Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 23
Fréttir 23Helgarblað 8.–10. júní 2012 EKKI TALINN HÆTTULEGUR n Rúnar Bjarki Ríkharðsson gengur laus eftir afplánun 12 ára af 18 ára fangelsisdómi n Mikill ótti við hefndaraðgerðir n Bróðir fórnarlambs ósáttur við reynslulausn slíka lausn eins og DV greindi frá 25. maí síðastliðinn. Ekki liggur fyr- ir hvaða skilyrði gilda um reynslu- lausn Rúnars Bjarka en mismun- andi getur verið á milli fanga hvers konar hömlur þeim eru settar. Stundaði nám í fangelsinu Heimildir DV herma að Rún- ar Bjarki hafi viljað leggja stund á framhaldsnám frá Reykjavík og þess vegna hafi hann ekki vilj- að fara í fangelsið á Bitru. Á Litla- Hrauni var hann í fjarnámi á framhaldsskólastigi og sótti nám- ið að einhverju leyti í Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvern- ig Rúnari Bjarka gekk í náminu né hvort hann kláraði stúdentspróf í fangelsinu. Margir óttast Rúnar Í nærmynd sem dregin var upp af Rúnari Bjarka í DV árið 2007 kom fram að samfangar hans óttuðust hann og vildi enginn af viðmælend- um blaðsins koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir. Þar kom fram að Rúnar Bjarki hafi sagt við þá sem hann kynnst hefur eftir hrotta- verkin að hann iðrist einskis og að hann sjái helst eftir því að hafa ekki gengið lengra, hann hafi bara verið orðinn svo þreyttur eftir morðið að hann hafi ekki haft orku til þess. Í leitinni sem sérsveit ríkislög- reglustjóra gerði í klefa hans árið 2007 fannst mikið magn af klám- efni í tölvu hans og er ljóst að hann var í það minnsta á þeim tíma stór- neytandi slíks efnis. Ljóst er að enn óttast margir Rúnar Bjarka þrátt fyrir að fangels- ismálayfirvöld telji ekki hættu stafa af honum. Flestir viðmælendur DV vegna þessarar umfjöllunar vildu ýmist ekki tjá sig um Rúnar Bjarka eða ekki gera það undir nafni af ótta við hann. Ekki undir rafrænu eftirliti Fyrir tveimur mánuðum hóf fang- elsismálastofnun að setja ein- staka fanga undir rafrænt eftirlit. Fangarnir sem afplána dóm sinn þannig ganga með staðsetningar- búnað í ökklabandi. Fyrsti fanginn til að notast við slíkan búnað fékk búnaðinn festan á sig fyrir tveimur mánuðum en síðan hafa fleiri bæst í hópinn. Samkvæmt heimildum DV var Rúnar Bjarki kominn út á reynslulausn áður en rafrænt eftirlit byrjaði og kom því ekki til skoðun- ar hvort hann ætti að sæta slíku eft- irliti. Samkvæmt sömu heimild- um er Rúnar Bjarki ekki með slíkt ökklaband í dag og er ljóst að hann þurfi að brjóta einhverja af þeim reglum sem hann þarf að fylgja til að ákvörðun um rafrænt eftirlit með honum verður endurskoðuð. Páll Winkel fangelsismálastjóri vill ekki tjá sig um mál Rúnars Bjarka sérstaklega og vísar þess í stað í almennar reglur sem gilda um reynslulausn fanga. „Við ákvörðun um veitingu reynslu- lausnar erum við bundin af lögum,“ segir Páll sem segir að samkvæmt lögunum sé öllum frjálst að sækja um reynslulausn á ákveðnum tím- um óháð því broti sem þeir hafa verið dæmdir fyrir. „Það sækja nán- ast allir um reynslulausn eftir af- plánun á helmingi dóms og til vara á tveimur þriðju.“ Páll segir að gert sé áhættumat á þeim föngum sem sækja um reynslulausn og að mis- munandi skilyrði séu sett föngun- um; allt frá því að þeir megi ekki vera á ákveðnum stöðum til þess að þeir þurfi að hitta sálfræðing reglulega. n „Þetta er hefnd. Ég er búinn að hugsa mikið út í það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.