Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 43
Viðtal 43Helgarblað 8.–10. júní 2012 Vildi veita börnunum frelsi ekki að öðrum tækifærum. En það er mikilvægt að við missum ekki frum­ kvæðið og kraftinn sem er til staðar hérna.“ Hefur líf fólksins í höndum sér Á sínum tíma var rætt um að álverið á Reyðarfirði myndi hafa jákvæð áhrif á allan landsfjórðunginn. Ívar segir að svo sé ekki, álverið hafi ekki hjálp­ að mikið til á Stöðvarfirði. „Það er kannski kaldhæðni örlagana að þegar göngin á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar voru opnuð þá lokaði Samherji frystihúsinu á Stöðvarfirði. Slæmar fréttir voru faldar í góðum fréttum. Sumir sögðu jafnvel að það væri allt í lagi að frystihúsið lokaði því þetta væri orðið eitt atvinnusvæði og það gætu allir keyrt yfir á Reyðarfjörð til að vinna í álverinu. Ég held að það hafi ekki verið hugsað til enda.“ Fyrir utan það að störfin í álverinu henta ekki öllum, þá er þar vaktakerfi sem byggir á tólf tíma vöktum. Við það má svo bæta tveimur tímum sem fara í ferðir á milli Stöðvarfjarðar og Reyðarfjarðar. Ívari líst ekki á þetta. „Það má líka segja að á meðan þetta vaktakerfi er við lýði er hluti bæjar­ ins alltaf í vinnunni á meðan hinn hlutinn sefur og svo öfugt. Það hefur auðvitað áhrif á samfélagið á Stöðvar­ firði sem og annars staðar, það er ekki hægt að líta fram hjá því. Þetta er langstærsti atvinnurekandinn á svæðinu og hann hefur lífið í þessum bæjum í höndum sér.“ Störf sem töpuðust Þótt Ívar væri staddur erlendis fylgdist hann vel með umræðunni hér heima bæði fyrir framkvæmdirnar, á með­ an þeim stóð og svo eftir að álverið reis. „Auðvitað var álverið sett upp til að auka fjölbreytileikann í atvinnulíf­ inu og fá fleira fólk á svæðið. Og það er engin spurning að fullt af fólki flutti austur sem annars hefði ekki gert það. Að sama skapi hafa hins vegar tapast störf sem hefðu kannski ekki þurft að tapast ef menn hefðu lagt meira púður í að halda þeim, ef fólk hefði ekki hugsað með sér að það væri allt í lagi að þau sætu á hakanum og hyrfu jafnvel alveg því fólk gæti alltaf fengið vinnu í álverinu. Það voru svo miklar væntingar til álversins, það átti að taka við af öllu öðru. Það hefði kannski mátt veita þeim sem héldu atvinnulífinu uppi á þessum stöðum meira aðhald.“ Þurfa að nýta tækifærin Alcoa er bara alþjóðlegt fyrirtæki sem er eins og öll önnur stórfyrirtæki rekið með það að markmiði að græða pen­ inga segir Ívar. „Það er ekkert heilagt í þessu. Fyrirtækin eru þar sem þau græða og allt snýst um krónur og aura en ekki samfélagið í kringum þau. Þú þarft bara að skoða sögu svona fyrir­ tækja til að átta þig á því að þessi fyr­ irtæki eru ekki þjónar samfélagsins. Álverið er eins og önnur alþjóðleg stórfyrirtæki þjónn eigenda sinna og hluthafa. Ef plúsar og mínusar stand­ ast ekki bókhald í einhvern tíma fara þeir. Þess vegna finnst mér að við eig­ um að fara gætilega. Við eigum ekki að setja öll eggin í sömu körfuna. Eins og staðan er núna þá höfum við gert það en við höfum enn tækifæri til að nýta tímann til að byggja upp og styðja annars konar atvinnulíf áður en álver­ ið fer. Það gerist á endanum, þótt það gerist ekki á næstu árum eða áratug­ um vitum við að ný tækni og ný efni munu koma fram. Við þurfum að búa okkur undir það,“ segir Ívar og bætir því við að lítil fyrirtæki þar sem heima­ menn eru að reyna að koma undir sig fótunum hafi oft dýpri samfélagsrætur. Það sé því mikilvægt að styðja þau. Vernda sig sjálf Hann segir það þó hægara sagt en gert því þegar svona stór vinnuveitandi kemur inn á lítinn vinnumarkað tekur hann yfir. „Eiginlega allt tengist álver­ inu með einum eða öðrum hætti, fyr­ irtæki, íþróttafélög og svo mætti lengi telja. Þetta eru stórir og sterkir aðilar og samfélagið er litað af því. Það þýðir líka að við verðum að veita þeim aðhald. Það þarf enginn að óttast að þeir muni fara í fýlu og stökkva í burtu þótt þeim sé veitt aðhald, því þeir eru hér af því að þeir græða fullt af peningum á því. Dæmin sýna það líka úti í hinum stóra heimi þar sem þessi stórfyrir­ tæki eru að græða fullt af pening­ um að þau gera allt til að vernda sig sjálf,“ segir Ívar og bendir á nýjasta dæmi, fréttaflutning af mengun Shell í Afríku. „Þetta er fyrirtæki sem all­ ir þekkja. Það er því eðlilegt að menn séu á tánum og fylgist vel með öllu. Við eigum ekki að trúa því sem okkur er sagt heldur kanna það sjálf. Það á hins vegar ekki að vera undir almennum borgurum komið að veita fyrirtækjunum þetta aðhald, fagaðil­ ar eiga að sjá um það. Hlutlausir að­ ilar eiga að framkvæma rannsóknir sem eru hvorki greiddar né styrktar af álverinu eða samstarfsaðilum þess. Það er mjög mikilvægt að þessir rann­ sóknaraðilar séu óháðir og ef þeir eru það ekki þá er eitthvað að.“ Eðlilegt að velta mengun fyrir sér Þó að það hafi aldrei staðið til að flytja til Reyðarfjarðar þá segir Ívar eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort það vilji búa í næsta nágrenni við álver. „Sama hvar ég væri að hugsa um að setjast að þá myndi ég alltaf skoða samfélagið, atvinnulífið og umhverfið á svæðinu. Á Reyðarfirði er stór verksmiðja sem sendir frá sér mengandi efni. Hvort sem það er á Reyðarfirði eða annars staðar þar sem svona verk­ smiðjur eru þá finnst mér eðlilegt að fólk sem hefur val velti því fyrir sér hvort það vilji setjast að nálægt slíkum stað eða annars staðar, hvort það sé eitthvað sem maður þarf á að halda. Ég hef valið, alveg eins og ég hef val um það hvort ég ætla að búa í mið­ bæ stórborgar eða í úthverfi þar sem mengunin er minni. En menn vilja helst ekki tala um þetta.“ Álver bjargar ekki Austurlandi Reyndar finnst honum almennt lítið talað um neikvæðari hliðar fram­ kvæmdanna. „Mér finnst eins og það sé lítið svigrúm til þess. Það er meira talað um það jákvæða. En til að við getum myndað okkur heildstæða skoðun á þessum framkvæmdum þá verðum við að skoða með hlutlausum hætti hvað hefur breyst og hvernig. Áhrifin koma kannski ekki strax í ljós, menn eru enn að læra og átta sig á því hvað hefur gerst. En þá finnst mér líka í lagi að staldra við og öðlast betri yfirsýn áður en það er ákveðið að byggja fleiri álver á Íslandi, en ég veit að það er verið að þrýsta á um það núna. Umræðan hér var á þann veg að álverið myndi leysa allan vanda, allt myndi fyllast af fólki í öllum bæjum fjórðungsins og hér yrði ekkert nema líf og fjör. En þetta er ekki svona svart og hvítt, álver á Austurlandi bjargar ekki Austurlandi. Við þurfum líka að gæta þess að Ís­ land hefur það orð á sér að vera víð­ áttumikið, fagurt og óspillt. Ferða­ menn sem koma hingað koma fyrir náttúruna, fegurðina og hreinleikann. Þeir koma ekki hingað til þess að sjá ál­ ver. Þannig að við verðum að gæta þess að reisa ekki álver úti um allt land.“ Keypti jörð Ívar er rétt nýkominn til landsins þegar blaðamann ber að garði, er bú­ inn að vera mánuð á landinu en hann er engu að síður með ákveðnar hug­ myndir um framtíðina og með nokkur verkefni í sigtinu, þar á meðal í ferða­ þjónustu. Fyrir nokkrum árum festu þau hjónin nefnilega kaup á jörð á Stöðvarfirði. „Þar erum við með skóg­ ræktarsamning og erum að koma upp skógi. Í rólegheitunum ætlum við að byggja upp ferðaþjónustu þarna, gistingu, afþreyingu og útivist fyrir ferðamenn. Við erum að vinna að þessu saman, en á meðan við vorum úti var ég bara að spila fótbolta á meðan kon­ an sá um heimilið og börnin. Við vor­ um hvorugt í einhverju alvöru námi þannig að við ákváðum að nota tím­ ann til að búa í haginn fyrir framtíðina svo við hefðum eitthvað fyrir stafni þegar ég hætti í boltanum. Þetta er eitt af því,“ segir Ívar sem er með fleira á prjónunum. Síðustu þrjú ár hefur hann unnið að heimasíðunni ideas­shared.com ásamt manni sem hann rakst á fyrir til­ viljun. „Ég trúi á tilviljanir,“ segir hann brosandi og útskýrir betur: „Ég var að spila fótbolta og meiddist þannig að ég var frá í átta mánuði. Þá hafði ég alltof mikinn tíma til að velta hlutun­ um fyrir mér og áttaði mig á því að ég er oft með góðar hugmyndir sem ég kem ekki í framkvæmd og að þetta á líklega við um okkur öll. Við erum með hugmyndir sem við þurfum að­ stoð við að framkvæma eða vandamál sem við þurfum hjálp við að leysa. Það hefur aldrei fyrr verið jafn gott aðgengi að fólki og er tilkomið með netinu. Þannig að ég ákvað að láta það eftir mér að framkvæma þessa hugmynd um að búa til samfélagslegt vinnutæki á netinu sem gæti nýst öllum.“ Hugmyndabanki á netinu Einn daginn fylgdi Ívar syninum í skólann, það lá óvenjuvel á honum og hann ákvað að taka næsta mann tali, sem var heldur óvenjulegt og tíðkað­ ist almennt ekki á skólalóðinni. „Þessi maður sagði mér í óspurðum fréttum að hann væri að vinna að gerð heima­ síðu. Ég hikaði og velti því fyrir mér hvort ég ætti að segja honum frá hug­ myndinni minni, því ég var auðvitað hræddur um að henni yrði stolið, eins og flestir sem luma á góðri hugmynd. Síðan áttaði ég mig á því að hugmynd­ ir sem eru aðeins í kollinum á manni verða aldrei að veruleika og ákvað að segja honum frá þessu. Það eru tvær billjónir manna á internetinu en mig langaði til að búa til vettvang fyrir skoðanaskipti og hugmyndavinnu, heimasíðu þar sem fólk talar saman og deilir hugmynd­ um sínum um samfélagið, atvinnu, hvers kyns vandamál sem fylgja lífinu. Markmiðið er að upplýsingarnar sem streyma þar í gegn geti komið fólki að góðum notum, að við getum fundið áhugaverð verkefni og hjálpað til við að koma þeim á næsta stig.“ Langaði að virkja súperheilann „Honum leist meiriháttar vel á þetta og við, bláókunnugir mennirnir sem komu hvor úr sinni áttinni, ákváðum að gera þessa síðu saman. Núna erum við þrír, frá Íslandi, Bretlandi og Ástr­ alíu, sem stöndum að síðunni og von­ umst til að fá fleiri inn í þetta með okk­ ur svo síðan geti haldið áfram að vaxa. Flestir sem fara í svona ferðalag hafa mun meiri fjárráð en við höfum og meiri mannafla til að vinna að verkefn­ inu. Við erum auðvitað háðir því að fá fjárfesta sem sjá möguleikana í því að byggja upp nýja Facebook með okkur.“ Síðan er komin í loftið og þótt hún sé enn langt frá því að vera fullkomin að mati Ívars gerir hún það sem hún á að gera. „Síðan er enn í þróun en það er von okkar að fólk sjái að þarna sé kominn vettvangur til að nýta tím­ ann á netinu betur til þess að vinna saman. Það er ekkert sem segir að hugmyndir séu staðbundnar og henti ekki annars staðar í heiminum. Við vonumst því til að síðan muni ferðast um netið og fólk prófi sig áfram. Okkur langaði til að virkja þennan súperheila sem er þarna úti. Þannig að ég hvet fólk til að kynna sér heima­ síðuna, gefa sér tíma til að pæla í henni og nota hana. Það flottasta sem getur gerst er að hugmyndirnar verði að veruleika, þegar notendum tekst að sameina krafta sína til að byggja eitthvað upp eða leysa einhvern vanda,“ segir Ívar að lokum, vongóður um framhaldið. „Við erum auðvitað háðir því að fá fjár- festa sem sjá möguleik- ana í því að byggja upp nýja Facebook með okkur. Vill virkja súperheilann Ívar Ingimarsson er hættur í at- vinnumennsku og sestur að á Egilsstöðum þar sem hann unir sér vel, undirbýr ferðaþjónustu á Stöðvarfirði og skapar hug- myndabanka á netinu, þar sem fólk getur unnið saman að því að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd. mynd ingibjörg dögg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.