Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 8.–10. júní 2012 Helgarblað
K
röfuhafar Fjárfestingar-
félagsins Kletts sem var
dótturfélag Baugs hafa af-
skrifað tæplega 240 millj-
ónir króna af skuldum
félagsins. Þetta kemur fram í Lög-
birtingablaðinu. Engar eignir fund-
ust upp í kröfurnar sem lýst var í bú
Kletts. Baugur var fjárfestingarfélag
í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar,
föður hans Jóhannesar Jónssonar og
tengdra aðila. Klettur fjárfesti með-
al annars í stofnfjárbréfum í spari-
sjóðnum Byr og var sjöundi stærsti
eigandi hans í árslok 2008 þegar fé-
lagið átti 3,4 prósenta hlut í sjóðn-
um.
Eini stjórnarmaðurinn í Fjár-
festingarfélaginu Kletti var hæsta-
réttarlögmaðurinn Jón Auðunn
Jónsson sem vann sem lögfræðing-
ur hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar og
síðar Byr. Hann hefur gætt hags-
muna sjóðsins í fjölmörgum málum
eftir hrunið 2008. Félagið var stofn-
að árið 2003 og var eigið fé þess nei-
kvætt um rúman milljarð króna í
árslok 2010. Þá námu eignir félags-
ins rúmri milljón króna. Baugur átti
Klett í gegnum eignarhaldsfélag-
ið Hrafnabjörg ehf. sem varð gjald-
þrota í fyrra. Hrafnabjörg átti 1.300
milljóna króna kröfu á Baug við
gjaldþrotið.
Glitnir fjármagnaði Klett
Í ársreikningi Kletts fyrir árið 2006
kemur fram að félagið hafi fjárfest
í stofnfjárbréfum í Sparisjóði vél-
stjóra árið 2006 fyrir tæplega 100
milljónir króna. Árið 2006 rann
Sparisjóður vélstjóra saman við
Sparisjóð Hafnarfjarðar og úr varð
sparisjóðurinn Byr. Árið 2007 var
Klettur orðinn eigandi að hlut í Byr
sem var bókfærður á nærri 1.400
milljónir króna og voru skuldir fé-
lagsins komnar upp sömu upphæð,
líkt og kemur fram í ársreikningi fé-
lagsins.
Glitnir, sem var í eigu Baugs og
tengdra aðila í gegnum FL Group
og önnur félög, fjármagnaði við-
skipti félagsins með stofnfjárbréf-
in að stærstu leyti samkvæmt því
sem fram kemur í ársreikningn-
um. Bankinn var því að fjármagna
viðskipti eigenda sinna með stofn-
fjárbréf sem síðar urðu að stofnfé í
Byr. Þá fjármagnaði Byr einnig fé-
lagið að hluta en tæplega 130 millj-
ónir króna af skuldum þess voru við
sparisjóðinn.
Baráttan um sparisjóðina
DV greindi frá því um mitt ár 2010
að áðurnefndur Jón Auðunn Jóns-
son hefði verið þátttakandi í bar-
áttunni um Sparisjóð Hafnarfjarðar
á árunum 2005 og 2006. Sá spari-
sjóður rann saman við Sparisjóð
vélstjóra árið 2006 og úr varð Byr,
líkt og áður segir.
Í þessari umfjöllun var greint
frá því að þrír lykilmenn sem náðu
meirihlutavaldi í Sparisjóði Hafnar-
fjarðar með uppkaupum á stofn-
fjárhlutum árið 2005 hefðu hver um
sig fengið greiddar um 100 milljónir
króna inn á reikninga í Sviss og Bret-
landi fyrir þátttöku sína í viðskipt-
unum. Mennirnir voru Magnús
Ægir Magnússon, sem stýrði Spari-
sjóði Hafnarfjarðar, áðurnefndur
Jón Auðunn Jónsson, lögfræðing-
ur sparisjóðsins, og Þorlákur Ómar
Einarsson fasteignasali.
Þessi valdataka í Sparisjóði
Hafnarfjarðar var að undirlagi
eignarhaldsfélagsins A-Holding
sem var í eigu Baugs. Stefán Hilmar
Hilmarsson, fyrrverandi fjármála-
stjóri Baugs, var stjórnarformaður
A-Holding og tók virkan þátt í upp-
kaupunum á stofnfjárbréfunum í
Sparisjóði Hafnarfjarðar.
Baugur og Jón Auðunn Jónsson
tóku því þátt í uppkaupum á stofn-
fjárbréfum í sparisjóðunum tveim-
ur sem síðar urðu að Byr.
Baugur og tengdir aðilar
stærstir
Eignarhaldsfélög í eigu eiganda
Baugs, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar,
og viðskiptafélaga áttu síðar eftir að
verða stærstu skuldarar sparisjóðs-
ins Byrs fyrir íslenska bankahrunið
árið 2008. Þetta gerðist eftir samein-
inguna 2006 sem Baugur tók virkan
þátt í að leggja grunn að með áður-
nefndum viðskiptum. Fjárfestingar-
félag Jóns Ásgeirs og fjölskyldu
hans, Gaumur, og tengd félög,
skulduðu Byr nærri átta milljarða
króna í nóvember 2008 samkvæmt
lánabók Byrs sem DV greindi frá
í fyrra. Stærstu einstöku skuldar-
ar í félaganeti Jóns Ásgeirs voru FL
Group, sem skuldaði Byr rúma 3,4
milljarða króna og Baugur Group
hf. en það félag skuldaði Byr rúm-
lega 3,2 milljarða króna í nóvember
2008.
Skuldir til þessara félaga námu
rúmum 18 prósentum af eiginfjár-
grunni Byrs í nóvember 2008. Eig-
ið fé Byrs nam rúmlega 43 milljörð-
um króna í árslok 2007. Samkvæmt
reglum Fjármáleftirlitsins mega
stórar áhættuskuldbindingar til
einstaka viðskiptamanna fjármála-
fyrirtækja ekki fara yfir 25 prósent af
eiginfjárgrunni fyrirtækisins. Félög
Jóns Ásgeirs voru því talsvert undir
þessu hámarki þó skuldir þeirra hafi
verið miklar.
Afskrifa 240 milljónir
hjá dótturfélagi Baugs
„Baugur og Jón
Auðunn Jónsson
tóku því þátt í uppkaup-
um á stofnfjárbréfum í
sparisjóðunum tveimur
sem síðar urðu að Byr.
n Var einn stærsti hluthafi sparisjóðsins Byrs n Baugur fékk hæstu lánin
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Baugur stýrði baráttunni Fjárfestingarfé-
lagið Baugur stýrði uppkaupum á stofnfjár-
bréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar og Sparisjóði
vélstjóra fyrir sameiningu þeirra 2006. Baugur
og aðrir aðilar tengdir Jóni Ásgeiri Jóhannes-
syni fengu hæstu lánin frá Byr.
Stjórnarmaðurinn Jón Auðunn Jónsson
var stjórnarmaður í Kletti, dótturfélagi
Baugs, sem nú er gjaldþrota.
Olíufundur
í snarbrattri
fjallshlíð
„Já, ég er mjög bjartsýnn á olíu-
vinnslu á Drekasvæðinu í fram-
tíðinni. Frá því ég réðst í fyrsta
útboðið á rannsóknarleyfum sem
iðnaðarráðherra árið 2008 hefur
útlitið gjörbreyst til batnaðar. Þá
höfðu menn einungis segulmæl-
ingar við að styðjast, en síðasta
sumar fann norskt rannsóknar-
skip þrjár órækar vísbendingar í
snarbrattri fjallshlíð undir sjó um
olíu. Þannig að olíu er að finna á
Drekanum, en tíminn verður að
leiða í ljós hvort hún er í vinnan-
legu magni,“ sagði Össur Skarp-
héðinsson utanríkisráðherra í
samtali við DV eftir fund um olíu
á Drekasvæðinu sem Arion banki
stóð fyrir á fimmtudagsmorgun.
Í fréttatilkynningu frá ráðu-
neytinu kemur fram að utanrík-
isráðherra upplýsti fundarmenn
um að hann gerði ráð fyrir því
að upp úr 2025 verði þrjú olíu-
svæði norðan Íslands. Fyrir utan
Drekasvæðið gerir hann ráð fyrir
að olíuvinnslusvæði verði einnig
utan við austurströnd Grænlands,
og Noregsmegin við markalínuna
við Jan Mayen.
„Ég bind miklar vonir við að
í framtíðinni verði til mikil verð-
mæti fyrir okkur Íslendinga á
Drekasvæðinu. Ástæðan er ekki
aðeins niðurstöður segulmælinga
og að olíuleifar fundust þar í fyrra,
heldur ekki síður sú staðreynd, að
Drekasvæðið er flæmi sem upp-
haflega var hluti af landbrú á milli
Austur-Grænlands, þar sem nú
er vitað að olíu og gas er að finna,
og Vestur-Noregs, þar sem Norð-
menn eru að vinna mikla olíu. Á
Drekasvæðinu er því sömu jarðlög
að finna og því líklegt að í þeim sé
líka olía eins og á hinum stöðun-
um,“ segir Össur.
Össur segist enn fremur stefna
að því að gera Ísland að þjónustu-
miðstöð fyrir öll olíusvæðin þrjú í
framtíðinni. Ísland liggi miðsvæð-
is, þar séu sterkir innviðir, flutn-
ingsleiðir allar greiðar, og tryggast
að byggja þar upp varnarbúnað
gegn hugsanlegum óhöppum.
Öfug áhrif
„Ég ítreka það að Alþýðusam-
bandið vill að það verði breyting á
frumvarpi um stjórn fiskveiða. Við
getum hins vegar ekki sætt okkur
við það að útgerðarmenn fari fram
með þessum hætti og beiti okk-
ar félagsmenn þessu ofríki.“ Þetta
segir Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambands
Íslands, í samtali við DV. Hann
segist telja að aðgerðir LÍÚ síðustu
daga séu betur til þess fallnar að
styðja við áform ríkisstjórnarinnar
en hitt. Gylfi segist skilja óánægju
sjómanna með frumvarpið, enda
deili Alþýðusambandið áhyggjum
sínum með Sjómannasamtökun-
um, en hann telur aðgerðir LÍÚ
ekki lóð á vogarskálarnar í þeirri
baráttu.