Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Page 32
G uðbergur býr í útsýnisíbúð við sjávar- síðuna í Reykjavík og býður til sæt- is á móti Esjunni. Hann sest í leður- stól, krossleggur fæturna og segist líða ágætlega í íbúðinni. „Jú, hér hef ég verið í 10 ár og það er ágætt útsýni hér en sól- in skín ekki hingað, hún getur víst ekki farið að skína úr norðri fyrir mig enn þá, segir hann og brosir. Guðbergur kom til Reykjavíkur ungur maður úr Grindavík. Á milli Grindavíkur og Krísuvíkur er að finna æskuheimili Guðbergs, Ísólfsskála. „Þar býr enginn í dag og Guðbergur heimsækir æskuslóðirnar oft. Húsinu er hald- ið vel við og er sérlega fallegt þótt það sé eyði- býli, en þótt ég fari þangað stundum þá sef ég aldrei í húsinu,“ segir Guðbergur. „En það geta aðrir gert því Guðbergur segir húsið leigt út til skemmri tíma. Þar er rafmagn og hiti og allt saman og nú er kominn góður vegur svo það tekur enga stund að fara þangað. Húsið stend- ur á óskaplega stórri jörð, nær næstum yfir all- an Reykjanesskaga að Selatöngum. Ég erfði hluta af þessari jörð svo ég er merkilegur stór- jarðeigandi,“ segir hann og brosir út í annað. Fékk Flugvöll í arF Þótt Guðbergur gantist með það að vera merki- legur stórjarðeigandi þá má það til sanns vegar færa. Í fréttum nýverið var því slegið upp að hann hefði erft miklar eignir eftir spænskan vin sinn. En fyrir skömmu lést spænskur vinur hans og sambýlismaður á Spáni um áratugaskeið. En er eitthvað til í þeim sögusögnum? Á hann ef til vill meira en brot í náttúrufegurðinni á Reykjanesskaganum? Guðbergur kinkar kolli og útskýrir fyrir blaðamanni að hann hafi erft jarðir, fasteignir og heilan flugvöll í Alicante á Spáni. „Ég er á leiðinni til Spánar með lögfræð- ingi mínum og ætla að ganga frá þessu. Ég hef ákveðið að afsala mér miklu af þessum ný- fengnu eigum mínum og mun velja og hafna,“ segir Guðbergur. „Ég var að því kominn að eignast heilan flugvöll. Ég hef ekkert að gera við flugvöllinn í Alicante, þangað flýgur Iceland Express,“ segir hann og brosir breitt. Er milljarðamæringur á pappírum „Ég held að það standi styr um þetta lagalega séð því þetta var tekið eignanámi á tímum Francos eins og svo margt annað og svo átti ég að erfa þetta og landareignina í kring. En ég held að ég sé svo heppinn að geta afsalað mér þessu. Maður sem hefur ekkert við þetta að gera og kann ekki einu sinni á bíl og á ekki mótorhjól og alls ekki flugvél.“ Þetta eru miklar eignir sem Guðbergur ræð- ir um, flugvöllurinn í Alicante er sjötti stærsti flugvöllur Spánar, þangað ferðast tugmilljónir á hverju ári og á síðasta ári var 44 milljóna evra hagnaður af rekstri flugvallarins á Alicante. Flestir flugvellir á Spáni eru víst reknir með tapi en sá sem Guðbergur segist hafa fengið í arf er verðmætari en flestir þeirra. Í ár var byggð ný álma við flugvöllinn og verðmæti hennar er mörg hundruð milljónir evra. Það er því ljóst að Guðbergur er á pappírum orðinn milljarða- mæringur. ætlar að aFsala sér miklum Eignum Guðbergur segist ekkert hafa á móti því að eiga hluti en hann hefur alls engan áhuga á að eiga nokkuð jafnflókið og flugvöll og hann held- ur að það muni taka marga mánuði að ganga frá lagalegum atriðum er varða afsal á þessum eignum. „Ég reyni svona að halda í það sem ég hef safnað að mér en ég vil ekki halda í flugvelli. Ég fékk fleira í arf frá vini mínum en það mun taka marga mánuði að ganga frá þessu. Ég losna ekki undan því, ég vildi að þetta væri ekki svona óskaplega flókið en það er það.“ Fljótur að hugsa Guðbergur hefur dvalið mikið á Spáni í heima- landi síns kæra vinar. Vissulega andstæðir pólar, Spánn og Ísland. Hann fór fyrst utan til náms á sjötta áratugnum til Barselóna og seg- ist hafa lært margt af spænskum vinum sínum, meðal annars það að vera skjótur í tilsvörum. „Ég lærði það á Spáni að vera fljótur að svara. Þeir eru voðalega fljótir Spánverjar, heil- inn er hraður en þeir verða snemma þroskaðir og síðan standa þeir í stað og síðan kemur fram hjá þeim hrörnun. Þar sem þeir reykja mikið og drekka mikið þá hrörna þeir fyrr og þá nota þeir yngri kynslóðina sem hjálparhellu og segja: Strákurinn hann man það. Þannig var þetta að minnsta kosti, nú hafa allir tölvur sem hjálpar- hellur þegar hrörnunin gerir vart við sig. “ ósætti Er undirstaða þroska Guðbergur segist líka hafa lært að þekkja ým- islegt um ósætti sem undirstöðu þroska á Spáni. „Það er líka nauðsynlegt að það séu deilur. Ósætti er undirstaða þroska. Sérstak- lega innan fjölskyldunnar vegna þess að þá lærir þú að verja þig. Til dæmis við matar- borðið, þú situr þar og einhver er beint á móti þér. Þú getur staðið upp og hörfað en ákveður að verja þig. Börn sem koma frá heimilum þar sem er rökrætt og deilt standa sig betur í lífinu. 32 | Viðtal 3.–5. júní 2011 helgarblað Stórauðugur maður en er Sama u uðæfin Guðbergur Bergsson hefur alltaf farið eigin leiðir í lífinu, nú er hann auðugur maður og á flugvöll í Alicante á Spáni og fleiri eignir sem hann fékk í arf eftir spænskan vin sinn og sambýlismann um áratugaskeið. Verðmæti eignanna eru líklega margir milljarðar. En Guðbergur segist ekkert hafa við flugvöll að gera og er á leiðinni út til að afsala sér þeirri eign. Guðbergur ræddi við kristjönu guð- brandsdóttur um veraldleg og andleg auðæfi. „Ég fékk fleira í arf frá vini mínum en það mun taka marga mánuði að ganga frá þessu. „ég var að því kominn að eignast heilan flug- völl. ég hef ekkert við flug- völlinn í alicante að gera. afsalar sér milljarðaeign „Ég hef ákveðið að afsala mér miklu af þessum nýfengnu eigum mínum, og mun velja og hafna,“ segir Guðbergur. „Ég var að því kominn að eignast heilan flugvöll. Ég hef ekkert við flugvöllinn í Alicante að gera.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.