Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 53
Sakamál 53Helgarblað 8.–10. júní 2012
Sakamál 77 ára var John B. Nixon elsti maðurinn sem tekinn var af lífi í Bandaríkjunum hin síðari ár, eða síðan 1976. Sam-kvæmt skrám sem M. nokkur Watt Espy hefur haldið til haga hefur reyndar enginn eldri en Nixon verið tekinn af lífi í Bandaríkjunum síðan 1916. Nixon var sakfelldur fyrir að hafa, 22. janúar 1985, myrt fyrir greiðslu konu að nafni Virginia Tucker. Nixon var tekinn af lífi í Mississippi í desember 2005.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s
Alice Morgan, fimmtug kona í Hull, var hálflufsu-leg að kvöldi 1. febrúar
1951. Hún þjáðist af verkjum
í annarri öxlinni, sagði hún
og kvartaði sáran. Engu að
síður sá hún ekkert því til fyrir-
stöðu að fara á krá í bænum
það kvöld með vini sínum til
tveggja vikna, James Inglis, og
ekki bara eina krá heldur tvær.
Þegar leið á kvöldið
versnaði axlarverkurinn og
skötuhjúin ákváðu að yfirgefa
krána um klukkan hálf átta um
kvöldið. Rúmlega einum og
hálfum tíma síðar var James
Inglis mættur aftur á pöbbinn
og var einn á ferð – Alice leið
ekki sem best og hann hafði
komið henni í rúmið, sagði
hann og segir ekki meira af
þessu kvöldi.
Sá fyrsti sem kíkti til Alice
daginn eftir var tíu ára gutti
sem var vanur að sendast
fyrir hana. Hann kom við eftir
skóla, um hálffimmleytið, og
sá að hún lá á legubekk og
hafði breitt yfir sig. Drengur-
inn dró þá ályktun að hún
svæfi og ákvað að vekja hana
ekki.
Síðan bar póstinn, Thomas
Brougham, að garði. Hann
þurfti að koma til hennar
ábyrgðarsendingu og bankaði
upp á hjá henni í þrígang í von
um að koma pakkanum af sér.
Í þriðja skiptið sagði ná-
granni Alice honum að hún
væri heima. Thomas tók í
hurðarhúninn og komst að því
að það var ólæst og fór inn.
Alice lá á legubekknum og
þegar hann hugðist vekja hana
uppgötvaði hann að Alice svaf
svefninum langa. Silkisokkur
var vafinn um háls hennar og
áverkar voru á andliti hennar.
Rétt fyrir miðnætti yfir-
heyrði lögreglan James Inglis,
reyndar vegna allt annars
máls. Hann hafði ráðist á
Amy Gray, konuna sem leigði
honum húsnæði, og hafði
hún fengið áverka á andlitið –
skurð sem þurfti að sauma.
Á meðan lögreglan yfir-
heyrði Inglis vegna þess máls
sagði hann þeim í framhjá-
hlaupi að hann hefði myrt
konu sem bjó við Cambridge-
stræti – Alice Morgan. Sagði
James Inglis að þeim hefði
sinnast og hann hefði barið
hana og svo hefði hún bara
verið dáin.
Við réttarhöldin bar James
Inglis við geðveiki – hann
hafði reyndar verið úrskurðað-
ur siðblindingi af sérfræðing-
um breska hersins og gerður
brottrækur úr hernum. En við
réttarhöldin varð niðurstaðan
sú að hann væri heill á geði.
Hann var sakfelldur og hengd-
ur átján dögum síðar. Þannig
er nú það.
Á barinn
eftir morð
H
vern einasta dag
fylgdi franska konan
Patricia Bouchon
sömu rútínu. Hún
yfirgaf íbúð sína
í þorpinu Villeneuve-les-
Bouloc í bítið og fór út að
skokka. Mánudagurinn 14.
febrúar 2011 hófst með hefð-
bundnum hætti, en einhvers
staðar á hlaupaleiðinni hvarf
hún.
Lögreglan fylgdi slóð
hennar og fann blóð á skóg-
arstíg – blóðið var úr Patri-
ciu, en hana sjálfa var hvergi
að finna.
Kenning lögreglunnar var
að Patricia hefði ekki ver-
ið myrt fyrir tilviljun, held-
ur að morðingi hennar væri
einhver sem hefði fylgst
með henni um skeið og gert
henni fyrirsát – einhver sem
líkt og Patricia hóf daginn
snemma.
Í smá fjarlægð frá fyrsta
blóðblettinum sem lög-
reglan fann fannst meira
blóð og var talið að Patriciu
hefði tekist að losna úr klóm
morðingjans og flýja ein-
hvern spöl, en ekki haft er-
indi sem erfiði.
Grunur féll á öskukarl
Lögreglan hafði ekki mikið í
höndunum en engu að síð-
ur beindust augu hennar
að öskukarli nokkrum, sem
ekki var nafngreindur í fjöl-
miðlum. Um var að ræða 38
ára mann sem lítið fór fyrir.
Hann bjó hjá móður sinni og
fór snemma á fætur sökum
vinnu sinnar sem öskukarl.
Á hverjum morgni ók
hann Renault Clio-bifreið
sinni fram hjá heimili Patri-
ciu á leið sinni til vinnu.
Að sögn þeirra sem töldu
sig þekkja til hafði hann
aldrei verið við kvenmann
kenndur en hafði mikið dá-
læti á kvennærfatnaði sem
hann safnaði af miklum
móð.
Þrátt fyrir margra mánaða
leit hafði hvorki fundist
hvorki tangur né tetur af Pat-
riciu og hinum grunaða var
sleppt úr haldi eftir sólar-
hrings varðhald.
Engar vísbendingar
Lögreglan hafði ekki fundið
nokkuð sem benti til sektar
öskukarlsins, ekkert blóð í
bifreið hans, ekkert blóð á
fatnaði hans. Lögreglan leit-
aði einnig á öskuhaugum
bæjarins, opnaði ótal rusla-
poka í von um að finna eitt-
hvað sem gæti komið henni
á sporið.
Gamlir brunnar voru opn-
aðir og tjarnir voru slæddar,
en allt kom fyrir ekki. Ef ösku-
karlinn var sekur hefði hon-
um sennilega verið í lófa lagið
að losa sig við líkið með þeim
hætti að það fyndist aldrei.
Í reynd stóð einungis
kenning lögreglunnar eftir
óhögguð og óbreytt – Patricia
Bouchon hafði verið myrt – af
einhverjum.
Ein af mörgum
Reyndar hefur þeim mögu-
leika einnig verið velt upp að
Patriciu hafi verið rænt, en
flestir eru þó þeirrar skoð-
unar að það sé afar ólíklegt.
Að ráðist sé á skokkandi
konur er engin nýlunda í
Frakklandi og ku hafa færst
í vöxt hin síðari ár.
Lík þeirra sem hafa ver-
ið myrtar hafa oftar en ekki
fundist og þær sem hafa
sloppið með skrekkinn
hafa getað skýrt lögreglu frá
raunum sínum.
Þeirri hugmynd að Patri-
ciu hafi verið rænt og sé
haldið fanginni einhvers
staðar hefur einkum verið
haldið á lofti af dóttur henn-
ar, en íbúar í Bouloc deila
ekki þeirri bjartsýni eða von
hennar.
Læstar dyr
En andrúmsloftið í Ville-
neuve-les-Bouloc er víst
ekki samt eftir hvarf Patri-
ciu Bouchon. Sagt er að íbú-
ar þorpsins læsi nú dyrum
húsa sinna og hespi glugga
aftur þegar húma tekur að
kveldi og fáir séu einir á
ferli.
Ekki er útilokað að morð-
ingi Patriciu Bouchon
sé jafnvel einn af íbúum
þorpsins og ef sú er raunin
er mögulega eitt hús í því
ólæst um nætur.
n Patricia hvarf sporlaust n Öskukarl grunaður, en engar sannanir„Að sögn þeirra
sem töldu sig
þekkja til hafði hann
aldrei verið við kven-
mann kenndur en
hafði mikið dálæti á
kvennærfatnaði sem
hann safnaði af mikl-
um móð.
SKoKKarinn
Sem HVarf
Lýst eftir Patriciu Bouchon
Dóttir Patriciu heldur í vonina
um að móðir sín sé á lífi.