Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Page 18
18 Fréttir 8.–10. júní 2012 Helgarblað „Pólitískt siðleysi“ að binda flotann Þ að er ekkert nýtt að fram- förum sé mótmælt af hagsmunaaðilum, seg- ir Jón Ólafsson, prófess- or í heimsspeki, um mót- mælaaðgerðir útgerðarmanna. LÍÚ sendi á laugardag frá sér tilkynn- ingu þar sem útgerðarmenn voru hvattir til að halda fiskveiðiflota landsins við bryggju út vikuna eftir sjómannadag og þannig þvinga yf- irvöld nær sjónarmiðum útgerðar- innar. Jón segir þá sem berjist fyrir þröngum sérhagsmunum verða að gefa eigin baráttu ásýnd almanna- hagsmuna. „Þess vegna er líka skýrasta og besta dæmið um póli- tískt siðleysi að berjast fyrir einka- hagsmunum í nafni almannahags- muna og reyna með því að hindra eðlilegar framfarir og þróun al- menningi til hagsbóta,“ segir Jón. Landssamband íslenskra út- vegsmanna staðhæfir að aðgerð- irnar séu löglegar. Útgerðin ætli að greiða starfsfólki laun á meðan stöðvunin standi yfir. Af þeim sök- um falli aðgerðin ekki undir lög um vinnustöðvun. Alþýðusamband Ís- lands hefur á móti haldið fram að aðgerðirnar feli í sér skýrt brot á lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur. „ASÍ áskilur sér, aðildarsam- tökum sínum og einstaka félags- mönnum, rétt til málshöfðunar til heimtu skaðabóta og sekta komi aðgerðirnar til framkvæmda.“ Efnahagsþvinganir útgerðar- manna Fulltrúar útgerðarmanna hafa ára- tugum saman gripið til hótana um efnahagsþvinganir telji þeir hags- munum sínum ógnað. Árið 2010 samþykktu útvegsmenn sams kon- ar áskorun til að mótmæla hug- myndum um fyrningu kvótans. Aðspurður á sínum tíma hvort að- ferðin væri eðlileg sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, að hann liti ekki svo á að um hótun væri að ræða. Stjórnvöld væru í raun þau sem hótuðu. Þau hóti því að taka veiðiheimildir af fyrirtækjunum og menn hljóti að bregðast við hótunum um að setja þau í þrot og þar með íslenskan sjávarútveg í gjaldþrot. Árið 1982 hótaði LÍÚ að stöðva flotann en þá samþykkti 25 manna trúnaðarráð félagsins að stöðva flotann á miðnætti 10. september vegna óánægju með ákvörðun fisk- verðsnefndar um verðlag á fiski. Seðlabankinn upp við vegg Útgerðarfélagið Samherji stöðvaði nýlega innflutning á hráefni frá þýsku dótturfélagi sínu vegna rann- sóknar Seðlabankans á ásökunum um brot fyrirtækisins á gjaldeyris- höftum. Þá krafðist félagið þess að Seðlabankinn afhenti fyrirtækinu gögn sem fyrirtækið taldi nauðsyn- legt að hafa undir höndum til að leggja sjálfstætt mat á lögmæti rann- sóknarinnar. Ákvörðunin varð til þess að vinnsla fyrirtækisins á Dalvík gaf út að hætta væri á vinnslustöðv- un með tilheyrandi tekjutapi og samfélagsrofi. Þorsteinn Már sagði á sínum tíma að ákvörðunin yrði endurskoðuð gengi Seðlabankinn að kröfum Samherjasamsteypunn- ar. Hann vildi þó ekki viðurkenna að með þessu væri stofnuninni stillt upp við vegg. Barist gegn vökulögum Sjómenn börðust á þriðja áratug síðustu aldar fyrir lögbundnum hvíldartíma. Kaflaskil urðu í þeirri baráttu árið 1928 þegar sex tíma lögbundinn hvíldartími var sam- n Sagan mun dæma aðgerðirnar n Útgerðarmenn hafa ítrekað beitt álíka aðferðum Útgerðarmenn funda Útgerðarfélagið Brim boðaðið starfsfólk og fjölmiðla á fund vegna fyrirhugaðra breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Flotinn var bundinn við bryggju á sjómannadag. Sagan dæmir þá Jón Ólafsson prófessor segir líklegt að sagan dæmi aðgerðir útgerðarmanna hart. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is fyrir lífiðfjárfesting gluggar og hurðir Faris ehf. Gylfaflöt 16-18 112 Reykjavík s: 5710910 www.faris.is 10 ára ábyrgð Skoðaðu lausnir fyrir ný og eldri hús á faris.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.