Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 16
„Vissum að Við fengjum ekki að Vera í friði“
16 Fréttir 8.–10. júní 2012 Helgarblað
É
g held að þeir sem eru að mæta
hér í dag séu fyrst og fremst að
sýna LÍÚ í tvo heimana,“ sagði
Ólína Þorvarðardóttir, þing-
kona Samfylkingarinnar, í sam-
tali við blaðamann á fundi sem út-
gerðarmenn og sjómenn boðuðu til
fyrir utan Alþingi á fimmtudag. Lög-
reglan telur að um tvö þúsund hafi
mætt til fundarins en greina mátti
tvær fylkingar á fundinum.
Annars vegar mættu útgerðar-
menn og sjómenn til fundarins og
hins vegar boðuðu andstæðingar
núverandi kvótakerfis til fundar gegn
útgerðarmönnum. Sævar Gunnars-
son, formaður Sjómannasambands
Íslands, sagði í samtali við DV á mið-
vikudag að mótmælin sem boðað var
til á fimmtudag væru á forsendum
LÍÚ en ekki sjómanna. „Útgerðirn-
ar stjórna þessu öllu saman að mínu
mati,“ sagði Sævar um aðgerðir LÍÚ
við DV á miðvikudag.
Púað á formann LÍÚ
„Ég átti alveg von á því að það yrði
einhver skoðanaágreiningur hér á
Austurvelli,“ sagði Adolf Guðmunds-
son, formaður LÍÚ, við DV, aðspurð-
ur hvernig fundurinn legðist í hann.
„Við vissum það nú að við fengjum
ekki að vera í friði til þess að flytja
okkar ræður,“ sagði hann um viðtök-
ur fundarmanna við ræðu hans. Ad-
olf mátti sitja undir viðstöðulausum
köllum, púi og hávaða á meðan hann
flutti ræðu sína auk þess sem geng-
ið var með blaktandi flagg, rautt á lit
fram og aftur fyrir sviðið og mynda-
vélar. Hann sagði ákveðna aðila mót-
mæla hávært án þess að hlusta á rök
þeirra sem væru ósammála.
Mótmælendur til skammar
„Mér finnst gott að sjá þessa sam-
stöðu hérna,“ sagði Jón Gunnars-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
um fundinn. Blaðamaður innti hann
eftir því hvort það gæti talist sérstök
samstaða með fundarboðurum að
varla megi greina orðaskil hjá ræðu-
mönnum. „Já, já, það er hér hópur
mótmælenda sem hefur háreysti og
er sjálfum sér til skammar hvað varð-
ar framkomu og það að leyfa ekki
fundarmönnum að tala hér í friði,“
svaraði Jón.
Um þá aðferð útgerðarmanna að
boða sjómenn til skipa og vinnu en
sigla fyrst með starfsfólkið til Reykja-
víkur á samstöðufund sem útgerðar-
menn boða til, sagði hann: „Sýn-
ist þér það starfsfólk sem hér er
mætt til fundar vera undir miklum
þrýstingi?“ Jón benti á þær yfirlýs-
ingar sem lesnar voru upp frá starfs-
mannafélögum utan af landi segðu
það sem segja þyrfti um samstöð-
una. „Það bendir nú ekki til þess að
hér sé um einhverja kúgun að ræða.
Enda eru þetta ekki bara hagsmun-
ir sjómanna og útvegsmanna eða
landverkafólks sem á í hlut heldur
þjóðarinnar allrar.“
Eykur varla sáttavilja
„Þeir hafa ekki bætt stöðu sína í dag,“
svaraði Ólína Þorvarðardóttir um
hvort aðgerðir útvegsmanna síð-
ustu vikuna ýti undir sáttavilja hjá
henni og öðrum stjórnarþingmönn-
um. Meðal fundargesta voru Kristján
L. Möller, þingmaður Samfylkingar-
innar og fulltrúi í leynisáttanefnd
allra flokka á Alþingi. Kristján er for-
maður atvinnuveganefndar og full-
trúi Samfylkingar í hópnum en auk
hans eru þeir Einar K. Guðfinnsson,
fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Sigurður
Ingi Jóhannsson, fyrir Framsóknar-
flokkinn, Björn Valur Gíslason, fyrir
Vinstri græna, og Þór Saari, fyrir
Hreyfinguna, í hópnum. Tilvist hóps-
ins hefur ekki farið hátt sökum þess
hversu viðkvæm mál eru til um-
ræðu innan hans. Hugmyndir hóps-
ins voru kynntar á þingflokksfund-
um í dag en heimildir DV herma að
Kristján, fulltrúi Samfylkingarinnar,
hafi fengið dræmar viðtökur við hug-
myndunum innan eigin þingflokks –
hann hafi í raun verið sendur bein-
ustu leið til baka. Kristján vildi ekki
tjá sig við blaðamann á mótmælun-
um.
„Fyrstu atvinnumótmælum
með atvinnumótmælendum lok-
ið,“ skrifaði Birgitta Jónsdóttir, þing-
kona Hreyfingarinnar, á Facebook
að fundinum loknum. „Sá nánast
allan þingflokk Sjálfstæðisflokks-
ins skunda út á Austurvöll glaðbeitt-
an í upphafi mótmælanna, en komu
stuttu síðar inn í þinghús þegar ljóst
var að þetta voru allskonar mót-
mæli,“ skrifaði þingkonan.
Búsáhaldalýður
„Ég á nú svona frekar von á, þegar
ég skoða andlitin hér, að þeir séu
stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar
sem hafa hér hátt,“ sagði Adolf Guð-
mundsson aðspurður hvort hann
teldi þá sem mættu til boðaðs mót-
mælafundar gegn fundi LÍÚ vera að
lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórn-
ina. „Þetta er hluti af þeim sem voru
í bús áhaldabyltingunni sem komu
fyrrverandi ríkisstjórn frá en þola
ekki að aðrir mótmæli,“ sagði Adolf
sem telur slíkt ekki til fyrirmyndar.
„Það finnst mér dapurt.“
Hvort hann teldi eftir á að hyggja
að mótmælaaðgerðir útgerðarmanna
undanfarið, svo og sá háttur sem
hafður var á boðun samstöðufundar-
ins, hafi ef til vill verið tvíeggjað sverð
og hugnast almenningi illa, sagðist
Adolf ekki telja að útgerðarmenn hafi
beitt sér með röngum hætti. „Nei, við
höfum ekki gert það,“ sagði hann um
hvort útgerðarmenn hafi beitt starfs-
fólk óeðlilegum þrýstingi með því að
boða það til fiskveiði með viðkomu
á mótmælafundi í Reykjavík. „Vik-
an var vel nýtt til að ræða við starfs-
fólk og fara yfir frumvörpin með okk-
ar starfsmönnum og við sjáum það að
starfsfólk okkar mætir mjög vel. Það
er búið að sigla hér um áttatíu skip-
um í höfn.“
Adolf segir að góð samstaða innan
sjávarútvegs, sveitarfélaga og annarra
sem koma að greininni sjáist best á
því hverjir fóru með tölu á fundinum.
Kom til stympinga
Meðal þeirra sem ávörpuðu fund-
inn auk Adolfs voru Árni Bjarna-
son, forseti Farmanna- og fiski-
mannasambands Íslands, Guðný
Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtu-
bakkahrepps, Ólöf Ýr Lárusdóttir,
framkvæmdastjóri Vélfags á Ólafs-
firði, og Þorvaldur Garðarsson,
skipstjóri og útgerðarmaður á Sæ-
unni Sæmundsóttur ÁR.
Einn mótmælenda á Austurvelli
hlaut meiðsl á höfði en einhverjar
stympingar urðu fyrir framan svið
LÍÚ samkvæmt fréttum RÚV. Mað-
urinn taldi að um óhapp hefði verið
að ræða. Talsverður hiti var í fundar-
mönnum, að sögn, og lögregla með
mikinn viðbúnað. LÍÚ afhenti forseta
Alþingis áskorun mótmælafundar-
ins. Samkvæmt Morgunblaðinu
kveikti mótmælandi í reyksprengju
sem gaus í nokkrar sekúndur. Fund-
urinn fór að öðru leyti vel fram.
n Aðgerðum LÍÚ lokið n Mótmælendur púuðu á ræðumenn n Tvær fylkingar á samstöðufundi
Áskorun LÍÚ til
forseta Alþingis
„Fundur haldinn á Austurvelli
fimmtudaginn 7. júní 2012 beinir því til
alþingismanna að taka tillit til alvar-
legra athugasemda fjölmargra aðila við
frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og
veiðigjöld.
Fundurinn skorar á Alþingi að vanda
til verka við endurskoðun fiskveiðilög-
gjafarinnar og hafa um það víðtækt
samráð.“
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
„Mér finnst gott að
sjá þessa sam-
stöðu hérna.
Jón Gunnarsson
Útgerðarmenn í verri stöðu Ólína
Þorvarðardóttir sagðist ekki finna meiri
sáttahug gagnvart kröfum útgerðarmanna
eftir aðgerðir þeirra.
Sáttur með samstöðuna Jón Gunnars-
son sagði mótmælendur, sem ekki leyfðu
ræðumönnum að tala án þess að vera með
framíköll, til skammar.
Atvinnumótmæli Birgitta Jónsdóttir
kallaði fund LÍÚ „fyrstu atvinnumótmælin
með atvinnumótmælendum,“ á Facebook.
„Við vissum það
nú að við fengjum
ekki að vera í friði til þess
að flytja okkar ræður.
Adolf Guðmundsson
Útgerðarmenn óvinsælir á eigin fundi Tvær fylkingar mættu til fundar á Austurvelli síðastliðinn fimmtudag. Útgerðarmenn og sjómenn boðuðu til samstöðufundar en annar hópur
boðaði til mótmælafundar gegn baráttuaðferðum LÍÚ. Útgerðarmenn voru því vægast sagt umdeildir á eigin samstöðufundi.