Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Page 2
2 | Fréttir 3.–5. júní 2011 Helgarblað
Flúðu pabbann
„Ég vil koma
fram og
segja sögu mína
því veit að hún er
ekki einsdæmi,“
segir Jóna Sigur-
björg Guðmunds-
dóttir, móðir átta
ára drengs, sem
flúin er til Svíþjóð-
ar undan barnsföður sínum. Faðir
drengsins og frændi voru kærðir fyrir
kynferðisbrot gegn drengnum og er
málið nú í höndum Ríkissaksóknara.
Við húsleit á heimilum mannanna
fundust fíkniefni, maríjúana og hvítt
efni sem lögreglan taldi vera kókaín.
Málið vakti mikla athygli þegar það
kom upp fyrr á árinu en faðir drengs-
ins var metinn hæfur af barnavernd
Hafnarfjarðar árið 2007 til að umgang-
ast drenginn þrátt fyrir að eiga að baki
langa sögu fíkniefnamisnotkunar og
fjölda dóma.
Hringurinn reif
af fingur
„Þetta var
rosa-
lega óhugnan-
legt en virkaði
í raun ótrúlega
lítið mál,“ segir
Aðalsteinn Svan
Hjelm sem missti
baugfingur hægri
handar í slysi
fyrir ári. Hann var að spila fótbolta
með syni sínum við Áslandsskóla í
Hafnarfirði þegar boltinn festist uppi
í tré á bak við markið. Til að sækja
boltann klifraði Aðalsteinn upp á
girðinguna sem umlykur fótboltavöll-
inn og er tæpur tveir og hálfur metri á
hæð. Þegar hann stökk niður af girð-
ingunni vildi ekki betur til en svo að
trúlofunarhringur hans festist í teini
sem stendur upp úr girðingunni og
fingurinn varð eftir.
Deila hart á
tóbaksbann
„Mér finnst
það vera
skylda stjórnvalda
að taka þetta eitur
úr almennri um-
gengni með tím-
anum,“ segir Ólína
Þorvarðardóttir,
þingkona Samfylk-
ingarinnar. Hún er
einn níu þingmanna sem leggja til að
almenn sala á tóbaki verði bönnuð í
skrefum. Um er að ræða tíu ára áætl-
un sem þingmennirnir vilja að vel-
ferðarráðherra vinni að og miði að því
að takmarka sölu tóbaks við apótek. Á
meðal flutningsmanna auk Ólínu, eru
Árni Johnsen, Álfheiður Ingadóttir,
Siv Friðleifsdóttir og Þór Saari. Málið
hefur vakið töluverða athygli. Illugi
Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, segir tillöguna vera bilun.
Fréttir vikunnar í DV
1
2 3
Ný kynslóð
Rafskutlur
-frelsi og nýir möguleikar
Einfaldar í notkun og
hagkvæmar í rekstri
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Opið virka daga kl. 9 -18, lokað á laugardögum 1. maí til 31. ágúst
„PERRAR MYNDU
NÝTA SÉR ÞETTA“
„Mér finnst menn taka mikla ábyrgð
með því að beina fólki til hinna og
þessara ökumanna. Ég myndi ekki
þora þessu sjálfur og myndi ekki vilja
sjá að unglingarnir mínir væru að
nota þetta,“ segir Valdimar L. Gísla-
son, eigandi Flugrútunnar á milli
Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Valdi-
mar er sérleyfishafi á fólksflutning-
um á milli bæjanna. Nú hefur hins
vegar verið sett upp sérstakt skilti við
bæjarmörkin á báðum bæjum þar
sem fólki er bent á að safnast saman
og „húkka“ far með bílum sem eru á
leið á milli bæja. Þeir sem þiggja far
borga vægt gjald fyrir. 200 krónur í
startgjald og síðan eru greiddar 10
krónur fyrir hvern kílómetra fyrstu
100 kílómetrana.
Hvatamaðurinn að skiltinu er
Jónas Guðmundsson, sýslumað-
ur í Bolungarvík. Hann segir helstu
ástæðuna fyrir þessari hugmynd vera
aukinn eldsneytiskostnað og veikar
almenningssamgöngur. „Þetta er til-
raun til að prófa hvernig svona lag-
að gerir sig og það er alveg á hreinu
að ég er ekki að græða á þessu,“ segir
Jónas.
Óttast perra
Valdimar sérleyfishafi segir þessa
hugmynd vera skref aftur á bak í ör-
yggi almenningssamgangna. „Vega-
gerðin og allir segja að þetta sé lög-
legt en mér finnst þetta vera afturför
í sjálfu sér í öryggi ferða. Svo er alltaf
verið að tala um barnaníð og annað
slíkt. Væri þetta nú ekki eitthvað fyr-
ir þá að vera í; að menn fengju svona
hálfpartinn leyfi til að bjóða hinum
og þessum upp í bílinn til sín. Það
er aðallega fyrirvarinn sem ég geri
við þetta. Einhverjir perrar myndu
nýta sér þetta og ef eitthvað slíkt
kæmi upp þá væri nú verra af stað
farið en heima setið. Ef þetta yrði al-
mennt víðar þá held ég að þetta gæti
orðið misnotað af einhverjum,“ segir
Valdimar. DV hefur rætt við aðra íbúa
Ísafirði sem hafa lýst sambærilegum
áhyggjum.
Aðspurður um hættuna af því að
perrar nýttu sér þetta tækifæri, seg-
ir Jónas: „Já, já, það er nú hætta að
því, en hér tel ég að menn þekki hver
annað það vel og í texta á skiltinu er
fólk hvatt til að vera varkárt og minnt
á að það sé á eigin ábyrgð. Þetta er
auðvitað viss áhætta en ég tel að
þetta sé tilraunarinnar virði,“ segir
Jónas.
Algjörlega einangraður
Þó að þessi möguleiki hafi ekki ver-
ið mikið notaður hingað til þá segir
Jónas mikilvægt að hann sé til stað-
ar. Samgöngur á milli séu ekki nógu
góðar og dýrt að treysta á einkabíl-
inn. „Ef frúin fer í burtu á bílnum þá
finnst manni maður vera algjörlega
einangraður. Þarna er þó möguleiki,
ekki fer ég að hringja eftir leigubíl,“
segir hann. Á skiltinu sem sett var
upp í Bolungarvík er aldurstakmark-
ið skráð16 ár. Jónas segist þó búast
við því að breyta því þannig að 18 ára
aldurstakmark verði til að nýta sér
þjónustuna. „Ég kem ekki að þessu
sem sýslumaður. Ég er svolítið eins
og litla gula hænan og vildi láta reyna
á þetta þegar bensínverð er komið í
hæstu hæðir og almenningssam-
göngur eru á fallandi fæti.“
n Sérleyfishafi óttast umferðaröryggi vegna framtaks sýslumanns í
Bolungarvík n Auðveldar fólki að komast á milli staða gegn vægu gjaldi
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Jónas Guðmundsson „Þetta er tilraun
til að prófa hvernig svona lagað gerir sig og
það er alveg á hreinu að ég er ekki að græða
á þessu.“
„Svo er alltaf verið að tala um barnaníð og
annað slíkt. Væri þetta nú ekki eitthvað fyrir
þá að vera í; að menn fengju svona hálfpartinn leyfi
til að bjóða hinum og þessum upp í bílinn til sín.
Skilmálar Fólki er
bent á að það sé á
eigin ábyrgð ákveði
það að þiggja far
með ókunugum.
Bolungarvík Ekki eru allir sammála um framtak Jón-
asar sem lét setja upp skilti þar sem fólk getur komið
saman til að fá far með bílum sem aka framhjá.
Borgin svarar til um styrk
Aðsóknin hefur
aukist
„Nei, ekki er verið að styrkja kaffi-
húsarekstur beint heldur atvinnu-
skapandi verkefni sem Fjallkon-
ubakaríið stendur fyrir,“ segir í svari
Reykjavíkurborgar vegna fyrirspurn-
ar um rúmlega tveggja milljóna
króna styrk sem Fjallkonubakaríið
fékk í fyrrahaust úr sjóðnum: Vertu
með í skapa betri borg. Sjóðnum er
ætlað að styrkja ungt fólk til nýsköp-
unar og auðga mannlíf borgarinnar.
Fimm manna fagnefnd fór yfir um-
sóknir og tók ákvarðanir um úthlut-
un styrkjanna. Umræddum styrk var
ætlað að standa straum af viðburða-
dagskrá fyrir börn og barnagæslu á
kaffihúsinu, sem hann hefur gert.
DV fjallaði um málið í síðustu
viku og sendi jafnframt fyrirspurn til
borgarinnar vegna málsins þar sem
meðal annars var spurt hvort það
væri ekki óeðlilegt að styrkja fyrir-
tæki í samkeppnisrekstri til að halda
úti slíkri þjónustu. Í svari borgar-
innar segir: „Þegar ákvörðun var
tekin um styrkveitingu var Fjallkon-
ubakaríið eina fyrirtækið sem bauð
fram sérstakt viðburðadagatal og
sérhæfða þjónustu fyrir barnafólk
á Laugavegi. Það var mat fagnefnd-
arinnar að hér væri um að ræða
nýsköpunarverkefni og að sá þáttur
fyrirtækisins sem væri styrktur væri
ekki í samkeppnisrekstri.“ Líkt og
kom fram í umfjöllun DV í síðustu
viku má ætla að sjálfur rekstur Fjall-
konubakarísins sem kaffihúss njóti
góðs af styrknum, en í svari borgar-
innar segir að aðsókn á viðburðina
hafi aukist jafnt og þétt. Það er því
líklega óhætt að segja að borgin
styrki á vissan hátt rekstur kaffihúss-
ins þrátt fyrir að það hafi ekki verið
ætlunin með sjálfum styrknum.
Efast um skaðsemi
óbeinna reykinga
„Frjáls einstaklingur hefur með-
fæddan rétt til athafna svo lengi sem
hann skaðar ekki aðra. Í heimi vís-
indanna er mjög deilt um skaðsemi
óbeinna reykinga og því fráleitt að
byggja víðtækt bann á þeim hluta
rannsókna sem þjóna hagsmunum
ofstopans,“ segir í umsögn Heim-
dallar um þingsályktunartillögu sem
felur í sér að eftir 10 ár verði tóbak
aðeins selt í apótekum gegn lyfseðli.
Ungir sjálfstæðismenn virðast efast
um skaðsemi óbeinna reykinga og
benda á að undirheimar taki við við-
skiptum með bannaðar vörur líkt og
í áfengisbanninu og nú í fíkniefna-
banni.