Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 34
G rikkir byggja, eins og stundum áður, leik- skipulag sitt upp á öflugum varnarleik. Engar stórstjörnur eru í liðinu en þó reynslumiklir menn. Þannig voru Georgios Samaras, Gior- gos Karagounis og Kostas Katsouranis allir í liðinu sem vann titilinn 2004. Grikkir voru í tiltölulega þægilegum riðli í undankeppninni, ef segja má svo. Þeir fóru taplausir í gegnum riðilinn og enduðu á toppi hans, eftir að hafa unnið sterkt lið Króatíu. Þeir skoruðu 14 mörk í tíu leikjum og fengu á sig fimm. Grikkir unnu ekki leik á síðasta Evrópumóti og eru í snúnum riðli með Tékkum, Rússum og Pólverjum, sem leika á heimavelli. Erfitt er að spá fyrir um gengi liðsins; þeir gætu bæði unnið alla leikina og tapað þeim öllum. Eins og áður segir er ekki stórstjörnum fyrir að fara í liðinu en þeirra helsta von, Sotris Ninis, varð fyrir því áfalli að meiðast illa á hné síðastliðið haust. Hann hafði meðal annars verið orðaður við Manchester United. Hann er snúinn aftur en spurn- ingin er hversu vel hann kemur undan vetri. Svarið við þeirri spurningu getur ráðið úrslitum fyrir Grikki. En geta þeir endurtekið kraftaverkið frá því 2004? Ekki ef maður horfir á leikmannahópinn. P ólverjar eru með á EM í annað sinn í röð; nú sem gestgjafar. Þeir eru það lið á mótinu sem lægst skorar á alþjóða styrkleikalista FIFA. Þar eru þeir í 65. sæti. Heimavöllurinn og framherjinn magnaði Robert Lewandowski gætu þó hæglega gert það að verkum að Pólverjar kæmust upp úr riðlinum. Lewandowski var valinn besti leik- maður þýsku Bundesligunnar á nýyfirstöðnu keppn- istímabili. Hann skoraði hvorki meira né minna en 30 mörk í öllum keppnum fyrir Borussia Dortmund og lagði upp 8 til viðbótar. Óhætt er að segja að hann sé algjör lykilmaður í pólska liðinu. Pólverjar leggja mikið upp úr varnarleik sínum og miðjan hefur fyrst og fremst það hlutverk að verjast. Það þýðir þó ekki að þeir spili leiðinlegan fótbolta. Þeir gerðu til dæmis 2–2 jafntefli við Þjóðverja nýver- ið og lögðu Argentínumenn 2–1, sem voru reyndar án sinna allra sterkustu manna. Flestir leikmennirnir í hópnum koma úr lið- um í heimalandinu en þó eru nokkrir sem spila í Þýskalandi og víðar. Að Lewandowski frátöldum er Arsenal-markvörðurinn Sczczesny. Annar öflugur leikmaður í hópnum er varnarmaðurinn Lukasz Piszczek. Hann spilaði áður sem framherji eða vængmaður en hefur færst aftar á völlinn. Hann lék lykilhlutverk í þýska liðinu Borussia Dortmund þegar það varð Þýskalandsmeistari nú í vor. Hann hefur verið orðaður við Real Madrid og pólski þjálfarinn hefur lýst því yfir að til þess sé hann alveg nógu góður. Hann éti upp andstæðinga sína á vellinum. T ékkar eru með í lokakeppni EM fimmtu keppnina í röð. Árið 1996 komust þeir alla leið í úrslit þar sem Oliver Bierhoff skoraði gullmark fyrir Þjóðverja í framlengingu og árið 2004 komust þeir í undanúrslit en máttu þar lúta í lægra haldi fyrir Grikkjum. Undankeppnin byrjaði ekki gæfulega fyrir Tékka. Þeir töpuðu fyrir Litháen í fyrsta leik en lögðu síðan helstu keppinauta sína um annað sætið í riðlinum; Skota, og voru komnir á bragðið. Þeir töpuðu reyndar báðum leikjunum við Spánverja, eins og við mátti búast. Í umspili lögðu þeir Svartfjallaland í tveimur leikjum. Ef frá eru taldir reynsluboltarnir Petr Cech, Tomas Rosicky og Milan Baros eru ekki margir þekktir leikmenn í tékkneska hópnum. Þeir stóla heldur ekki á einstaka leikmenn. Öflugur varnarleikur og sterk liðsheild er aðalsmerki Tékka þar sem varnarsinnaði miðjumaðurinn Jaroslav Plasil leikur lykilhlutverk. Vinnan hans á miðsvæðinu skilar því að bakverðirnir fá svigrúm til að taka þátt í sóknarleiknum. Vert verður að fylgjast með bakverðinum Michal Kadlec, leikmanni Bayer Leverkusen, en hann var marka- hæsti leikmaður liðsins í undankeppninni, með fjögur mörk. Tékkar skoruðu 12 mörk í 8 leikjum í undankeppn- inni en fengu á sig 8. Af þeirri tölfræði má ljóst vera að Cech og félagar þurfa á öllu sínu besta að halda til að komast langt á EM. R ússar töpuðu aðeins einum leik í undankeppninni; gegn Slóvakíu á heimavelli. Þeir enduðu efstir í riðli sínum, tveimur stig- um ofar en Írar, sem einnig verða á EM. Dick Advocaat er ekki þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að knattspyrnu. Spark- spekingar búast við því að Aleksandr Kerzhakov leiði sóknina en honum til fulltingis verði Andrey Arshavin, sem yfirgaf herbúðir Arsenal í vetur og Alan Dzagoev, leikmaður CSKA Moskvu, sem valinn var efnilegasti leikmaðurinn í rússnesku deildinni í vetur. Arshavin gæti leikið lykilhlutverk í liðinu, rétt eins og hann gerði þegar hann sló í gegn á síðasta Evrópumóti. Þá gæti bakvörðurinn Yuri Zhirkov, fyrrverandi leikmaður Chelsea, verið skeinuhættur fram á við. Til vara hefur Advocaat tvo þekkta leikmenn úr enska boltanum; Roman Pavlyuchenko og Pavel Pogrebnyak. Þetta eru helstu vopn Rússa þegar kemur að sóknarleiknum en ljóst er að þar er af nógu að taka. Spurningin er hvernig þeim tekst að vinna saman og verjast en þess má geta að þeir fengu aðeins fjögur mörk á sig í undankeppninni. Með markvörðinn öfluga Igor Akinfeev í góðu formi gætu Rússar verið til alls líklegir. Rússar stóðu sig afar vel á síðasta Evrópumóti og unnu til bronsverðlauna en þeir voru einnig með í Portúgal 2004. GrikklandPólland TékklandRússland Byrjunarlið 4-2-3-1 Byrjunarlið 4-3-1-2 1 17 21 20 5 8Jose Holebas 10 Giorgos Karagounis 19 S. Papasta- thopoulos 18 > Sotiris Ninis Kostas Chalkias Avraam Papadopoulos Kostas Katsouranis 2 Giannis Maniatis Fanis Gekas 7 Georgios Samaras > Kyriakos Papadopoulos Byrjunarlið 4-5-1 Byrjunarlið 4-2-3-1 Á bekknum Markmenn: Alexandros Tzorvas, Michails Sifakis. Varnarmenn: Giorgos Tzavellas, Stelios Malezas, Vassilis Torossidis. Miðjumenn: Grigoris Makos, Nikos Liberopoulos, Giorgos Fotakis, Kostas Fortounis, Giannis Fetfatzidis. Sóknarmenn: Kostas Mitroglou, Dimitris Salpingidis Á bekknum Markmenn: Keiren Westwood, David Forde. Varnarmenn: Stephen Kelly, Paul McShane, Darren O‘Dea. Miðjumenn: Darron Gibson, Stephen Hunt, Paul Green, > James McClean. Sóknarmenn: Jon Walters, Shane, Long, Simon Cox. Á bekknum Markmenn: Grzegorz Sandomierski, Przemyslaw Tyton Varnarmenn: Sebastian Boenisch, Marcin Kaminski, Grzegorz Wojtkowiak Miðjumenn: Adam Matuszczyk, Maciej Rybus, Rafal Murawski, Rafal Wolski, Kamil Grosicki Sóknarmenn: Artur Sobiech, Pawel Brozek Á bekknum Markmenn: Jan Lastuvka, Jaroslav Drobny. Varnarmenn: Marek Suchý, David Limberský. Miðjumenn: Milan Petrzela, Frantisek Rajtoral, Tomás Hübschman Daniel Kolár, Vladimír Darida. Sóknarmenn: Tomás Necid, Milan Baros, David Lafata. Þjálfari: Fernando Santos Aldur: 57 Þjálfari: Michal Bilek Aldur: 47 Þjálfari: Franciszek Smuda Aldur: 63 Þjálfari: Dick Advocaat Aldur: 64 Riðill A 10 Líklegir Rússar Andrey Arshavin þarf á því að halda að slá í gegn, eins og hann gerði á síðasta Evrópumóti. Aldur: 31 Staða: Sóknarmaður Landsleikir: 71 Mörk: 17 Félagslið: Arsenal > Lykilmaður Sotiris Ninis > Lykilmaður Petr Cech> Lykilmaður Andrey Arshavin 20 Lukasz Piszczek Aldur: 26 Staða:Bakvörður Landsleikir: 22 Mörk: 0 Félagslið: Borussia Dortmund 17 Alan Dzagoev Aldur: 21 Staða: Miðjumaður Landsleikir: 20 Mörk: 4 Félagslið: CSKA Moskva 3 Michal Kadlec Aldur: 27 Staða: Bakvörður Landsleikir: 34 Mörk: 8 Félagslið: Bayer Leverkusen > Fylgstu með > Fylgstu með > Fylgstu með 1 10 14 13 15 Jakub Wawrzyniak 18 Adrian Mierzejewski 20 > Lukasz Piszczek 5 Dariusz Dudka Wojciech Szczesny Damien Perquis 16 Jakub Blaszczykowski 7 Eugen Polanski Ludovic Obraniak 9 Robert Lewandowski Marcin Wasilewski 1 9 10 3 2 5 Stephen Ward 4 John O‘Shea 7 Aiden McGeady Shay Given Richard Dunne > Robbie Keane 8 Keith Andrews 6 Glenn Whelan Kevin Doyle 11 Damien Duff Sean St Ledger 1 14 3 5 6 > Michal Kadlec 19 Petr Jiracek 2 Theodor Gebre Selassie 13 Jaroslav Plasil Petr Cech Tomáš Sivok 9 Jan Rez k 10 Tomas RosickyVaclav Pilar 20 Tomas Pekhart Roman Hubnik 1 7 5 4 12 Yuri Zhirkov 17 > Alan Dzagoev 2 Aleksandr Anyukov 8 Konstantin Zyryanov Igor Akinfeev Vasili Berezutski 6 Roman Shirokov 11 Aleksandr Kerzhakov Igor Denisov 10 Andrey Arshavin Sergei Ignashevich 18 Fjarlægur draumur Sotiris Ninis þarf að vera í sínu besta formi eigi Grikkir að ná sínu besta fram í keppninni. Aldur: 22 Staða: Miðjumaður Landsleikir: 19 Mörk: 2 Félagslið: Parma 1 Mikilvægur Það er nauðsynlegt að vera með mann sem veit hvað hann er að gera milli stanganna. Aldur: 30 Staða: Markvörður Landsleikir: 89 Mörk: 0 Félagslið: Chelsea > Lykilmaður Robert Lewandowski 9 Ber uppi sóknarleikinn Pólska liðið á mikið undir því að Robert Lewandowski finni netmöskvana á heimavelli. Aldur: 23 Staða: Framherji Landsleikir:42 Mörk: 14 Félagslið: Borussia Dortmund 5 Kyriakos Papadopoulos Aldur: 20 Staða: Varnarmaður Landsleikir: 10 Mörk:4 Félagslið: Schalke 04 > Fylgstu með 34 EM 2012 8.–10. júní 2012 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.