Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 62
62 Sport 8.–10. júní 2012 Helgarblað
n Fimmtán Íslendingar hafa leikið í ensku úrvalsdeildinni n Þeim gæti fjölgað í haust n Hvar eru þeir í dag?
F
immtán íslenskir leikmenn
eiga deildarleiki að baki í
efstu deild á Englandi, frá
árinu 1992 þegar enska úr-
valsdeildin var stofnuð.
Þeim gæti fjölgað á næstu leiktíð
því í það minnsta tveir af efnileg-
ustu knattspyrnumönnum landsins
gætu í sumar gengið til liðs við forn-
fræg lið í efstu deild á Englandi.
Tveir til Liverpool-borgar?
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður
Hoffenheim, sló í gegn sem láns-
maður með Swansea á síðustu leik-
tíð. Eftir að Brendan Rodgers, sem
stýrði Gylfa fyrst hjá Reading og svo
Swansea, skrifaði undir samning
við Liverpool, bendir margt til þess
að Gylfi Þór fylgi honum þangað.
Annar ungur og þrælefnilegur
leikmaður, Björn Bergmann Sig-
urðsson, hefur með framgöngu
sinni með Lilleström í Noregi vak-
ið mikla athygli stærri félagsliða.
Þeir sem ef til vill hafa sýnt honum
mestan áhuga eru nágrannar Liver-
pool FC, Everton.
Ungir og góðir
Ef svo færi að Gylfi Þór léki áfram í
Englandi og Björn Bergmann gengi
til liðs við Everton, yrðu fjórir leik-
menn úr U21 árs landsliðinu frá
því í fyrra, komnir í enska bolt-
ann. Eggert Gunnþór Jónsson féll
reyndar með Wolves, auk þess sem
Aron Einar Gunnarsson leikur lyk-
ilhlutverk í sterku liði Cardiff City, í
næstefstu deild.
Eiður Smári
Guðjohnsen
n Fæddur: 1978 n Staða: Framherji
2000–06 Chelsea 186 leikir 54 mörk
2010 Tottenham 11 leikir 1 mörk
2010 Stoke 4 leikir 0 mörk
2011 Fulham 10 leikir 0 mörk
Alls: 211 leikir 55 mörk
Hvar er hann í dag? Eiður Smári er
á mála hjá AEK í Grikklandi en gæti yfirgefið
liðið í sumar.
211 leikir
Guðni Bergsson
n Fæddur: 1965 n Staða: Varnarmaður
1992–93 Tottenham 5 leikir 0 mörk
1995–2003 Bolton* 129 leikir 8 mörk
Alls 138 leikir 8 mörk
Hvar er hann í dag? Guðni hætti
knattspyrnuiðkun árið 2003 og starfar í dag
sem lögmaður á Íslandi.
*1995-96, 1997-98, 2001-03 í úrvALSdeiLd
135 leikir
Jóhannes Karl
Guðjónsson
n Fæddur: 1980 n Staða: Miðjumaður
2002–03 Aston Villa 11 leikir 2 mörk
2003–04 Wolves 11 leikir 0 mörk
2009–10 Burnley 10 leikir 0 mörk
Alls: 32 leikir 2 mörk
Hvar er hann í dag? Kominn heim
frá Englandi og leikur með ÍA.
32 leikir
Þorvaldur
Örlygsson
n Fæddur: 1966 n Staða: Miðjumaður
1992–93 Nott. Forest 20 leikir 1 mörk
Alls: 20 leikir 1 mörk
Hvar er hann í dag? Þorvaldur
þjálfar karlalið Fram í efstu deild hér heima.
20 leikir
Brynjar Björn
Gunnarsson
n Fæddur: 1975 n Staða: Vörn/miðja
2006–08 Reading 43 leikir 3 mörk
Alls 43 leikir 3 mörk
Hvar er hann í dag?Brynjar er enn á
mála hjá Reading þar sem hann hefur verið
frá 2005. Hann hætti við að koma heim og
spila með KR í sumar eins og jafnvel stóð til.
43 leikir
Lárus Orri
Sigurðsson
n Fæddur: 1973 n Staða: Varnarmaður
2002–03 West Brom 29 leikir 0 mörk
Alls: 29 leikir 0 mörk
Hvar er hann í dag? Er þjálfari KF í
2. deild karla.
29 leikir
Hermann
Hreiðarsson
n Fæddur: 1974 n Staða: Varnarmaður
1997–98 Crystal Palace 26 leikir 3 mörk
1999–00 Wimbledon 24 leikir 1 mörk
2000–02 Ipswich 74 leikir 2 mörk
2003–07 Charlton 132 leikir 5 mörk
2007–10 Portsmouth 70 leikir 6 mörk
Alls: 326 leikir 17 mörk
Hvar er hann í dag? Lék síðast með
Coventry en er samningslaus. Leitar að nýju
félagi.
326 leikir
11
3
10
2
9
1
8
Strákarnir okkar
í enska boltanum
Ekki sótt um
að halda EM
Ísland hefur ekki sótt um að
halda Evrópumót kvenna í
handknattleik. Þetta segir Einar
Þorvarðarson, framkvæmdastjóri
Handknattleikssambands Ís-
lands, við fréttamiðilinn Vísi.
EHF, Evrópska handknattleiks-
sambandið, birti Ísland á lista yfir
þær þjóðir sem hefðu sýnt áhuga
á að halda keppnina. Til stóð að
mótið færi fram í Hollandi en á
dögunum gáfu Hollendingar ver-
kefnið frá sér. Fyrir vikið getur svo
farið að Hollendingar missi sæti
sitt á mótinu. Það gæti þýtt að Ís-
lendingar komist á mótið en Ís-
land náði bestum árangri þeirra
liða sem ekki tókst að tryggja sér
sæti á mótinu.
Vísir hefur eftir Einari
Þorvarðarsyni að ástæðu þess
að Ísland er nefnt á meðal þeirra
þjóða sem vilja halda keppnina
megi líklega rekja til fyrirspurnar
HSÍ til EHF. Þar spurði HSÍ meðal
annars hversu stórar hallir þyrfti
til að halda mótið. Málið sé hins
vegar ekki komið lengra.
Eiður fer
frá AEK
Knattspyrnumaðurinn Eiður
Smári Guðjohnsen mun á næstu
dögum hitta forráðamenn gríska
liðsins AEK þar sem gengið verð-
ur frá starfslokum hans við fé-
lagið. Frá þessu greinir vefmið-
illinn TopNews. AEK glímir, eins
og grískt samfélag, við mikla fjár-
hagsörðugleika um þessar mundir
og ætlar að láta sína dýrustu menn
fara frá félaginu í sumar. Þetta
rennir stoðum undir það sem haft
var á dögunum eftir Arnari Grét-
arssyni, yfirmanni knattspyrnu-
mála hjá AEK, að Eiður Smári
myndi yfirgefa félagið – enda
gengi illa að greiða laun. Engar
fregnir hafa borist af því hvert Eið-
ur Smári heldur næst.