Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 38
Í talir hafa ekki staðið undir væntingum á EM undanfarin ár. Þessi blóðheita knattspyrnu- þjóð fagnaði síðast sigri í keppninni árið 1968 á heimavelli og síðasti úrslitaleikur liðsins var tap- leikur gegn Frökkum fyrir tólf árum. Kröfur eru um betri árangur hjá fjórföldum heimsmeisturum. Þjóðin hefur ekki bara leikmennina til að gera góða hluti í ár heldur nú einnig leiktíl til að skemmta áhorfendum. Menn ættu ekki að það blekkja sig þó Ítalía hafi farið gegnum undankeppnina með besta varnarárangur- inn því liðið er að leika jákvæðan sóknarbolta undir stjórn Cesare Prandelli. Lykilmaður í leikkerfi hans er Antonio Cassano. Kraftaverki líkast þykir að hann sé að leika fótbolta eftir að hann fékk skammvinna blóðþurrð í heila í október síðastliðnum og hjartaðgerð í kjölfarið til að gera við rót veikindanna. „Ég þarf leikmenn eins og hann,“ hefur Prandelli látið hafa eftir sér. Gríðarsterk Juventus-leg vörn og enn öflugari miðjuþrenning mun vera grunnurinn sem Ítalía byggir á. Prandelli varð að gera breytingar þar sem hann missti vinstri bakvörðinn Domenico Criscito úr hópnum vegna gruns um að hann tengist umfangsmiklu spillingar- máli. Federico Balzaretti, bakvörður Palermo leysir hann líklega af. Frammi er Antonio Di Natale líklegur til stórræða í markaskorun. Hann hefur skorað 23 mörk eða fleiri síðustu þrjár leiktíðir í Seria A og er í miklu stuði. Allir ættu svo að fylgjast með hinum skrautlega Mario Balotelli. Það er alltaf stuð í kring- um hann. Hann verður annað af tvennu; hetja eða skúrkur þjóðar sinnar í keppninni. Þ egar þú ert á blátindinum þá er eina leiðin sem eftir er niður á við. Það er vandamálið sem Vincente del Bosque stendur frammi fyrir með spænska landsliðið sem er eitt það besta í sögunni. Þjóðin er bæði ríkjandi Evrópu- og heimsmeistarar landsliða og liðið sem allir líta á sem eitt það sigurstranglegasta í keppninni. Þjóðin getur orðið sú fyrsta í sögunni til að verja EM-titil. Spánn á endalausan fjölda hágæðamiðjumanna en ólíkt fyrri stórmótum þá er það helst framherj- astaðan sem gæti orðið vandamál. David Villa, markahæsti leikmaður liðsins í undankeppninni, verður ekki með og Fernando Torres er í hyldjúpri lægð. Menn ættu því að fylgjast með Fernando Llorente sem mun líklegast leiða sóknarlínu Spánar. Hann skoraði 29 mörk í öllum keppnum með Atletic Bilbao á síðustu leiktíð og hefur sannað sig sem markaskorari. Sem fyrr verða miðjumennirnir, Xavi og Andrés Iniesta algjörir lykilmenn í öllu spili Spánar en spurning er hvort Cesc Fabregas eða David Silva verði með þeim í sóknartengiliðnum. Það má búast við því að Spánn bjóði upp á Barcelona-prósentur í því að halda boltanum, tiki-taka-leikstíllinn verður alsráðandi, leikmenn hreyfanlegir með andstæðinga á hælunum. Það er erfitt að sjá Spánverja fara illa út úr þessari keppni. En hversu langt komast þeir? Í rland er á EM í annað skipti í sögunni og í fyrsta skipti síðan 1988. Þá féll liðið úr leik í riðlakeppn- inni og með fullri virðingu fyrir mönnum Giovanni Trapattoni þá er erfitt að sjá þá komast lengra í ár miðað við riðilinn sem Írar lentu í. Þeir gætu þó gert stórþjóðunum skráveifu með þéttum varnarleik, hinum spræka Aiden McGeady á hægri kantinum og Robbie Keane í framlínunni. Sá síðarnefndi er lykilmaður sem allt spil liðsins fer í gegnum þar sem hann tengdir saman miðju og sókn. Hann var einnig markahæstur í undankeppninni með sjö mörk. McGeady er líklega skemmtilegasti leikmaður liðsins en Spartak Moskva greiddi Celtic mikinn pening fyrir hann árið 2010. Líklegt er að Trapattoni velji Damien Duff fram yfir James McClean á vinstri kantinum en McClean sló í gegn með Sunderland á tímabilinu eftir að landi hans Martin O‘Neill tók við liðinu. Fái hann sénsinn er hann leikmaður sem vert er að fylgjast með. Írland komst í úrslitakeppnina með dramatískum hætti þar sem leikmenn sýndu ótrúlegt hugrekki og baráttuvilja. Sömu mannkostir þurfa að vera í hæstu hæðum hjá hverjum einasta leikmanni írska landsliðsins á EM 2012. Ef svo er, þá er aldrei að vita hvert hin írska lukka fleytir liðinu. Króatía er að taka þátt á sínu fjórða Evrópumóti síðan liðið tók fyrst þátt árið 1996 og komst alla leið í 8 liða úrslit líkt og árið 2008 þegar liðið vakti talsverða athygli með Luka Modric í broddi fylkingar. Liðið hefur leik gegn Írlandi og leikmenn Slaven Bilic verða að tryggja sér þrjú stig í þeim leik ætli þeir að eiga möguleika á að berjast við Spán og Ítalíu um sæti í 8 liða úrslitum. Það verður þó við ramman reip að draga þar sem Írar hafa aðeins unnið einu sinni í síðustu sex leikjum liðanna. Sá sigur kom á heimavelli árið 1999. Luka Modric, Darijo Srna og Nikica Jelavic eru þeir leikmenn sem þarf að fylgjast með í króatíska lands- liðinu. Modric þekkja allir frá Tottenham og Jelavic sló eftirminnilega í gegn hjá Everton á síðari hluta tímabilsins. Haldi framherjinn áfram að skora gæti hann verið ein af stjörnum mótsins. Srna mun sjá um hægri vænginn hjá Króatíu nánast einn síns liðs, sjáið bara til, og finni baneitraðar fyrirgjafir hans kollinn á Jelavic í teignum er voðinn vís fyrir mótherjana. Það reyndist áfall fyrir Króata að missa framherjann reynda Ivica Olice skömmu fyrir mót. Eduardo er líklegur til að fylla í skarð hans í framlínunni. Vandi Króata er margir lykilmenn voru ekki að spila mikið með sínum félagsliðum á tímabilinu. Vörnin er einnig stórt spurningamerki, en takist Króötum að sækja eins og þeir geta best verður gaman að fylgjast með þeim. ÍtalíaSpánn ÍrlandKróatía Byrjunarlið 4-2-3-1 Byrjunarlið 4-4-2 1 9 11 6 15 3 Federico Balzaretti 16 Daniele De Rossi 2 Christian Maggio 8 Claudio Marchisio Gianluigi Buffon Giorgio Chiellini Antonio Di Natale 21 Andrea Pirlo > Mario Balotelli 10 Antonio Cassano Andrea Barzagli Byrjunarlið 4-3-1-2 1 9 10 3 2 5 Stephen Ward 4 John O‘Shea 7 Aiden McGeady Shay Given Richard Dunne Robbie Keane 8 Keith Andrews 6 Glenn Whelan Kevin Doyle 11 Damien Duff Sean St Ledger Byrjunarlið 4-4-1-1 Á bekknum Markverðir: Morgan De Sanctis, Salvatore Sirigu. Varnarmenn: Ignazio Abate, Leonardo Bonucci, Angelo Ogbonna. Miðjumenn: Alessandro Diamanti, Riccardo Montolivo, Thiago Motta, Antonio Nocerino. Sóknarmenn: Fabio Borini, Sebastian Giovinco. Á bekknum Markmenn: Keiren Westwood, David Forde. Varnarmenn: Stephen Kelly, Paul McShane, Darren O‘Dea. Miðjumenn: Darron Gibson, Stephen Hunt, Paul Green, > James McClean. Sóknarmenn: Jon Walters, Shane, Long, Simon Cox. Á bekknum Markverðir: Victor Valdés, Pepe Reina. Varnarmenn: Raúl Albiol. Miðjumenn: Javi Martínez, Cesc Fàbregas, Santi Cazorla, Jesús Navas . Framherjar: Juanfran, Pedro Rodríguez, Fernando Torres, Álvaro Negredo, Juan Mata. Á bekknum Markmenn: Ivan Kelava, Danijel Subasic. Varnarmenn: Jurica Buljat, Domagoj Vida. Miðjumenn: Danijel Pranjic, Ivan Rakitic, Ognjen Vukojevic, Milan Badelj, Mario Mandzukic, Ivan Perisic. Sóknarmenn: Ivo Ilicevic, Nikola Kalinic Þjálfari Cesare Prandelli Aldur: 54 Þjálfari: Giovanni Trapattoni Aldur: 73 Þjálfari Vicente del Bosque Aldur: 61 Þjálfari: Slaven Bilic Aldur: 43 Riðill C 10 Lítill og lipur Luka Modric vakti athygli á EM 2008 og er lykilmaður í liði Króata. Aldur: 26 Staða: Miðjumaður Landsleikir: 54 Mörk: 8 Félagslið: Tottenham > Lykilmaður Antonio Cassano > Lykilmaður Robbie Keane> Lykilmaður Luka Modric 19 Fernando Llorente Aldur: 27 Staða: Framherji Landsleikir: 20 Mörk: 7 Félagslið: Athletic Bilbao 9 Nikica Jelavic Aldur: 26 Staða: Framherji Landsleikir: 18 Mörk: 2 Félagslið: Everton 9 Mario Balotelli Aldur: 21 Staða: Framherji Landsleikir: 8 Mörk: 1 Félagslið: Man City 22 James McClean Aldur: 23 Staða: Kantmaður Landsleikir: 2 Mörk: 0 Félagslið: Sunderland > Fylgstu með > Fylgstu með > Fylgstu með > Fylgstu með 1 21 18 3 15 Jordi Alba 16 Sergio Busquets 17 Álvaro Arbeloa 14 Xabi Alonso Iker Cassillas Sergio Ramos 8 Xavi 6 Andrés IniestaDavid Silva 19 > Fernando Llorente Gerard Piqué 1 19 2 3 13 Ivan Strinic 10 Luka Modric 5 Vedran Corluka 16 Tomislav Dujmovic Stipe Pletikosa Gordon Schildenfeld 11 Darijo Srna 22 Eduardo Niko Kranjcar 9 > Nikica Jelavic Josip Simunic 10 Í stuði Cassano hefur blómstrað undir stjórn Prandelli hjá Ítalíu. Verður lykilmaður í öllu því sem þjóðin gerir á EM. Aldur: 29 Staða: Framherji Landsleikir: 29 Mörk: 9 Félagslið: AC milan 10 Af hjarta og sál Robbie Keane er frábær leikmaður sem mun gefa sig allan í bar- áttuna.n í leiki liðsins. Aldur: 31 Staða: Framherji Landsleikir: 117 Mörk: 53 Félagslið: LA Galaxy > Lykilmaður Xavi 8 Heilinn og hjartað Xavi Hernandez er lykillinn að allri velgengni Spánar á EM í ár. Aldur: 32 Staða: Miðjumaður Landsleikir: 108 Mörk: 10 Félagslið: Barcelona 38 EM 2012 8.–10. júní 2012 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.