Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 42
U m miðjan níunda áratug- inn hurfu þrjár ungar kon- ur í Clairmont á New Hamp- shire-svæðinu í Connecticut í Bandaríkjunum. Ekki löngu síð- ar, 1985 og 1986, fundust líkamsleif- ar tveggja kvennanna á skógivöxnu svæði í Kelleyville í New Hampshire. Nokkur hundruð metrar voru á milli líkanna sem voru svo illa farin að erfitt var um vik að greina dánarorsök. En þó var ljóst að báðar höfðu konurnar verið stungnar ítrekað. Sem fyrr segir leið einhver tími frá því fyrra líkið fannst þar til hið seinna uppgötvaðist. Í millitíðinni var 36 ára kona stungin til bana í ofsafenginni árás inni á heimili sínu í Saxtons Ri- ver. Tíu dögum síðar fannst lík þriðju konunnar sem hafði horfið. Krufning leiddi í ljós fjölda stungusára. Hugsanlega raðmorð Þegar þar var komið sögu ákvað lög- reglan að kíkja nánar á eldri morð- mál frá svæðinu og hnaut um tvö, eitt frá 1978 og annað frá 1981, sem renndu stoðum undir þá kenningu að hugsanlega væri raðmorðingi á sveimi. Þegar rannsóknin stóð hvað hæst, en þá höfðu fleiri morð verið framin og eitt fórnarlamb hafði sloppið með skrekkinn, rak rannsóknarlögreglan augun í ýmis líkindi með öllum morð- unum; líkunum var oft kastað á sama staðinn, stungusár á líkunum mynd- uðu svipað mynstur frá einu líki til annars og sú ályktun var dregin af því að um sama morðingja væri að ræða í öllum tilfellum. Að minnsta kosti sjö morð hafa með óyggjandi hætti verið tengd morðingjanum sem kenndur er við Connecticut River Walley. Konur hverfa og finnast myrtar Þann 24. október 1978 var Cathy Millican, sem var 26 ára, í mestu mak- indum að ljósmynda fugla á Chandler Brook-verndarsvæðinu í New London í New Hampshire. Daginn eftir fannst lík hennar og hafði hún verið stungin 29 sinnum. Seint í júlí 1981 sást stúdínan Mary Elizabeth Critchley í síðasta skipti á lífi skammt frá fylkjamörkum Massa- chusetts og Vermont. Níunda ágúst sama ár fannst lík hennar í skóglendi í New Hampshire og var það svo illa farið að ómögulegt var að segja til um dánarorsök. Tæpum þremur árum síðar, í maí 1984, sást Bernice Courtemanche, 16 ára, þegar hún kvaddi móður kærasta síns. Bernice var þá að leggja af stað til kærasta síns í Newport en komst aldrei á áfangastað. Tveimur mánuðum síðar mætti kona að nafni Ellen Fried ekki til vinnu á Valley-héraðssjúkrahúsinu en bíll hennar fannst yfirgefinn í nokkurra kílómetra fjarlægð frá markaði Leós í Claremont. Reyndar var það svo að kvöldið áður hafði hún hringt í systur sína úr símaklefa skammt frá markað- inum. Hafði hún haft á orði að grun- samlegur bíll væri skammt frá. Lík Ellen finnst og fleiri konur myrtar Eva Morse, einstæð 28 ára móðir, reyndi að húkka sér far skammt frá Claremont 10. júlí 1985. Hún sást ekki á lífi eftir það, en lík Ellen Fried fannst í skóglendi skammt frá árbökk- um Sugar River í Kelleyville 19. sept- ember 1985. Hún hafði verið stungin ítrekað og bar merki kynferðislegs of- beldis. Að kvöldi 15. apríl 1986 fannst Lynda Moore stungin til bana á heim- ili sínu í Saxtons River í Vermont. Hún hafði verið stungin og verksummerki báru þess vitni að mikil átök hefðu átt sér stað. Fjöldi fólks taldi sig hafa séð þrekvaxinn, dökkhærðan mann á vappi við heimili Moore þennan dag. Hann var sagður á aldrinum 20 til 25 ára, búlduleitur og rak- aður með gleraugu með dökkri um- gjörð. Fjórum dögum eft- ir morðið á Lyndu Moore fann veiðimaður líkamsleifar Bernice Courtemanche steinsnar frá þeim stað þar sem lík Ellen Fried fannst og sex dögum síðar fannst líkið af Evu Morse – rétt hjá þeim stað sem lík Elizabeth Critchley fannst á. Hnífs- stungur fundust á líki Evu Morse. Þann 10. janúar 1987 ók bílstjóri snjóplógs fram á græna BMW-bifreið í Hartford í Vermont. Framhurð bif- reiðarinnar var dælduð og stýrið var blóðugt. Bifreiðin var í eigu Barböru Agnew en lík hennar fannst 28. mars sama ár – hún hafði verið stungin til bana. Þunguð kona sleppur við illan leik Hvorki gekk né rak við rannsókn á morðunum en lítið bar til tíðinda til 6. ágúst 1988. Að kvöldi þess dags var Jane Boroski, 22 ára, barnshaf- andi og sjö mánuði gengin, á heim- leið í Keene í New Hampshire. Að henni sótti þorsti og því ákvað hún að koma við í verslun og kaupa sér svaladrykk. Þegar hún gekk að bifreið sinni, dreypandi á drykknum, rak hún augun í Jeep Wagoneer-bifreið sem lagt var skammt frá bifreið hennar. Jane settist upp í bíl sinn og sá í bak- sýnisspeglinum að ökumaður jepp- ans gekk til hennar. Hann spurði hana hvort síminn í klefa skammt frá væri í lagi, en síðan skipti engum togum og hann dró hana út úr bílnum og hóf að stinga hana. Þegar upp var staðið hafði hann stungið barnshafandi konuna 27 sinnum og skildi hana eftir nær dauða en lífi. Jane tókst að komast inn í bíl sinn og komst við illan leik heim til vinar síns. Þrátt fyrir áverkana lifðu bæði hún og barnið árásina af. Jane gat gefið upp lýsingu á árásar- manninum og þrjá fyrstu stafi skrán- ingarnúmers bifreiðar hans. Þrátt fyr- ir það tókst lögreglunni ekki að leysa málið sem að lokum safnaði ryki. Connecticut River Valley-morðin eru enn óleyst og málið tilheyrir svoköll- uðum „köldum málum“. Morðunum linnti eftir árásina á Jane Boroski. Einn þeirra sem var sterklega grunaður var Michael Nicholaou, uppgjafahermaður úr Víetnam-stríð- inu. Árið 2005 skaut hann sjálfan sig eftir að hafa myrt aðra eiginkonu sína og stjúpdóttur. Eitt mælir gegn sekt hans í Connecticut Ri- ver Valley-morðunum; að hann bjó í Virginíu þegar Bernice Courtemanche, Ellen Fried og Eva Morse voru myrtar. 42 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 6.–8. maí 2011 Helgarblað Ránmorð þar sem heil fjölskylda liggur í valn- um eru alls ekki hversdagslegur viðburður í Póllandi og því var lögreglumönnum í suð- vesturhluta landsins illa brugðið á fimmtu- daginn. Jafnvel þeir allra reynslumestu voru slegnir óhug þegar lík Bennys Weiss, konu hans Alicju og sonar Bennys, Brians, fundust á heimili fjölskyldunnar í Dabie við borgina Stettin. Lík Brians, sem var 38 ára, fannst í bílskúr fjölskyldunnar en lík föður hans og stjúpmóð- ur fundust á annarri hæð heimilis þeirra. Að mati pólsku lögreglunnar voru morðin framin aðfaranótt 25. apríl en þau uppgötvuðust þó ekki fyrr en rétt fyrir mánaðamótin þegar ná- grönnum fannst hundur fjölskyldunnar haga sér helst til undarlega og höfðu samband við kunningja Alicju sem við nánari athugun uppgötvaði hinn nöturlega sannleik. Benny og sonur hans voru danskir ríkis- borgarar, en Benny var frá Norður-Jótlandi í Danmörku. Benny hafði unnið um tíu ára skeið sem rútubílstjóri hjá Hjørring Turistfart og starfaði hjá því fyrirtæki allt til dauðadags, en hafði verið búsettur í Póllandi. Pólska lögreglan hefur ekki handtekið neinn vegna morðanna og er enn fyrirmunað að sjá hver tilgangur þeirra var, en ein kenn- ing sem lögreglan kannar er hvort fjölskyldan hafi eingöngu verið svo ólánsöm að koma að innbrotsþjófum, því á heimilinu var allt á tjá og tundri. Þó er ekki að sjá að mörgu hafi verið stolið og því er pólska lögreglan þeirrar skoðunar að innbrot hafi verið sett á svið til að hylja raun- verulegan tilgang ódæðismannanna. Á pólska vefmiðlinum gazeta.pl segir að ein þeirra kenninga sem pólska lögreglan vinnur eftir varði tengsl konunnar sem var myrt við kaupsýslumann einn sem á tíunda áratug síðustu aldar var sterklega grunaður um að vera höfuðpaur í stórfelldu sígarettu- smygli. Alicja ku hafa séð um bókhald fyrir þann ágæta herramann, en ku hafa verið sest í helgan stein fyrir einhverjum árum. Pólski vefmiðilinn gs24.pl hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni sem tengist rannsókninni að ódæðismennirnir, sem allt bendir til að hafi verið tveir, hafi þrátt fyrir allt skilið eftir mikilvæga vísbendingu. En ekki LögregLan ráðþrota Fjölskylda myrt í Póllandi: er farið nánar út í hver sú vísbending er, en leiddar eru getur að því að hún snerti upptöku úr eftirlitsmyndavél við heimilið. Enn fremur segir á vefmiðlinum að ástæða morðanna kunni að vera innbrot, innheimta skuldar eða einfaldlega hefnd. Spyrjum að leikslokum. „Þegar upp var staðið hafði hann stungið barnshaf- andi konuna 27 sinnum og skildi hana eftir nær dauða en lífi. Tvær ólíkar skissur af mögulegum morðingja Byggðar á frásögn vitna við rannsókn málsins. n Connecticut River Valley-morðin voru framin á níunda áratug síðustu aldar n Morðin voru framin í New Hampshire og Connecticut River Valley n Morðinginn fannst aldrei og slóðin er orðin köld Óleyst mál í Connecticut Fallegt yfir að líta Connecticut River Valley var vettvangur óhugnanlegra morða á níunda áratug síðustu aldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.