Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 49
Lífsstíll | 49Helgarblað 6.–8. maí 2011 Aðgát skal höfð í nærveru sálar Í FLUGVÉL Frágangur: Þegar við göngum inn í vélarnar ættum við ekki að taka allan tíma í heimi til að setja handfarangur upp og ganga frá áður en við setjumst í sætin okkar. Þarna þarf að ganga greiðlega til verks því hugsanlega nær röðin út eftir landganginum. Hvíld: Í flugvélum ætti maður alltaf að reyna að taka tillit til þeirra sem eru að reyna að hvíla sig með því að tala ekki hátt eða ónáða viðkomandi með öðrum hætti. Líkaminn: Hugsanlega er óþægilegt fyrir manneskjuna sem situr fyrir aftan að maður halli bakinu aftur. Það er svo jákvætt að spyrja bara hvort viðkomandi sé ekki sama. Í LEIKHÚSI OG BÍÓ Það ætti alltaf að ganga inn í sætaröð, snúa sér að fólki og biðjast afsökunar á ónæðinu eða þakka fyrir það þegar fólk stendur upp. Eins finnst mér alltaf skrítið að koma í bíó þegar fólk er kannski búið að taka frá heila röð af sætum fyrir fólk sem kemur svo kannski löngu seinna. Það er ósanngjarnt gagnvart þeim sem leggja sig fram um að mæta snemma til að ná í óskasætið. Í UMFERÐINNI Góða skapið: Það skiptir svo miklu máli að láta umferðarglanna ekki ráða því hvernig manni líður. Glanninn veit ekki einu sinni af því að við erum að æsa okkur í eigin bíl. Hvers vegna látum við hann stjórna skapinu þann daginn? Það er algjör óþarfi. Rennilásaaðferðin: Það er alltaf vert að minna á rennilásaað- ferðina. Við verðum að fara að læra að hleypa einum og einum í einu úr hliðargötum. Ef einum bíl er hleypt í langri röð þá má ekki öll runan koma á eftir. Þetta þarf að fara sikk sakk, einn í einu á víxl. Bakkað í stæði: Ef maður ætlar að bakka í stæði þarf fyrst að fara fram fyrir það og bakka svo inn. Þá kemur kannski næsti ökumaður alveg upp að bílnum eða tekur jafnvel stæðið. Þetta er mikið til- litsleysi. Hraðinn: Hraðinn hefur ekki bara áhrif á okkur sjálf heldur líka þá sem eru í kringum okkur. Hann skýtur fólki skelk í bringu og getur gert umferðina erfiða og leiðinlega. Svo er það spurningin hvað maður græðir á þessu. Þú sparar ekki nema fimm mínútur á því að aka ákveðna vegalengd á 120 km hraða frekar en 60 km hraða. Framúrakstur: Fólk æðir framúr til þess eins að komast að rauðu ljósi sem fyrst og veldur svo því að umferðin hægist vegna þess að sá sem er fyrir aftan þarf að stoppa, sem hann hefði annars ekki þurft að gera. Þetta er gott dæmi um tillitsleysi sem fólk áttar sig ekki alltaf á. Í ALMANNARÝMI Lyftur: Það væri svo gaman ef við myndum læra að leyfa þeim sem eru í lyftunni að koma út áður en við göngum inn. Ég man eftir því að hafa mætt manni sem var að stíga út úr lyftu sem ég var á leið inn í. Hann bað mig afsökunar. Af hverju? Jú, af því hann tók tíma minn með því að nota lyftuna. Rúllustigar: Svo víða erlendis stendur fólk kyrrt hægra megin og þá geta þeir sem eru að flýta sér farið vinstra megin eins hratt og þeim sýnist. Rúllustigar á Íslandi eru ekki mjög langir en það getur alltaf komið eitthvað upp á og þá er gott fyrir fólk að geta hraðað sér. Í MATVÖRUVERSLUN Skilrúm: Þegar staðið er við kassann er skemmtilegast að láta skilrúm fyrir vörurnar ekki aðeins fyrir framan heldur líka fyrir aftan svo að næsta manneskja fyrir aftan í röðinni geti líka byrjað að raða á færibandið. Raðir: Þegar löng röð hefur myndast við kassa og afgreiðslu- manneskja kemur til að opna nýjan kassa, er réttast að þeir sem eru næstir í röðinni fari yfir á nýopnaða kassann en ekki þeir sem standa aftast. Það er hægt að græða svo mikið á því að vera glaðlegur Bergþór Pálsson óperusöngvari gaf á sínum tíma út bókina Vina- mót sem fjallar um veisluborð og veislusiði. Hann er mikill áhuga- maður um mannleg samskipti og segir það eins konar lífsspeki að koma vel fram við aðra. Með því fegri maður heiminn og auðgi eigið líf og annarra. Bergþór segir grunninn í mann- legum samskiptum vera að hafa augun opin fyrir öðru fólki en að stundum geti það gleymst. Einnig þurfi að virða aðra fyrir það sem þeir eru. „Það er rétt að taka tillit til þeirra sem í kringum mann eru og bera virðingu fyrir fólki og eigum þess, hvort sem maður þekkir það eða ekki. Gott dæmi um þetta er um- gengni um miðbæinn um helgar. Á morgnana koma stórar vinnu- vélar í miðborgina til að þrífa upp alls konar óþrifnað, allt frá dósum og matarumbúðum yfir í hland og jafnvel saur. Þetta er gott dæmi um vanvirðingu fyrir eigum annarra – því hverir þurfa að greiða fyrir þessa hreinsun aðrir en við sem í borginni búum?“ spyr hann. „Annað sem mér finnst skipta miklu máli er að koma hreint fram við aðra og vera hispurslaus. Margir hafa það á tilfinningunni að hispursleysi þýði að segja öðrum til syndanna en það er líka hægt að vera hispurslaus með því að hrósa öðrum. Hrós er mesti galdurinn í öllum mannlegum samskiptum, að taka eftir því sem fer vel hjá fólki og hafa síðan orð á því,“ segir hann og nefnir í þessu samhengi að hafa orð á því ef fólk hefur farið í klipp- ingu eða staðið sig vel á einhvern hátt. Bergþór segir líka að hlutleysi gagnvart öðru fólki geti verið dóna- skapur og að börnin læri það sem þau búa við. „Það er réttast að verja þá sem verða fyrir aðkasti. Það er hispurs- leysi líka og hreinlynd framkoma. Hlutleysi gagnvart öðrum getur nefnilega líka verið óhrein fram- koma og þetta sjá börnin okkar. Við getum ekki kennt börnum neitt nema við séum sjálfum okkur sam- kvæm, bæði í orði sem á borði. Hvernig tala ég til dæmis við mak- ann fyrir framan börnin? Spyr ég barnið hvað það langi til að hafa í matinn og fer svo ekkert eftir því? Svo þurfum við að setja okkur markmið og reglur og útskýra þær. Það þýðir ekkert að setja reglur ef barnið veit svo ekkert út á hvað þær ganga,“ segir hann. Tilraun með glaðlega framkomu Bergþór segir það geta gert gæfu- muninn að brosa til fólks og koma kurteislega fram við það. „Mér er sérlega minnisstætt at- vik þar sem ég fór í banka í Þýska- landi. Ég mætti þangað um morg- uninn, frekar stúrinn í skapi og fékk heldur lélega afgreiðslu. Dag- inn eftir ákvað ég að gera tilraun. Ég ákvað að vera eins vingjarnlegur og ég gat og leggja mig sérstaklega fram um að vera almennilegur við afgreiðslukonuna. Það var eins og við manninn mælt að þjónustan var allt önnur, miklu betri og alúð- legri, og þetta gekk allt miklu betur fyrir sig,“ segir Bergþór. Hann segir líka að siðvenjur Ís- lendinga verði oft svo áberandi þegar heim er komið eftir dvöl á erlendri grund. „Til dæmis hvernig við glápum oft á aðra og svo þegar manneskjan tekur eftir því, þá er litið undan. Af hverju ekki bara að kinka kolli eða brosa? Það er hvort sem er búið að sýna áhugann með því að horfa.“ Bergþór leggur þó áherslu á að falleg framkoma ætti að eiga rætur sínar að rekja til viljans til að gera öðrum vel en ekki grundvallast á stífu reglukerfi. „Hvernig við umgöngumst fólk ætti að koma frá hjartanu og stafa af því að við viljum láta öðru fólki líða vel. Jákvæð framkoma getur líka haft svo víðtækar jákvæðar afleiðingar í lífi annarra án þess að maður geri sér minnstu grein fyrir því. Ef þú bara brosir fallega til manneskju sem þú mætir á götu eða í verslun þá ertu kannski að koma af stað keðjuverkun jákvæðra atburða. Þú brosir til hennar, henni líður betur með sjálfa sig, gengur fyrir vikið betur í vinnunni þann daginn sem leiðir áfram af sér eitt- hvað gott. Lífið verður svo miklu skemmtilegra ef maður tekur eftir fólki og tekur tillit til þess: Virðing, tillitssemi og hreinlyndi. Þetta er lífsspeki.“ Heilræði Bergþórs Hvernig má bæta úr samskiptum á misjöfnum stöðum og við ólíkar aðstæður sér sæti þétt við hlið annars manns og talað þar í síma nema vilja sérstaklega blanda honum í málið. Facebook er svo annað fyrir- bæri sem býður upp á að nýjar hefð- ir í samskiptum skapist. Ekki þykir til siðs að skrifa neikvæð skilaboð á „veggi“ annarra og lítillækka þar með viðkomandi frammi fyrir vinum og vandamönnum. Á sama tíma þarf að fara varlega með sambandsstöður og fleira í þessum dúr. GSM-símar og Facebook hafa komið mikið við sögu í skáldskap Tobbu Marinósdóttur en hún hef- ur jafnframt gefið út bókina Dömu- siðir þar sem aðeins er komið inn á mannasiði, kurteisi og stefnumóta- mál. Tobba segir nýja kynslóð Íslend- inga vera að vaxa úr grasi, fólk sem líti ekki á það sem stórmál að fara á stefnumót. Þar sé margt sem hjálpi til, meðal annars fjölgun veitingahúsa og lægri verð á veitingastöðum sem geri það ekki að stórkostlegum viðburði að bjóða út að borða. „Margir eru bara byrjaðir að fara fram á öðruvísi samskipti. Tracy Cox kom til dæmis inn á hvernig hægt sé fá það sem maður fer fram á. Ef þú kynnist einhverjum á skemmtistað, sem langar að skella sér beint í bólið, er minnsta mál að láta viðkomandi hafa símanúmerið og biðja frekar um kaffibolla næsta dag þegar allir eru orðnir ferskir. Afþakka bara pent og biðja frekar um stefnumót.“ Viðmælandanum finnst hann verða aukaatriði Hvað símana varðar segir hún það lágmarkskurteisi að setja símann á „silent“ og hafa hann í töskunni í þá stund sem þú deilir með annarri manneskju. „Þá er sama hvort um er að ræða stefnumót sem tengist vinnu, fjöl- skyldu, vinkonu eða stefnumót af rómantískum toga. Sumt fólk leyfir sér að hafa símann á borðinu og er svo alltaf að ýta á hann, skoða, kanna hvort það sé komið SMS og svo fram- vegis. Og það eru ekki aðeins símtöl- in sem trufla heldur einnig alls kon- ar meldingar um nýjan tölvupóst, ný skilaboð á Facebook og svo framvegis. Viðmælandanum finnst hann verða að hálfgerðu aukaatriði ef síminn fær svona mikinn forgang. Um daginn hitti ég vin minn á kaffihúsi og síminn hans var alltaf að hringja svo það var ljóst að þarna var einhver sem vildi endilega ná í hann. Hann tók upp símann og bað um að fá að hringja síðar af því að hann væri staddur í kaffi með vinkonu sinni. Svona er líka hægt að taka á þessu.“ Hún segir símana líka geta verið truflandi á hvers konar mannamótum þegar fólk sendi SMS og hringi meira eða minna út alla veisluna. „Þá er fólk kannski í símanum úti á svölum allt kvöldið. Svo getur þetta líka bara verið óöryggi. Hver hefur ekki þóst vera í símanum við vand- ræðalegar aðstæður? Annars ætti maður að venja sig á að slökkva bara á símanum í svona tvo tíma á sunnu- degi. Við erum orðin allt of háð þess- um tækjum og fólk nær jú alltaf í mann ef það virkilega ætlar sér það.“ Dónaskapur að rífast fyrir framan aðra, líka á Facebook Hvað Facebook varðar segir Tobba það óviðeigandi að skilja eftir athuga- semdir við myndir hjá fólki sem mað- ur þekki ekki mikið og þá sér í lagi neikvæðar og í raun ættu allir að telja upp að tíu áður en neikvæð athuga- semd um aðra er skilin eftir á Face- book-vegg. „Það er skelfilega hallærislegt að rífast á Facebook. Ef fólk hefur raun- verulega áhuga á að vanda um fyrir manni ætti að vera lítið mál að skrifa tölvupóst eða hringja símtal. Það er dónalegt að rífast fyrir framan annað fólk og svo þarf að muna að allir eiga aðstandendur. Krakkar niður í 13 ára eru með Facebook-síður og þeir eru með foreldrana sem vini. Auðvitað vilja þeir ekki lesa óhróður um for- eldra sína. Ég veit um dæmi þess að börn hafi komist að því á Facebook að mamma og pabbi væru að skilja.“ Þar kemur Tobba inn á annað mál en það eru samböndin og Facebook. Margir sál- og félagsfræðingar hafa gengið svo langt að kalla Facebook stærsta hjónadjöful aldarinnar. „Það verður að fara varlega með þetta. Oft er það líka bara misskiln- ingur sem veldur því að fólk verð- ur ósátt og auðvitað þarf að hafa allt uppi á borðum og pör ættu að leyfa hvort öðru að fylgjast með því hvað er að gerast á Facebook en ekki pukrast neitt.“ margret@dv.is Að auðga eigið líf og annarra Bergþór er mikill áhugamaður um mannleg samskipti og segir það eins konar lífspeki að koma vel fram við aðra. Með því sé maður að fegra heiminn og auðga eigið líf og annarra. Allir geta tileinkað sér góða siði Audrey Hepburn í hlutverki Elizu Doolittle lærir sitt af hverju í myndinni My Fair Lady
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.