Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 22
22 Fréttir 8.–10. júní 2012 Helgarblað EKKI TALINN HÆTTULEGUR R únar Bjarki Ríkharðsson var árið 2000 fundinn sek­ ur um að hafa myrt Ás­ laugu Óladóttur á hrotta­ legan hátt ásamt því að hafa nauðgað fyrrverandi sambýlis­ konu sinni. Áslaug ætlaði að bera vitni gegn honum í nauðgunarmál­ inu. Hann stakk hana 28 sinnum en samtals voru 35 áverkar á líkama hennar. Hann var dæmdur til 18 ára fangelsisvistar. Í dag, tólf árum síð­ ar, er Rúnar Bjarki frjáls maður. Sá varhugaverðasti Í nærmynd af Rúnari Bjarka sem birtist í DV árið 2007 var hann sagður iðrast einskis eftir morðið, helst hefði hann séð eftir að hafa ekki gengið lengra. Viðmælend­ ur sem DV ræddi við þá vildu ekki koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir af hans hálfu. Á þeim tíma sögðust þeir hugsa til þess með hryllingi að hann færi út í samfélagið á nýjan leik. Þeir sögðu hann tala um lítið annað en dráp, klám, ofbeldi og fíkniefni og að hann hefði margsinnis lýst á ógeð­ felldan hátt þeim aðferðum sem hann myndi vilja nota til að fremja ódæðisverk. Einn viðmælandi sagði hann þann varhugaverðasta þar sem hann talaði um það við samfanga sína að hann vildi drepa og nauðga þegar hann kæmi út og hefði tilgreint einstaklinga sem hann vildi vinna mein þegar þar að kæmi. „Þetta er hefnd“ Í febrúar og mars árið 2000 beitti hann fyrrverandi kærustu sína í tvígang kynferðislegu ofbeldi. Í fyrra skiptið, við fiskitrönur á afviknum stað milli Keflavíkur og Sandgerðis, neyddi hann hana til munnmaka. Í seinna skiptið var fyrrverandi sam­ býliskona hans, sem hafði áður búið með honum á heimili foreldra hans, að passa yngri systkini hans á heim­ ili þeirra. Þá tilkynnti hann henni að hann ætlaði að ná fram hefnd. Sam­ kvæmt dómnum sagði hann: „Nú ætla ég að fara með mjög alvarlegt mál og þetta er ekki fyndið. Þú skalt ekki grípa fram í fyrir mér og þú svarar þegar ég segi þér að svara.“ Því næst hefði hann sagt: „Þetta er hefnd. Ég er búinn að hugsa mikið út í það. Hún skal verða framkvæmd hér og nú á þessu kvöldi hvort sem er með góðu eða illu.“ Eftir eltingarleik um húsið náði hann henni, tók hana hálstaki og dró hana inn í herbergi. Stúlkan var í miklu uppnámi og hann sagði henni að hætta að grenja. Inni í herberginu hafði hann komið fyrir myndbandsupptökuvél og nauðg­ aði henni fyrir framan hana og hót­ aði henni því að hann hefði upp­ tökuna ef hún yrði með einhverja stæla við hann. Seinna sagði hann lögreglunni frá því að hann hefði gert fjögur til fimm eintök af upp­ tökunni en sagðist hafa hent þeim án þess að sýna einhverjum. Hann hefði hins vegar að sínu frumkvæði sagt öðru fólki frá því að hann hefði nauðgað stúlku og tekið það upp. Láta henni líða eins illa Besta vinkona stúlkunnar, Áslaug Óladóttir, gaf skýrslu hjá lögreglu þar sem hún sagði frá því að stúlk­ an hefði sagt henni frá því að Rún­ ar hefði þvingað hana til kynferðis­ athafna. Rúnar sagði við annað vitni að ef hann fengi dóm fyrir málið þá yrði það vegna vitnisburðar Ás­ laugar sem hefði logið mestu upp á hann. Hann sagðist myndu hefna sín fyrir það þegar hann losnaði úr fangelsi og ætlaði að láta henni líða eins illa og honum hefði liðið af hennar völdum. Áslaug kærði einnig hótunar­SMS sem hann hafði sent henni og varð Rúnar mjög reiður vegna þeirrar kæru. Morðið 14. apríl árið 2000 var Rúnar úti að skemmta sér á skemmtistaðnum Ránni í Keflavík. Þar sá hann Ás­ laugu og sambýlismann henn­ ar og hafði á orði við vin sinn að hann ætlaði sér að berja sambýlis­ mann hennar til þess að hefna sín á Áslaugu. Þegar hann var á heim­ leið um nóttina ásamt vini sínum ákvað hann að ráðast inn á heimili Áslaugar og sambýlismanns henn­ ar. Þar sparkaði hann upp hurðinni og ruddist inn. Þegar hann kom inn var Áslaug inni á baðherbergi en sambýlismaðurinn í svefnher­ berginu. Rúnar fór inn á baðher­ bergi í því skyni að þagga niður í Áslaugu sem hljóðaði þar. Þar stakk hann hana 28 sinnum. Stungusár á vinstri síðu hennar var fyrst og fremst talið banasárið. Önnur lífs­ hættuleg stunga var aftan við eyrað en hún skar í sundur stórar bláæð­ ar og hefði ein og sér getað leitt til dauða á lengri tíma. Miklar útvort­ is blæðingar stuðluðu þó einnig að dauða hennar. Greind innan eðlilegra marka Í mati geðlæknis kom fram að ekk­ ert benti til þess að Rúnar væri haldinn alvarlegum geðsjúkdómi, alvarlegu þunglyndi eða kvíðarösk­ un sem hefði getað haft áhrif á dóm­ greind hans á þeim tíma sem hann framdi verknaðinn. Greind hans var metin innan eðlilegra marka en hann var þó metinn með ýmis ein­ kenni persónuleikaröskunar, sér­ staklega andfélagslegrar. „Hann virðist ekki geta iðrast gjörða sinna og hefur tilhneigingu til að kenna n Rúnar Bjarki Ríkharðsson gengur laus eftir afplánun 12 ára af 18 ára fangelsisdómi n Mikill ótti við hefndaraðgerðir n Bróðir fórnarlambs ósáttur við reynslulausn „Allir fangar virðast fá reynslulausn“ öðrum um hvernig komið er fyrir sér,“ segir í dómnum. Rúnar Bjarki var metinn sakhæfur. Engar málsbætur Í niðurstöðum dómsins segir að aðför Rúnars að Áslaugu hafi ver­ ið tilefnislaus, hrottaleg og heift­ úðug. Hann hafi ráðist inn á heim­ ili hennar að næturlagi og stungið hana margítrekað í höfuð, háls, bringu og víðar í líkamann þrátt fyrir að hún væri varnarlaus – nak­ in inni á baðherbergi og hafi átt sér einskis ills von. Hróp hennar og köll hafi einungis orðið til að efla Rúnar Bjarka við ódæðisverk sitt. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að Rúnar Bjarki ætti sér engar málsbætur vegna morðsins og nauðgananna. Við ákvörðun refsingar væri þó litið til ungs aldurs hans og þess að hann hefði ekki áður sætt refsingu. Engin iðrun Rúnar Bjarki sat í fangelsi frá 2000 til 2012 sé tillit tekið til gæsluvarð­ halds sem hann sat í óslitið frá 15. apríl 2000 þangað til að dómur féll í máli hans 20. desember sama ár. Gæsluvarðhaldið var dregið frá dómnum sem hann hlaut. Mest­ an þann tíma hélt hann sig einn og beindi sjónum sínum að því að klára nám. Heimildir DV innan úr fangelsinu á Litla­Hrauni herma að Rúnar Bjarki hafi verið skap­ góður mestan þann tíma sem hann sat inni. Hann á þó að hafa sýnt mótþróa og ekki fylgt öllum regl­ um fangelsisins fyrstu mánuðina og árin sem hann sat inni. Hann er sagður hafa róast mikið eft­ ir því sem leið á betrunarvistina. Þrátt fyrir það herma heimildir DV að Rúnar Bjarki hafi aldrei lýst yfir iðrun eða sýnt nein merki þess að hann sjái eftir þeim hrottalegu glæpum sem hann framdi. Leituðu að nauðgunarmynd- bandi í klefanum Þrátt fyrir að Rúnar Bjarki hafi ró­ ast mikið eftir sem leið á afplánun hans gerði sérsveit ríkislögreglu­ stjóra leit í fangaklefanum hans. Talið var að hann leyndi þar upp­ töku af nauðguninni sem hann var dæmdur fyrir. Ótti fangavarða við Rúnar Bjarka var ástæðan fyrir því að ríkislögreglustjóri var fenginn til að senda sérsveit sína til verks­ ins. Sjálfur hefur hann viðurkennt að hafa tekið myndband af nauðgun­ inni, sem stóð í um það bil 45 mín­ útur, en hann hefur haldið því fram að hafa eyðilagt myndbandsupp­ tökuna. Vitað er til þess að hann sýndi vinnufélögum sínum upp­ tökuna. Rúnar Bjarki trylltist vegna klefaleitarinnar og þurfti að færa hann til einangrunar. Eftir að ein­ angrunarvistinni lauk hafði Rúnar Bjarki ekki enn náð stjórn á bræði sinni og tók upp á því að hafa hægð­ ir á sameiginlegum gangi fanga og klíndi saur um alla veggi. Við það var hann aftur settur í einangrun tímabundið. Í opnu fangelsi með Idol-stjörnu Þremur árum eftir að sérsveitin leit­ aði að myndbandinu í klefa Rúnars Bjarka var hann sendur til afplán­ unar á Kvíabryggju en það er opið fangelsi. Þar gekk hann að mestu laus, hafði aðgang að interneti og síma allan daginn. Á þeim tíma birtist myndband á vefsíðunni You­ tube þar sem hann og Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni úr sjónvarpsþáttunum Idol, sáust lyfta lóðum úti í náttúr­ unni. Hann var einnig byrjaður að fá dagsleyfi úr fangelsinu til að hitta fjölskyldu sína strax árið 2007. Í íslenskum fangelsum hafa fangar tækifæri til að afplána hluta dómsins í opnum fangelsum. Þetta tækifæri hafði Rúnar Bjarki en sam­ kvæmt heimildum DV þráaðist hann við að yfirgefa Litla­Hraun til að hefja afplánun í opna fang­ elsinu við Bitru. Næsta skref á eftir opnum fangelsum er svo reynslu­ lausn. Rúnar Bjarki hefur fengið „Mér finnst einkennilegt hvernig allir fangar virðast fá reynslulausn um leið og fyrsti möguleiki er á því. Dómari ákveður hversu langan dóm menn fá en svo er það bara einhver skrifstofumaður hjá Fangelsis- málastofnun sem ákveður hversu lengi menn sitja inni en ekki dómarinn,“ segir Valgeir Ólason, bróðir Áslaugar Óladóttur sem Rúnar Bjarki myrti á hrottalegan hátt árið 2000. Rúnar Bjarki var laus í mars en hafði áður verið á Vernd. Bróðir Áslaugar gagnrýnir það að morðingi systur hans, sem aldrei hafi sýnt neina iðrun, sé nú frjáls ferða sinna á ný, sex árum áður en dómur hans sagði til um. „Stóra málið í þessu finnst mér vera að dómari skuli ekki ákveða hversu lengi menn sitja inni heldur í raun Fangelsismálastofn- un sem þeir sækja um reynslulausn til og virðist vera sagt já við alla. Ég veit allavega ekki til þess að nokkurn tímann hafi einhverjum verið neitað um reynslulausn á fyrsta mögulega tíma,“ segir hann. „Það virðist engu skipta hvernig menn haga sér, þeir halda jafnvel áfram að hóta í fangelsinu en fá reynslulausn um leið og möguleiki er. Mér fyndist eðlilegt að það væri dómari sem tæki ákvörðun um það hvort menn gangi lausir eða sætu enn inni.“ Rúnar Bjarki hótaði vinkonum Áslaugar fyrst eftir að hann kom í fangelsið. „Á sínum tíma þegar hann var að hringja í vinkonur systur minnar þá vildu þær kæra hótanirnar en þá gerði lögreglan bara lítið úr þessu þrátt fyrir að hann hefði áður framkvæmt þessar hótanir sínar. Þeir sögðu að það ætti ekkert að taka mark á þessu sem var einkennilegt í ljósi þess að það hafði gerst áður,“ segir hann og nefnir dæmi máli sínu til stuðnings. „Ég fór ekki löngu eftir að þetta gerðist – 2–3 árum seinna – þá var fósturdóttir mín vitni í líkamsárásarmáli. Ég fór með henni niður á lögreglustöð þar sem hún var undir lögaldri. Ég vildi fá að vita hvort mennirnir sem væru ákærðir fengju að vita hver væri að vitna gegn þeim, því að þeir gætu komið á eftir henni. Þá var sagt við mig að þetta væri ekki amerísk bíómynd og algjör óþarfi að hræðast svona á Íslandi. Menn færu ekkert að gera gagnvart vitnun- um. Hann sagði þetta við mig, sem missti systur mína því hún var vitni í svona máli,“ segir hann alvarlegur. Hann segist hugsa daglega til systur sinnar. „Það líður ekki sá dagur að maður hugsi ekki til hennar. Þetta var langur ferill og tókst svona með því að standa mörg saman. Manni tekst að lifa með þessu en það grær aldrei að fullu.“ n Bróðir fórnarlambs Rúnars Bjarka ósáttur við reynslulausnina „Það sækja nán- ast allir um reynslulausn eftir af- plánun á helmingi dóms og til vara á tveimur þriðju. Ekki talinn hættulegur Rúnar Bjarki er ekki talinn hættulegur að mati sér- fræðinga Fangelsismála- stofnunar. Hann gengur nú laus til reynslu en hann afplánaði 12 ár af 18 ára dómi sem hann fékk fyrir hrottalegt morð og tvær nauðganir. Mynd Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.