Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Side 12
„Þetta er alveg hræðilegt og að geta ekki verið á staðnum og ekki geta farið,“ segir Borghildur Antonsdótt­ ir um son sinn Brynjar Mettinisson sem er í gæsluvarðhaldi í Bangkok í Taílandi. Borghildur segir Brynjar hafa verið handtekinn á mánudag fyrir að vera í slagtogi við mann sem hafði fíkniefni, sem talið er vera me­ tamfetamín, í fórum sínum. Borghildur hefur ekki fengið að tala við son sinn en hún hefur ver­ ið í sambandi við taílenska kærustu hans. Hún segir son sinn og kærustu hans hafa verið á gangi í Bangkok þegar þau hittu strák sem þau könn­ uðust við og gáfu sig á tal við hann. Þau höfðu gengið með drengnum smáspöl þegar lögreglan handtók Brynjar og drenginn sem var með þeim, að sögn móður hans. Utan­ ríkisráðuneytið staðfesti að Brynjar væri vistaður í fangelsi í Bangkok en fulltrúi ráðuneytisins vildi ekki tjá sig frekar um málið. „Lögreglan handtók þennan strák og son minn líka. Svo kallaði hún strákinn númer eitt af því að hann var með eiturlyf á sér og var ekki þekktur þarna, þeir voru búnir að vakta hann. Svo var sonur minn númer tvö af því að hann var með honum,“ segir Borghildur. Fyrstu dagarnir hræðilegir „Fyrstu tveir til þrír dagarnir voru alveg hræðilegir því þeir lömdu og börðu Brynjar og vildu að hann segði að hann hefði verið með drengnum í þessu en hann var það ekki og sagð­ ist ekki ætla að segja annað, því hann væri það ekki,“ segir Borghildur, sem segir kærustu Brynjars hafa greint sér frá þessu. Borghildur segir kærustu Brynj­ ars hafa sagt sér að hann liti illa út eftir veruna í fangelsinu. „Hann fékk ekkert að borða. Hún þarf að fara með mat til hans einu sinni á dag. Hún þarf að fara með allt sem hann þarf, klósettpappír og allt, því hann fær ekki neitt,“ segir Borghildur en samkvæmt upplýsingum DV var Brynjar færður í fangelsi þar sem glæpamenn sem hafa verið dæmdir fyrir eiturlyfjamisferli eru vistaðir. „Það eru víst hræðilegar mútur í gangi þarna. Þetta snýst allt um pen­ inga,“ segir Borghildur sem óttast að sonur sinn fái ekki sanngjarna máls­ meðferð. Hún segist hafa heyrt í ræðis­ manni Íslands í Taílandi sem bíði eft­ ir að fá grænt ljós til þess að útvega Brynjari lögfræðing. Ætlar til Taílands Aðspurð segist hún ætla að reyna að fara til Taílands og reyna að að­ stoða son sinn. „Ég verð að gera það. Maður fær víst ekki að vera þarna nema þrjá mánuði í einu. Ég var að hugsa að fara þá í byrjun júlí. Þá get ég verið í júlí, ágúst og september og þá verða kannski réttarhöld. Málið er það að ég er nýflutt til Svíþjóðar með dóttur mína og barnabörnin og ég er öryrki. Svo ég er ekki með mikla pen­ inga. Það er dýrt að fara til Taílands og svo þarf maður einhvers staðar að vera. Ég er mjög heppin með kær­ ustuna hans, því ef hún væri ekki þarna þá veit ég ekki hvað, þá fengi hann ekki að borða.“ Á afmæli á bak við lás og slá Þegar hún er spurð hvort hún telji að Brynjar hafi vitað að félagi hans var með eiturlyf á sér þá segist hún ekki trúa því. „Nei, alls ekki. Hann er búinn að fara þrisvar til Taílands og hann hefur farið í munkaklaust­ ur og verið þar í einhverjar vikur. Þetta er drengur sem hvorki reyk­ ir né drekkur og hann er mjög and­ lega þenkjandi,“ segir Borghildur sem segir Brynjar hafa átt að koma heim 13. júní næstkomandi. „Svo á hann afmæli á morgun greyið. Hann verður 25 ára,“ segir Borg­ hildur um son sinn sem mun eyða 25 ára afmælisdeginum í fangelsi í Bangkok. Brynjar hafði dvalið í Bangkok í þrjá mánuði að sögn móður hans þegar hann var handtekinn. „Hann hefur komið hérna heim á milli og vinnur myrkranna milli. Hann tek­ ur tvær vaktir í einu og vinnur all­ ar helgar, bara til að geta farið aftur út því honum líkar mjög vel þarna. Þar á hann kærustu og hefur alltaf talað svo vel um Taíland og hvað það er yndislegt,“ segir Borghildur. Gæti fengið þungan dóm „Ef Brynjar verður dæmdur í Taí­ landi þá gæti hann fengið tíu ára dóm og jafnvel tuttugu ára dóm því dómarnir þarna eru svakalega harðir, og hann yrði þá dæmdur fyrir ekki neitt. Eða kannski fyrir að hafa enga peninga,“ segir Borghild­ ur. Hún segist ekki geta trúað því að sonur sinn sé eitthvað tengdur fíkniefnasölu. „Maður heldur allt­ af að sitt barn sé best en ég veit að þetta er ekki Brynjar, þetta er ekki hann. Maður getur ekki gert neitt. Og að vita að hann hafi verði lam­ inn í fangelsi og ekki geta gert neitt, það er hræðilegt að hugsa til þess,“ segir Borghildur. 12 | Fréttir 3.–5. júní 2011 Helgarblað SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN Stútfull af hugmyndum og leiðbeiningum fyrir garðeigendur H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n ATHYGLISVERÐ HÖNNUNARBÓK Fæst í bókabúðum um land allt Einnig hægt að panta í síma 578 4800 og á www.rit.is „Fyrstu tveir til þrír dagarnir voru alveg hræðilegir. „Þetta er hræðilegt“ Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is n Brynjar Mettinisson er í fangelsi í Bangkok n Dæmdur í þriggja mánaða gæsluvarðhald vegna meints fíkniefnabrots n Móðir hans hefur miklar áhyggjur af honum n Eyðir afmælisdeginum bak við lás og slá Brynjar Mettinisson Var dæmdur í þriggja mánað gæsluvarðhald í Bangkok. Borghildur Antonsdóttir „Þetta er alveg hræðilegt og að geta ekki verið á staðnum og ekki geta farið,“ segir móðir Brynjars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.