Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 27
Umræða | 27Helgarblað 6.–8. maí 2011 Hákarlaknapi í símaskránni Lilja Hlín Pétursdóttir bar sigur úr býtum í myndasögukeppni bókaforlagsins Ókeibæ-kur sem var haldin fyrir Ókeipiss, myndasögu- tímaritið sem kemur út á laugardaginn. Sama dag verður haldið upp á hinn alþjóðlega ókeypis-myndasögudag. Hver er konan? „Lilja Hlín Pétursdóttir, draugabani með meiru.“ Við hvað starfar þú í dag? „Skráði mig í símaskránni sem hákarla- knapa, en það er samt ekki alveg satt.“ Hvað kemur til að þú teiknar mynda- sögur? „Myndasögur er heillandi frásagnarform sem vinnur bæði með mynd og texta, og er frábrugðið teiknimyndum á þann hátt að listamaðurinn notar ýmsar aðferðir við myndbyggingu til að skapa tilfinningu fyrir hvernig tíminn líður innan sögunnar hjá lesandanum. Það býður upp á svo marga spennandi möguleika sem fáir hafa kafað almennilega í.“ Hver er söguþráðurinn í verðlauna- sögunni? „Hún fjallar í grunninn um mikilvægi vináttu á óvissutímum.“ Ætlar þú að leggja þetta alfarið fyrir þig? „Satt best að segja er ég ekki viss hversu raunhæft það er að ætla sér að lifa af listinni, en ég ætla mér samt að reyna.“ Áttu þér einhver önnur sérstök áhuga- mál? „Ég hef mikinn áhuga á einhyrningum, en veit ekki hvort það telst vera sérstakt áhugamál. Ég er líka nýjasti meðlimurinn í hafnfirskri hljómsveit sem verður örugglega orðin vel þekkt um þetta leyti á næsta ári.“ Hvernig leggst sigurinn í þig? „Ég veit það ekki alveg ennþá, það hefur ekki almennilega sokkið inn hvað hann hef- ur í för með sér. En auðvitað er alltaf gaman að vinna. Svo hringja í mig blaðamenn og senda ljósmyndara heim til mín, mér finnst ég vera of fræg fyrir lífið.“ „Já, setur skemmtilegan svip á borgina.“ Guðfinna Oddsdóttir 27 ára nemi „Já, ég er ánægð.“ Ágústa Hjaltadóttir 52 ára ráðgjafi „Mér líst mjög vel á hana.“ Erla Kristín Bjarnadóttir 33 ára „Ég er ánægð með hana.“ Guðbjörg R. Einarsdóttir 25 ára nemi „Já, mjög svo.“ Berglind Erna Sigurðardóttir 25 ára nemi Maður dagsins Ertu ánægð með tónlistarhúsið Hörpu? Ábyrgðafullar Þær höfðu varann á sér og gættu lamba sinna, þessar nýbökuðu mæður þegar ljósmyndara bar að garði við nýræktina við Stykkishólm í vikunni. Mynd SiGtRyGGuR ARi JóHAnnSSOn Myndin Dómstóll götunnar Starf stjórnlagaráðs er komið á fullt skrið. Þessar fyrstu vikur fer starf- ið einkum fram í málefnanefnd- um sem ræða mismunandi þætti stjórnlaganna. Hópur A fjallar um mannréttindi, auðlindamál og fleira. Hópur C ræðir meðal annars dómsmál, þjóðaratkvæðagreiðslur og kjördæmaskiptingu. Ég er í hópi B sem hefur til meðferðar megin- drættina í stjórnskipaninni, svo sem samspil ríkisstjórnar og Al- þingis og hlutverk forsetans. Þetta eru þungir málaflokkar. Og sitt sýn- ist hverjum um hvernig valdþáttun- um skuli skipt. Öfugþróun Að mínu viti á það að vera megin- verkefni okkar að vinda ofan af óheppilegri þróun sem smám sam- an hefur orðið í átt til aukins vægis framkvæmdavaldsins og að lyfta Al- þingi upp úr því svaði sem það hef- ur sokkið ofan í. Að minni hyggju á löggjafinn að vera leiðandi í stjórn- málunum. Sjálf valdamiðjan. Ríkis- stjórnin á að lúta vilja þingsins. Svo- leiðis var það enda lengst framan af. En nú er því eiginlega öfugt farið. Þegar Alþingi var endurreist sem ráðgefandi löggjafarsamkoma í Reykjavík árið 1845 varð þingið um leið þungamiðjan í stjórnmálakerfi landsins. Framkvæmdavaldið kom ekki inn í landið fyrr en með heima- stjórninni árið 1904 og var fyrst um sinn ansi veikt. Allt fram yfir miðja öldina þegar ráðherrar fóru stöðugt að sölsa undir sig meiri umsvif – svo framkvæmdavaldið seig loks fram úr þinginu. Hér varð það sem kalla má ráðherraræði, í þeim skilningi að hver ráðherra varð ráðandi um mestalla framþróun í eigin mála- flokki. Viðkomandi þingnefnd varð svo smám saman eins og undirsett fagráðherranum. Leiðtogaræði Undir lok liðinnar aldar breyttist kerfið svo aftur þegar stjórnskipan- in fór í síauknum mæli að einkenn- ast af leiðtogaræði, þar sem formenn stjórnarflokkanna véluðu um sífellt fleiri mál sín á milli án mikils sam- ráðs við félaga sína í ríkisstjórn eða þingmenn flokkanna, hvað þá að stjórnarandstaðan kæmi nokkurn tímann að málum. Nú situr að vísu þónokkuð veikari ríkisstjórn en oft áður svo tök leiðtoganna eru kannski ekki eins sterk og við áttum að venj- ast liðna tvo áratugi eða svo. En hættan er áfram fyrir hendi. Stjórn- skipanin okkar er þannig grund- völluð að sterkir leiðtogar geta náð nánast öllum valdþáttunum í eigin hendi; ráðið ríkisstjórn, haft ægivald yfir þinginu og svo vélað um skipun dómara. Akkúrat og nákvæmlega þetta þarf ný stjórnarskrá að takast á við. Verkefnið er að skilja betur á milli valdþáttanna en gert er í núverandi stjórnarskrá. Mikilvægast – og allra brýnast – er að frelsa þingið undan fargi framkvæmdavaldsins sem hvíl- ir á því eins og mara. Í núverandi kerfi ráða leiðtogar ríkisstjórnarinnar til að mynda því hver verður for- seti Alþingis, ríkisstjórnin ræður í raun dagskrá þingsins og ráðherrar sjá um að leggja fram og mæla fyr- ir stjórnarfrumvörpum og flestum öðrum mikilvægum þingmálum. Táknmyndir þingsins vísa í sömu átt. Ráðherrar eru hæstvirt- ir en þingmenn aðeins háttvirtir. Á sjálfu löggjafarþinginu sitja ráð- herrar í öndvegi og horfa úr hásæti sínu yfir þingheim. Aðeins ráðherr- um er ekið í glæsibifreið upp að dyr- um þingsins. Ljósmyndum af ráð- herrum er raðað í öndvegi á gangi nokkrum í þinginu. Metnaðargjarn þingmaður sem vill komast í hópinn verður því fyrst að fá ráðherrastól. Svona má áfram telja. tvær leiðir Tvær leiðir eru að minni hyggju færar. Annað hvort þarf að skilja alfarið á milli og kjósa ríkisstjórn beinni kosningu eða þá að við- halda þingræðiskerfinu en losa ráðherrana út af þingi. Það væri til að mynda gert með því að veljist alþingismaður til ráð- herradóms víki hann af þingi. Í öðru lagi ætti það vera í höndum formanna þingnefnda að mæla fyrir frumvörpum. Ráðherrar hafa þá ekki annað erindi í þingið en að standa löggjafanum skil á verk- um sínum. Eins og vera ber. Þannig gæti þingið náð aftur til sín frum- kvæði í lagasetningu eins og stjórn- arskráin kveður á um. Í þriðja lagi mætti takmarka þann tíma sem ráðherrar geta setið við völd, bæði til að tryggja endurnýjun og ekki síður til að takmarka völd leiðtog- anna. Frelsun Alþingis Kjallari dr. Eiríkur Bergmann„Mikilvægast – og allra brýnast – er að frelsa þingið undan fargi framkvæmdavalds- ins sem hvílir á því eins og mara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.