Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 25
Erlent 25Helgarblað 8.–10. júní 2012 Samkynhneigðir mega gifta sig í Danmörku Danska þingið samþykkti á fimmtudag lög sem kveða á um að einstaklingar af sama kyni megi gifta sig í kirkju, en hingað til hefur lútherska ríkiskirkjan í Danmörku aðeins haldið stuttar blessunar- athafnir fyrir samkynhneigð pör. Um er að ræða gríðarstórt skref í réttindabaráttu samkynhneigðra í landinu. Lögin voru samþykkt með 85 atkvæðum á móti 24 og taka gildi þann 15. júní næstkomandi. Pólverjar vilja ekki evruna Aðeins ríflega einn af hverj- um tíu Pólverjum vill að landið gerist aðili að evrusvæðinu. Þetta leiðir ný skoðanakönnun í ljós sem vefurinn euobserver. com greinir frá. Pólverjar eru í Evrópusambandinu og hafa skuldbundið sig til að taka upp evruna. Andstæða þegnanna við þau áform breytir litlu eða engu þar um. Könnunin sýndi að 58 prósent eru beinlínis andsnúin upptöku evrunnar. Réðst á vinstrikonur Talsmaður gríska stjórnmála- flokksins Gullnar dögunar er eft- irlýstur fyrir líkamsárás eftir að hann réðst á konu í beinni út- sendingu í sjónvarpi. Talsmaður- inn, Ilias Kasidiaris, reiddist vin- strikonunni Renu Dourou, kallaði hana „brandara“ og henti vatns- glasi í hana. Liana Kanelli, með- limur Kommúnistaflokksins, henti tímariti í hann í kjölfarið. Hann brást við með því að slá hana aftur og aftur og kalla hana „komma“. Talsmaðurinn er fyrrverandi sérsveitarmeðlimur. Hann var læstur inni í herbergi á sjónvarps- stöðinni, en braust út og slapp áður en lögreglan kom á staðinn. Grikkir kusu nítján öfga hægri- menn á þing í byrjun maí og sýndu þannig óánægju sína með ríkjandi stjórnvöld og aðhaldsað- gerðir þeirra. S vo virðist sem Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi í ræðu sinni á góð- gerðasamkomu í Los Ang- eles á miðvikudagskvöldið vísað til hæfni eiginkonu sinnar til munnmaka. Þá sagði hann afar tví- ræðan brandara um armbeygjur og uppskar mikil hlátrasköll. Blaða- menn sem voru á staðnum hafa í greinum bent á að í þeirri útgáfu ræðunnar sem birst hafi opinber- lega á netinu hafi orðalaginu lítil- lega verið breytt. „Fer ekki alveg niður“ Forsaga málsins er sú að Michelle Obama forsetafrú var gestur Ellen DeGeneres í vinsælum sjónvarps- þætti í febrúar. Þar skoraði hún á DeGeneres í armbeygjukeppni og hafði forsetafrúin betur. Forsetinn gerði þetta atvik að umtalsefni í ræðu sinni á miðviku- dagskvöld. Hann sagði að eigin- konan væri líka betri en hann í armbeygjum. Hann gerði því næst andartaks hlé á ræðunni og sagði svo hægt, sposkur á svip: „Því hún fer ekki alveg niður (e. because she doesn‘t go all the way down“, í nú- tíð). Á sama tíma lét hann höndina síga, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Kynferðislegur undirtónn Við þetta uppskar hann mikinn hlát- ur í salnum. Fréttaleitandi blaða- menn voru fljótir að grípa þetta á lofti og þeim ber saman um að augljósan kynferðislegan undirtón hafi mátt greina á orðum forsetans hrekkjótta. Í það minnsta mikla tvíræðni. Þess vegna hafi brandarinn slegið í gegn. Blaðamaður á Dallas Morning News segir að ef til vill sé þetta í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna grínist með munngælur forsetafrúarinnar. Líklega er það rétt. „Ég ætla rétt vona að @Michelle Obama láti @Barack Obama heyra það í kvöld. Eða alla- vega láti armbeygjurnar eiga sig,“ skrifaði Meredith Shiner, blaðamað- ur hjá Roll Call, um atvikið á Twitter. Engin svör úr Hvíta húsinu Eins og segir að framan er útskrift ræðunnar á vef Hvíta hússins ekki nákvæmlega eins og forsetinn flutti hana. Þar stendur að Ellen haldi því fram að Michelle hafi ekki farið alla leið niður í armbeygjum sínum (e. „but I think she claims Michelle didn‘t go all the way down“), í þátíð). Á þessu er dálítill munur. Blaðamenn vestanhafs, sem voru á umræddri samkomu velta því fyr- ir sér hvort forsetinn hafi, í hita leiks- ins, ákveðið að breyta ræðunni sinni eða hvort sá sem setti ræðuna á vef Hvíta hússins hafi ritskoðað hana lítillega. Svar við því hafa þeir ekki fengið frá Hvíta húsinu. Sagði brandara um munnmök n Sposkur Obama sagði tvíræðan brandara um eiginkonu sína Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Vann keppnina Michelle Obama vann Ellen DeGeneres í armbeygjukeppni í febrúar. Tvíræðni Obama þykir skemmti- legur ræðumaður og sagði brandara með afar kynferðislegum undirtón á góðgerðasamkomu. Mynd REuTERs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.