Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 24
24 | Erlent 6.–8. maí 2011 Helgarblað
Bandarísk stúlka frá Texas í Banda-
ríkjunum hefur verið gert að
greiða Silsbee-miðskólanum, þar
sem hún stundaði nám, skaðabæt-
ur eftir að hún neitaði að hvetja
körfuboltaleikmann sem nauðgaði
henni. Breska dagblaðið Indep-
endent greindi frá þessu. Á haust-
mánuðum ársins 2008 var stúlkan
stödd í samkvæmi þar sem henni
var nauðgað af Rakheem Bolton.
Stúlkan, sem er ekki nafngreind
nema með upphafsstöfunum H.S.,
kærði glæpinn og þurfti Bolton að
svara til saka fyrir dómara. Þar sem
Bolton var ólögráða slapp hann við
fangelsisvist. Hann fékk tveggja
ára skilorðsbundinn dóm og þurfti
að inna af hendi samfélagsþjón-
ustu. Hann hafði verið liðsmað-
ur í körfuboltaliði Silsbee-skól-
ans, sem ákvað að aðhafast ekkert
í málinu og leyfa Bolton að halda
áfram í liðinu.
Vildi ekki hvetja nauðgara sinn
Fjórum mánuðum síðar fór fram
körfuboltaleikur í Silsbee-skól-
anum, en þar var H.S. fyrirliði
klappstýru liðsins. Um miðjan leik-
inn fékk Bolton vítaskot, og var
þá búist við því að klappstýrurnar
hvettu hann til dáða. Af skiljanleg-
um ástæðum var H.S. þó ekki áfjáð
í að hvetja nauðgara sinn, og hélt
hún því að sér höndum og þagði
þunnu hljóði. „Ég vildi ekki kalla
nafn hans og ég vildi ekki hvetja
hann áfram,“ sagði H.S. í viðtali.
„Ég vildi ekki koma nálægt nokkru
sem kemur honum við.“
Við þetta reiddist Richard Bain,
skólastjóri Silsbee-skólans, og rak
H.S. úr salnum. Utandyra tjáði
hann henni að hún væri skyldug til
þess að hvetja Bolton, en þess má
geta að Bain var vel kunnugt um
nauðgunarmálið. Þegar H.S. sagð-
ist ekki geta hugsað sér að hvetja
áfram nauðgara sinn, var hún rek-
in úr klappstýruliðinu á staðnum.
Fór í mál en tapaði
Stúlkan ákvað í samráði við for-
eldra sína að fara í mál við Bain
og Silsbee-skólann. Kröfðust þau
skaðabóta vegna þess að skólinn
hafði heft tjáningarfrelsi stúlkunn-
ar með því að neyða hana til að
hvetja áfram nauðgara sinn gegn
sínum eigin vilja. Þrátt fyrir að
málið virðist hafa verið borðleggj-
andi var dæmt gegn stúlkunni og
það í tveimur mismunandi réttar-
höldum. Þar að auki var stúlkunni
gert að greiða Silsbee-skólanum
45 þúsund dollara, sem samsvar-
ar um fimm milljónum íslenskra
króna, í skaðabætur fyrir hina „til-
efnislausu málsókn“. Lögmaður
stúlkunnar fór fram á að málið yrði
tekið upp í Hæstarétti Bandaríkj-
anna en þeirri beiðni hefur verið
hafnað.
Með íþróttir á heilanum
Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum
segja að málið sýni glöggt að íbú-
ar Texas-fylkis séu með íþróttir á
heilanum og taki þær í raun fram
yfir sjálfsögð mannréttindi. Kapp-
leikir í miðskólum eru mjög vin-
sælir í Texas, sérstaklega í minni
bæjarfélögum þar sem íþróttalið
skólanna gegna mikilvægu félags-
legu hlutverki. Hvort það sé heil-
brigt eða ekki verður hver að meta
fyrir sig.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Costa del Sol
6. maí eða 15. maí í 9 nætur
Frá kr. 109.900 - með fullu fæði -
Verð kr.
109.900,-
Netverð á mann, m.v.
gistingu í tvíbýli í 9 nætur í
studio íbúð með fullu fæði á
Aguamarina ***.
Heimsferðir bjóða frábæra 9 nátta ferð til
Costa del Sol í vor. Í boði er frábært sértilboð á
Aguamarina íbúðarhótelinu með fullu fæði, sem
var mjög vinsælt meðal farþega Heimsferða
í fyrra. Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða í
boði á þessum kjörum. Gríptu þetta frábæra
tækifæri og njóttu lífsins í vor á Costa del Sol á
ótrúlegum kjörum.
Klappstýra neitaði
að hvetja nauðgara
Rakheem Bolton Nauðgaði klappstýru
en fékk að halda áfram í körfuboltaliðinu.
Klappstýrur Eiga þátt í vinsældum kappleikja í Bandaríkjunum. Myndin tengist efni
fréttarinnar ekki beint.
Hillary Clinton spurð út í mynd sem tekin var þegar bin Laden var felldur:
Hósti vegna ofnæmis
„Baráttunni gegn al-Kaída og banda-
mönnum þeirra lýkur ekki með dauða
eins manns,“ sagði Hillary Clinton,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á
blaðamannafundi í Róm á fimmtu-
dag. Clinton er stödd í Róm til að ræða
aðgerðaráætlun bandamanna í Líb-
íu, þar sem illa hefur gengið að koma
Muammar al-Gaddafi, leiðtoga Líb-
íu, frá völdum. Clinton hélt fundinn
ásamt utanríkisráðherra Ítalíu, Franco
Frattini.
Blaða- og fréttamenn í salnum
voru þó forvitnastir um fall Osama bin
Laden, en eins og kunnugt er stóðu
bandarísk stjórnvöld fyrir áhlaupi á
felustað hans í Pakistan, aðfaranótt
mánudags. „Hann var svarinn óvinur
Bandaríkjanna og mannkyninu öllu
stafaði hætta af honum,“ sagði Clin-
ton um bin Laden. Hún sagði að þrátt
fyrir dauða hans væri stríðinu gegn
hryðjuverkum hvergi nærri lokið. „Við
þurfum að endurnýja staðfestu okkar
og tvöfalda viðleitni okkar [í stríðinu
gegn hryðjuverkum], ekki aðeins í Af-
ganistan og Pakistan – heldur um allan
heim,“ sagði utanríkisráðherrann.
Clinton var einnig spurð út í hina
frægu ljósmynd, sem birtist af lykilfólki
innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna,
meðal annars Barack Obama forseta,
Joe Biden varaforseta og af téðri Clin-
ton. „Þetta voru magnþrungnustu 38
mínútur ævi minnar,“ sagði Clinton.
Hún var spurð af hverju hún hafi hald-
ið fyrir munn sér þegar ljósmyndin var
tekin, og héldu þá margir að það væri
vegna hryllings við ofbeldinu og blóð-
baðinu sem fram fór. Clinton sagði það
vera af og frá. „Ég held að þetta hafi
heldur verið hefðbundinn vorboði,
hósti vegna frjókornaofnæmis.“
bjorn@dv.isHillary Clinton Ræddi við blaðamenn í Róm.
Engar ljósmyndir
af bin Laden
Barack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, hefur lýst því yfir að engar
myndir af líki Osama bin Laden
verði gerðar opinberar. Obama seg-
ist gera sér grein fyrir því að verði
myndir ekki birtar muni það virka
sem vatn á myllu samsæriskenn-
ingasmiða, en að hann verði samt
sem áður að hugsa um heildarhags-
munina. „Það er mikilvægt fyrir okk-
ur að of lýsandi myndir af einhverj-
um sem var skotinn í höfuðið liggi
ekki á lausu því slíkar myndir geta
virkað sem hvatning fyrir þá sem
vilja auka hróður ofbeldis.“ Obama
lét orðin falla í viðtali við sjónvarps-
stöðina CBS, en það verður birt
bandarísku þjóðinni um helgina.
Þá hafa þeir safn-
ast til feðra sinna
Síðasti eftirlifandi „virki“ hermað-
urinn úr fyrri heimsstyrjöldinni,
Claude Choules, er látinn. Choules
fæddist í Worcester-skíri á Englandi
árið 1901, sem þýðir að hann var 110
ára þegar hann lést. Choules starf-
aði lengst af fyrir breska sjóherinn,
en hann var um borð í herskipinu
HMS Revenge þegar þýski flotinn
gafst upp árið 1918. Choules lést á
dvalarheimili fyrir aldraða í Perth í
Ástralíu, en þar settist hann í helgan
stein. Börn hans sögðu að Choules
hefði fyrst og fremst verið maður
sem unni hafinu umfram allt. Enn
er einn meðlimur breska hersins
úr fyrri heimsstyrjöldinni á lífi, Flo-
rence Greene, en hann var „óvirkur“
– hann tók aldrei þátt í bardögum
meðan á stríðinu stóð.
n Stúlka sem neitaði að hvetja leikmann var rekin úr klappstýruliðinu
n Umræddur leikmaður hafði nauðgað henni fjórum mánuðum áður
„Ég vildi ekki kalla
nafn hans og ég
vildi ekki hvetja hann.