Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 15
Fréttir | 15Helgarblað 6.–8. maí 2011 Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra hefur ekki tekið afstöðu til kæru sem skiptastjóri Sigurplasts, Grímur Sigurðsson, sendi embætt- inu fyrr á þessu ári. Þetta kemur fram í svari frá embætti ríkislögreglu- stjóra við fyrirspurn DV um stöðuna á rannsókninni á Sigurplasti. Grunur leikur á að skattalagabrot, skilasvik, umboðssvik og fjárdráttur séu með- al þeirra brota sem hafi átt sér stað í rekstrinum. Kæran var send til emb- ættisins seinni hluta janúar. Í svari embættis ríkislögreglustjóra segir orðrétt. „Það er ekki búið að taka af- stöðu til kærunnar. Frekari upplýs- ingar er ekki hægt að gefa.“ Í skýrslu sem endurskoðenda- fyrirtækið Ernst og Young vann fyrir hönd þrotabús Sigurplasts er bent á fjölmörg meint lögbrot sem talið er að hafi átt sér stað í rekstri fyrirtækis- ins. Meginatriði rannsóknar Ernst og Young snéri að því að kanna viðskipti sem áttu sér stað í starfsemi Sigur- plasts og áttu endurskoðendurnir meðal annars að hafa til hliðsjónar „kæru sem send hefur verið Ríkislög- reglustjóra vegna meints fjárdráttar og annarra brota í rekstri Sigurplasts ehf,“ líkt og segir í skýrslu og Ernst og Young. Eignir fyrirtækisins rýrnuðu Skýrsla Ernst og Young bendir til að eigendur og æðstu stjórnendur Sigurplasts, Sigurður L. Sævarsson og Jón Snorri Snorrason, hafi vitað að fyrirtækið væri orðið tæknilega gjaldþrota löngu áður en það var tek- ið formlega til gjaldþrotaskipta síð- astliðið haust og að eignir hafi verið teknar út úr fyrirtækinu í aðdraganda gjaldþrotsins án eðlilegs endur- gjalds. Fyrirtækið skuldaði Arion banka þá um 1.100 milljónir króna. Ein af niðurstöðum Ernst og Young er að eignir og fjármunir Sig- urplasts hafi í reynd verið færðir yfir í nýtt og sambærilegt félag, Viðarsúlu ehf., árið 2009. Viðarsúla sérhæfir sig í framleiðslu á alls kyns umbúðum úr plasti líkt og Sigurplast. Sigurður L. er skráður eigandi Viðarsúlu að öllu leyti og á félagið í samkeppni við nýtt fyrirtæki í eigu Arion banka sem stofnað var á rústum Sigurplasts. Auk þess er bent á að Sigurplast hafi verið látið greiða ýmsan pers- ónulegan kostnað fyrir Sigurð og Jón Snorra sem Ernst og Young telur ólíklegt að tengist beint rekstri Sigur- plasts. Einnig sent til skattrannsóknar- stjóra Jón Snorri, sem var stjórnarformað- ur Sigurplasts, hefur stefnt fjórum starfsmönnum DV vegna umfjöllun- ar blaðsins um Sigurplast. Kæruefn- ið snýst um rannsókn lögreglunnar á málefnum Sigurplasts en Jón Snorri telur að ekki sé rétt að lögreglan rannsaki málefni fyrirtækisins líkt og haldið var fram í DV. Svar efnahags- brotadeildarinnar við fyrirspurn sýn- ir þó fram á það með óyggjandi hætti sem haldið hefur verið fram í DV: að kæran sem Grímur Sigurðsson sendi hefur borist embættinu og að kæran sé til rannsóknar en að ekki hafi verið ákveðið hvernig brugðist verður við kæruefnunum. Heimildir DV herma að efnahags- brotadeildin hafi einnig sent málefni Sigurplasts til embættis skattrann- sóknarstjóra en líkt og kemur fram hér að ofan er meðal annars talið að skattalagabrot hafi verið framin í rekstri Sigurplasts. Sigurplastsmál- ið hefur einnig verið kært til lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu að áeggjan Arion banka. Sigurplasts- málið er því komið til rannsóknar hjá þremur opinberum aðilum en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort einhverjir af stjórnendum Sigurplasts verði ákærðir fyrir hin meintu lögbrot sem grunur leikur á að hafi átt sér stað í rekstri fyrirtæk- isins. n Sigurplastsmálið á borði efnahagsbrotadeildarinnar n Lögreglan hefur ekki tekið afstöðu til kærunnar frá þrotabúi Sigurplasts n Grun- ur leikur á að fjölmörg lögbrot hafi verið framin í rekstri Sigurplasts „Frekari upp- lýsingar er ekki hægt að gefa. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Lögreglan ekki tekið afstöðu Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra hefur ekki tekið afstöðu til kæru þrotabús Sigur- plasts en grunur leikur á að fjölmörg lögbrot hafi verið framin í aðdraganda gjaldþrots þess, samkvæmt skýrslu Ernst og Young. Á myndinni sjást höfuðstöðvar fyrirtækisins í Mosfellsbæ. Stefndi DV Jón Snorri hefur stefnt fjórum af starfs- mönnum DV vegna umfjöllunar blaðsins um Sigurplast. Laugavegi 178 - Sími 562 1000 - utivist.is GönGuferðin þín er á utivist.is dv e hf . / d av íð þ ór L A U G A V E G I 1 7 8 Sími: 568 9955 - www.tk. is Opið: mánud-föstud.12-18 - laugard.12-16 - sunnud. LOKAÐ Erum flutt að Laugavegi 178 (næsta húsi við frægustu bensínstöð landsins) BRÚÐKAUPS GJAFIR 20 teg. Söfnunarstell 20 teg. Söfnunarhnífapör 20 teg. Söfnunarglös iittala vörur - hitaföt o.fl. Brúðhjón sem skrá óskalistann hjá okkur fá fallega gjöf og lenda einnig í lukkupotti Hlýleg og góð þjónusta Náttúrulegt umhverfi í sveit Inni- og útistía fyrir hvern hund Staðsett 4 km. frá Selfossi HUNDAGÆSLUHEIMILIÐ ARNARSTÖÐUM Sími: 482 1030 og 482 1031 GSM: 894 0485 og 864 1943 www.simnet.is/hundahotel Við pössum hundinn þinn eins lengi og þér hentar! Hefur ekki tekið afstöðu til kæru m.dv.is Lestu fréttir DV í farsíman um þínum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.