Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 18
18 | Fréttir 6.–8. maí 2011 Helgarblað „Hefði ég vitað um áhættuna hefði ég aldrei farið í þessa aðgerð. Ég fór heilbrigð inn á spítalann en gekk út sem krónískur sjúklingur,“ segir Guðrún Birna Eggertsdóttir, fimm barna móðir, sem fyrir átta árum gekkst undir ófrjósemisaðgerð á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Í aðgerð­ inni komu tvö göt á smáþarma­ lykkjur með þeim afleiðingum að Guðrún Birna fékk lífhimnubólgu sem kostaði hana næstum lífið. Hún höfðaði mál gegn íslenska ríkinu, sem nú átta árum síðar var tekið fyrir með þeirri niðurstöðu að um óhapp hefði verið um að ræða og því eigi hún ekki rétt á skaðabót­ um. Hættulítil aðgerð Guðrún Birna sem er fimm barna móðir fór til læknis í heimabæ sínum Stykkishólmi árið 2002 og bað um að fá örugga langvinna getnaðarvörn þar sem hún og þáverandi maður hennar höfðu ekki í hyggju að eign­ ast fleiri börn. Eftir að getnarvörn sem læknirinn ávísaði í fyrstu fór mjög illa í hana ákváðu þau að best væri að hún gengist undir ófrjósem­ isaðgerð. „Ég stóð í þeirri trú að þetta væri einföld og hættulaus aðgerð þar sem klemmt yrði fyrir eggjaleiðarana. Mér var sagt að ég myndi útskrifast samdægurs en þyrfti að taka mér frí frá vinnu í viku. Eftir aðgerðina leit allt vel út og ég fór heim. Fimm dög­ um seinna hringdi ég í lækninn sem framkvæmdi aðgerðina og sagði hon­ um að mér liði ekki nógu vel. Ég var ekki með hita eða neitt sem benti til sýkingar, aðeins loft og óþægindi í kviðnum. Hann sagði mér að þetta væri eðlilegt og ég ætti bara að bíða. Það var síðan á tíunda degi sem ég fékk verki neðst í kviðinn. Ég þrjósk­ aðist við allan daginn en um kvöldið voru verkirnir orðnir það slæmir að ég kallaði á lækni sem kom heim og skoðaði mig og ákvað að senda mig á Skagann. Þar vaknaði strax grun­ ur um sýkingu og gerðar voru rann­ sóknir. Um morguninn vaknaði ég veinandi af kvölum og var strax send í aðgerð þar sem garnirnar voru bókstaflega raktar úr mér og göt­ in tvö komu í ljós. Læknir sagði mér eftir aðgerðina að hefði hún dregist um nokkrar klukkustundir hefði ég sennilega ekki lifað þetta af.“ Óhappatilvik Aðgerðin var framkvæmd í gegnum kviðsjá með brennslu á eggjaleiður­ unum, en ekki með klemmum eins og Guðrún Birna hafði staðið í trú um. Í skaðabótamáli sem hún höfð­ aði gegn íslenska ríkinu var ekki deilt um að götin sem komu á garnirnar hefðu myndast í aðgerðinni. Í mati dómsins kemur fram að garnirn­ ar liggi nálægt eggjaleiðurunum og séu á sífelldri hreyfingu. Töngin sem notuð er til brennslu liggi því nálægt görnunum þegar rafmagni er hleypt á og við aðgerðina hafi garnirnar væntanlega rekist í töngina vegna legu þeirra. Að mati dómsins var ekki um saknæmt gáleysi að ræða heldur sjaldgæft óhappatilvik og voru Guð­ rúnu því ekki dæmdar bætur á þeim grundvelli. Vonbrigði „Þegar ég lá á sjúkrahúsinu kom lækningaforstjórinn til mín og sagði að ákveðin mistök hefðu átt sér stað og hvatti mig til að fá mér lögmann. Hann sagði líka við mig að þetta yrðu mikil bréfaskrif og ég ætti ekki að gef­ ast upp. Síðan var þrætt fyrir að mis­ tök hefðu átt sér stað. Ég skil ekki af­ hverju þessi brennsluaðferð er notuð ef þetta er þekktur fylgikvilli. Ég upp­ lifi dóminn eins og það sé mér að kenna að garnirnar í mér hafi „vænt­ anlega“ rekist í töngina og þetta snú­ ist um einhvern orðaleik. Það voru mikil vonbrigði að dómurinn skyldi falla mér í óhag og að dómararnir kæmust að þessari niðurstöðu eftir aðeins átta daga, eftir að ég er búin að berjast í þessu í átta ár. Þegar ég mætti í dómsal kom það mér á óvart að enginn var kallaður til vitnis, ekki einu sinni læknirinn sem fram­ kvæmdi aðgerðina. Mér leið eins og ég hefði verið höfð að fífli.“ Gat ekki haldið á dóttur sinni Guðrún Birna lá inni á sjúkrahúsinu í tíu daga eftir aðgerðina og var mjög veik. Hún fékk næringu í æð og við útskrift rétt fyrir jól var hún komin niður í 52 kíló. Þegar heim var komið gat hún ekki annað en legið fyrir og var mjög þreklítil og með mila verki. Hún gat lítið sem ekkert borðað og var jólamaturinn það árið á fljótandi formi. Á þessum tíma var yngsta dótt­ ir Guðrúnar rétt tæplega tveggja ára. „Ég man að ég lá þarna bara í sóf­ anum í náttfötunum fyrstu vikurnar og gat ekkert gert. Ég gat ekki haldið á dóttur minni og það var erfitt. Hún hafði verið í leikskóla hálfan dag­ inn en út af veikindum mínum fékk hún fullt pláss. Það kom manneskja til mín á morgnana í einhvern tíma og kom henni í leikskólann og einnig hjálpaði bróðir minn okkur. Það var það sem fór eiginlega verst í mig, að vera orðin alveg ósjálfbjarga eftir að hafa farið alheilbrigð í þessa aðgerð.“ Nýr kafli Í maí 2003 fékk Guðrún síðan garna­ lömun sem má rekja til aðgerðar­ innar á smáþörmunum vegna líf­ himnubólgunnar. „Þá var ég send með sjúkrabíl til Akraness og ég held að ég hafi aldrei upplifað annan eins sársauka. Þá lá ég inni í þrjá daga.“ Guðrún segist enn vera að kljást við afleiðingar aðgerðinnar en hún er metin fimmtán prósent öryrki í dag. „Það komu samgróningar sem gera það að verkum að ég fæ heiftarleg verkjaköst þar sem eina ráðið er að liggja fyrir og bíða þess að þau líði hjá. En í dag kann ég á verkina og veit hvað ég þarf að gera.“ Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið horfir Guðrún Birna björt­ um augum fram á veginn og seg­ ist hlakka til að geta lokið þessum kafla. Lögmaður Guðrúnar Birnu hefur sótt um gjafsókn til að áfrýja málinu til Hæstaréttar en hún seg­ ist ekki bjartsýn á að vinna málið þar. „Ég vil samt láta á það reyna. Ég vil bara klára þetta mál svo ég geti haldið áfram með líf mitt og vitað að ég reyndi allt sem í mínu valdi stóð.“ Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Um morguninn vaknaði ég veinandi af kvölum og var strax send í aðgerð þar sem garnirnar voru bókstaflega raktar úr mér og götin tvö komu í ljós. Í lífshættu eftir ófrjó- semis- aðgerð n Veiktist lífshættulega eftir aðgerð sem átti að vera hættulítil n Er átta árum síðar enn að kljást við afleiðingarnar n Fannst hún hafa verið höfð að fífli eftir átta ára baráttu við kerfið Löng bárátta Guðrún Birna Eggertsdóttir veiktist af lífhimnubólgu eftir að tvö göt komu á garnir í ófrjósemisaðgerð. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að hún ætti ekki rétt á skaðabótum. MyNdir SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.