Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Qupperneq 24
24 Erlent 8.–10. júní 2012 Helgarblað
Bin Laden-pLottið
spiLLir BóLusetningu
V
antraustið hefur aðeins
aukist í ljósi fregna af
herferð CIA,“ sagði í bréfi
sem InterAction, sem fer
fyrir nærri 200 bandarísk
um óháðum samtökum, sendi David
Petraeus, yfirmanni CIA, í febrúar
síðastliðnum. InterAction lýsti þarf
gríðarlegum áhyggjum sínum vegna
þess að í leit stjórnvalda í Banda
ríkjunum að Osama bin Laden hafi
meðal annars verið farið í falska
bólusetningarherferð. Sú herferð
skilaði því reyndar að það tókst að
hafa upp á bin Laden í Abbottabad.
En hún gróf undan vinnu sem staðið
hafði um áratugaskeið í baráttunni
gegn lömunarveiki.
Sjaldan fleiri tilfelli
Á síðasta ári var tilkynnt um 198 til
felli af lömunarveiki í Pakistan. Sú
tala hefur ekki verið hærri í fimmtán
ár og var heimsmet það ár samkvæmt
gögnum Global Polio Eradication
Initiative (GPEI) sem vinnur að því
að uppræta lömunarveiki í sam
starfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnun
ina (WHO), Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna (UNICEF) og Rotary
International.
Börn undir fimm ára aldri eru
viðkvæmust fyrir lömunarveiki sem
breiðist út eins og vírus og leiðir, líkt
og nafnið gefur til kynna, til lömun
ar og í einhverjum tilfellum, dauða.
Síðan alþjóðlegt átak í baráttunni
gegn lömunarveiki hófst árið 1988
hefur fjöldi tilfella á heimsvísu hrap
að. Í Pakistan, Afganistan og Nígeríu
er veikin þó enn landlægur faraldur.
Bólusetning með lyfleysu
En ástandið í Pakistan gremst Inter
Action og yfirvöldum sem barist hafa
fyrir því að bólusetja sem flest börn í
ljósi þeirrar staðreyndar að CIA not
aði falsað bóluefni á síðasta ári til að
safna upplýsingum um Osama bin
Laden.
Það var fyrir rétt rúmlega ári síðan,
í maí 2011, sem bin Laden var ráðinn
af dögum í leynilegri aðgerð banda
rískra hermanna í dvalarstað hryðju
verkaleiðtogans í Abbottabad.
Í síðasta mánuði var greint frá því
að pakistanski læknirinn Shakil Afridi
hefði verið dæmdur í 33 ára fangelsi
fyrir að aðstoða CIA í ráðabrugginu.
Leon Panetta, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, hafði látið hafa eft
ir sér í janúar síðastliðnum að Afridi
ætti að öðrum ólöstuðum hvað mest
an heiður af því að Bandaríkjamönn
um tókst að hafa uppi á bin Laden.
Afridi stýrði hinu falska bólusetn
ingarátaki í Abbottabad. Bandaríkja
menn hafa krafist lausnar læknis
ins en yfirvöldum í Pakistan er ekki
skemmt og var hann dæmdur fyrir
landráð, hvorki meira né minna.
„Framferði Afridi hafði ekki að
eins neikvæð áhrif á bólusetningar
átak okkar gegn lömunarveiki, heldur
fleiri sambærileg verkefni líka,“ segir
Arshad Ahmad Khan, læknir á heil
brigðisstofnun Nowshera, í samtali
við CNN.
Sprautur til að gelda börnin
Almenningur treystir ekki lengur
sprautum frá Vesturlöndum. Í um
fjöllun CNN um málið er rætt við
Alem Zeb, tveggja barna föður, sem
neitar að þiggja ókeypis bólusetn
ingar fyrir börn sín, sjö og tveggja ára.
„Lömunarveikidroparnir eyði
leggja sæðið. Þetta er hluti af herferð
Vesturlanda til að taka múslimabörn
úr leik,“ segir Zeb á heimili sínu í
Pesh awar.
Og svo virðist sem fleiri en Zeb
séu þessarar skoðunar. Hjálparstofn
anir hafa leitað til trúarleiðtoga í von
um að sannfæra þá um að róa pakist
anska foreldra sem fullir eru efa
semda og jafnvel ranghugmynda.
Skilaboðin eru skýr: Vesturveldin eru
ekki að reyna að gelda börnin ykkar.
„Við göngum í hús, í öll hverfi, þar
sem fólk hefur neitað að þiggja bólu
setningu fyrir börnin og reynum að
sannfæra fólk með öllum tiltækum
ráðum um að við berum aðeins hag
barna þeirra fyrir brjósti,“ segir Mo
hammad Asim, forstöðumaður trúar
skólans IdaraeTaleemulQuran.
„Flestum dugar að fá heimsókn frá ís
lömskum bænaprest [sk. imam].“
Risavaxið verkefni
GPEI tók umsvifalaust í taumana
þegar menn þar á bæ urðu þess
áskynja hvernig staðan væri. Neyðar
aðgerðaáætlun var sett í gang í byrjun
ársins og þær aðgerðir hafa borið ár
angur. Í lok maí höfðu aðeins 16 til
felli lömunarveiki greinst í Pakistan,
samanborið við 36 á sama tímabili í
fyrra.
Bardaginn er þó hvergi nærri
unninn. Hjálparsamtök áætla að til
að uppræta lömunarveiki í Pakistan
þurfi að bólusetja 95 prósent allra
barna þar á hverju ári. Eins og flest
ir geta ímyndað sér, er það risavaxið
verkefnið. n
n Baráttan gegn lömunarveiki fékk skell í fyrra n Tilfellum fjölgaði
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Bólusett með dropum
Fjöldabólusetningar gegn
lömunarveiki eru gjarnan fram-
kvæmdar með dropum í munn.
Stundum þarf hvert barn að fá
fleiri en einn skammt.
Mynd: ReuteRS
Vantraust Almenningur í Pakistan virðist
hafa fyllst vantrausti eftir plott CIA við að
ná bin Laden. Mynd ReuteRS
Skelfilegur sjúkdómur Afleiðingar lömunarveiki eru margvíslegar. Útlimir rýrna og visna
og kvalir geta verið miklar. Mynd ReuteRS
„Lömunar-
veiki-
droparnir eyði-
leggja sæðið
Háar sektir
fyrir mótmæli
Neðri deild rússneska þingsins,
Dúman, samþykkti á miðvikudag
umdeilt lagaframvarp sem kveð
ur á um gríðarlega hækkun sekta
sem mótmælendum verður gert
að greiða.
Stjórnarandstaðan hafði taf
ið fyrir frumvarpinu með því
að krefjast atkvæðagreiðslu um
einstök ákvæði laganna, en í gær
lauk umræðum um frumvarp
ið sem var vísað til efri deild
ar áður en það lendir á borðinu
hjá Pútín. Ef lögin verða stað
fest munu hámarkssektir þeirra
sem skipuleggja ólögleg mótmæli
nema milljón rúblum eða rúm
lega fjórum milljónum króna.
Mannréttindasamtökin Human
Rights Watch hafa gagnrýnt laga
frumvarpið harkalega og segja það
skerða stórlega réttindi fólks til
friðsamlegra mótmæla.
Réðust á eftir
litsmenn SÞ
Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð
anna, SÞ, urðu á fimmtudag fyr
ir skotárás þegar þeir ætluðu að
heimsækja þorpið AlKubeir í
Sýrlandi. Tugir þorpsbúa féllu á
miðvikudag þegar hópur manna,
vopnaðir byssum og hnífum,
réðust til atlögu. Ban Kimoon,
framkvæmdastjóri SÞ, greindi
frá þessu á allsherjarþingi. Hátt í
níutíu manns eru taldir hafa týnt
lífi í árásinni en heimildum ber
þó ekki saman um fjöldann. Sýr
lenska þjóðarráðið hefur til dæmis
sagt að mun fleiri hafi fallið. Óvíst
er hverjir voru að verki en stjórn
arandstæðingar telja sveitir ráða
manna í Damaskus ábyrgar.
Breyta geðdeild
í fangelsi
Í Noregi er verið að breyta einni
álmu öryggisfangelsis í landinu
í réttargeðdeild til að undirbúa
komu fjöldamorðingjans And
ers Behring Breivik, fari svo að
hann verði fundinn ósakhæfur.
Engin réttargeðdeild í Noregi þyk
ir nógu örugg til að hýsa manninn.
Verdens Gang greinir frá þessu.
Með þessu má ljóst vera að
Breivik mun dvelja í fangelsi
næstu árin, eða áratugina, óháð
því hvort hann verður dæmd
ur sakhæfur eður ei. Robin Koss,
varaheilbrigðisráðherra, sagði við
fjölmiðilinn að verið séð að byggja
réttargeðdeild með hámarksör
yggisgæslu. Þess má geta að dóm
ur hefur ekki enn verið kveðinn
upp í málinu, en það verður gert á
næstu vikum.