Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Síða 52
Standa á bak við fjölda árása Suðurkóresk stjórnvöld
segja stjórnvöld í Norður-Kóreu, sem leidd eru af Kim Jong-il,
standi á bak við fjölda tölvuárása á hverju ári.
52 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 3.–5. júní 2011 Helgarblað
N
orðurkóresk stjórnvöld
hvetja háskóla í landinu til
að senda nemendur sem
klárir eru á tölvur til útlanda
í nám. Um er að ræða tilraun stjórn-
valda til að fjölga hæfum einstakling-
um í tæknideild norðurkóreska hers-
ins. Þetta segir Kim Heung-kwang,
flóttamaður frá Norður-Kóreu. Hann
segir jafnframt að norðurkóresk
stjórnvöld leggi mikið upp úr því að
hafa öfluga tæknideild innan hersins
til að geta nýtt sér tölvuárásir í hern-
aðarlegum tilgangi.
Fjölgað í tæknideildinni
Suðurkóresk stjórnvöld segja norð-
urkóreska herinn hafa staðið á bak
við fjölda tölvuárása á suðurkóresk
fyrirtæki á undanförnum mánuðum.
Meðal annars víðtæka árás á suður-
kóreskan banka sem varð til þess að
starfsemi bankans lamaðist í apríl
síðastliðnum. Kóreuríkin tvö eru í
raun enn í stríði þrátt fyrir að samið
hafi verið um vopnahlé í Kóreustríð-
inu, frá 1950 til 1953. Er litið á tölvu-
árásirnar sem hernaðarlegar árásir.
Heung-kwang segir að fjölgað
hafi verið í tæknideild norðurkór-
eska hersins um allt að 2.500 starfs-
menn en hann segir aukna áherslu
hafa verið lagða á deildina á undan-
förnum árum. Hann var gestur á ráð-
stefnu sem fjallaði um ógnir tækni-
hernaðar sem haldin var í Seoul,
höfuðborg Suður-Kóreu.
Fá tækifæri til að búa í höfuð-
borginni
Heung-kwang, sem flúði Norður-Kór-
eu árið 2003, segir að norður kóreska
ríkið leiti uppi hæfileikarík ungmenni
til að þjálfa sem tölvuhakkara. Hann
starfaði sem prófessor í tölvunarfræði
við háskóla í Pyong yang, höfuðborg
Norður-Kóreu. Sjálfur segist hann
enn vera í sambandi við nokkra ein-
staklinga innan Norður-Kóreu. „Þess-
ir einstaklingar fá besta mögulega
umhverfið til að læra í, og ef þeir út-
skrifast með góðar einkunnir, fá for-
eldrar þeirra að flytja til Pyongyang,“
sagði Heung-kwang á ráðstefnunni.
„Eftir að hafa lokið námi í háskóla fá
þessir nemendur tækifæri til að læra í
erlendum skólum.“
Hafa áhyggjur af þróuninni
Sérfræðingar í málefnum Kóreu-
ríkjanna tveggja sem Reuters-frétta-
stofan ræddi við voru sammála um
að raunveruleg ógn stafaði af tækni-
deild norðurkóreska hersins. Telja
þeir líklegra að Norður-Kórea grípi
til hernaðarlegra aðgerða sem byggja
á tölvu- og tækniárásum frekar en
hefðbundnum hernaðaraðgerðum.
Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hótað
hefndaraðgerðum komi til hefðbund-
inna hernaðaraðgerða af hálfu ná-
granna sinna í norðri. Ekki liggur fyrir
hvernig ríkið mun taka á tækniárás-
um komi til þeirra. Þó er ljóst að suð-
urkóresk stjórnvöld fylgjast grannt
með þróun mála í Norður-Kóreu og
þá sérstaklega tæknideild norðurkór-
eska hersins. Í gögnum varnarmála-
ráðuneytis Suður-Kóreu komu fram
áhyggjur stjórnvalda vegna mikillar
þróunar tæknideildar hers nágrann-
anna.
Apple beið í 9 ár
með kvörtun
Nokkrum mánuðum eftir að Apple sendi frá
sér fyrstu kynslóð iPod-tónlistarspilara árið
2002 festi ónafngreindur aðili kaup á léninu
iPods.com. Það var þó ekki fyrr en á þriðjudag
að Apple sendi frá sér formlega kvörtun yfir
notkun á vörumerki fyrirtækisins í léni sem
ótengdur aðili stjórnaði. Nú velta margir
því fyrir sér hvort Apple láti önnur 9 ár líða
þangað til þeir reyna að ná stjórn á léninu
iPad.com sem líkt og iPods.com er stjórnað
af aðilum algjörlega ótengdum Apple.
n Það stafar ógn af tæknideild norðurkóreska hersins n Flóttamað-
ur frá Norður-Kóreu segir ríkið leggja mikið upp úr þjálfun hakkara
n Stjórnvöld í Suður-Kóreu uggandi yfir þróun í nágrannaríkinu
Norður-Kórea
þjálfar hakkara
„Eftir að hafa lokið
námi í háskóla fá
þessir nemendur tæki-
færi til að læra í erlend-
um skólum.
„Ég gerði mistök,“ segir stjórnarformaður Google:
Google vildi samstarf við Facebook
L
eitarrisinn Google gerði mis-
heppnaða tilraun til að sann-
færa stjórnendur Face book um
samstarf. Þetta viðurkenndi
Eric Schmidt, stjórnarformaður og
fyrrverandi forstjóri Google, á ráð-
stefnu síðastliðinn þriðjudag. Sagð-
ist hann sjá eftir því að hafa ekki
gert meira til að sannfæra Face-
book um samstarf. Með samstarfinu
við Facebook vildi Google tryggja
stöðu sína í stöðugt breyttu um-
hverfi tæknifyrirtækja. Facebook er í
dag eitt verðmætasta tæknifyrirtæki
heims.
Í máli sínu á ráðstefnunni viður-
kenndi Schmidt að hann bæri ábyrgð
á því að Google tókst ekki að tryggja
stöðu sína sem leiðandi afl í þróun
samfélagsmiðla á borð við Facebook.
„Forstjórinn á að taka ábyrgð,“ sagði
hann. „Ég gerði mistök.“ Schmidt var
forstjóri Google í 10 ár, eða þangað til
í apríl síðastliðinn þegar annar stofn-
anda Google, Larry Page, tók við for-
stjórastarfinu.
Þrátt fyrir mistökin við að koma
sér inn á samfélagsmiðlamarkað-
inn hefur Google tryggt sér um jafn-
virði rúmlega 3.300 milljarða króna
í tekjur á árinu. Fyrirtækið hefur
þá einnig haldið stöðu sinni sem
stærsta leitarvélin á netinu. Stjórn-
endur félagsins hafa þrátt fyrir það
áhyggjur af framtíðinni.
Samfélagssíður á borð við Face-
book og Groupon hafa höggvið skarð
í stærsta tekjustofn Google – aug-
lýsingasölu. Þá hefur samkeppni
Google við Apple á snjallsímamark-
aði sett strik í reikninginn. Schmidt
virðist þó ekki hafa neinar áhyggjur
af Microsoft, stærsta hugbúnaðar-
framleiðanda heims.
Stóð upp fyrir stofnanda
Eric Schmidt fór úr stóli for-
stjóra Google fyrir Larry Page,
annan stofnanda fyrirtækisins.
Microsoft vill
setja framleið-
endum takmörk
Microsoft vill að þau fyrirtæki sem ætla að
framleiða örgjörva í spjaldtölvur sem nota
næstu útgáfu Windows-stýrikerfisins sem
fyrirtækið framleiðir versli einungis við einn
framleiðanda. Vill Microsoft með þessu
reyna að flýta vinnuferlinu við framleiðslu á
spjaldtölvum með Windows. Þetta þýðir að
framleiðendur geti aðeins framleitt örgjörva
fyrir eina hönnun af spjaldtölvum í einu.
Á takmörkunin að hvetja fyrirtækin til að
flýta þróun svo þau geti unnið með fleiri
fyrirtækjum.
SolarCity fjár-
festir fyrir 18
milljarða
Bandaríska fyrirtækið SolarCity hefur
sett jafnvirði 18 milljarða króna í sjóð sem
fyrirtækið notar til að fjárfesta í þróun á
sólarsellum fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Eftir aukaframlagið í sjóðinn ræður félagið nú
yfir um 115 milljörðum króna til að fjárfesta í
sólarorkugeiranum. Um fjórtán þúsund aðilar
eru viðskiptavinir félagsins en það hefur
um eitt þúsund starfsmenn í vinnu. Stefnir
fyrirtækið á að nota sjóðinn til að ná fram
enn frekari landvinningum í sölu á sólarorku
til einstaklinga og fyrirtækja.
Fjöldi sýktra við-
bóta í Android
Market
Tuttugu og sex vírussýktar viðbætur fyrir
Android-stýrikerfið frá Google fengust í
Android Market, viðbótaverslun stýrikerfis-
ins, um síðustu helgi. Þetta kemur fram í
niðurstöðum rannsóknar Lookout Mobile
Security sem kannaði öryggi stýrikerfisins.
Segir í færslu Lookout um niðurstöður rann-
sóknarinnar að allar viðbæturnar virðist hafa
verið gerðar af sömu aðilum og gerðu Droid-
Dream í mars síðastliðnum sem vakti mikla
athygli. Talið er að á bilinu 30 til 120 þúsund
notendur hafi sótt sýktu viðbæturnar.