Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 46
Þ etta kemur mér lygilega á óvart en um leið er ég auð- vitað djúpt snortinn,“ sagði dagskrárgerðarmaðurinn Jónas Jónasson þegar samstarfs- félagar hans héldu honum óvænta afmælisveislu í Útvarpshúsinu við Efstaleiti á þriðjudaginn. Jónas varð þá áttræður, eða áttatíu ára, eins og hann vill sjálfur kalla það. Jónas hefur starfað óslitið við Ríkis útvarpið frá því hann var 17 ára, eða frá árinu 1948. „Eigið hjarta mitt“ Á þeim tíma hefur hann starfað sem dagskrárþulur, fréttaþulur, verið starfsmaður leiklistardeildarinnar og dagskrárdeildarinnar, forstöðumað- ur og upphafsmaður fyrsta svæðis- útvarpsins. Hann hefur leikstýrt fjöl- mörgum útvarpsleikritum auk þess að skrifa barnasögur fyrir útvarp, leikrit og sönglög. Hans þekktasta lag er án efa Vor í Vaglaskógi. Jónas sagði í stuttri ræðu að frá störfum sínum væri auðvitað margs að minnast og að hann væri þakklát- ur fyrir vinnuna. Hún héldi honum yngri en tilefni væri til. Hann sagði að hjá útvarpinu störfuðu eintómir listamenn. „Þetta hefur verið ævin- týri frá byrjun en auðvitað var stund- um erfitt að vera sonur húsbóndans,“ sagði hann en faðir hans, Jónas Þor- bergsson, var fyrsti útvarpsstjórinn. „Þið eruð öll yndisleg og eigið hjarta mitt,“ sagði hann af einlægni. Ánægður og hrærður Sigurlaug Margrét, dóttir Jónasar, hefur einnig starfað hjá Ríkisútvarp- inu um árabil. Hún segir að pabba hennar hafi komið veislan á þriðju- daginn verulega á óvart. „Ég bað hann um að koma með mér niður til þess að lesa fyrir mig,“ segir hún um það hvernig hún plataði hann á stað- inn en Jónas var eins og áður segir grunlaus um tilstandið. Sigurlaug segir að Jónas sé enn í fullu fjöri en hann er með tvo þætti í útvarpi; þátt á sunnudagsmorgnum þar sem hann rifjar upp gömul við- töl og svo þáttinn Kvöldgesti, sem hann hefur haft umsjón með í 20 ár. „Hann hefur aldrei misst úr þátt og aldrei þurft neinn til þess að leysa sig af.“ Hún segir að hann hafi fyrir fam ekkert viljað halda upp á þessi tíma- mót. „Hann fussaði og sveiaði bara þegar ég stakk upp á því að gera eitt- hvað,“ segir hún hlæjandi en bætir við að hann hafi verið ánægður og hrærður vegna veislunnar sem sam- starfsfélagarnir slógu upp honum til heiðurs. Ævar Kjartansson hafi flutt fallega tölu og Lísa Pálsdóttir sagt skemmtilegar sögur auk þess sem sungið var fyrir hann. „Útvarpið gaf honum geisladiska með klassískri tónlist og fleiru, sem hann elskar að hlusta á, auk annarra hluta sem hann hefur ánægju af,“ segir Sigur- laug um gjöfina sem Páll Magnússon útvarpsstjóri færði Jónasi fyrir hönd starfsfólksins. baldur@dv.is 46 | Lífsstíll 6.–8. maí 2011 Helgarblað Jónas Jónasson dagskrárgerðar- maður varð áttræður á þriðjudaginn. Hann hefur starfað fyrir útvarpið óslitið frá 17 ára aldri. Samstarfsmenn hans hjá Ríkisútvarpinu héldu honum óvænta veislu. „Ævintýri frá byrjun“ Fékk geisladiska að gjöf Jónas tekur við gjöf úr hendi Páls Magnússonar útvarpsstjóra, frá samstarfsfólki sínu. Sungu saman Guðrún Gunnarsdóttir söng fyrir afmælisbarnið sem tók undir. Magnús Einarsson lék á gítar. „Þið eruð öll yndisleg og eigið hjarta mitt. Hylltur Jónas hefur unnið hjá útvarpinu í meira en 60 ár. Hvað er að gerast? n Lögreglukórinn Lögreglukórinn heldur útgáfutónleika í Austurbæ klukkan 20.00. Á tónleikunum koma fram með kórnum nokkrir af þeim ein- söngvurum sem syngja á geisladiski hans, svo sem Steingrímur Karl Teague, Jónas Sigurðsson, Sigtryggur Baldursson og Elvar Örn Friðriksson. Undirleik annast hljómsveit undir stjórn Samúels J. Samúelssonar og Ómars Guðjónssonar. n Skagfirska söngsveitin í Reykjavík Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur með sveitinni og um undirspil sér hljómsveit Björns Thor- oddsen í Salnum á föstudag. Stjórnandi kórsins er Renata Ivan. n Sígilt ævintýri fyrir börnin í Borgarleikhúsinu Gói ferðast með börn og fullorðna í gegnum heim sígildra ævintýra í Borgarleikhúsinu. Enginn, sem kynnst hefur ógleymanlegum ævintýrum, ætti að láta sannkallaða töfrastund fram hjá sér fara. Eldfærin er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Baunagrassins. n Magnús og Jóhann fagna 40 ára starfsmæli Félagarnir Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason halda upp á 40 ára starfsafmæli um þessar mundir, og ætla að fagna þeim tímamótum með tónleikum, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Tónleikarnir verða á laugardaginn í Austurbæ og í Hofi á Akureyri þann 21. maí. n Verði þér að góðu frumsýnt í kassanum Sýningin Verði þér að góðu verður frumsýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn. Það er leikhópurinn Ég og vinir mínir, þeir hinir sömu og buðu upp á verðlaunasýn- inguna Húmanimal, sem sýnir. Í verkinu er boðið til samkvæmis þar sem þessi tegund, félagsveran, er krufin, hvernig hún kemur fyrir og hvernig hún afhjúpar sig. n Aukatónleikar um Jón Múla Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að efna til aukatónleika í Salnum, en fullt var út úr dyrum á afmælisdegi Jóns Múla, 31. mars. Ragnar Bjarnason, Ellen Kristjáns- dóttir, Sigurður Guðmundsson, Magga Stína og Ómar Ragnarsson syngja mörg þekktustu lög bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona og nokkur sem sjaldan heyrast. 6 maí Föstudagur 7 maí Laugardagur 8 maí Sunnudagur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.