Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 30
30 Viðtal 8.–10. júní 2012 Helgarblað
Í
var Ingimarsson átti góða æsku
í litlum bæ úti á landi þar sem
krakkarnir léku lausum hala á
meðan fullorðna fólkið vann upp
til hópa í frystihúsinu. Fótboltinn
átti hug hans og hjarta og þegar hann
varð sextán ára flutti hann til Reykja-
víkur til að freista gæfunnar, spila
fótbolta í fyrstu deild og komst inn í
landsliðið. Þaðan lá leiðin út í heim
þar sem hann fékk himinhá laun fyr-
ir að eltast við boltann. Það lá samt
alltaf ljóst fyrir að einn daginn ætlaði
Ívar að snúa aftur heim og nú er hann
kominn, 35 ára gamall fjölskyldufað-
ir sem vill veita börnunum sínum
sama frelsið og hann upplifði í æsku.
Nema hvað, gamla þorpið á lítið skylt
við minningarnar úr æsku, búið er að
loka frystihúsinu, fjölmargir eru flutt-
ir í burtu og fátt er um að vera.
Hörð samkeppni
Eins og fyrr segir var Ívar sextán ára
þegar hann fór að heiman til að spila
með Val. Hann var í borginni í fjög-
ur ár eða þar til hann hélt til Eyja um
tvítugt þar sem hann spilaði með
ÍBV í tvö ár. „Ég fór ekki að spá í það
af einhverri alvöru að ég gæti farið
út í atvinnumennsku fyrr en ég varð
tvítugur. Þá tók ég ákvörðun um að
gefa því séns, lagði harðar að mér og
passaði betur upp á mig. Það skilaði
sér á endanum og ég fór út.“
Þaðan lá leiðin til Bretlands árið
1999 þar sem Ívar skrifaði undir at-
vinnumannasamning, þá 22 ára að
aldri. „Það hefði verið fínt að fara út
nokkrum árum fyrr. Liðin horfa yfir-
leitt til yngri leikmanna því þau telja
að þau geti mótað þá betur og líta svo
á að þeir eigi meira inni, það sé hægt
að þjálfa þá betur upp og ná meiru úr
þeim.
Á móti kemur að strákar sem fara
mjög ungir út eru ekki eins harðnað-
ir. Ég var orðinn þetta gamall og til-
búnari í hörkuna sem fylgir atvinnu-
mennskunni. Það var ekkert auðvelt
að vera fjarri vinum og fjölskyldu á
meðan maður var að reyna að fóta sig
í harðri samkeppni. Það var ákveðin
pressa sem fylgdi því og það var
ekkert auðvelt. Þess vegna er ekk-
ert óeðlilegt við það að margir strák-
ar sem fara ungir út komi fljótt heim
aftur.“
Gat tekið á
Atvinnumennskan er enginn dans
á rósum segir Ívar. „Þess vegna er
betra að vera eins vel undirbúinn fyr-
ir lífið og hægt er. Þótt ég fengi minn
fyrsta samning var ekki þar með sagt
að þetta væri komið í höfn. Ég þurfti
að halda áfram og bæta við mig til að
halda stöðunni.
Það er gríðarlegur fjöldi stráka
sem er til í berjast um hverja stöðu og
liðin eru fljót að skipta út mönnum ef
þeir eru ekki að standa sig. Svo kemur
kannski nýr þjálfari inn sem líkar ekki
við þig, þannig að þetta er breyting-
um háð,“ segir Ívar þar sem hann
situr við borðstofuborðið heima og
strýkur kisa.
Stundum tók þetta á. „Það komu
tímar þar sem ég spáði í það hvort
þetta væri eitthvað sem ég myndi
nenna að standa í og væri þess virði.
Sérstaklega fyrsta árið en þá setti ég
mér takmark, halda út þrjá mánuði í
senn, gera betur og gera það sem ég
þyrfti að gera til að breyta aðstæðun-
um og mér tókst að vinna mig í gegn-
um þetta. Ég var náttúrulega að flytja
frá mínum nánustu og gat ekki bara
tekið símtalið og fengið einhvern til
að skjótast yfir ef á þurfti að halda.
En ég var svo heppinn að kærastan
mín kom með mér og það var mikill
stuðningur í því.“
Lifðu lífinu eins og áður
Oft er talað um að atvinnumennsku í
fótbolta fylgi mikið glamúrlíf. Ívar gef-
ur lítið fyrir það. „Vissulega höfðum
við það rosalega gott. Það var fátt sem
við leyfðum okkur ekki, en við lifðum
samt engu lúxuslífi þannig séð. Auð-
vitað hafa menn val um það, þeir ráða
því hvernig þeir lifa lífi sínu. Við lifð-
um okkar lífi bara eins og við höfðum
alltaf gert.
Auðvitað er það skiljanlegt með
unga stráka sem fara út og fá allt í einu
mikla athygli, allt í einu vilja allir tala
við mann og hlæja að öllum bröndur-
um sem maður segir, og maður hefur
allt í einu töluvert mikið af peningum
á milli handanna. Þá getur það gerst
að menn missi sig. Það er eðli ungra
manna.
En yfirhöfuð eru íslenskir strákar
sem fara út í atvinnumennsku með
fæturna á jörðinni. Þeir fara út til
þess að standa sig. Þess vegna sækja
klúbb arnir í íslenska stráka, því þeir
eru duglegir, samviskusamir, mæta á
æfingar og eru yfirleitt ekki með ves-
en utan vallar. Þeir leikmenn sem fóru
út á undan mér, Hemmi Hreiðars,
Guðni Bergs, Lárus Orri og fleiri stóðu
sig vel og það fór gott orð af þeim. Það
hjálpaði okkur sem á eftir komu.“
Ákveðin forréttindi
Ívar spilaði lengst af með Reading en
hann var einnig á mála hjá Brentford
í upphafi ferilsins og lauk honum svo
með Ipswich. Eftir tólf ár í atvinnu-
mennsku var hann búinn að fá nóg.
„Það var ótrúlega auðvelt að hætta.
Ég var búinn að spila fótbolta síðan ég
var smápolli og byrjaði að spila meist-
araflokksbolta þegar ég var þrettán
ára þannig að ég er búinn með minn
skammt af fótbolta, þetta var orðið
gott,“ segir Ívar og bætir því glettinn
við að það verði þá bara pollaboltinn
næst. Hann á tvö börn, átta ára son og
sex ára dóttur.
Harkið var vel þess virði og hann
hefði ekki viljað sleppa því. „Þetta
var náttúrulega frábært tækifæri til
að víkka út sjóndeildarhringinn. Við
komum bæði frá litlum sveitarfélög-
um en fórum saman suður fyrir bolt-
ann og svo út.
Það var góður skóli að koma sér
upp fjölskyldu erlendis, að fá að kynn-
ast þessari menningu og öllu þessu
fólki og ferðast víða. Það eru auðvit-
að ákveðin forréttindi að hafa feng-
ið að prófa þetta,“ segir Ívar. „En mér
finnst alltaf fyndið að hugsa til þess
að menn geti haft atvinnu af því að
sparka í bolta, sem maður gerði hvort
eð er alla daga sem krakki og var það
skemmtilegasta í heimi. Það er merki-
legt að fá laun fyrir að elta bolta,“ segir
Ívar og glottir.
Skellur fyrir Stöðvarfjörð
Þegar það var orðið ljóst að þau hjón-
in væru á heimleið veltu þau því að-
eins fyrir sér hvar þau ættu að koma
sér fyrir. Í raun kom samt aldrei annað
til greina en að setjast að á Egilsstöð-
um. Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður
eru staðir sem báðir eru á undanhaldi
að mati Ívars. „Það hefur fækkað mik-
ið á þessum stöðum á síðustu árum.
Ætli það hafi ekki verið um 360 íbúar á
Stöðvarfirði þegar ég var unglingur en
nú eru þeir komnir vel niður fyrir 200.
Stærsti skellurinn kom þegar Sam-
herji lokaði frystihúsinu og önnur
störf fylgdu á eftir, störf sem voru til af
því að það var fiskvinnsla á svæðinu.
Kaupfélaginu var lokað, bankanum
og svo mætti lengi telja. Það er mjög
sorgleg að sjá hvernig hefur farið fyrir
Stöðvarfirði og öðrum stöðum í svip-
aðri stöðu.“
Vildu veita þeim frelsi
Ívar ákvað því að setjast að á Egils-
stöðum, þar sem hann býr í nýju
hverfi sem kennt er við bakkana. Enn
eru mörg húsin óseld, söluskiltum er
stillt upp í gluggana og húsin standa
auð. Það breytir því ekki að hér líður
Ívari vel. Húsið hans stendur við ána
og náttúran blasir við þegar horft er
út um eldhúsgluggann. Hann er enn
í sínum landsfjórðungi, bara í bæ sem
býður upp á fleiri möguleika.
„Ég setti mér það markmið að vera
kominn heim þegar ég yrði 35 ára og
það stóðst svona nokkurn vegin. Við
vildum búa þar sem fjölskyldan er og
fjölskyldur okkar eru á Íslandi. Og þar
sem við erum bæði að austan, ég frá
Stöðvarfirði og konan mín frá Breið-
dalsvík langaði okkur til að setjast að
hér fyrir austan.
Okkur langaði líka að leyfa krökk-
unum að kynnast þessu frjálsræði, að
fá að upplifa það að geta gengið sjálf
í skólann. Það er frábært að búa við
slíkar aðstæður. Úti var þeim fylgt inn
á skólalóðina og þau léku sér aðallega
í lokuðum bakgarði heima. Þau höfðu
aldrei kynnst því að fara út og banka
upp hjá félögunum til að spyrja hvort
þeir vildu koma út að leika, þetta er
bara ekki þannig þar.“
Tækifærin eru víða
Ívar stendur upp, nær í könnu og fyll-
ir af vatni, sækir glös og skenkir vatni
í glös. Við ræðum framtíðina, sem er
björt – eða hann vonar það. Hann sér
tækifærin og vonar að Austfirðingum
beri gæfa til að grípa þau. „Ég held að
framtíðin sé björt að því gefnu að við
látum ekki staðar numið hér, þó að
við séum búin að fá okkar álver.
Við þurfum að vinna saman, nýta
tækifærin sem fylgja minnkandi
heimi og vaxandi ferðamannastraumi
til landsins. Við þurfum að taka okkur
á í þeim efnum og hlúa að þeim fyrir-
tækjum sem eru í nýsköpun á svæð-
inu.
Nú er búið að byggja hér álver og
sama hvað hverjum finnst um það þá
er um að gera að nýta tækifærið sem
fylgir því til að byggja upp aðra at-
vinnumöguleika. Ef það er ekki hægt
að nýta tekjurnar af álverinu til þess
þá er það glatað tækifæri. Það væri
mjög sorglegt ef það endaði þannig
að það sæti ekkert eftir nema verk-
smiðjan og það sem fylgir henni,“ seg-
ir Ívar. „Þá gæti sú stund runnið upp
að menn spyrji af hverju við vorum að
standa í þessu.“
Mikilvægt að missa ekki
frumkvæðið
Tækifærin felast meðal annars í ferða-
mennsku og þjónustu, segir Ívar, sem
telur Austurland eftirbát annarra
landshluta hvað ferðaþjónustu varð-
ar. „Ég hefði viljað sjá okkur nýta
þessi tækifæri betur í stað þess að
fara þessa leið. Við sjáum til dæmis
hvað þeim tókst að gera fyrir vestan
með sjóstangaveiðinni og eins hvern-
ig Norðlendingar nýta skíðasvæðin
og hvernig þeir taka á móti skemmti-
ferðaskipunum.
Kannski er það hluti af ruðnings-
áhrifum frá álverinu að menn hugi
Vildi v ita börnunum frelsi
Ívar Ingimarsson er komin heim og hættur í atvinnu-
mennsku eftir tólf ára feril í Bretlandi. Hann ræddi við
blaðamann um atvinnumennskuna og álagið sem
fylgir henni, fjarveruna frá fjölskyldunni og frelsið sem
hann vildi veita börnunum sínum. Hann ræðir einnig
um breytingarnar á samfélaginu austur á fjörðum, ál-
verið sem kom, störfin sem töpuðust og gamla þorpið
sitt, jörðina sem hann keypti undir ferðaþjónustu og
hugmyndabankann sem hann stofnaði á netinu.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Viðtal
„Það komu tímar þar
sem ég spáði í það
hvort þetta væri eitthvað
sem ég myndi nenna að
standa í og væri þess virði
„Allt í einu vilja allir
tala við mann og
hlæja að öllum bröndur-
um sem maður segir, og
maður hefur allt í einu
töluvert mikið af pening-
um á milli handanna.