Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 6.–8. maí 2011 Helgarblað Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun „Það er ekki hægt að segja að hún sé á lokastigi en hún er komin vel á veg,“ segir Eyþór Björnsson, for- stöðumaður fiskveiðistjórnunarsviðs Fiskistofu, um rannsókn stofnunar- innar á meintu löndunarsvindli fisk- vinnslunnar Íslandsstofu á Suður- eyri. Rannsóknin tengist útgerðinni Skriðnafelli sem var í eigu fyrirtæk- is Ásbjörns Óttarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Útgerðin gerði út dragnótarbát- inn Valgerði BA frá Suðureyri en síð- asta sumar stóðu eftirlitsmenn Fiski- stofu starfsmenn fiskvinnslunnar Íslandssögu og Suðureyrarhafnar að því að landa fram hjá vigt úr bátnum. Samkvæmt upplýsingum frá Fiski- stofu var útgerðin í kjölfarið svipt veiðileyfinu og henni gert að leggja til kvóta fyrir þeim afla sem landað var fram hjá vikt. Bakreikningsrannsókn Ásbjörn vildi lítið tjá sig um málið í kjölfar rassíu Fiskistofu í fyrra, en benti á að hann hefði selt hlut sinn í bátnum einu og hálfu ári áður en eftirlitsmenn Fiskistofu komust á snoðir um málið. Ásbjörn seldi hlut sinn í útgerðinni til viðskiptafélaga síns, Óskars H. Gíslasonar, sem hafði fram að því átt 34 prósenta hlut í út- gerðinni ásamt Nesveri ehf. Ásbjörn Óttarsson er eigandi Nesvers. Salan fór fram í janúar árið 2009 að sögn Ásbjörns. Eyþór segir í samtali við DV að fyrir tækið sem tekið hafi við aflanum, fiskvinnslan Íslandssaga, hafi verið tekið til bakreikningsrannsóknar en niðurstaða úr þeirri rannsókn liggi ekki ennþá fyrir. Hann vill ekkert tjá sig frekar um framgang málsins eða hverjar niðurstöður rannsóknarinn- ar séu, nú þegar hún hefur staðið í meira en ár. Þá fást ekki upplýsingar um það hversu langt aftur í tímann rannsóknin nær, en mögulegt er að hún nái til þess tíma þegar Ásbjörn var eigandi Skriðnafells. Dulbúnir sem stangveiðimenn Málið vakti talsverða athygli á sínum tíma en eftirlitsmenn Fiskistofu tóku til þess bragðs að dulbúa sig sem er- lenda sjóstangveiðimenn til þess að vekja ekki á sér athygli þar sem þeir voru við eftirlit við Suðureyrarhöfn. Þar sáu þeir starfsmann fiskvinnsl- unnar keyra afla frá vélarbátnum Valgerði BA að fiskvinnsluhúsinu. Aðeins hluti aflans fór á hafnarvog- ina en rest var færð inn í stæðu af tómum körum við höfnina. Í kjölfarið var lögreglan kölluð á vettvang og þrír starfsmenn hand- teknir. Þar á meðal hafnarvörðurinn og verkstjóri hjá Íslandssögu. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu á sínum tíma fór eitt tonn af þorski fram hjá vigt á meðan eftirlitsmenn fylgdust með. Milljóna arðgreiðslur DV fjallaði á sínum tíma um arð- greiðslur Ásbjörns Óttarssonar en hann ákvað að greiða sér og eigin- konu sinni 65 milljónir króna úr Nes- veri þótt skuldir félagsins væru langt umfram eignir. Ásbjörn sagði í kjölfar fréttaum- fjöllunar um málið af sér nefndar- setu í þingnefnd sem átti að fjalla um niðurstöður rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Ekki náðist í Ásbjörn við vinnslu fréttarinnar. n Rannsókn á meintu löndunarsvindli langt komin n Þingmaður seldi útgerð einu og hálfu ári áður en upp komst um svindlið n Fisk- vinnslan Íslandssaga hefur verið tekin til bakreikningsrannsóknar Rannsókn á meintu svindli langt komin Seldi hlut sinn Ásbjörn seldi hlut sinn í Skriðnafelli nokkru áður en eftirlitsmenn Fiskistofu urðu vitni að löndunarsvindlinu meinta. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Þrír handteknir Þrír starfsmenn voru hand- teknir í tengslum við málið í byrjun júní í fyrra. Eignir upp á 500 milljónir: Umsvifamikill stjórnarformaður Helgi Magnússon, stjórnarformað- ur Samtaka iðnaðarins og stjórn- arformaður Lífeyrissjóðs Verzl- unarmanna, er umsvifamikill á hlutabréfamarkaði ef marka má úttekt á honum í Viðskiptablaðinu sem kom út á fimmtudag. Þar kemur fram að eignarhalds- félagið Harpa ehf., sem er í meiri- hlutaeigu Helga, sé 17. stærsti eig- andi Marel. Markaðsvirði hlutar félagsins í Marel var rúmlega 700 milljónir króna miðað við lokagengi bréfa í fyrirtækinu á miðvikudag. Fjallað er um ársreikning Hörpu ehf. í Viðskiptablaðinu þar sem kemur fram að félagið hafi átt í lok árs 2009 skráð markaðshlutabréf fyrir rúmlega 410 milljónir króna. Heildareignir samkvæmt ársreikn- ingi eru rúmlega 500 milljónir króna. Helgi, er sem fyrr segir stjórnar- formaður í Lífeyrissjóði Verzlunar- manna, en lífeyrissjóðurinn á einnig stóran hlut í Marel, 6,3 prósent, en markaðsvirði þess hlutar er í dag 6 milljarðar króna. Mistök ollu tjóni í Árbæ Mistök urðu til þess að fjölmarg- ir íbúar í Árbæ urðu fyrir vatns- tjóni þann 12. apríl. Niðurstaða úttektar sem unnin var á vegum Orkuveitu Reykjavíkur, OR, leiddi í ljós að þegar verið var að einangra áhrif bilunar, sem orðið hafði í að- alæð við Rofabæ, var vatni hleypt á þar sem verið hafði vatnslaust, án þess að opnað væri fyrir bakrás kerfisins fyrst. Við það komst ekki vatn frá húsunum og þrýsting- urinn sem þá byggðist upp olli víða tjóni. OR hefur ekki upp- lýsingar um fjölda íbúða þar sem skemmdir urðu en komið hefur fram að þær gætu verið um 70. Þeim sem urðu fyrir tjóni og hafa ekki þegar tilkynnt trygginga- félagi sínu um skemmdir er bent á hafa samband við  VÍS, trygginga- félag Orkuveitu Reykjavíkur. Leiðrétting Mistök áttu sér stað þegar mynd af röngu húsi var birt við frétt á blað- síðu 26 í DV síðastliðinn miðviku- dag. Myndin átti að vera af húsi Kára Stefánssonar við Hávallagötu 24 í Reykjavík en fréttin snéri að sölu Kára á húsinu. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.