trúnaðarbrests sem varð fyrir sautján árum í kringum þjóðhátíð í Eyjum, á milli þjóðhátíðarnefnd- ar og Stígamóta. Árið 1994 hafi Stígamót, að mati Eyjamanna, farið offari í að útmála þjóðhátíð sem gróðrarstíu nauðgana. Full- yrðingar Stígamótakvenna í fjöl- miðlum um fjölda afbrota hafi ekki staðist og fullyrðingar þeirra um að hópur nauðgara væri á leið til Eyja hafi skaðað hátíðina. Bent er á í blaðinu Fréttum að þjóðhátíðarnefnd hafi yfir að ráða teymi sem hefur menntun og reynslu til að sinna fórnar- lömbum nauðgana og geti skilað þeim á Landspítalann ef nauðsyn krefur. „Við erum sjálfir í Herjólfsdal, Vestmannaeyingar. Við erum með fjölskylduna þarna. Við höfum ekki áhuga á að stórglæpir séu framdir í Herjólfsdal. Og við horf- um ekki framhjá þeim. Ummælin standa,“ sagði Páll í fréttum RÚV. „Við erum að semja um 50 þúsund króna eingreiðslu. Síðan koma tvær aðrar á árinu, 10 þúsund krónur með orlofsuppbótinni í sumar og svo 15 þúsund króna eingreiðsla með des- emberuppbótinni, þannig að þetta eru samtals 75 þúsund króna ein- greiðslur á árinu,“ segir Guðmund- ur Gunnarsson, fráfarandi formaður Rafiðnaðarsambandsins. Kjarasamn- ingar til þriggja ára voru undirritaðir undir kvöld á fimmtudag. Rætt er við Guðmund um kjarasamningana og fleira í opnuviðtali á blaðsíðu 22 og 23. Laun hækka um um 4,3 prósent á árinu og tekjutrygging verður hækk- uð upp í 182 þúsund krónur á mánuði úr 165 þúsundum. Á samningstíman- um fer hún upp í 204 þúsund krónur. Aukinn launakostnaður í verslun og þjónustu, þar sem laun eru víða lægri en í öðrum greinum, fer vel yfir 20 prósent á samningstímanum. „Þetta er búin að vera löng og erf- ið törn. Margt flóknara en við höfum glímt við lengi. En það breytir því ekki að við teljum okkur vera að ná góðri niðurstöðu. Við erum að tryggja sátt til þriggja ára og vonandi uppbygg- ingu. Það er tækifæri til þess núna að komast út úr þessum efnahagsþreng- ingum,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, for- seti ASÍ, að lokinni undirritun kjara- samninganna. „Við höfum nokkrar áhyggjur af því hversu dýrir þessir samningar eru,“ segir Helgi Magnússon, formað- ur Samtaka iðnaðarins, en hann situr í framkvæmdastjórn SA. „Nú reynir á að standa saman um að rífa samfé- lagið upp til að standa undir þessum kostnaði. Framhaldið er í okkar hönd- um og ríkisvaldsins,“ segir Helgi. johann@dv.is Yfir 20 prósenta hækkun lægstu launa með langtímasamningi: Samningar til þriggja ára Kjarasamningar í höfn Vilhjálmur Egilsson, Vilmundur Jósefsson, Magnús Pétursson og Gylfi Arnbjörnsson við undirritun kjarasamninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.