Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 35
M
eð tvo af heitustu framherjum Evrópu í
hópnum sínum stendur Bert van Marwijk
frammi fyrir því lúxusvandamáli að þurfa
að gera upp á milli þeirra. Robin van
Persie ætti með öllu að vera lykilmaðurinn í þessu
hollenska landsliði enda skoraði hann eins og hann
lysti á nýliðnu tímabili og var markahæstur í ensku
úrvalsdeildinni. En Klaas Jan Huntelaar var marka-
hæsti leikmaður landsliðsins í undankeppninni
með 12 mörk í 8 leikjum og var markahæstur í þýsku
Bundesligunni með 29 mörk fyrir Schalke. Það verður
grimmt að setja annan þessara framherja á bekkinn
en Marwijk spilar með einn framherja. Kvölin er hans.
Holland er með eina sterkustu miðju í keppninni,
varnarlega og sóknarlega. Það verður athyglisvert
að sjá hvort þjálfarinn velji hinn reynslumeiri Nigel
de Jong eða hinn unga og bráðefnilega miðjujaxl,
Kevin Strootman, sem vakið hefur mikla athygli
og er vert að fylgjast með á mótinu. Vörnin er sem
fyrr spurningarmerki. Þá skortir varnarmenn í sama
klassa og framlínan er. Hollendingar eiga hins vegar
fleiri frábæra markmenn í ár en þeir vita hvað gera
skuli við. Hollendingar eru taldir líklegir til að fara
upp úr riðli dauðans með Þjóðverjum. En það getur
allt gerst í honum.
R
onaldo getur þetta ekki einn,“ segir hinn ungi
þjálfari Portúgal, Paulo Bento, um lið sitt.
Besti árangur Portúgal er annað sæti árið
2004 þegar liðið, og knattspyrnan, tapaði
fyrir Grikklandi. Liðið sem Bento hefur gefið lausan
tauminn er til alls líklegt. Bento er nefnilega með
besta leikmann Evrópu í liðinu. Cristiano Ronaldo
getur, þrátt fyrir varnarorð þjálfarans, unnið leiki upp
á sitt einsdæmi. Hann þarf að sanna sig á stórmóti,
og hann ætlar að sanna sig. Það er næstum því
skrifað á ennið á honum að hann ætlar að koma
liðinu upp úr dauðariðlinum og í úrslitaleikinn. Hann
ætlar að vera markahæstur og skora sigurmarkið í
úrslitunum. Þannig leikmaður er Ronaldo. Og það
verður unun að fylgjast með honum leggja sig 110
prósent fram við að ná markmiðum sínum.
Liðsíþróttin fótbolti byggist þó, þegar á botninn
er hvolft, á liðinu. Aukaleikarar ýmiss konar eru
ágætlega sterkir í portúgalska hópnum en stöð-
ugleikinn og skortur á breidd gæti reynst þeirra helsti
höfuðverkur. Ef Ronaldo nær sér ekki á strik þá veit
enginn hver á að skora mörkin því Portúgal, sem fyrr,
er fátækt af hreinræktuðum framherjum. Það þarf
margt að ganga upp til að Portúgal vinni sinn fyrsta
Evrópumeistaratitil.
D
anir hafa lengi lifað á sigri sínum á EM 1992
en síðan hafa þeir aðeins einu sinni náð á
lokamótið. Það var árið 2004 og nú snúa
þeir aftur. Rauðir, hvítir og eiturhressir. Eina
vandamálið er að þeir lentu í einhverjum erfiðasta
riðli sem sögur fara af í stórmóti. Það býst enginn
við neinu af Morten Olsen og mönnum hans í B-riðli
enda við ramman reip að draga. Kannski verður það
helsti styrkleiki þessara frænda okkar.
Danir luma á leikmönnum sem í senn geta
skemmt áhorfendum og komið á óvart, ef liðsheildin
smellur. Það var mikið áfall fyrir Dani að missa mark-
vörðinn reynda Thomas Sørensen meiddan úr leik
en með Daniel Agger í hjarta varnarinnar, Christian
Eriksen á miðjunni og Nicklas Bendtner frammi
sem nokkurs konar lykilmannahrygg liðsins þá gæti
tæknilega séð allt gerst. Eriksen er iðulega líkt við
dönsku þjóðhetjuna Michael Laudrup. Hann leikur
með Ajax í Hollandi í dag og er talinn gríðarlega
eftirsóttur af stórliðum Evrópu. Hann er klárlega
leikmaðurinn sem áhorfendur ættu að gefa gaum.
Sparkspekingar eru þó flestir á því að Danir ættu
bara reyna að skemmta sér á EM í ár, njóta þess að
spila, án þess að eiga raunhæfa möguleika á að
komast upp úr dauðariðlinum.
Þ
jóðverjar koma, eins og svo oft áður,
sigurstranglegir til leiks á EM 2012. Undir
stjórn Joachim Löw enduðu þeir í öðru sæti á
síðasta móti og þriðja sæti á HM 2010. Þjóð-
verjar hafa heillað unnendur fallegrar knattspyrnu
undanfarin ár og það eru því ekki einungis væntingar
um árangur á herðum þýska stálsins, heldur einnig
krafa um að þeir vinni með stæl. Með þrjá EM-titla
á bakinu (1972, 1980, 1996) þá má færa fyrir því góð
rök að kominn sé tími á enn einn titil hjá stórveldinu.
Nái Þjóðverjar sér á strik munu áhorfendur og
sparkspekingar slefa yfir knattspyrnuveislunni sem
þeir munu bjóða upp á. Þá sér í lagi yfir sóknarleikn-
um sem leiddur verður af hinum óviðjafnanlega og
silkimjúka Mesut Özil. Hvor sínum megin við hann
á vængjunum verða þeir Thomas Müller og Lukas
Podolski síógnandi. Fyrir aftan þessa þrjá verða hinir
grjóthörðu Bastian Schweinsteiger og Sami Kheidira.
Og frammi hinn mikli markahrókur Mario Gomez sem
skoraði að vild með FC Bayern á tímabilinu. Fái hann
tækifæri gæti verið þess virði að fylgjast með hinum
unga og efnilega Mario Götze. Þetta þýska landslið
hefur alla burði til að fara langt í mótinu enda ætti
það á pappírunum að vera næsta ósigrandi.
HollandPortúgal
DanmörkÞýskaland
Byrjunarlið 4-3-3
21
Khalid
Boulahrouz
6
Nigel
de Jong
2
Gregory van
der Wiel
11
Arjen Robben
1
Maarten
Stekelenburg
3
John
Heitinga
10
Wesley
Sneijder
8
Mark van
Bommel
16
Robin van
Persie
7
Dirk Kuyt
4
Joris
Mathijsen
Byrjunarlið 4-2-3-1
1
7
10
5 4 3
Simon
Poulsen
14
Dennis
Rommedahl
6
Lars Jacob-
sen
21
William
Kvist
Stephan
Andersen
Simon Kjær
Michael
Krohn-Dehli
8
> Christian
Eriksen
Nicklas
Bentdner
7
Niki
Zimling
Daniel
Agger
Byrjunarlið 4-3-3Byrjunarlið 4-2-3-1
Á bekknum Markmenn: Michel Vorm, Tim
Krul. Varnarmenn: Wilfred Bouma, Ron Vlaar, Jetro
Willems. Miðjumenn: Stijn Schaars, > Kevin
Strootman, Rafael van der Vaart. Sóknarmenn:
Klaas-Jan Huntelaar, Ibrahim Afellay, Luuk de Jong,
Luciano Narsingh
Á bekknum Markmenn: Anders Lindegaard,
Kasper Schmeichel. Varnarmenn: Andreas Bjelland,
Jores Okore, Daniel Wass. Miðjumenn: Christian
Poulsen, Lasse Schøne, Michael Silberbauer, Jakob
Poulsen, Thomas Kahlenberg. Framherjar: Nicklas
Pedersen, Tobias Mikkelsen.
Á bekknum Markmenn: Rui Patrício, Beto.
Varnarmenn: Ricardo Costa, Rolando, Miguel Lopes.
Miðjumenn: Custódio, Ricardo Quaresma, Rúben
Micael, Hugo Viana. Framherjar: Hugo Almeida,
Nélson Oliveira, Silvestre Varela.
Á bekknum Markmenn: Tim Wiese,
Ron-Robert Zieler. Varnarmenn: Marcel Schmelzer,
Benedikt Höwedes, Per Mertesacker. Miðjumenn:
lkay Gündoan, Lars Bender, Toni Kroos, >Mario
Götze, Marco Reus. Sóknarmenn: Miroslav Klose,
André Schürrle.
Þjálfari:
Bert van Marwijk
Aldur: 60
Þjálfari:
Morten Olsen
Aldur: 62
Þjálfari:
Paulo Bento
Aldur: 42
Þjálfari:
Joachim Löw
Aldur: 52
Riðill B
8 Stýrir öllu Mesut Özil mun stýra sóknarleik þýska landsliðsins og er potturinn og pannan í honum.
Aldur: 23
Staða: Miðjumaður
Landsleikir:33
Mörk:8
Félagslið: Real Madrid
> Lykilmaður Nicklas Bendtner
> Lykilmaður Wesley Sneijder
> Lykilmaður Mesut Özil
17 Nani
Aldur: 25
Staða: Kantmaður
Landsleikir: 52
Mörk: 12
Félagslið: Man Utd
19 Mario Götze
Aldur: 20
Staða: Miðjumaður
Landsleikir: 14
Mörk: 2
Félagslið: Dortmund
17 Kevin Strootman
Aldur: 22
Staða: Miðjumaður
Landsleikir: 11
Mörk: 1
Félagslið: PSV
8 Christian Eriksen
Aldur: 20
Staða: Miðjumaður
Landsleikir: 23
Mörk: 2
Félagslið: Ajax
> Fylgstu með
> Fylgstu með
> Fylgstu með
> Fylgstu með
1
9
10
3 2 5
Stephen
Ward
4
John
O‘Shea
7
Aiden
McGeady
Shay
Given
Richard
Dunne
> Robbie
Keane
8
Keith
Andrews
6
Glenn
Whelan
Kevin
Doyle
11
Damien
Duff
Sean St
Ledger
1
13
16 14 5
Philipp
L hm
6
Sami Khedira
20
Jérôme
Boateng
7
Bastian
Schwei steiger
Manuel
Neuer
Mats
Hummels
10
Lukas
Podolski
8
Mesut
Özil Thomas Müller
23
Mario
G m z
Holger
Badstuber
1
4
5 2 3
Fábio
Coentrão
7
Cristiano
Ronaldo
21
João
Pereira
16
Raul
Meireles
Eduardo
Pepe
8
João
Moutinho
17
> Nani
Miguel
Veloso
23
Hélder
Postiga
Bruno
Alves
> Lykilmaður Cristiano Ronaldo
7 Þarf að skora Nicklas Bendtner hefur tröllatrú á sjálfum sér. Nú þarf hann að breyta þeirri ofurtrú í
mörk á stórmótinu.
Aldur: 24
Staða: Framherji
Landsleikir: 48
Mörk: 18
Félagslið: Arsenal
10 Frábær Wesley Sneijder þarf að stíga upp, leika betur en í vetur, og eiga frábært mót.
Aldur: 27
Staða: Miðjumaður
Landsleikir: 81
Mörk: 23
Félagslið: Inter Milan
7 Allt í öllu Cristiano Ronaldo mun leika á als oddi á EM og vera allt í öllu í sóknaraðgerðum Portúgal.
Aldur: 27
Staða: Kantmaður
Landsleikir: 90
Mörk: 32
Félagslið: Real Madrid
EM 2012 35Helgarblað 8.–10. júní 2012