Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 57
Lífsstíll 57Helgarblað 8.–10. júní 2012
Götutískan
í Reykjavík
n Júnímánuður hefur verið ljúfur og þá fær tískan að njóta sín í sólinni
Úlfar Logason
Jakki: Spútnik
Buxur: Zara
Belti: Spútnik
Skór: Zara
Skyrta: Spútnik
Bestu kaup fyrir sumar - Buxur frá Munda Sveinn Rúnar
Skyrta: Blend
Hattur: Sautján
Buxur: Blend
Skór: Blend
Bestu kaup fyrir sumar: Slaufa úr Nostalgíu
Samúel Þór
Buxur: Cheap monday
Skyrta: Urban Outfitters
Leðurjakki: Spútnik
Bestu kaup fyrir sumarið: Leðurjakkinn úr
Spútnik
Hlédís
Kjóll: Lacoste
Peysa: Vintage
Bestu kaup fyrir sumar: Silkiskyrtur og kjólar,
samfestingar og platform-skór
Guðrún Ósk
Kjóll: Zara
Skór: Steve Madden
Bestu kaup fyrir sumar: Léttir sumarkjólar frá Asos og
Zöru
Steingerður Sonja
Skyrta: Rokk og rósir
Leðurstuttbuxur: Sautján
Skór: Manía
Bestu kaup fyrir sumar: Marglitað ullarponsjó með
dúskum
Fallegur farði
með sólarvörn
BB kremið frá Clinique var val-
ið besta andlitskremið 2011 og
er með 35 SPF sólarvörn. Kremið
gefur frískandi útlit og inniheldur
„primer“ sem vinnur á húðinni og
sléttir fínar línur. Auk þess dreg-
ur BB kremið úr litamisfellum og
felur ör.
BB kremið dregur einnig úr roða
og mýkir yfirborð húðarinnar. Það
mattar húðina þar sem húðin þarf
á því að halda og gefur henni því
lýtalaust útlit.
Hægt er að nota kremið eitt og sér
eða bera á sig dagkrem og setja BB
kremið yfir.
BB kremið kemur í þremur lita-
tónum og því ættu allir að geta
fundið sinn rétta lit.
Missoni og
Lindex í haust-
tísku 2012
Hið heimsþekkta tískuhús Missoni
er komið í samstarf við Lindex.
Missoni hannar línu fyrir sænsku
keðjuna og 10 prósent af söluand-
virði rennur til styrktar rannsókn-
um á brjóstakrabbameini. Missoni
mun hanna allt að sjötíu flíkur,
kvenfatnað, undirföt, fylgihluti
og barnafatnað og verður ein-
kennandi mynstur þeirra, efna- og
litaval áberandi.
Fötin koma í verslanir Lindex
þann 25. september.
Vatnslosandi
drykkur
Margir finna fyrir bjúg í heitu
sumarveðri. Besta leiðin til að
losna við hann er hreyfing og
vatnsdrykkja.
Gott ráð er að blanda vatnið með
engifer og sítrónu.
5 cm bútur af engiferrót, þvegin og
skorin í bita
3 sneiðar af sítrónu
2 l vatn
Kremjið varlega engiferrótina í
mortéli. Blandið saman við vatnið,
setjið sítrónusneiðar út í og látið
standa í ísskáp í klukkutíma.