Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Qupperneq 48
„Ég er í ákveðinni uppreisn“
48 Viðtal 8.–10. júní 2012 Helgarblað
M
argir álitu framboð mitt
sem einhvers konar grín
til að byrja með og ég hef
tekið eftir því að fólk verð-
ur hissa þegar það hittir
mig og spjallar – ég held að ég komi
notalega á óvart. Æ fleiri eru að gera
sér grein fyrir að þarna fer skynsamur
maður. Það bjuggust líka ekki margir
við að ég myndi ná undirskriftun-
um en ég er að vinna á,“ segir Hann-
es Bjarnason forsetaframbjóðandi
sem sjálfur kallar sig óþekkta alþýðu-
manninn og ekki að ástæðulausu.
Gjörsamlega viðþolslaus
Hannes hefur búið í Noregi frá árinu
1998 en segist alltaf hafa haft áhuga
á samfélagsmálum á Íslandi. Þegar
hrunið skók landið varð hann frið-
laus og vildi leggja hönd á plóg til
uppbyggingar samfélagsins. „Ég leit-
aði að mínum grundvelli – var gjör-
samlega viðþolslaus. Í fyrstu íhugaði
ég að fara í pólitík en komst fljótlega
að því að ég á ekki heima í neinum
flokki. Svo er ég ekki með þessa eig-
inleika sem eru svo mikilvægir í póli-
tík. Ég er nefnilega haldinn þeirri
áráttu að vilja segja hlutina eins og
þeir eru. Ég vil segja satt og rétt frá
– jafnvel þótt það geti skaðað mig –
eins og útgangan í beinni útsendingu
Stöðvar 2 sannaði. Ég ber mikla
virðingu fyrir stjórnmálamönnum
en þessi eiginleiki hentar ekki í póli-
tík,“ segir Hannes sem neitar því að
forsetaframboð hans sé fyrsti vísir að
pólitískum stórsigrum hans. „Pólitík
á ekki við mig. Ef ég næ ekki þeim ár-
angri sem ég vonast til að ná í þess-
um kosningum þá held ég að ég fari
bara aftur í mitt venjulega líf. Ég þarf
ekki Bessastaði til að vera hamingju-
samur.“
Verðugir andstæðingar
Eins og frægt er orðið gekk Hannes
út í beinni útsendingu í kappræðum
Stöðvar 2, ásamt þeim Andreu Ólafs-
dóttur og Ara Trausta Guðmunds-
syni. Hannes segist ekki vita hvaða
áhrif útgangan hafi á framboðið.
„Við vissum að þessi ákvörðun gæti
skotið okkur í kaf og við reiknuð-
um heldur með því. Það finnst mér
sýna sterkan karakter – að þrátt fyr-
ir að við værum hreinlega að hengja
okkur, og við bjuggumst við því
og töluðum á þeim nótum þegar
við ákváðum þétta – þá vildum við
það frekar en að mæta fyrir fram-
an þjóðina, brosandi og hugguleg,
og reyna að heilla kjósendur ver-
andi á sama tíma í hrópandi ósam-
ræmi innra með okkur. Okkur var
ekki stætt á því. Ég tel að með þessu
höfum við sýnt að við erum virkilega
með bein í nefinu til að haga okkur
samkvæmt eigin sannfæringu. Þótt
Andrea og Ari Trausti séu vissulega
mínir keppinautar þá var ég stoltur
þennan dag að keppa við jafn verð-
uga andstæðinga og þau tvö. Þarna
fer fólk sem setur eigin sannfæringu
og réttlætiskennd ofar þeirri löngun
að vilja ota sér fram. Og það skiptir
miklu máli fyrir mig.“
Myndi vinna ef Norðmenn
fengju að kjósa
Hannes fæddist árið 1971 í Skaga-
firði og er sonur Bjarna Gíslasonar,
skólastjóra og bónda, sem lést í
vetur, og Salbjargar Márusdóttur,
húsmóður og kennara, en Sal-
björg býr á Sauðárkróki. Hannes
útskrifaðist úr Framhaldsskólan-
um á Laugum árið 1993 og hóf nám
í landafræði árið 1996 við Háskóla
Íslands. Hann útskrifaðist með BS
í landafræði 2001 en árið 2008 fór
hann í nám við Handelshøgskolen
BI í Ósló. Hann fluttist til Noregs
til að klára nám sitt í landafræði en
ílengdist þar eftir að hann kynntist
norskri konu. Í dag er Hannes gift-
ur hinni norsku Charlotte Kvalvik
en hjónin eiga saman eina dóttur en
fyrir átti Charlotte eitt barn. Hann-
es segir fjölskyldu sína hafa tekið vel
þeirri ákvörðun hans að bjóða sig
fram til forseta. „Konan mín vissi af
þessum pælingum en ég viðurkenni
alveg að henni brá dálítið þegar hún
gerði sér grein fyrir að mér væri
alvara. Mér fannst bara nóg komið
af tali og vildi láta verkin tala. Margir
vinir mínir héldu að ég væri að grín-
ast en þeir skildu mjög fljótt að mér
væri full alvara með þessu.
Ég hugsa að ef Norðmenn hefðu
kosningarétt hér þá myndi ég vinna
þessar kosningar, svo góðar hafa
viðtökurnar verið hjá vinnufélögun-
um og öðrum. Það hafa allir viljað
hjálpa.“
Á samleið með
þjóðarleiðtogum
Í fyrstu ætlaði ég í framboð eftir fjög-
ur ár en þegar Ólafur Ragnar fór af
stað fannst mér ótækt af honum að
ætla að hætta eftir tvö ár. Það ræður
enginn skipstjóra í tvær vikur ef skip-
ið verður úti í fjórar. Nú segist hann
aldrei hafa haldið þessu fram en ég
túlkaði orð hans þannig og ákvað að
fara fram núna.
Ég er fulltrúi alþýðunnar og er
þess fullviss að það er fullt af alþýðu-
fólki sem getur unnið mjög góð störf
í þágu þjóðarinnar. Ég er ef til vill í
ákveðinni uppreisn. Ég er alls ekki
á þeirri skoðun að maður þurfi að
hafa verið í sjónvarpi, hafa stjórnað
sjónvarpsþáttum eða verið í kastljósi
samfélagsins til að geta boðið fram
krafta sína.
Þess vegna ríð ég á vaðið – til að
sýna að venjulegt fólk geti tekið til
hendinni í þágu þjóðarinnar ef það
vill það. Það er bara skorað á fólk
sem er þekkt í þjóðfélagsumræðunni
og þess vegna er alltaf skorað á sama
fólkið. Nýliðum er gert erfiðara fyr-
ir. Og það sama á við með skoðana-
kannanir. Það er ekkert skrítið að ég
mælist með ekkert fylgi þegar enginn
veit hver ég er. En þetta er að breytast
og ég hlakka til framhaldsins.“
Þrátt fyrir að Hannes skilgreini
sig sem alþýðumann segist hann
eiga samleið með þjóðarleiðtogum
annarra landa. „Ég hef mikla reynslu
úr atvinnulífinu, bæði því íslenska
og norska. Hér heima hef ég unnið
verkamannavinnu en í Noregi hef ég
verið við samningsborðið með sveit-
arstjórnum, borgarstjórum og unnið
í stjórnsýslu. Ég hef því reynslu af
pólitík og þarf oft að keyra áfram
þung og stór verkefni í pólitísku um-
hverfi. Einnig hef ég verið að vinna í
stórum ríkisfyrirtækjum í Noregi.
Ég tel mig vel til þess fallinn að
taka á móti pólitískum leiðtogum,
konungsfólki og öðrum háttsettum
einstaklingum. Ég get talað við fólk
úr öllum stigum þjóðfélagsins. Mað-
ur þarf alltaf að muna hvaðan mað-
ur kemur og hver maður er. Þá skiptir
engu máli hvort maður er kotmað-
ur eða konungur. Ef þú ert sannur og
einlægur þá getur þú talað við hvern
sem er. Það er líka fráleitt að halda
því fram að það þurfi elítu til að tala
við elítu.“
Snýst ekki bara um Ólaf og Þóru
Hannes segist finna fyrir jákvæðri
bylgju en óttast að hún komi of seint.
„Ég vona að ég nái að hreyfa við fólki.
Ef ég fæ 8 prósent í skoðanakönnun-
um er aldrei að vita hvað gerist. Ef ég
stend uppi sem sigurvegari er ég að
taka þetta á síðustu metrunum.
Hingað til hefur kosningabarátt-
an snúist um það hvort Ólafur verði
áfram eða hvort Þóra taki við. Það
vantar umræðuna um það hvern-
ig forseta við þurfum. Fólk þarf að
stoppa og gera sér grein fyrir að
kosningarnar þurfa ekki að snúast
um Ólaf eða Þóru. Það er fullt af öðru
frambærilegu fólki í framboði.
Fólk má ekki vera hrætt við að það
sé að kasta atkvæði sínu á glæ kjósi
það annað en Þóru eða Ólaf. Það er
ekki sniðugt að kjósa einhvern sem
maður vill ekki til að passa upp á að
sá sem maður vill alls ekki komist
Hannes Bjarnason hefur búið í Noregi frá árinu 1998 en er nú kominn heim til að bjóða sig fram til embættis
forseta Íslands. Hannes viðurkennir að margir hafi talið að hann væri að grínast með framboði sínu. Honum er
hins vegar full alvara og vill með framboðinu sýna fram á að einstaklingur sem hefur ekki verið í sviðsljósinu geti
boðið fram krafta sína í þágu þjóðarinnar. Hannes ætlar aftur til Noregs ef hann verður ekki kjörinn forseti.
Stefnir á Bessastaði Hannes Bjarnason fæddist í Skagafirði. Hann er landfræðingur að mennt og fjögurra barna faðir.
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Viðtal