Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 14
14 Fréttir 8.–10. júní 2012 Helgarblað Einar „Boom“ laus úr haldi Einar „Boom“ Marteinsson, fyrr- verandi formaður Hells Angels á Íslandi, er laus úr gæsluvarð- haldi. Einar hefur setið inni síð- an 13. janúar en hann bíður nú dóms ásamt þremur öðrum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hin þrjú ákærðu voru úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. Einar er talinn hafa skipulagt árásina sem var sérlega hrottaleg og átti sér stað í Hafnarfirði þann 22. desember síðastliðinn. Þar var ráðist inn til konu og henni mis- þyrmt harkalega, bæði líkamlega og kynferðislega. Einar var ekki á staðnum þegar árásin átti sér stað en er talinn hafa skipulagt árásina sem var hefndaraðgerð. Hann hef- ur neitað aðild að árásinni og seg- ist ekki hafa þekkt fórnarlambið persónulega. Alls voru sex ákærð í málinu en fjögur hafa setið í gæsluvarðhaldi. Einar var eins og áður sagði formaður Vítisengla á Íslandi eða Hells Angels. Hann hætti sem for- maður þeirra meðan hann sat inni. Hann hringdi í DV úr gæslu- varðhaldinu og tilkynnti að hann væri hættur í samtökunum. Dóms er beðið í málinu en samkvæmt heimildum DV verður hann kveðinn upp þann 18. júní næstkomandi. Engin ævisaga Útgáfufélagið Sena hefur ákveðið að hætta við útgáfu fyr- irhugaðrar ævisögu Annþórs Kristjáns Karlssonar sem nú situr í gæsluvarðhaldi grun- aður að hafa orðið samfanga sínum að bana, auk þess sem ákærur fyrir fjölmörg gróf of- beldisbrot á hendur honum og fleirum eru nú til meðferðar í dómskerfinu. Sölvi Tryggvason ætlaði að skrifa ævisöguna en hann hafði áður tekið viðtal við Annþór fyrir sjónvarpsþátt sinn á Skjá Einum þar sem Annþór birtist áhorfendum sem nýr og breyttur maður. Jón Þór Ey- þórsson, deildarstjóri bóka- deildar Senu, staðfesti við RÚV að ævisagan hafi verið söltuð. Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 Sumar 2012 Kynnum nýja vörulínu 25% afsláttur lindesign.is 0 kr sendingargjald fram á laugardag J óhann Traustason og Guð- björgu Ingu Guðjónsdóttur þekkja flestir sem Jóa og Guggu en þau vöktu athygli þegar fréttaskýringaþátturinn Kompás fylgdi þeim eftir og fjall- aði um líf þeirra sem langt leiddra fíkniefnaneytenda. Þau hafa nú ver- ið edrú í rúmlega eitt ár en þurftu að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur á fimmtudag til að svara fyrir gamlar syndir. Sátt við dómana Þá var tekin fyrir ákæra á hendur þeim báðum fyrir að hafa í febrúar 2009 rænt Lyf og heilsu í Austurveri, þar sem Gugga ógnaði starfsmanni lyfjaverslunarinnar með sprautu- nál og hníf og krafðist þess að fá af- hent lyfið Contalgin, sem hún fékk. Gugga hafði á brott með sér þrjár pakkningar af lyfinu og komst und- an í bifreið sem Jói ók. Í samtali við DV segir Gugga að atvikið hafi átt sér stað þegar hún var sem veikust af neyslunni. Dómari dæmdi Guggu í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi en Jói var dæmdur í átta mánaða fang- elsi skilorðsbundið til tveggja ára. „Ég er sátt við þessa dóma,“ seg- ir Gugga. „Þetta var þegar ég var svakalega veik í neyslu. Ég hafði aldrei áður gert svona og hef aldrei gert það aftur.“ Aðspurð hvort hún hafi náð botninum þegar hún rændi verslunina segir hún: „Ég veit það ekki, mér fannst ég vera alltaf svo- lítið langt niðri, en jú, þetta kannski hjálpaði mér seinna meir að fara í meðferðina og verða edrú og svona.“ Hefðu ekki þolað að fara í fangelsi Gugga hélt upp á eins árs edrúafmæli sitt þann 1. maí síðast- liðinn og segir lífið aldrei hafa ver- ið jafn gott. Þau Jói vinna saman hjá Samhjálp í Stangarhyl þar sem þau fá að „… þjónusta fyrir Jesú Krist,“ sem hún segir þau elska. „Núna bý ég við gleði, frið og fögnuð. Það er svona fögnuður inni í mér og of- boðslega mikið þakklæti. Ég hlakka til að vakna og það er ekki þessi kvöl, þannig að lífið er bara dásamlegt í dag. Þetta er ekkert alltaf auðvelt, en það er dásamlegt hversu vel það hefur gengið hjá okkur.“ Jói grípur orðið og segist vera ánægður og þakklátur fyrir að dóm- arinn hafi við dómsuppsögu tek- ið tillit til þess að þau hafi hætt í neyslu. „Dómarinn tók tillit til þess hvað við erum að gera núna. Það er nefnilega dálítið magnað. Ég er ekk- ert viss um að við hefðum þolað það að fá einhvern fangelsisdóm á okk- ur núna.“ Hann segir edrúmennskuna ganga framar björtustu vonum. „Það gengur svo miklu betur en maður hefði nokkurn tímann þor- að að vona. Þetta er búið að vera svakalega erfitt, en við vorum bara að koma af þannig stað að mað- ur átti alltaf von á því að líkaminn myndi bara öskra á þetta kjaftæði sem við vorum að nota. En við höf- um einhvern veginn fengið að vera laus við það. Við erum náttúru- lega búin að vera svakalega dugleg í prógramminu. Við erum í AA og við erum í kirkjunni og svo hefur Sam- hjálp stutt vel við bakið á okkur. Lífið er yndislegt.“ „Lífið er yndislegt“ n Jói og Gugga fengu dóm fyrir gamlar syndir n Hafa verið edrú í rúmlega ár„Ég hlakka til að vakna og það er ekki þessi kvöl, þannig að lífið er bara dásamlegt í dag Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Edrú og ánægð Jóhann Traustason og Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir sem eru betur þekkt sem Jói og Gugga, fengu skilorðsbundinn dóm síðastliðinn fimmtudag, fyrir rán sem þau frömdu árið 2009. Þau hafa síðan snúið við blaðinu og eru edrú í dag. mynd Sigtryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.