Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Qupperneq 31
Umræða | 31Helgarblað 3.–5. júní 2011
Tvö mótsmet
Hrafnhildur Lúthersdóttir, 19
ára gömul sundkona, setti mótsmet í
100 metra bringusundi og í 200 metra
fjórsundi á Smáþjóðaleikunum í
Liechtenstein og vann til þrennra
gullverðlauna.
Hver er konan? „Hrafnhildur Lúthersdóttir,
landsliðskona í sundi.“
Hvar ert þú uppalin? „Í Hafnarfirði.“
Hver eru áhugamálin fyrir utan sund?
„Bara þetta týpíska, hanga með vinunum,
útivist, ferðalög og að versla.“
Hvenær byrjaðir þú að synda? „Ég byrjaði
að synda þegar ég var níu eða tíu ára, ég var
aðeins byrjuð að synda í Bandaríkjunum en
svo prófaði ég nokkrar aðrar greinar þegar
ég flutti heim og byrjaði svo að synda með
Sundfélagi Hafnarfjarðar.“
Hver er þín sterkasta sundgrein? „Ég segi
100 metra bringusund en þjálfararnir mínir
segja 200 metra bringusund.“
En veikasta sundgreinin þín? „Örugglega
200 metra baksund, sem ég keppi samt
aldrei í.“
Hvernig gengur að synda og læra í
Bandaríkjunum? „Mér gengur mjög vel þar
fékk fínar einkunnir núna í vor og svo gengur
mér vel í sundinu. Ég flutti út um jólin og
er á fullum námsstyrk til að synda fyrir
háskólann. Ég á reyndar eftir að velja mér
námsgrein og er í almennu námi núna.“
Hvernig er að keppa í Liechtenstein?
„Það er fínt, fyrstu dagana var samt rigning
og við vorum að keppa í útilaug. Hótelið
okkar er líka í Austurríki svo við þurfum að
ferðast á hverjum degi frekar langa leið til
að komast í laugina. Þess vegna er búið að
vera smávesen á ferðalaginu.“
Fannstu þig vel í lauginni? „Bara mjög
vel, það er búið að ganga vel hjá mér að
keppa, ég er búin að setja tvö mótsmet og
fá þrjá gullpeninga og var að klára að synda
boðsund þar sem við fengum silfur.“
Hver eru markmið þín í sundinu? „Komast
eins langt og ég kemst og gera eins vel
og ég get. Mig langar mest að komast á
Ólympíuleikana og komast í úrslit þar.“
Hvað er næst á dagskrá?
„Næst á dagskrá er mótaröð í Banda-
ríkjunum og svo er ég að byrja að æfa fyrir
Heimsmeistaramótið í Shanghai.“
„Já, mér er illa við að verið sé að drepa óbreytta
borgara í Afganistan og engir ætla að ráðast á
Ísland og því óþarfi að styðja hernaðarbanda-
lag NATO.“ Davíð Már Stefánsson
19 ára nemi í MH
„Ég treysti mér ekki til þess að svara þessari
spurningu að svo stöddu.“
Sunneva
25 ára heimasæta
„Ég tel mig bara of fáfróða til að mynda mér
skoðun á NATÓ. Þetta er bara of stórt mál
til þess.“
Marín Björt,
23 ára nemi
Ég hef nú ekki mikla skoðun á því. Ef ég yrði
að ákveða það núna þá nei.“
Unnur Stefánsdóttir
17 ára nemi
„Ég veit það ekki.“
Þórhildur Eyþórsdóttir
16 ára nemi og afgreiðslustúlka
Maður dagsins
Á Ísland að segja sig úr NATÓ?
Vinna í Hörpunni Þótt búið sé að opna Hörpuna og tónleikahald sé hafið er vinna við húsið enn í fullum gangi. Hátt uppi í glerhjúpnum sat þessi og vann við fram-
kvæmdir á húsinu á uppstigningardag, MynD: RóBERt REyniSSon
Myndin
Dómstóll götunnar
Í bankahruninu hausið 2008 kom fljótt fram krafa um að hluti af þeim skuldum sem óðfluga uxu
fólki yfir höfuð yrði færður til baka.
Í verðbólgufellibylnum við frjálst fall
krónunnar hlóðust verðbætur ofan á
húsnæðislán á slíkum ógnarhraða að
einsýnt þótti að ef ekkert yrði að gert
færi allt í voða. Ansi fljótt. En bank-
arnar höfðu mánuðina og misserin á
undan grafið undan gjaldmiðlunum
sem lánin voru veitt í. Því þótti sann-
gjarnt að reyna að leiðrétta þetta
misgengi með alla vega einhverjum
smávægilegum hætti. Við þekkjum
þessa sögu: Það varð forsendubrest-
ur sem fólki þótti almennt rétt að
leiðrétta.
Kaldur klaki
Ýmsar útfærslur voru í kjölfarið
nefndar til að færa til baka svolitla
agnarögn af ofteknum verðbótum.
Sumir sögðu að færa mætti niður
höfuðstól lána um tuttugu prósent,
aðrir vildu skrúfa verðbætur niður að
hluta á meðan þeir róttækustu vildu
skera verðbólgukúfinn af í heilu lagi.
Ekkert af þessu var hins vegar gert.
Þess í stað kynntu stjórnvöld eftir
langa töf ógnarflóknar margliða að-
gerðir sem allar miðuðu að því að
skera aðeins þá niður úr snörunni
sem lengst höfðu gengið í lántök-
uruglinu á uppgangstímanum. Á
meðan óráðssíufólkið gat gengið að
alls konar úrræðum var ráðdeildar-
fólkið, sem hafði lagt fé sitt í húsnæði
og tekið hóflegt lán út á það sem eftir
stóð, skilið eftir á köldum klaka.
Jafnvel þó svo að lánasafnið hefði
verið fært niður um helming við
endurreisn bankanna var okkur sagt
að ekkert væri hægt að gera fyrir þá
sem stæðu í skilum. Okkur var sagt
að aðeins væri hægt að hjálpa þeim
sem væru fyrir löngu hættir að borga
skuldirnar sínar. Hagsýnu húsmóð-
urinni var gefið langt nef. Samt hafði
nokkru fyrr þótt sjálfsagt að tryggja
bankainnistæður upp í topp – líka
innistæður þeirra sem duglegastir
voru að raka til sín lánsfé í bólunni og
vissu ekki lengur aura sinna tal. Það
þótti tæpast nokkuð tiltökumál. Þetta
var að sögn gert til að vernda banka-
kerfið. Okkur var smám saman talin
trú um það.
Einkaúrræði
Bregður þá svo við núna í vikunni að
Landsbankinn (af öllum fjármála-
stofnunum) stígur fram fyrir skjöldu
og býðst nú allt einu til að gera það
sem staðið hafði upp á stjórnvöld
og lýsir því einhliða yfir að bankinn
hyggist endurgreiða viðskiptavin-
um sínum tuttugu prósent af öllum
vaxtagreiðslum frá því í hruni. Bara
sísona. Spólum aðeins til baka: Fyr-
ir nokkrum misserum héldu stjórn-
völd því blákalt fram að ófært væri
að færa til baka oftekna vexti af hús-
næðislánum sem hækkuðu upp úr
öllu valdi við verðbólguskotið. En nú
gerir Landsbankinn einmitt og akk-
úrat það.
En það gildir vitaskuld aðeins
fyrir viðskiptavini Landsbankans.
Viðskiptavinir annarra fjármálafyr-
irtækja sitja því áfram í sömu skulda-
súpunni og áður. Er nema von að al-
þýðufólk í þessu landi hristi höfuðið
yfir aðgerðaleysi ráðamanna í þessu
brýnasta hagsmunamáli heimil-
anna.
Verstu mistökin
Ég leyfi mér að fullyrða að uppgjöf-
in fyrir skuldavanda heimilanna séu
verstu mistök núverandi stjórnvalda.
Sem vissulega tók við hroðalegu
búi – líkast til því versta sem nokk-
ur ríkisstjórn hefur tekið við á lýð-
veldistímanum. En einhverra und-
arlegra og óútskýrðra hluta vegna
hefur vinstristjórnin þverskallast við
að leiðrétta ofteknar verðbætur sem
fjármálafyrirtækin hrifsuðu af fólki
í kjölfar hrunsins. Svo virðist sem
blessuð félagshyggjustjórnin trúi
í meiri blindi á meint lögmál fjár-
málakerfisins en jafnvel harðsvíruð-
ustu hægrimenn gera. Þessi undir-
furðulega bókstafstrú hefur á liðnum
misserum kostað vinstristjórnina
stuðning almennings í þessu landi
– sem í einfeldni sinni leit til vinstri
sinnaðra stjórnvalda eftir almennum
opinberum aðgerðum.
Hvers virði já?
Útspil Landsbankans sýnir og sannar
að stjórnvöld höfðu einfaldlega rangt
fyrir sér um bolmagn bankakerfis-
ins til að færa til baka oftekið fé sem
rifið var af reikningum almennings.
Ríkisstjórnin ætti því nú að sjá sóma
sinn í að þvinga önnur lánafyrirtæki
til að veita viðskiptavinum sínum
sömu fyrirgreiðslu og Landsbank-
inn býður. Því hvers virði er annars
félagshyggjustjórn sem heykist á því
að vernda alþýðuna gegn ofríki fjár-
málafyrirtækja?
Langt nef
Kjallari
Dr. Eiríkur
Bergmann„Því hvers virði
er annars
félagshyggjustjórn sem
heykist á því að vernda
alþýðuna gegn ofríki
fjármálafyrirtækja?