Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 28
Þ að Alþingi sem nú situr er 139. löggjafarþing. Meðal nokkurra mála sem fyr- ir þinginu liggja er frum- varp til laga um farþegagjald og gisti- náttagjald. Þar eru útlistuð áform hins opinbera um að heimta sér- stakt gjald af ferðamönnum sem til landsins koma. Annars vegar verður það heimt af hverjum sem ferðast til landsins eða innan þess og auk þess skal greiða sérstakt gistináttagjald sem er mishátt eftir því hvort gist er innanhúss eða utan. Áætlaðar heildartekjur af álagn- ingu gjaldsins eru 400 milljónir króna. Tekjur þessar skulu renna: „til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamanna- staða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins.“ Svo vitnað sé orð- rétt til inngangsorða þess. „Ástandið“ á Geysissvæðinu Flestir geta eflaust verið sammála um að uppbygging þjónustu á vinsælum áfangastöðum ferðamanna á Íslandi sé brýnt verkefni. Mörgum finnst átroðningur og aðstöðuleysi á mest sóttu áfangastöðum landsins vera komið langt fram yfir það sem boðlegt geti talist og Ísland sé að mörgu leyti á svipuðu stigi og þróunarlönd að þessu leyti. Nægir að minna á næst- um árlegar umræður um „ástand- ið“ á Geysissvæðinu sem fara jafnan þannig fram að einhverjum blöskrar algerlega og lýsir vanþóknun sinni með stórum orðum. Skömmu síðar kemur einhver opinber starfsmaður fram og segir að málin séu í athugun, farvegi eða skipaður hafi verið starfs- hópur. Svo halda ferðamenn áfram að heimsækja Geysi og ástandið er áfram óbreytt og bíður þess að næsta ramakvein verði rekið upp. Af þessum sökum hafa áform um álagningu þessa gjalds ekki mætt mik- illi andstöðu því öllum er ljós þörfin á úrbótum. Íslensk náttúra er það sem laðar stærstan hluta erlendra ferða- manna til landsins og upplifun þeirra af henni eftirminnilegasta upplifunin meðan á heimsókninni stendur. Þetta staðfesta kannanir. Sú skoðun hefur heyrst að gjaldið muni ekki skila sér á þann áfangastað þar sem þess er mest þörf. Styrkjum til uppbyggingar verði úthlutað eftir gamalkunnum leik- reglum byggðastefnu og frændhygli á hefðbundnum pólitískum forsend- um. Þannig muni þessir sérstöku fjár- munir flæða eftir krókaleiðum um stjórnkerfið og margt tapast á leiðinni áður þeir komast á leiðarenda. Innheimta verndar náttúruna Í þessu sambandi hefur heyrst sú hugmynd að réttara væri að inn- heimta sérstakt gjald af hverjum ferðamanni á vinsælum áfangastöð- um og nota það sem mest til upp- byggingar á þeim stöðum í hlutfalli við aðsókn. Þannig yrði innheimtan skilvirkari frá sjónarhóli verndar- sjónarmiða og líklegra að árangur næðist við að vernda náttúruna sem laðar þennan aragrúa ferðamanna til sín. Sú staðhæfing heyrist oft að þessi aðferð sé mjög algeng erlendis og þess vegna myndu erlendir ferða- menn ekki kippa sér mikið upp við heimtu aðgangseyris að tilteknum stöðum í íslenskri náttúru. Lausleg rannsókn bendir til þess að þetta sé ekki eins algengt og menn vilja vera láta. Misjafnt er eftir löndum hvort sérstakt aðgangsgjald er heimt í þjóðgörðum en nokkuð algengt virð- ist vera að aðgangseyrir sé greiddur að náttúruundrum sem hægt er að takmarka aðgang að með einhverj- um hætti eins og fossum eða hellum. 600 þúsund ferðamenn árið 2011? Árið 2010 komu 495 þúsund ferða- menn til Íslands. Fyrir utan þær tölur eru 70 þúsund farþegar á skemmti- ferðaskipum sem ekki eru taldir með öðrum ferðamönnum því þeir gista ekki í landi. Þeir fara hins veg- ar í skoðunarferðir um Reykjavík og margvíslegar dagsferðir og versla líkt og aðrir ferðamenn svo segja má að áhrif þeirra á hagkerfið séu töluverð þótt þeir séu ekki taldir með. Áætlanir gera ráð fyrir því að fjöldi ferðamanna aukist nokkuð á því ári sem nú stendur yfir og hefur talan 600 þúsund verið nefnd í því sam- bandi. Í þeim tölum virðist ekki vera gert ráð fyrir farþegum skemmti- ferðaskipa enda eru þessar tölur byggðar á spám Icelandair. Framboð á flugferðum til landsins hefur auk- ist töluvert og í sumar munu fleiri félög halda uppi áætlunarferðum til landsins en áður. Hverjir voru hvar? Ekki eru til nákvæmar tölur um fjölda ferðamanna sem heimsækir hvern stað fyrir sig en byggt á könn- unum er hægt að giska á fjöldann og hann er eftirfarandi. Gullfoss 375 þúsund ferðamenn 2010 – 450 þúsund ferðamenn 2011 Þingvellir 350 þúsund ferðamenn – 420 þúsund ferðamenn 2011 Skaftafell 150 þúsund ferðamenn 2010 – 180 þúsund ferðamenn 2011 Aðgangseyrir að nokkrum nátt- úruundrum erlendis Devil‘s Bridge (fossar í Bretlandi) – 640 krónur á mann Triberg (hæstu fossar Þýskalands) – 490 krónur á mann Yosemite (þjóðgarður í Ameríku) – 1.100 krónur á mann Hastings-hellar (breskir hellar) – um 4.000 krónur á mann. Saltnámur í Kraká í Póllandi – 2.000 krónur fyrir heimamenn en 2.600 fyrir ferðamenn. Hvað mætti kosta inn? Séu þessar mismunandi innheimtu- leiðir bornar saman og giskað á að verðleggja mætti heimsókn að Gull- fossi og Geysi saman á 1. 000 krón- ur þá er ekki flókið að reikna út að 350 þúsund ferðamenn myndu skila 350 milljónum. Væri aðgangs- eyrir að Þingvöllum um 500 krón- ur myndi aðgangseyrir að vettvangi elsta þjóðþings í heiminum skila 175 milljónum á ári. Þessar tölur eru miðaðar við ferðamannafjölda síð- asta árs en ekki spár um yfirstand- andi ár. Ég er nýkominn til vinnu aftur eftir að hafa verið allan apríl í fæðingarorlofi. Í anda full- komins jafnréttis kynjanna finnst mér orðið feðraorlof vera betra. Það er frábær framför að feður hafi þann rétt að geta verið heima um tíma í orlofi með börnum sínum. Þetta var tímabil sem ég hefði alls ekki viljað sleppa. Ég hafði reynd- ar gert mér vonir um að ná að af- kasta mörgum hlutum sem höfðu setið á hakanum. Ég ætlaði að fara í jarðvegsframkvæmdir við sumar- bústaðinn, taka upp frumsamda tónlist, lesa bækur og reyna að læra eitthvað. Mér gafst nánast enginn tími til að gera þessa hluti. Það er alveg full vinna að elta dreng sem skríður um öll gólf og er dolfallinn yfir hvers kyns rafmagnssnúrum og innstungum. Dagarnir fóru nán- ast alfarið í að elta piltinn um alla íbúð. Þegar hann sofnaði náði ég rétt svo að laga til allt draslið áður en hann vaknaði aftur. Ég er ekki að kvarta yfir þessu hlutskipti. Þetta var frábær skóli fyrir mig sem pabba og sennilega líka fyrir Aron Dag sem son að við skyldum vera heima tveir alla daga. Við lærðum nokk- uð mikið inn á hvor annan. Stað- reyndin er nefnilega sú að þegar húsmóðirin á heimilinu er jafn öfl- ug og raun ber vitni, þá höfum við feðgarnir þá tilhneigingu að verða alveg háðir henni. Þegar kemur að málefnum heimilisins hefur hún þurft að hugsa fyrir þrjá – tvo full- orðna og eitt barn. Jafnvel þó þessi orlofsréttindi séu til staðar fyrir feður finnst mér samfélagið ekki alveg gera ráð fyrir feðrum í orlofi. Það virðist ekki samræmast almennilega kyn- gervi karlmanna að vera heima- vinnandi. Eitt dæmi er að því fylgir nokkur einangrun að vera heima allan daginn með litlu barni sem kann ekki að tala. Á sama tíma heyrði ég af fyrirbæri sem kallast mömmuklúbbar. Mágkona mín sem er nýbúin að eignast barn var í slíkum mömmuklúbbi, þar sem mæður í fæðingarorlofi hittust að minnsta kosti vikulega heima hjá einni þeirra og gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum sín- um. Ég hafði ekki aðgang að slík- um félagsskap, enda er mjög ólík- legt að hitta á aðra feður sem eru heima í orlofi. Þróunin er hins veg- ar jákvæð því kaffihúsið Fjallkonu- bakarí auglýsir nú pabbamorgna. Reyndar vil ég taka það fram að eftir að ég benti mágkonu minni á þetta kynjamisrétti í minn garð bauð hún mér að koma. Ég komst reyndar ekki. Ein helsta dægradvöl í feðra-orlofinu var að fara í göngu-túra með barnavagninn á meðan sá litli svaf vært. Þá fékk maður kærkomna hreyfingu og frískt loft. Í göngutúrum mínum lenti ég oftar en einu sinni í því að konur á sextugs- eða sjötugsaldri fundu það hjá sér að skipta sér af því hvernig ég bjó um barnavagn- inn. „Ertu nokkuð að kæfa barn- ið með þessu?“ sagði bláókunnug fullorðin kona við mig í Banka- strætinu þegar hún sá að ég hafði lokað vagninum með flugnaneti. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi kona, sem vafalaust meinaði vel, hefði aldrei nokkurn tímann sagt þetta við konu með barnavagn. Þessi sjón var henni greinilega nokkuð framandi. Í önnur skipti fékk ég glósur frá konum um hvernig húfan væri of mikið ofan í augun á strákn- um eða þegar hann sat uppréttur í vagninum að hann væri of skakkur. Ég tók þetta ekki inn á mig, en aft- ur fullyrði ég að þessar ágætu kon- ur hefðu ekki jafn miklar áhyggjur ef kynsystir þeirra hefði verið með barnavagninn. Einhver gæti skil- greint þetta sem fordóma. Við unga verðandi feður segi ég þetta: Nýtið ykkur þennan rétt. Takið feðraorlof og notið það til hins ýtrasta. Vinnan hleyp- ur ekki frá ykkur og það er langtum mikilvægara að læra að verða betri pabbi. Ekki halda að þið getið gert neitt annað í orlofinu en að hugsa um barnið. Allt annað er bónus. Ég skal lofa ykkur því að þið komið til baka sem víðsýnni og betri menn. Þið munuð líka fatta að það er full ástæða fyrir því að orðið „vinn- andi“ er í hugtakinu „heimavinn- andi“. 28 | Umræða 6.–8. maí 2011 Helgarblað Helgarpistill Valgeir Örn Ragnarsson Fordómar í feðraorlofi Geta Gullfoss og Geysir skilað 350 milljónum króna? Aðsent Páll Ásgeir Ásgeirsson„ Íslensk náttúra er það sem laðar stærstan hluta erlendra ferðamanna til landsins og upplifun þeirra af henni eftirminnilegasta upplifunin meðan á heimsókninni stendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.