Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 70
Trúlofuð Böddi og Jórunn trúlofuðu sig um jólin. Jórunn lék meðal annars í kvikmyndinni Svartur á leik en hún byrjar í leiklistarnámi í haust. Þríþraut þingmanns n Róbert Marshall stendur fyrir skemmtilegri víðavangskeppni Í mínum huga snýst líkamsrækt frekar um það að geta gert það sem mann langar frekar en að líta öðruvísi út. Gott útlit er fylgifisk- ur hreyfingar en hreyfingin sjálf á að vera markmiðið. Við erum gerð til þess að hreyfa okkur og þess vegna líður okkur vel eftir að hafa reynt á okkur. Þríþraut er frábær og fjöl- breytt leið til að blanda saman ólík- um æfingum og halda sér þannig í góðu formi,“ segir alþingismaður- inn Róbert Marshall en hann og eig- inkona hans Brynhildur Ólafsdóttir standa fyrir þríþraut þann 30. júní. „Við byrjum undir Brimlárhöfða rétt utan við Grundarfjörð þar sem ætlunin er að synda þvert yfir Lárvaðalinn sem er um 520 metr- ar. Vatnið er tiltölulega grunnt og verður því vonandi orðið sæmilega hlýtt þarna um mitt sumar. Á bakk- anum bíða hjólin og við leggjum í hann austur í átt að Grundarfirði og hjólum sem leið liggur í gegn- um bæinn, út að Hraunsfirði og svo í gegnum Berserkjahraun í átt að Stykkishólmi,“ segir Róbert og bætir við að svo verði síðustu 10 kílómetrarnir hlaupnir inn í Stykk- ishólm þar sem keppni lýkur við sundlaugina. „Við fáum einhvern velviljaðan til að sækja hjólin og skutla þeim til baka. Vonandi náum við að setja upp eina eða tvær vatnsstöðvar á leiðinni og auðvitað tímatöku við lok keppni. Þetta er fyrst og fremst hugsað til að hafa gaman af því og reyna sig við erfiða áskorun í góðra vina hópi. Um kvöldið grillum við, syngjum og tröllum í náttbjartri úti- legustemningu við upphafsreitinn úti í Lá.“ Róbert hefur tvisvar áður haldið slíka víðavangskeppni en hingað til hafa aðeins tveir þátttakendur ver- ið með í keppninni. Nú hafa hins vegar yfir 60 manns skráð sig svo ljóst er að um alvöru keppni verður að ræða þótt skemmtunin eigi vissu- lega að vera í fyrsta sæti. „Mér finnst gott að hafa langtímamarkmið eins og maraþon eða Laugavegshlaup til að stefna og þess vegna ákvað ég að efna til Snæfellsnesþristsins í byrjun ársins. Ég er líka að æfa fyrir Lauga- veginn um miðjan júlí og þetta fellur vel að því hlaupi. Maður kemur sér ekki í form með stuttu átaki heldur lífsstílsbreytingu. Þetta er hugsað fyrst og fremst til að hafa gaman af þessu og allir mega taka þátt.“ 70 Fólk 8.–10. júní 2012 Helgarblað Quarashi-stuð á Prikinu Mikil stemning myndaðist á Prik- inu á miðvikudag þar sem Tiny og Halleluwah, þekktur sem Sölvi Blöndal úr Quarashi, komu fram. Meðal þeirra sem voru á gólfinu og nutu tónlistarinnar var félagi þeirra Höskuldur Ólafsson úr Qu- arashi. Það ætlaði allt að verða vit- laust þegar þeir Tiny og Sölvi tóku Quarashi-slagarann Stun Gun og gestir Priksins sungu hástöf- um með. Samkvæmt heimildum DV virtist Höskuldi ekki leiðast sú uppákoma. Nokkuð er síðan Quarashi lagði upp laupana en þeir félagar komu þó saman aftur síðasta sumar til að halda almennilega kveðjutón- leika fyrir aðdáendur sína. Þeir hafa fullyrt að það hafi verið í allra síðasta skipti sem þeir spiluðu saman sem Quarashi. „Sámur myndi elska allt þetta kjöt“ Facebook-síða Dorritar Moussai- eff nýtur mikilla vinsælda. Á síð- unni segir Dorrit fréttir úr kosn- ingabaráttunni og birtir myndir af ferðalögum þeirra hjóna um landið. Á dögunum heimsótti hún sláturhús og skrifaði undir: Sámur myndi elska allt þetta kjöt! Hvert gullkornið af öðru ratar inn á síðuna enda er Dorrit með eindæmum einlæg og lífsglöð kona. Í einni færslunni lýsti hún því hvað henni finnst eiginmað- ur sinn flottur í kosningabarátt- unni. „Ég er kannski ekki hlutlaus, en mér fannst Ólafur býsna flottur. Vildi að það væru kosningar á hverju ári, Ólafur hefur yngst um mörg ár í þessari baráttu.“ Sköpunar- saga Bubba Bubbi sagði á Facebook á fimmtu- dag að hann hefði hjólað upp að Laxá til að kíkja á lax. Hann kom auga á nokkra laxa og þá kom skáldgyðjan yfir hann. Úr varð við- bót við sköpunarsöguna. „Lax- inn er fiskurinn sem guð skapaði þegar hann var búinn að skapa öll dýr jarðar. Því honum langaði að skapa eitt dýr sem honum fyndist Fullkomið. Og þegar guð sá hvað honum tókst vel upp þá hugsaði hann ég verð að búa til stöng og hnýta flugu því annað er ekki hægt að bjóða laxinum upp á. Síðan hefur guð verið brosandi glaður.“ Rómantískt að vinna saman n Jórunn Steinsson er húsmóðir á virkum dögum en rokkstjarna um helgar A uðvitað leyfir hann mér að vera með puttana í þessu. Annað kæmi ekki til greina. En þetta er hans batterí. Mér finnst ég bara hepp- in að fá að taka þátt,“ segir Jórunn Steinsson sem syngur á tónleikum með kærastanum sínum, Bödda Reynis, sem venjulega er kenndur við hljómsveitina Dalton. Böddi vinnur að nýju sólóefni og mun halda tónleika á Hressó í kvöld, föstudagskvöld, og mun njóta hjálp- ar Jórunnar við flutninginn. Jórunn hefur getið sér orð sem fyrirsæta auk þess sem hún hefur snúið sér æ meira að leiklist. „Ég er alltaf eitt- hvað að sitja fyrir en síðan ég leiddist út í leiklistina hefur hún tekið meira og meira pláss í mínu lífi,“ segir Jór- unn sem hefur leikið í stuttmyndum auk þess sem hún lék í kvikmyndinni Svartur á leik og mun leika á móti Ólafi Darra í kvikmyndinni XL. Jórunn komst inn í Kvikmynda- skólann þar sem hún byrjar í námi í kvikmyndaleik núna í ágúst. „Ég ætl- aði mér alltaf að verða leikkona svo ég er mjög spennt. Það er svo margt sem hægt er að gera út frá leiklistar- námi. Svo er líka gott að kunna að syngja. Það er partur af þessu öllu saman,“ segir Jórunn sem fór ekki að leika fyrrr en fyrir tveimur árum. „En ég hef sungið frá því að ég var krakki. Ég var alltaf á söngnám- skeiðum og slíku og hef alltaf haft gaman af söng. Söngurinn er númer eitt, tvö og þrjú. Ég syng allar helgar með Bödda og næst á dagskrá hjá okkur er að drífa sig í stúdíó og taka upp svo okkar fyrsti dúett fari nú að koma út. Og svo verð ég klárlega að fara huga að eigin efni. Síðasta árið hefur skipt gríðarlega miklu máli fyrir mig því ég var alls ekki með mesta sjálfstraustið. Eftir að ég byrj- aði að syngja og koma fram hefur það heldur betur breyst til batnaðar. Maður þroskast því á svona reynslu. Það er klárt mál“ Jórunn óttast ekki að vinna svona náið með kærastanum en parið trúlofaði sig um jólin. Hún segir enn fremur að samband tveggja listamanna sé ekki jafn flókið og margir myndu halda. „Það er bara æðislegt að vinna svona mikið saman – ferlega róm- antískt. Við vinnum svo vel saman. Hjá okkur eru alls ekki tvö egó sem berjast um athyglina. Allavega hef- ur þetta virkað vel hingað til og ég held að það muni gera það áfram,“ segir hún hlæjandi og bætir við að þar sem hún hafi fengið tvö yndis- leg börn í bónus þegar þau Böddi byrjuðu saman þá séu þau í fjöl- skyldugírnum á virkum dögum. „Ég er húsmóðir í Laugardalnum frá mánudögum til fimmtudags en hina dagana er bara spilerí.“ Erfið áskorun Róbert segir öllum vel- komið að taka þátt og að keppnin sé fyrst og fremst til að hafa gaman af og reyna við erfiða áskorun í góðra vina hópi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.