Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 4
Dreginn að landi n Vélarvana bátur við Engey dreginn til hafnar í Reykjavík U m klukkan hálf tvö á fimmtu- dag barst beiðni um aðstoð frá vélarvana báti sem staddur var norðan við Engey. Björgunar- sveitin Ársæll var kölluð út og fór þegar á staðinn á tveimur björgunarbátum. Einnig var Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins kallað út. Þegar björgunar- sveitin kom að hafði bátinn rekið vestur fyrir eyjuna og var aðeins nokkra metra frá strandi. Björgunarmenn komu taug í bátinn og var hann dreginn til hafnar í Reykjavík af Þórði Kristjánssyni, nýjum harðbotna björgunarbáti Ársæls. Tveir menn voru um borð í bátnum, sem er svokallaður Sómabátur, og amaði ekk- ert að þeim enda veður gott. 4 Fréttir 8.–10. júní 2012 Helgarblað „Maður er snöggur að gleyma sér“ Forstjóri ók of hratt á rafbíl „Þetta er allavega í fyrsta skiptið sem rafbíll er tekinn fyrir of hrað- an akstur á Íslandi,“ sagði Gísli Gíslason, forstjóri Northern Lights Energy, í samtali við DV.is en hann var tekinn fyrir of hraðan akstur á mánudag á Tesla Roadster-raf- bílnum sínum. Hann var tekinn á 124 kílómetra hraða á Reykjanes- brautinni. „Lögreglan hélt fyrst að byssan hefði sýnt rangt,“ segir Gísli sem segir marga ekki átta sig á því að rafbílar séu margir hverjir kraft- meiri en bensínbílar. „Þessi er til dæmis læstur í 200 km/klst. Þú ferð allavega ekki hraðar en það. Hann er 3,7 sek- úndur í hundraðið þannig að maður er snöggur að gleyma sér,“ segir Gísli sem á von á 70 þúsund króna sekt og tveimur refsipunkt- um í ökuferilskrána fyrir brotið. „Maður verður bara að taka því, því maður á að aka á löglegum hraða,“ segir hann. Bíllinn er sá eini sinnar tegundar á Íslandi en Gísli hefur unnið að rafbílavæðingu íslenska flotans og á von á að notkun þeirra eigi eftir að aukast til muna innan fárra ára. Gísli er mikill ofurhugi en í mars í fyrra var greint frá því að hann ætlaði sér út í geim á vegum flugfélagsins Virgin. Ferðin mun kosta um 23 milljónir króna en hann á von á því að styrktaraðil- ar greiði þá upphæð. Vonast Gísli til að komast út í geim með Virgin eftir tvö til þrjú ár en hann hitt- ir tilvonandi geimfara í London í júlí en í nóvember síðastliðnum var hann viðstaddur opnun geim- stöðvar Virgin í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. H æstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niður- stöðu að túlkun Héraðs- dóms Reykjavíkur á til- tekinni lagagrein í Exeter Holdings-málinu svokallaða hafi ekki verið rétt. Meðal annars á þeim forsendum hefur Hæstiréttur dæmt þá Jón Þorstein Jónsson, fyrrverandi stjórnarformann Byrs, og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóra Byrs, í fjögurra og hálfs árs óskil- orðsbundið fangelsi fyrir umboðs- svik. Um er að ræða þyngstu dóma sem fallið hafa í málum sem sér- stakur saksóknari hefur höfðað út af bankahruninu. Exeter Holdings-málið snýst um 1.100 milljóna króna lán sem Byr veitti eignarhaldsfélaginu Ex- eter Holdings á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af stjórnendum Byrs, meðal annars Jóni Þorsteini og Ragnari Z., auk MP Banka, á yfir- verði. Líkt og rakið er í dómi Hæsta- réttar hafði MP Banki gjaldfellt lán þeirra Jóns Þorsteins, Ragnars Z. og fleiri aðila sem tengdust Byr í byrj- un október 2008 og krafið þá um greiðslu á þeim lánum sem þessum aðilum hafði verið veitt til að fjár- festa í stofnfjárbréfunum í Byr. Jón Þorsteinn og Ragnar voru í ábyrgð- um fyrir lánunum og höfðu því hagsmuni af því að láta Byr lána Ex- eter Holdings fjármuni til að kaupa af þeim bréfin svo þeir losnuðu und- an ábyrgðunum. Grundvallaratriðið Í dómi meirihluta Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem þeir Arn- grímur Ísberg og Einar Ingimundar- son eru skrifaðir fyrir, voru þeir Jón Þorsteinn og Ragnar Z. sýknaðir af ákæru um umboðssvik. Þriðji dóm- arinn, Ragnheiður Harðardóttir, skilaði sératkvæði og vildi sakfella þá Jón Þorstein og Ragnar en sýkna þriðja sakborninginn, Styrmi Braga- son, forstjóra MP Banka, af öllum ákæruliðum. Rökstuðningur þeirra Arngríms og Einars fyrir sýknunni byggði á því að ásetningur þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars teldist ekki sannaður í málinu, það er að segja að ekki teld- ist sannað að þeir hefðu viljandi ver- ið að misnota aðstöðu sína og stefna fjármunum Byrs í hættu. „Ákærðu brutu vissulega gegn verklagsregl- um sparisjóðsins, en það eitt leið- ir ekki til þess að ályktað verði að ásetningur þeirra hafi staðið til þess að misnota aðstöðu sína og stefna fé sparisjóðsins í stórfellda hættu eins og þeir eru ákærðir fyrir.“  Á þess- um forsendum töldu Arngrímur og Einar að sannanirnar í málinu væru ekki nægjanlegar til að hægt væri að sakfella þá Jón Þorstein og Ragnar. Þessu var Ragnheiður ósammála: „Þegar framangreint er virt verður að líta svo á að ákærðu hafi með lán- veitingunni misnotað aðstöðu sína í sparisjóðnum sjálfum sér og öðrum til ávinnings.“ Grundvallaratriðið í málinu snýst því um hvort það teljist nægjanlega sannað að Jón Þorsteinn og Ragn- ar hafi misnotað aðstöðu sína sjálf- um sér og öðrum til ávinnings. Því er um að ræða skoðanamun á túlk- un á umboðssvikaákvæði almennra hegningarlaga. Hæstiréttur sammála Ragnheiði Í dómi sínum kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómur þeirra Arngríms og Einars hafi verið reistur á „… rangri túlkun á því ákvæði al- mennra hegningarlaga sem hátt- semi þeirra er færð undir.“ Þá segir í dómnum að Hæstiréttur telji þvert á móti sannað að Jón Þorsteinn og Ragnar Z. hafi misnotað aðstöðu sína hjá Byr sparisjóði og að þessar ákvarðanir þeirra hafi leitt til veru- legrar fjártjónshættu fyrir sjóðinn enda hafi komið á daginn að „fjár- munirnir voru sjóðnum glataðir“. Hæstiréttur telur túlkun þeirra Arn- gríms og Einars því hafa verið ranga en dómararnir í málinu komast að sömu niðurstöðu og Ragnheiður. Jón Þorsteinn segist aðspurður ekki útiloka að áfrýja dómnum til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir niðurstöðuna auk þess vera „mjög sérstaka miðað við niður- stöðu héraðsdóms“. Ekki náðist í Ragnar Z. við vinnslu fréttarinnar. Þyngstu dómar vegna hrunsins n Hæstiréttur snéri sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur „ [Þ]að eitt leiðir ekki til þess að ályktað verði að ásetningur þeirra hafi staðið til þess að mis- nota aðstöðu sína. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Þungir dómar Dómarnir yfir þeim Jóni Þorsteini og Ragnari Z. eru þungir en í þeim segir að umfang brota þeirra sé „verulegt og sakir miklar“. Þeir sjást hér í Hæstarétti. Tælenskur matur fyrir sælkera OPIÐ Lyngháls: Alla virka daga: 11-15 Fös-lau: Húsið opnar kl. 18 Sun: Lokað Lyngháls 4 • S: 578-7274 • www.rthai.is Hlökkum til að sjá þig Karaoke fös og lau frá kl. 22 Útkall Björgunarsveit var kölluð út ásamt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.