Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 46
46 Viðtal 8.–10. júní 2012 Helgarblað
Skortur á hugrekki „Það er fullt af góðu fólki á
þingi sem er auðmjúkt og vinnur vel. Ég held hins
vegar að samfélagið, eða hluti þess, sé ekki ennþá
tilbúið fyrir breytta orðræðu þrátt fyrir að kalla
eftir henni og annarri nálgun á stjórnmálin.
Að knúsast með börnin, að gleyma
sér við það að rótast í þeim og fylgjast
með þeim og gleðjast yfir einu fram-
faraskrefi í einu, þá verður allt hitt
sem hefur verið sárt frekar veigalítið.“
Hún fékk mikilvægt símtal frá
lækni dóttur sinnar í byrjun október
2008, í miðju bankahruni. „ Dóttir
mín greindist með einhverfu og
flogaveiki í upphafi ársins 2008. Um
vorið fór hún í heilamyndatöku þar
sem æxli uppgötvaðist við litla heil-
ann. Hún fór í uppskurð þar sem
hluti æxlisins var fjarlægður og við
bjuggumst við því að hún þyrfti að
fara í aðra skurðaðgerð og geisla-
meðferð. En þá var hringt og lækn-
irinn sagði mér að það væri ekkert
eftir af æxlinu. Það væri horfið.“
Þorgerður segist hafa sett hlutina
í samhengi. „Efnahagurinn var að
hrynja en á sama tíma fékk ég að
upplifa hvað er dýrmætast í lífinu.
Það setti sitt mark á mig og gaf mér
aukinn kraft til að takast á við erfið-
leika í íslensku samfélagi.“
Fengitími á fjögurra ára fresti
Öll börn sín hefur hún borið undir
belti á kosningaári. Drengirnir
fæddust árið 1995, 1999 og 2003.
„Ég hef sagt að fengitími minn sé
aðeins á fjögurra ára fresti og þá á
kosningaári. Enda fékk ég oft þessa
spurningu í kosningunum 2007.
Ekki ertu ófrísk núna?
Ég var heilsuhraust allar með-
göngurnar. Kannski svolítið lúin á
þeirri síðustu. Mér líður aldrei betur
en þegar ég er með barni en þyngist
reyndar óheyrilega.
Það var náttúrulega reynsla að
byrja á þingi með barn á brjósti um
aldamótin. Ég var síðan með dóttur
mína á brjósti fyrstu mánuðina
meðan ég var menntamálaráðherra.
En ég bara gekk í þetta. Ég mjólk-
aði mig á kvöldin og áður en ég fór
í vinnuna. Þegar eitthvert stress eða
uppnám var byrjaði allt að leka. Gat
verið skondið og á stundum neyðar-
legt. Þetta var í stuttan tíma en þetta
var gaman,“ segir hún og brosir
breitt.
„Barneignir og það sem þeim
fylgir á ekki að vera hindrun, hvað
þá að konur eigi að falla sjálfkrafa
inn í eitthvert box sem er eins fyrir
allar nýbakaðar mæður. Mér finn-
ast leiðinlegar og gamaldags um-
ræðurnar um forsetakosningarnar.
Eftir stendur að valið á alltaf að vera
okkar. Við konur erum alveg full-
færar um að sjá um börnin okkar í
hvaða aðstæðum sem er. Ekki koma
með þá afsökun að konur séu ólétt-
ar, í fæðingarorlofi eða með barn á
brjósti. Við klárum það sem fyrir
okkur er lagt. Ekki taka þetta af okk-
ur. Við verðum að hafa þetta val. Og
verið alveg óhrædd – börnin verða
alltaf í fyrirrúmi.“
Breiðhyltingar eru frjálsir í anda
Þorgerður er alin upp af hlýju og for-
eldrar hennar, Gunnar Eyjólfsson og
Katrín Arason, vildu að dætur þeirra
fengju jöfn tækifæri og drengir.
Ég er alin upp í Reykjavík, fyrst
á Fálkagötunni og bjó í svokallaðri
leikarablokk. Á neðri hæðinni voru
meðal annarra Jón Sigurbjörnsson
og Þóra Friðriksdóttir leikarar og
dóttir þeirra og æskuvinkona mín
Kristín Jónsdóttir.
Svo var Helgi Skúla í næsta húsi á
19 og Nína Tryggvadóttir á 17. Sem
betur fer flutti ég því ég var á góðri
leið með að verða KR-ingur. Það hefði
ekki verið gott,“ segir hún og hlær.
„Við fluttum upp í Breiðholt
þegar ég var sjö ára. Bjuggum fyrsta
mánuðinn hjá Erlu og Bessa Bjarna-
syni heitnum. En svo fluttum við
inn í Gilsárstekkinn og það var
mitt æskuheimili. Ég tel mig vera
Breiðhylting að upplagi þótt ég sé
gallharður Hafnfirðingur. Tónninn
í öllum Breiðhyltingum, hvort sem
þeir eru í Efra- eða Neðra-Breiðholti,
er sá sami. Þeir eru frjálsari í anda,
smá villimennska svona, þeir leyfa
sér að hugsa út fyrir kassann.
Ég og systir mín erum aldar
upp af mikilli hlýju og umhyggju.
Mamma og pabbi gættu þess að við
gætum staðið á eigin fótum og það
var mikil jafnréttisumræða á heim-
ilinu. Við værum alveg jafnklárar og
strákarnir. Ég man að mamma sagði
að maður yrði að ganga menntaveg-
inn af því að við yrðum alltaf á hvaða
tímabili sem er að geta staðið einar
og sér. Mættum sko aldrei vera háð-
ar neinum „kalli“. Það er hluti af okk-
ar æsku að vera sterkar, sjálfstæðar
og hugsa á jafnréttisgrundvelli.“
Hugar að jafnrétti á eigin
heimili
Hún er þakklát fyrir uppeldið. „Það
er mikilvægt að foreldrar innræti
börnum sínum jafnrétti. Það var
mikið passað upp á það að drengj-
um væri ekkert forgangsraðað um-
fram okkur. Ég held að foreldrar
þurfi að vera mjög meðvitaðir um
þetta í dag.
Ég er sjálf meðvituð um jafnrétti
sem foreldri. Ég passa upp á það
að strákarnir mínir séu meðvitað-
ir um jafnrétti kynjanna. Það kemur
ekkert af sjálfu sér. Það er alveg ótrú-
legt hvað umhverfi drengja getur
fljótt orðið karllægt. Þeir eru stund-
um þreyttir á þusinu í mér en mér
finnst þetta vera mikill ábyrgðar-
hluti foreldra. Við verðum að tala
um jafnréttismál. Tala um stöðu
kvenna, tala um þeirra möguleika,
líka strákanna og hvaða tækifæri
þeir hafa. Auka víðsýni þeirra.“
Eitt af því sem Þorgerður hefur
rætt við drengi sína um er EM í fót-
bolta. Í umræðunni hefur verið
skortur á konum sem álitsgjöfum.
„Mér finnst sjúklega skemmti-
legt að horfa á og tala um fótbolta
og handbolta. Þegar þessar veislur
koma, EM og HM, þá horfi ég einna
mest á viðburðina heima. Ég finn
svona undir niðri að þeim finnst
ekkert nauðsynlegt að hafa konur í
settinu. Þótt þeim finnist ég stund-
um hallærisleg fæ ég þá að minnsta
kosti til að hugsa: Af hverju ekki?
Það er fullt af frábærum fótbolta-
konum. Mynduð þið ekki vilja hafa
Margréti Láru eða Katrínu Jóns eða
bara gömlu sleggjurnar sem hafa al-
veg munninn fyrir neðan nefið? Það
vantar ekki. Þær hafa það alveg eins
og strákarnir. Margar ótrúlega flottar.“
Hægrikonur berjast í erfiðu
umhverfi
Þorgerði finnst skorta á um-
burðarlyndi í umræðu ákveðinna
femínista. „Ég er femínisti. Ég er
bara ekki endilega undir sama hatti
og vinstrifemínistar. En ég vil jafn-
rétti. Ég vil að konur fái að njóta sín
á sínum eigin forsendum. En við
hægrikonurnar gerum það kannski
út frá öðrum forsendum og teljum
mikilvægast að einstaklingurinn fái
að njóta sín. Við teljum að konur nái
mestum framförum þannig. Ég held
við sjáum það bara í sögunni, ekki
síst síðustu 20 ár, þá hafa framfar-
irnar verið gríðarlegar undir forystu
Sjálfstæðisflokksins, hvort sem fólki
líkar það betur eða verr. En ég ætla
ekki að vera gagnrýnislaus á flokk-
inn minn í jafnréttismálum. Ég segi
ekki að það sé allt í lagi hjá okkur,
síður en svo. Alls ekki.
Við hægrikonur erum að berj-
ast í erfiðu umhverfi. Það má segja
að okkar umhverfi sé erfiðara og
íhaldssamara, í því að geta talað
fyrir jafnrétti. En við gerum það og
verðum að gera það. Þess vegna
þurfum við á stuðningi að halda.
Við þurfum ekki á því að halda að
við séum talaðar niður. Við höfum
aldrei fengið stuðning frá ákveðn-
um hópi femínista vinstra megin
í stjórnmálum. Á hinn bóginn eru
margar konur sem ég á gott sam-
starf við á vinstrivæng stjórnmála,
í nútíð og fortíð. Ég sé til að mynda
eiginlega bara konur sem framtíðar-
forystumenn í Vinstri-grænum og
mér finnst það frábært. Það er þýð-
ingarmikið að konur verði áberandi
alls staðar. Það er mikilvægt að kon-
ur tali um jafnréttismál í Sjálfstæðis-
flokkum og öllum flokkum.“
Að ganga berfætt og snerta
grasið
Í sumar ætlar Þorgerður að byggja
upp og rækta í sveitinni. Hún á sér
skjól í Ölfusi þar sem þær systurnar
njóta þess að vera með börnunum
og stunda skógrækt og henni finnst
mikilvægt að sækja þangað andlega
næringu.
„Ég ætla að skrifa og sinna börn-
unum mínum. Reyna að byggja upp
og rækta. Halda áfram að setja niður
tré. Mamma og pabbi keyptu þessa
jörð með systur hennar mömmu á
sínum tíma og við systurnar erum
þarna öllum stundum. Það er stutt
að fara og dásamlegt að vera þarna.
Í augum sumra er Ölfusið ekki ýkja
fallegt en sjálfri finnst mér það með
fallegri stöðum á landinu. Æsku-
ljóminn litar kannski allar minn-
ingar en svona er þetta.
Ég vona bara að þingmenn nær-
ist vel andlega í sumar. Ég held að
það sé algerlega nauðsynlegt. Það er
búið að vera mikið álag á okkur öll-
um og ég held að það sé nauðsyn-
legt að við förum öll eitthvert út og
göngum berfætt og snertum grasið,“
segir hún og brosir.
„Ég held að það sé
nauðsynlegt að
við förum öll eitthvert út
og göngum berfætt og
snertum grasið.