Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 45
Viðtal 45Helgarblað 8.–10. júní 2012
Þvert á flokka,“ seg-
ir hún og brosir breitt.
„Guðrún Helgadóttir sagði að maður
eignaðist fæstu vinina í eigin flokki.
Ég er ekkert alveg sammála því. Ég á
alveg dásamlega vini í mínum flokki
sem ég hefði aldrei viljað vera án í
gegnum þá erfiðleika sem hafa verið
á liðnum árum.
En það eru líka einstaklingar í
öðrum flokkum, innan sem utan
þings, sem ég hef mikið dálæti á og
eru djúpvitrir. Þeirra vinátta er líka
góð. Þannig að já, svo sannarlega er
hægt að eignast vini á Alþingi.“
Stórkostlegt klúður
Evrópumálin eru Þorgerði hugleikin.
Það var ekki síst vegna utanríkis-
stefnu flokksins sem hún gekk til
liðs við hann á sínum tíma. Hún er
ein þeirra sem vilja að kosið verði
um framhald aðildarviðræðna við
ESB samhliða alþingiskosningum á
næsta ári og segist þeirrar skoðunar
að ESB-umsóknin feli í sér að skapa
valkosti fyrir Íslendinga, en ekki
taka þá af þeim. Því sé hún eindreg-
ið þeirrar skoðunar að málið eigi að
klára.
„Ríkisstjórnin hefur klúðrað mál-
inu stórkostlega,“ segir Þorgerður og
hristir höfuðið. „Það voru mikil mis-
tök að hafna þjóðaratkvæðagreiðslu í
byrjun ferilsins. Í ljósi aðstæðna í dag
er skynsamlegast að kjósa um fram-
haldið samhliða næstu þingkosning-
um.
Við verðum að tryggja þátttöku
þjóðarinnar og hlusta á hennar vilja.
Við stjórnmálamenn eigum ekki
að skammta það úr hnefa hvað fólk
geti valið um. Mín skoðun er sú að
klára eigi aðildarviðræðurnar og
sú skoðun er byggð á því að ég vil
standa vörð um valfrelsið.
Þjóðin verður því að fá tækifæri
til að kjósa um samning sem fel-
ur í sér bestu mögulegu niðurstöðu
fyrir landið okkar. Ég vil að innan
flokksins heyrist ólíkar raddir um
þetta mál. Við það á enginn að vera
smeykur.“
Samninganefnd hefur „ekkert
bakland“
Hún segir það gleymast að aðildar-
umsóknin sé nú í ákveðnum farvegi
þótt langt sé í land með að niður-
staða liggi fyrir. „Samninganefndin
sem ræðir við ESB er skipuð hæfum
einstaklingum með víðtæka reynslu.
Mestu máli skipta niðurstöður um
sjávarútvegs- og landbúnaðarmál.
Samninganefndin hefur hins
vegar ekkert pólitískt bakland að
mati Þorgerðar. „Baklandið er ekkert
og það sér hver sem vill. Ríkisstjórn-
in getur ekki klárað þessa samninga
þrátt fyrir að hún hafi komið þeim af
stað. Það er eins og með allt annað
sem hún hefur hafið, ekkert er klárað
og allt unnið illa og í óeiningu.“
Tók pólitíska áhættu
Þorgerður var ein þeirra sem sóttu
um stöðu framkvæmdastjóra tónlist-
arhússins Hörpu nýverið.
Meirihluti stjórnar, þrír af fimm,
vildi ráða hana í starfið. Það varð
ekki. Enginn vafi leikur þó á því að
Þorgerður er afar hæf til starfsins.
Hvers vegna var þá gengið fram hjá
henni?
„Stjórnmálamenn mega ekki
sýna áhuga á neinu öðru en störf-
um sínum á þingi. Það er svona við-
tekna venjan en ég sótti um af því að
ég taldi krafta mína og reynslu geta
komið að notum. Ég tók með því
pólitíska áhættu,“ segir hún.
„Ég vona svo innilega að Harpa
verði eðlilegur partur af íslenskri
þjóðarsál og ég mun gera allt til að
hjálpa til að svo verði, bara á öðrum
vettvangi. Þessum kafla er hins vegar
lokið.
Stjórnmálin eru minn vettvang-
ur. Ég hef ánægju af þeim og ef póli-
tíkinni fylgir þessi sletta af ást sem er
svo mikilvæg í lífinu þá gerir maður
hlutina vel. Í dag er ég á þeim stað að
mig langar til þess að taka þátt. Mér
finnst ég hafa kraft til þess, löngun-
ina og ég væri hætt ef ástríðan væri
ekki til staðar.
Ég, eins og fleiri stjórnmálamenn,
veit hins vegar að kóngur vill sigla en
byr ræður. Við sjáum hvað setur.“
Vill fara nýjar leiðir
Það eru ákveðin mál sem Þorgerður
vill að heyrist meira um innan Sjálf-
stæðisflokksins.
„Ég vil sjá auknar áherslur á vel-
ferðarmál. Flokkurinn hefur aldrei
verið með ábyrgð á félags- eða vel-
ferðarráðuneyti. Við fengum heil-
brigðisráðherra, Guðlaug Þór
Þórðarson, þótt hann hafi setið í
skamman tíma náði hann góðum
árangri, eins og að vinna á biðlist-
um með áherslur okkar sjálfstæðis-
manna að leiðarljósi.
En ég held að það eigi að vera
jafn eðlilegt fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn þegar hann fer í ríkisstjórn eft-
ir næstu kosningar að gera kröfu um
velferðarmál og félagsmál eins og at-
vinnumál. Ég held að það sé gríðar-
lega mikilvægt að hann undirstriki
að hann er breiðfylking fólks.“
Börnin eru lánið í lífinu
Þorgerður hefur tekið margan stóran
slaginn í stjórnmálum. „Þegar mað-
ur stendur frammi fyrir slíkum árás-
um getur maður gert tvennt. Hunds-
að þær eða rætt málin,“ sagði hún
þegar hún stóð frammi fyrir flokksfé-
lögum sínum og gerði upp stöðu sína
í flokknum. Hún stóð sterk í brúnni
og kraftinn fékk hún frá fjölskyldu
sinni því þar hefur hún háð stærstu
orrusturnar. „Börnin mín eru lánið
í lífinu. Þau skipta mig öllu máli.
„Það er hægt að
eignast vini á Alþingi“
„Ég varð líka sár
yfir þeim aðstæð-
um sem börnin mín voru
sett í með þessu
„ Í stóru pólitísku
myndinni þá sé ég
mest eftir því að hafa ekki
verið nægilega vakandi.
Á vini á Alþingi
„En það eru líka
einstaklingar í
öðrum flokkum
sem ég hef mikið
dálæti á og eru
djúpvitrir. Þeirra
vinátta er líka
góð. Þannig að já,
svo sannarlega er
hægt að eignast
vini á Alþingi.“
myndir SigTryggur Ari