Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Side 25
Yfirheyrsla | 25Helgarblað 3.–5. júní 2011 n Siv Friðleifsdóttir vill vernda börn og ungmenni fyrir tóbaki n Man ekki hvenær hún reykti síðast n Viðurkennir að brask með sígarettur og tóbak gæti aukist Þ ingkonan Siv Friðleifsdóttir hefur ver- ið áberandi í umræðunni undanfar- ið vegna tóbakstillögunnar svokölluðu sem hún og fleiri þingmenn lögðu fram í vikunni. Samkvæmt tillögunni á að banna reykingar á almannafæri í skrefum ásamt því að takmarka sölu tóbaks þannig að á endan- um muni það einungis vera selt í apótekum. Hávær umræða hefur skapast í kjölfar tillög- unnar. Sumir tala um forræðishyggju en aðrir telja frumvarpið jákvæða þróun í átt að reyk- lausu landi. Siv sjálf segir tillöguna ekki beinast gegn þeim sem reykja heldur gangi hún út á að vernda börn og ungmenni og koma í veg fyrir að þau byrji að nota tóbak. NaFN, aldur, StarFSHeiti: Siv Friðleifsdóttir, 48 ára, alþingismaður. HVerS VegNa Vilt þú að reykiNgar Verði baNNaðar á alMaNNaFæri? „Umræða um að takmarka reykingar á almanna- færi fer nú fram víða erlendis. Í Bandaríkjunum hefur borgarstjóri New York-borgar, Micha- el Bloomberg, verið í fararbroddi aðgerða. Frá og með 1. maí 2011 hefur það varðað sektum í New York-borg að reykja víða á almannafæri. Sama er uppi á teningnum í Kaliforníu, en þar er nú bannað að reykja í almenningsgörðum og á baðströndum. Í greinargerð tillögu okkar eru sjö meginþættir. Einn er um frekari takmarkanir á því hvar megi reykja. Þar kemur fram: „Stefna þarf að því að afnema reykingar á almannafæri. Verulegur árangur hefur náðst með því að fækka stöðum þar sem tóbaksneysla er leyfileg. Fá ár eru síðan reykt var í flugvélum, rútum og kvik- myndahúsum, athæfi sem væri óhugsandi í dag enda ástand sem fáir ef nokkrir vilja snúa aftur til. Þó að efasemdaraddir hafi heyrst þegar slík- ar reglur hafa verið settar hefur fljótt náðst góð sátt um þær, einnig meðal langflestra reykinga- manna. Áfram þarf að vinna að slíkum takmörk- unum í góðri sátt landsmanna og stíga næstu skref til að vernda þá sem ekki reykja.“ HVerju Heldur þú að algert tóbakSbaNN MyNdi Skila Fyrir þjóðFélagið? „Ekki er verið að tala um algert tóbaksbann í tillögunni. Tillagan gengur út á að verja börn og ungmenni, það er að hindra þau í að hefja reykingar. Í dag reykja um 20% ungmenna okkar. Á hverju ári byrja um 700 ungmenni að reykja á Íslandi, eða tvö á dag. Helmingur þeirra mun falla frá fyrir ald- ur fram vegna reykinga. Verði gerð tóbaks- varnaráætlun á þeim nótum sem við gerum ráð fyrir myndu mun færri ungmenni hefja reykingar. Það myndi skila sér í betri lífs- gæðum fólks. Einnig færi minna af skattfé okkar til heilbrigðismála vegna afleiðinga tóbaksreykinga. HeFur þú glíMt Við tóbakSFíkN? „Nei.“ HeFur þú reykt? „Já, ég fiktaði áður fyrr.“ HVeNær reyktir þú SíðaSt? „Man það ekki, það er það langt síðan.“ á að baNNa tóbakSFraMleiðSlu? „Tillagan gengur ekki út á það.“ HVað Með aðrar Skaðlegar Vörur á borð Við Sykur? „Tillagan gengur ekki út á sykur.“ er þetta ekki HáMark ForræðiSHyggj- uNNar? „Ekki að mínu mati. Ég vann ásamt öðr- um að því að banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum árið 2007. Þá vildum við vernda þá sem unnu á veitinga- og skemmti- stöðum gegn óbeinum reykingum. Þá var svipuð umræða uppi um forræðishyggju og frelsi einstaklingsins. Nú er almenn ánægja með það bann.“ er rétt að Selja Sígarettur SaMHliða lyFjuM og HeilSuVöruM SeM eiga að bæta HeilSuNa? „Já, að mínu mati er rétt að takmarka aðgengi að tóbaki til að vernda börn og ungmenni. Apótek gætu séð um söluna.“ kæMi til greiNa að Fara SöMu leið og Selja áFeNgi bara í apótekuM? „Tillagan gengur ekki út á áfengi.“ Heldurðu að apótekuM koMi til Með að Fjölga eF lögiN taka gildi? Nú er til dæMiS tóbakSbúðiN björk að tala uM að Sækja uM apótekaraleyFi. „Ég held ekki að apótekum myndi fjölga. Hvað varðar tóbaksbúðina Björk þá finnst mér koma til greina að hún fengi undanþágu.“ Ýtir baNNið SeM þú leggur til ekki uNdir ólöglegaN iNNFlutNiNg og braSk Með Sígarettur og aNNað tóbak? „Þótt slíkt gæti hugsanlega aukist lítillega er samt rétt að vinna að þessari áætlun því að hagsmunir barna og ungmenna eru í húfi. Hér þarf að bera saman minni og meiri hags- muni. Það felast miklir hagsmunir í því að verja börn og ungmenni gegn því að hefja tóbaksneyslu.“ er tóbakSNeySla VaNdaMál í þiNgSöluM? „Í þingsal er ekki tóbaksneysla, nema neftóbaks neysla nokkurra þingmanna. Ég myndi ekki segja að hún væri sérstakt vanda- mál fyrir þingstörfin, en hún er ekki til fyrir- myndar að mínu mati. Neftóbak er nú not- að í stórauknum mæli á rangan stað ef svo má segja, þ.e. í munn eða vör. Um 20% ungra drengja nota tóbak í munn eða vör. Í því eru 28 krabbameinsvaldandi efni og eykst hætta á t.d. krabbameini í munni og brisi. Ég skora á alla að verja börn og ungmenni fyrir því að hefja tóbaksneyslu, hvort sem það eru reyk- ingar eða það að setja tóbak í munn og vör.“ ert þú HiSSa á ViðbrögðuNuM SeM tillaga þíN HeFur Hlotið? „Ég er mjög ánægð með viðbrögðin og um- ræðuna. Fólk skiptist í tvo hópa, þá sem segja að þetta sé eðlilegt svo börn og ungmenni verði varin og svo aðra sem segja að þetta sé forræð- ishyggja. Ég er sannfærð um að eftir nokkur ár verði megintillögur okkar að veruleika. Það er einungis spurning um hvenær og hvernig þær verða útfærðar.“ FiNNSt þér ViðbrögðiN alMeNNt HaFa Verið NeikVæð eða jákVæð? „Bæði jákvæð og neikvæð. Viðbrögðin eru á mjög svipuðum nótum og þegar við unnum að því að banna reykingar á veitinga- og skemmti- stöðum.“ Valda reykiNgar á alMaNNaFæri þér aMa? „Þær valda mér ekki sérstökum ama. Tillagan gengur hins vegar út á það að verja börn og ungmenni. Það er heila málið. Hún beinist ekki gegn þeim sem reykja.“ keMur það ekki til Með að Vera koStN- aðarSaMt að geFa út lyFSeðla Fyrir tóbaki Verði FariN Sú leið að lækNar áVíSi tóbakSFíkluM tóbaki? „Nei. Sá kostnaður er margfalt lægri en sá ávinningur sem við næðum ef færri ungmenni hefja reykingar en nú er.“ HVerNig Sérð þú Fyrir þér að Fólki yrði reFSað eF það bryti lögiN? „Í tillögunni er talað um að herða viðurlög til dæmis gagnvart þeim sölustöðum sem selja börnum og ungmennum tóbak í núverandi sölufyrirkomulagi. Ef velferðarráðherra myndi útbúa tóbaksvarnaráætlun á þeim nótum sem við leggjum til yrði ráðherrann að leggja til hvernig viðurlögum yrði almennt háttað í sam- ræmi við þau viðurlög sem nú gilda um brot á tóbaksvarnarlöggjöfinni.“ „Ég fiktaði áður fyrr“ n engar eignir upp í 18 milljarða króna skuldir fjögurra dótturfélaga Stíms n keyptu 80 prósent af hlutabréfum Stíms í glitni og Fl group eftir að bréfin hríðféllu n Sérstakur saksóknari með málið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.